Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 15
VIÐSKIPTI
Afkoma Sláturfélags Suðurlands var í samræmi við áætlanir félagsins
Hagnaðurinn
75 milljónir
króna ífyrra
Úr samstæðureikningi 1996
fíekstrarreikningur Míiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 2.325,0 2.220,7 +4,7%
Rekstrargjöld 2.190,1 2.083,1 +5,1%
Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 134,9 137,6 -2,0%
Fjármagnsgjöld (54,7) (63,6) -14,0%
Reiknaðir skattar (4,4) (2,9) +51,7
Hagnaður ársins 75,1 71,1 +5,6%
Efnahagsreikningur Miiuónir króna 31/12 '96 31/12*95 Breyting
I Eianir: I
Veltufjármunír 717,1 769,9 -6,9%
Fastafjármunir 1.213,6 1.038,4 +16,9%
Eignir samtals 1.930,7 1.808,3 +6,8%
I Skuldír oa e/aið fé:\ Skammtímaskuldir 381,6 705,5 -45,9%
Langtfmaskutdir 1.006,0 734,6 +36,9%
Eigið fá 543,1 368,2 +47,5%
Skuldir og eigið fé samtals 1.930,7 1.808,3 +6,8%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfall 28,1% 20,4%
Veltufjárhlutfall 1,9 1,1
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 183,4 1 133,2 +37,7%
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi Sláturfélags Suðurlands og
dótturfélags var 80,2 milljónir
króna á árinu 1996, en nam 74
milljónum árið áður. Að frádregn-
um sköttum og tapi hlutdeildarfé-
lags var hagnaður 75,1 milljón en
var 71,1 milljón árið áður. Afkoma
félagsins á árinu var í samræmi
við áætlun.
Rekstrartekjur Sláturfélags
Suðurlands voru 2.325 milljónir á
árinu 1996, en 2.220,7 milljónir
árið áður. Velta samstæðunnar
jókst um 4,7% frá fyrra ári og
skýrist veltuaukningin af auknum
umsvifum kjötiðnaðar milli ára.
í frétt frá Sláturfélagi Suður-
lands kemur fram að rekstrargjöld
námu 2.190,1 milljónum saman-
borið við 2.083,1 milljónir árið
áður sem er 5,1% aukning milli
ára. Rekstrarhagnaður án fjár-
munatekna og fjármagnsgjalda
var 134,9 milljónir en var 137,6
milljónir árið áður.
Eigið fé var 543,1 milljónir í
árslok 1996 og hafði hækkað um
47,5% eða 174,8 milljónir frá árinu
á undan. Eiginfjárhlutfall í lok
ársins 1996 var 28,1% en var
20,4% á sama tíma árið áður.
Veltufjárhlutfall var 1,9 í árslok
FORMULA ONE, hið kunna alþjóð-
lega kappakstursfyrirtæki, íhugar
að koma hlutabréfum í sölu og slík
ákvörðun mundi gera brezkan
stofnanda fyrirtækisins, Bernie
Ecclestone, að milljarðamæringi
samkvæmt heimildum í fjármála-
heiminum.
Heimildarmennimir staðfestu
fréttir brezkra blaða um að bréfin
kynnu að vera boðin til sölu í Lond-
on og New York í vor og að fyrir
þau kynnu að fást allt að fjórum
milljörðum dollara.
Talsmaður Salomon Brothers,
bandarísks fjárfestingarbanka sem
undirbýr viðskiptin, sagði að endan-
leg ákvörðun hefði ekki verið tekin
og vangaveltur væru ótímabærar.
Með sölu bréfanna yrði reynt að
virkja mikinn áhuga á íþróttafyrir-
1996, en 1,1 árið áður. Arðsemi
eigin fjár var um 16% á árinu
1996 en um 24% árið 1995. Nán-
ari upplýsingar um afkomu og
efnahag félagsins er að finna á
meðfylgjandi töflu.
Til kaupa og endurbóta á fast-
eignum var varið 160,7 milljónum,
en keypt var húsnæði að Fosshálsi
1, Reykjavík, þar sem vörudreifing
og skrifstofa hefur verið frá því
starfsemin var flutt frá Skúlagötu
árið 1993, jafnframt því sem
endurbætur voru gerða á slátur-
húsinu á Selfossi. Keyptar vom
vélar og tæki fyrir 85,2 milljónir
og bifreiðar fyrir 28,8 milljónir.
Eignir voru seldar fyrir 23,8 millj-
ónir
Veltufé frá rekstri var 183,4
milljónir árið 1996, samanborið við
133,2 milljónir árið 1995 sem er
37,7% aukning milli ára.
I árslok 1996 störfuðu 283
starfsmenn hjá félaginu og er það
fækkun frá árinu áður, er þeir
voru 286. Þegar starfsmenn voru
flestir hjá félaginu í sláturtíð voru
498 á launaskrá.
Mikil hækkun hlutabréfa
Hlutabréf Sláturfélags Suður-
lands voru skráð á Verðbréfaþingi
tækjum í Bretlandi. Þar er New-
eastle United eitt nokkurra frægra
knattspyrnufélaga, sem hyggjast
fara að dæmi Manchester United
og Tottenham Hotspur og koma
hlutabréfum í umferð.
„Freistandi
tilboð“
Forstöðumaður fjölmiðla- og
fjarskiptadeildar Salomons sagði í
Sunday Telegraph að hann gæti
ekki hugsað sér eins freistandi
Islands í kjölfar á útboði á nýju
hlutafé að nafnverði 65 milljónir
Hlutabréfin voru seld á genginu
1,5 en forkaupsréttur var á tíma-
bilinu 2. maí - 16. maí 1996 og
sala á almennum markaði hófst
20. maí.
Gengi hlutabréfa Sláturfélags-
ins var 1,7 við skráningu hjá Verð-
bréfaþingi íslands 22. maí en 2,4
í árslok 1996 sem er um 41%
iþróttatilboð vegna „vinsælda
Formula One í heiminum, frægðar
vörumerkisins og sjónvarpsmögu-
leika.“
Ráðgjafar fyrirtækisins hafa
unnið að því að koma hlutabréfun-
um í sölu í marga mánuði og reynt
að koma reiðu á flókin sambönd
Ecclestones, lið kappakstursmanna
og eigenda kappakstursbrauta.
Ecclestone er 65 ára gamall fyrr-
verandi bílasali og hefur gert Form-
ula One Promotions & Administrat-
hækkun. Fyrstu mánuði ársins
1997 hefur gengi hlutabréfa í Slát-
urfélagi Suðurlands hækkað enn
frekar og var skráð 3,2 þann 13.
mars sl. Skráð viðskipti með hluta-
bréf Sláturfélagsins voru 39,3
milljónir á árinu 1996.
Aðalfundur Sláturfélags Suður-
lands verður haldinn föstudaginn
4. apríl nk.
ion að alþjóðlegu fyrirtæki á síðustu
25 árum.
Ecclestone á fyrirtækið enn að
mestu leyti sjálfur og sala hluta-
bréfanna mundi gera hann að ein-
um auðugasta manni Bretlands.
Tólf lið keppa 17 sinnum á ári á
vegum félagsins og 330 milljónir
manna í 130 löndum fylgast með í
sjónvarpi. Réttur til sýninga í Bret-
landi frá Formula One mæstu fimm
ár var nýlega seldur fyrir 70 millj-
ónir punda.
Með tilkomu stafræns sjónvarps
Sjónvarpsrásum mun fjölga m og
þar með er búizt við að áhorfendum
Formula One í heiminum muni
fjölga ennþá meir. Mikill kostnaður
vegna stafrænnar tækni mun hafa
átt þátt í hugmyndum um að koma
hlutabréfum í sölu.
Viðræður
um stórt
hnattrænt
fjarskipta-
bandalag
London. Reuter.
BREZKA fjarskiptafyrirtækið
Cable & Wireless á í viðræðum
við France Telecom um að það
verði brezkur meðeigandi í
hnattrænu fjarskiptabanda-
lagi, Global One, ásamt Sprint
Corp í Bandaríkjunum og De-
utsche Telekom í Þýzkalandi
að sögn franska fyrirtækisins.
Jafnframt hefur France
Telecom borið til baka frétt í
Wall Street Joumal um að
franska fyrirtækið eigi í við-
ræðum við C&W um stuðning
við hugsanlegt 15 milljarða
dollara tilboð í 80% hlutabréfa
í Sprint.
C&W, sem er annað stærsta
íjarskiptafyrirtæki Bretlands,
vildi ekkert segja um viðræð-
urnar við Global One - sem
getur orðið risastórt fjarskipta-
fyrirtæki og náð til Bandaríkj-
anna og mikilvægra staða í
Evrópu og Asíu.
Sérfræðingar hafa lengi tal-
ið C&W eðlilegan samstarfsað-
ila Deutsche Telekom og
France Telecom, en drógu í efa
að C&W íhugaði kaup á 80%
hiutabréfa í Sprint, sem eru
ekki enn í eigu Frakka og Þjóð-
veija.
Prins í Saudi-
Arabíu kaup-
ir 5% í TWA
Dubai. Reuter.
AL-WALEED bin Talal, hinn
auðugi prins í Saudi-Arabíu,
hefur keypt 5% hlutabréfa í
bandaríska flugfélaginu Trans
World Airlines (TWA).
í yfirlýsingu frá skrifstofu
prinsins í Riyadh segir að hann
hafi ekki áður látið að sér
kveða á sviði flugiðnaðar, en
hann á hluta í bandaríska
bankarisanum Citicorp og
Euro Disney auk alþjóðlegra
hótela á borð við Georges V í
París og Plaza Hotel í New
York.
Sagt er að um sé að ræða
nýja stefnu í ijárfestingarmál-
um prinsins sem er frændi
Fahds Saudi-Arabíukonungs.
London. Reuter.
Formula One
íhugar sölu hluta
Viðskiptastofa íslandsbanka lægst í útboði
1.500 milljónir í
h úsnæðisbréfum
HÚ SNÆÐISSTOFNUN ríkisins
hefur ákveðið að taka tilboði við-
skiptastofu íslandsbanka í sölu á
húsnæðisbréfum á öðrum fjórðungi
þessa árs, en efnt var til útboðsins
meðal allra verðbréfafyrirtækjanna.
Um er að ræða 1.500 milljónir
króna, sem boðnar verða út í þess-
um öðrum áfanga, en samanlagt
þarf Húsnæðisstofnun að afla sér
4,5 milljarða króna lánsijár á þessu
ári með sölu húsnæðisbréfa vegna
ijármögnunar félagslega íbúðakerf-
isins.
Um er að ræða tvo flokka hús-
næðisbréfa, annan til 25 ára og
hinn til 42 ára og verður selt jafn
mikið úr hvorum flokki eða 750
milljónir króna. Styttri flokkurinn,
sem er með meðallánstíma í kring-
um tíu ár, verður boðinn til sölu
miðað við meðalávöxtunarkröfu
verðbréfafyrirtækjanna á húsbréf-
um í flokknum 96/2 og lengri flokk-
urinn, sem er með meðallánstíma
14-15 ár er boðinn til sölu miðað
við sama flokk húsbréfa að frá-
dregnum 0,23 prósentustigum eða
23 punktum, eins og það er orðað.
Þetta er í sjötta skipti sem Hús-
næðisstofnun efnir til útboðs á hús-
næðisbréfum meðal verðbréfafyrir-
tækjanna og hafa bréfin hingað til
ætíð selst upp og ekki komið til
kasta kauptryggingarákvæða í
samningum stofnunarinnar við
verðbréfafyrirtækin. Verðbréfafyr-
irtækið Kaupþing var með fyrsta
hluta útboðsins í ár og voru þá seld
bréf fyrir einn milljarð króna.
Félagsfundur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 24. mars
n.k. á Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20:30.
Fundarefni:
1. Nýgerður kjarasamningur kynntur.
2. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn verður með eftirfarandi hætti:
Á félagsfundinum 24. mars kl. 21:00-23:00
Þriðjudag 25. mars kl. 08:00-22:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð
Miðvikudag 26. mars kl. 08:00-18:00 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 á 1. hæð
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur