Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Við byggjum ekki hús á sandi Á UM árum hefur mikið verið til umfjöllunar í þjóðfélagsumræðunni hinar stórstígu fram- farir á öllum sviðum. Já, svo byltingar- kenndar hafa þessar framfarir orðið, að með ólíkindum getur talist. Þeim fækkar nú óðum sem hófu sín fyrstu spor um síðustu alda- mót, en það eru ein- mitt þeir einstaklingar, sem voru gerendur þeirra stórstígu framf- ara hér á landi, sem við erum að upplifa nú í dag. Oft vill það nú gleymast í umræðunni. Allar breytingar á högum einnar þjóðar hafa í för með sér margvís- lega röskunn, flestar til góðs, en aðrar ekki, eins og gengur. Oft fer það eftir hugarfari einstaklinganna og þroska hvemig þeim gengur að aðlaga sig nýrri og byltingar- kenndri skipan þjóðfélagsins. Sumt sjá þeir, sem hrinda vilja stórstígum þjóðháttarbreytingum i fram- kvæmd, ekki fyrir. Fólksflutningar til þéttbýlis eru dæmi um slíkt. í fyrstu skapaðist örtröð t.a.m. í Reykjavík, er þungur straumur fólks leitaði þangað. Húsnæðið var ekki fyrir hendi. Smá saman hófust svo byggingarframkvæmd- ir í stórum stíl, fjölbýl- ishús risu hvert af öðru, þar sem fólk tók sér bústað, fólk ólíkrar gerðar og lífssýnar. Smækkuð mynd þjóðríkisins Ég er einn af þeim sem hef verið þátttak- andi í öllu þessu ferli aldarinnar sem ég hef verið að lýsa, hef nán- ast fylgt henni allri. Bý nú í einu þessara háhýsa sem er í Blá- hömrum 2 hér í borg. Við byggjum þjóðríki sem lög- gjafinn hefur mótað með lagasetn- ingu og eftir þeim lögum reynum við yfirleitt að haga okkur. Smækk- uð mynd af þessu þjóðríki eru ein- ingamar, t.a.m. sem hýsa þá þegna, sem valið hafa að búa í fjölbýlishús- um. Reynsla mín er sú, að margir þeirra sem tekið hafa sér bústað í þessu formi húsnæðis hafi takmark- aðan skilning á því, að lög og regl- ur hafa verið settar af löggjafanum hvað varðar þessa búsetu. Eins og áður hefur komið fram bý ég í fjölbýlishúsi og um nokk- urra ára skeið hefi ég orðið vitni að því, að allt sem snýr að hinni félagslegu hlið, þ.e. þeirri sem snýr að húsfélaginu, hefur verið í megn- ustu óreiðu. Oreiðu sem ég hefí ekki getað sætt mig við og hefi lagt mikla vinnu í að reyna að bæta, en nánast með engum ár- angri. Lög skulu standa nema þeim sé löglega breytt Sú er raunin, eins og öllum má ljóst vera, að eitt húsfélag sem stofnað er til af íbúum ákveðins fjölbýlishúss á að hlíta öllum lögum sem sett hafa verið. Húsfélag er eins og hvert annað félag sem stofn- að er til. Boða skal til aðalfundar með ákveðnum fyrirvara ár hvert, fundarstjóri og ritari kosnir og fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp, reikningar lesnir og samþykkt- ir endurskoðaðir, ýmis mál borin upp er varða húseign og samskipti og allt þetta er borið upp til sam- þykktar eða synjunar eftir því hvernig verkast vill. Þetta eru nú þær leikreglur, þ.e. lýðræði, sem almennt gildir í félögum og ætti að vera óþarfi að tíunda slíkt í vel upplýstu þjóðfélagi. Því miður er reynsla mín sú nú undanfarin ár, að allar slíkar reglur sem hér að framan eru taldar eru margbrotnar og við slíkt ástand er mjög óþægilegt að sætta sig við. Aldraðir einstaklingar eru t.a.m. aldir upp við þann hugsunargang, að til þess séu lög og reglur að fara eigi eftir þeim. Þegar slíkt er ekki gert fer öryggi þess sem verð- ur fyrir siíkum vinnubrögðum, þar sem leikreglur eru ekki hafðar að leiðarljósi, að dvína. Og þetta á ekki einungis við um aldraða, held- ur er það nú svo að flestir keppast við að halda í horfinu og fram- kvæma þá hluti rétt sem að þeim snýr. Vinnubrögð lögfræðings ekki viðunandi Það á ekki að vera, eins og í mínu tilliti, hörkuvinna, að reyna að fá þá sem af fúsum og frjálsum vilja Við byggjum þjóðríki sem löggjafinn hefur mótað með lagasetn- ingu, segir Sveinn Sveinsson, og eftir þeim lögum reynum við að haga okkur. hafa tekið að sér forustu í einu hús- félagi, að skila því verki sem þeir hafa tekið að sér og fara eftir settum reglum, en slíkt er því miður viðloð- andi í húsfélaginu Bláhömrum 2-4. Nú er það svo, að fullyrðingar sem þessar verða að eiga sér ein- hveija stoð, en augljósir vankantar eru á frekari umfjöllun á þessum vettvangi. En ég hefi undir höndum langa greinargerð sem ég hefi tekið saman sem íjallar um flestöll þau ávirðingaratriði sem ég hefi fram að færa gagnvart þessu húsfélagi. Auk þess réð ég lögfræðing, Svein Andra Sveinsson, til þess að hafa með höndum málarekstur gegn stjómendum húsfélagsins, en við fyrstu sýn af hans hálfu voru mál- efni félagsins í svo miklum ólestri, að hann ákvað að taka málið að sér og koma því í rétt horf. Fram- ganga þessa Iögfræðings og upp- gjör var með slíkum eindæmum, að ég hefí beðið annan lögfræðing að fara með viðskipti mín við Svein Andra fyrir Lögmannafélagið. En það er önnur saga. Ekki viðunandi að innviðir séu allir fúnir Allt situr við hið sama í húsfélag- inu mínu í Bláhömrum. Því legg ég til að ráðinn verði eftirlitsmaður, utanaðkomandi, er hafi með hönd- um allt það er viðkemur húsfélaginu og koma starfsemi húsfélagsins í eðlilegt horf. Sérhver íbúi í fjölbýlishúsi á þann löglega rétt, að hann sé öruggur um, að fjárreiður húsfélagsins séu í lagi, fundarsköp og reglur aðrar séu í heiðri hafðar. Það er ekki nóg að húsið sé reist á traustum grunni og allri tækni sé beitt við uppbygg- ingu þess ef innviðir eru allir fúnir. í slíku húsi næst aldrei sá friður sem að er stefnt. Fólk verður að skilja að slílkt er grundvallarfor- senda í siðuðu þjóðfélagi, að lög skulu haldin í heiðri og síðast en ekki síst, að einstaklingar í húsfé- lagi séu ekki að taka að sér verk- efni sem þeir hvorki kunna né geta sinnt. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Höfundur er búfræðingur og ellilifeyrisþegi. HEFUR þú gefið þér tíma til að hug- leiða hvernig þér og þínum líður og hvort þið getið gert eitthvað til að láta ykkur líða betur? Nútíma lifnað- arhættir einkennast af hraða og tímaskorti sem hafa áhrif á heilsu og líðan barna og full- orðinna. Sjónir okkar beinast í æ ríkari mæli að því hvemig hver og einn getur haft áhrif á líðan sína, heima og heiman. Með því að huga að lifnað- arháttum okkar svo sem mataræðinu, hreyfíngunni, notkun áfengis og annarra vímu- efna og skoða hvað betur má fara getum við bætt heilsu okkar og dregið úr streitunni. Á þann hátt verðum við okkur út um lyfseðil, Græna lífseðilinn, sem kostar lítið annað en viljastyrk og það að for- gangsraða tímanum í þágu eigin vellíðunar og er auk þess án auka- verkana. Græni lífseðillinn er sam- starfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og íþróttasambands ís- lands og miðar að því að auðvelda fólki að rækta líkama og sál með því að ástunda holla hreyfingu og borða hollan og góðan mat. Framkvæmdaað- ilar verkefnisins eru landssamtökin íþróttir fyrir alla og Heilsuefl- ing. Fyrstu skrefin Allar breytingar krefjast umhugsunar og aga og því vaxa þær okkur í augum. Leiðin að árangri er meðal annars að ætla sér ekki um of og taka lítil skref í einu. Einnig hjálpar það að hafa félagsskap af öðrum. Við gætum til dæmis byij- að með fjölskyldunni, vinnufélög- um eða öðrum vinum og veita þannig okkur og þeim aðhald. Hvort sem þú hefur ferðina einn eða með öðrum gildir það að heilsu- eflingin hefst hjá þér sjálfum. Það er reynsla flestra að eftir fyrstu byijunarörðugleikana eykst vellíð- an og sjálfstraust örum skrefum, þannig að maður finnur sér ný markmið og setur stefnuna ótrauð- ur á þau. Hreyfing - þín vegna Hreyfmg og íþróttaiðkun er góð fyrir sál og líkama. Hún hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfi, ónæm- iskerfi, vöðva, liði, bein, lungu, blóðsykur, blóðfitu, Iíkamsþyngd og síðast en ekki síst minnkar hún spennu og kvíða þannig að svefn- inn batnar og okkur líður betur. Það er þó ekki sama hvernig við förum að. Við þurfum að taka svo- lítið á þannig að við blásum úr nös Eftir byrjunarörðug- leikana, segir Anna Björg Aradóttir, eykst vellíðan og sjálfstraust. og hreyfa okkur reglulega. Við getum nýtt okkur þau tækifæri sem gefast í daglega lífinu, til dæmis að ganga eða hjóla til vinnu eða út í búð, nota stiga í stað lyftu, ryksuga á fullu og slá garðinn í sumar. Auk þess getum við fundið okkur aðra líkamsrækt við hæfi og af mörgu er að taka, svo sem, ganga, skokk, sund, boltaíþróttir, dans, skíðaiðkun og annað sem andinn blæs okkur í bijóst. Heppi- legt er að reyna að skipuleggja tíma sinn þannig að þetta nýja áhugamál verði að vana ekki sjaldnar en tvisvar í viku. Hvernig væri að gera sundið að reglubund- inni og markvissri líkamsrækt og taka fjölskylduna með? Alþekkt er að þær venjur sem börnin alast upp við heima fylgja þeim áfram í lífinu. Niðurstöður rannsókna hafa einnig sýnt að börn og ungl- ingar sem stunda íþróttir og njóta tómstunda með fjölskyldunni nota síður tóbak, áfengi eða önnur vímuefni. Mundu að heilbrigðu lífi haga má á hundruð vegu og ef þú hefur áhuga og vilja ertu á réttri leið. Höfundur er verkefnisstjóri Heilsucflingar. GÓÐLEG eldri kona kom eitt sinn að máli við mig. Hún sagðist búa á dvalarheimili aldraðra. Því ætlaði ég nú varla að trúa, svo ung og frískleg virtist hún vera. Ég má til með að rifja upp orð hennar við mig því mér fannst svo mikið til þess koma sem hún sagði, svo uppörvandi voru orð hennar að ég hef víða sagt frá þeim öðrum til hvatningar. Hún sagði eitthvað á þessa leið: „Ég verð að fá að segja þér hvað ég er ánægð með að hafa eignast Nýja testamenti með stóru letri. Við erum fimm vin- konurnar búsettar á einu af dvalar- heimilum aldraðra í Reykjavík, sem komum reglulega saman í hverri Sjónin daprast með aldrinum og þá er gott, segir Sigurbjörn Þor- kelsson, að hafa Nýja testamentið með stóru letri við höndina. viku til þess að lesa saman í Nýja testamentinu og Davíðssálmum og biðja. Við eigum það m.a. sameiginlegt að sjón okkar er heldur farin að daprast og eigum við því ekki auð- velt með að lesa bækur eða blöð með smáu letri. í Nýja testamentinu með stóra letrinu getum við lesið og það auð- veldlega, enda njótum við þess líka. Við getum varla beðið eftir þessum dýrmætu stundum okkar, það er svo gott að koma svona saman til þess að lesa í Guðs orði og biðja. Það kemur alltaf eitthvað nýtt upp, sem er bæði fróð- legt og uppörvandi, jafnvel þótt við höfum lesið sömu kaflana aft- ur og aftur. Þú mátt vita að þetta eru sann- arlega blessaðar stund- ir. Því er meira að segja orðið þannig háttað að við höfum nú varla áhuga á að lesa annað efni en Nýja testa- mentið, því ekkert gef- ur okkur meira og fær- ir meiri blessun. Við kvíðum svo sannarlega ekki framtíðinni enda eigum við nú allar lífið í frelsaranum eina, Jesú Kristi. Bara að ég hefði byijað aðeins fyrr á ævinni að lesa í þessu bless- aða orði. Því miður átti það nú ekki fyrir mér að liggja fyrr en á ævikvöldinu. Það er þó betra seint en aldrei. Ja, hver hefði trúað því að ég ætti þetta eftir og svo að eignast þetta dásamlega samfélag við konurnar, já þessar góðu vin- konur mínar á efri árum, konur sem ég þekkti ekkert áður. Á milli þess sem við komum sam- an til okkar sameiginlega lesturs, lesum við ákveðna kafla einar og sér, svo við séum betur undirbúnar, og merkjum við atriði sem hafa talað sérstaklega til okkar og við viljum deila með hver annarri. Þetta er alveg meiriháttar, eins og unga fólkið mundi ábyggilega taka til orða. Þetta gefur lífi okkar tilgang." Svo mörg voru orð þessarar góð- legu konu, sem svo mikill friður og ró virtist vera yfír. „Fagnaðarerindi vort kom eigi til yðar í orðum einum, heldur einn- ig í krafti og í heilögum anda og með fullkominni sannfæringu." (I. Þess. 1:5) Höfundur er framkvæmdasljóri Gideonfélagsins á íslandi. Grænn líf- seðill - gagnast þér allt lífið Anna Björg Aradóttir Betra seint en aldrei Sigurbjörn Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.