Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 68. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jákvæð viðbrögð við leiðtogafundi Bandaríkjanna og Rússlands í Helsinki Clinton og Jeltsín fagiia árangri þrátt fyrir ágreining um NATO Sprengjutilræði í Tel Aviv ógnar friðarferlinu Netanyahu segir Ara- fat bera óbeina ábyrgð Tel Aviv. Reuter. ____________ Reuter INNAN um brak úr sprengingunni sjást hér lögreglumenn huga að líki manns, sem talinn er hafa verið tilræðismaðurinn. TVÆR ísraelskar konur biðu í gær bana í sjálfsmorðssprengjutilræði ungs Palestínumanns á fullsetnu kaffihúsi í miðborg Tel Aviv. Að sögn lögreglu slösuðust 43, sumir alvarlega. Tilræðismaðurinn settist inn á hið vinsæla kaffihús í hádeginu í gær, með sprengjuna í poka. Þar var fjölskyldufólk að slappa af í lok vinnuvikunnar, daginn fyrir hvíldar- dag gyðinga. Hamas, samtök róttækra Palest- ínumanna, lýstu ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Einn forystumanna Hamas, sem látinn var laus úr fang- elsi fyrr í vikunni, sagði í gær, að það eina sem stöðvað gæti land- námsstefnu ísraelsmanna væri sprengjur. Um svipað leyti árs í fyrra hófu palestínskir öfgamenn hrinu sjálfsmorðssprengjutilræða, sem ollu dauða tuga saklausra borgara. í kjölfarið sigraði hið hægrisinnaða Likud-bandalag Benjamins Net- anyahus í þingkosningum í ísrael. Netanyahu sakaði í gær Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um að hafa óbeint „gefið grænt ljós“ á að róttækir Palestínumenn létu til skarar skríða og fremdu þetta til- ræði. Arafat fordæmdi tilræðið og sagði það „ódæði hryðjuverka- manna“. Talsmenn heimastjórnar Palestínumanna vísuðu ásökun Net- anyahus á bug, og sögðu hann sjálf- an bera ábyrgðina á tilræðinu með því að halda landnámsstefnu sinni til streitu og að skella skollaeyrum við aðvörunum alþjóðasamfélagsins. Ríkisstjórnir víða um heim, sem og talsmenn alþjóðasamtaka, for- dæmdu tilræðið. Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, sagði að ofbeldi og hryðjuverk ættu enga samleið með hinu viðkvæma friðarferli við botn Miðjarðarhafs. • Boða samstarfssamning Rússa og NATO • Árangur í veigamiklum af- vopnunarmálum • Gata Rússa í efna- hags- og viðskiptasamtök greidd Helsinki. Morgunblaðið, Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti kváð- ust hafa náð miklum árangri á leið- togafundinum, sem lauk í gær í Helsinki. Tekist hefði að ná sam- komulagi um veigamikil afvopnun- armál, en mikið bæri á milli varð- andi stækkun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). „Clinton forseti náði sögulegum árangri í Helsinki," sagði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, eftir að fjögurra og hálfrar klukkustundar fundi leiðtoganna lauk með því að gefin var út sameig- inleg yfirlýsing þeirra um öryggis- mál í Evrópu, afvopnunarmál og samstarf í efnahagsmálum. Clinton gerði á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna lítið úr andstöðu Rússa við stækkun NATO og sagði að á leiðtogafundi banda- lagsins í júlí yrði nýjum ríkjum boðin innganga í það samkvæmt áætlun. „I því skyni að þessi ágreiningur hafi sem minnstar afleiðingar ákváðu þeir að vinna saman ásamt öðrum að því að koma á samstarfi milli NATO og Rússlands, sem yrði snar þáttur í nýju öryggiskerfi í Evrópu," sagði í yfirlýsingunni. Fær Jeltsín kaldar móttökur heima fyrir? Rússar hafa mótmælt áformunum um stækkun NATO harðlega og sagt að hún sé bein ógnun við þá og muni leiða til þess að Rússland ein- angrist. Jeltsín á yfir höfði sér gagn- rýni andstæðinga sinna í Moskvu eftir þessa niðurstöðu fundarins. Leiðtogarnir ákváðu að binda enda á deilu um gagneldflaugasátt- málann frá árinu 1972, hinn svokall- aða ABM-sáttmála, sem var ásteyt- ingarsteinninn í viðræðum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta á leiðtogafundinum í Reykjavík 1986. Clinton og Jeltsín samþykktu einnig að hefja næstu umferð af- vopnunarviðræðna um kjarnorku- vopn um leið og START-2 sáttmál- inn tæki gildi, og stendur þar á Rússum. Ætlunin væri að fækka kjarnorkuvopnum þannig að Rússar og Bandaríkjamenn mættu hvorir um sig aðeins hafa 2.000 til 2.500 kjarnaodda í langdrægar flaugar. Einnig náðist árangur í efnahags- málum og kváðust leiðtogamir ætla að reyna að tryggja Rússum inn- göngu í Parísarklúbbinn á þessu ári og Heimsviðskiptastofnunina (WTO) á því næsta. Ennfremur var samþykkt að Rússar yrðu virkir þátttakendur í fundi sjö helstu iðnríkja heims í Denver í júní, en það skref að veita þeim fulla aðild að þeim félagsskap var ekki stigið til fulls. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í yfirlýsingu að hann væri ánægður með yfirlýsingu Jelts- íns um að hann vildi ganga frá sam- komulagi fljótt. Solana mun fá það verkefni að leiða til lykta samstarfs- samning NATO við Rússland. Pólverjar segja Jeltsín samþykkja stækkun Alexander Kwasniewski, forseti Póllands, fagnaði árangri leiðtoga- fundarins og sagði að Rússar hefðu í raun samþykkt stækkun NATO. Talið er að Pólland verði meðal þeirra ríkja, sem boðið verður að ganga í NATO í sumar. Eystrasaltsríkin voru varfærin en lýstu þó ánægju með niðurstöðu fundarins, þar sem í henni hefði ekkert komið óþægilega á óvart. Clinton fór frá Helsinki í gær, en Jeltsín mun í dag eiga viðræður við Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, og halda á braut að þeim loknum. ■ Leiðtogafundur/32 Heimkoma Mobutus sögð breyta litlu Kinshasa. Reuter. MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, sneri heim til höfuðborgarinnar Kins- hasa í gær eftir krabbameinsmeðferð og langa flugferð frá Frakklandi. Eins og ástandið er orðið í landinu eftir langa fjarveru forsetans virðist heimkoma hans ekki breyta miklu. Á sama tíma og hann lenti í Kins- hasa var Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna, hylltur af meira en 10.000 íbúum Kisangane, þriðju stærstu borgar landsins, en hann var að koma þangað í fyrsta sinn frá því að her stjórnar Mobutus flúði þaðan um síðustu helgi. Kunnur belgískur sérfræðingur um málefni Zaire, Colette Braek- man, hélt því fram í dagblaðinu Le Soir í gær, að Frakkar vildu að Mobutu sæi til þess áður en hann deyr, að í embætti forseta Zaire settist maður, sem væri hliðhollur frönskum hagsmunum. Með þessu segir Braekman Frakka vera að reka það sem hún kallar „nýja nýlendu- stefnu“ í Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.