Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 45
VALTYR
SÆMUNDSSON
+ Valtýr Sæ-
mundsson var
fæddur á Stóru-
Mörk, V-Eyjafjalla-
hreppi, hinn 16.
desember 1907.
Hann lést á lyúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi 12. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Víðistaðakirkju 20.
mars.
Lágt eru vinirnir lagðir,
leikbræður raínir.
Hljótt er á flötinni fógru.
Þar forðum við hljópum.
(Guðraundur Guðmundsson)
Hinn 20. mars sl. var bemskuleik-
félagi minn lagður til hinstu hvíldar
í Hafnarfírði. Hann hefur lokið löng-
um og farsælum ævidegi. Við ól-
umst upp í sama túni í Stóru-Mörk
undir Eyjafjöllum. Þar var þríbýli
og bæimir kallaðir Vesturbær, Há-
bær og Austurbær. Valtýr átti heima
í Vesturbæ en ég í Hábænum, mið-
bænum. Samgangur var mikill milli
bæjanna enda örstutt leið að ganga.
Ejölmennt var á Merkurbæjunum á
fyrri hluta þessarar aldar og fólk á
öllum aldri. Það skorti því aldrei leik-
félaga en fremur frítíma, því að
börn fóm ung að hjálpa til við bú-
störfín. Þau fengu störf sem hæfðu
aldri og getu. Valtýr var elstur 13
systkina, eitt lést ungbam. Krakkar
og unglingar notuðu hveija frístund
sem gafst til leikja og samvem. Á
veturna var jafnvel gripin stundin
milli gjafa og brynningar í einhverju
fjósinu að kvöldi til.
Ég man að eitt sinn gátum við
Valli smeygt okkur inn á þannig
samkomu hjá stóru krökkunum í
Vesturbæjarfjósinu. Þar var verið
að ræða um hvað gera ætti. Við
fundum að lítið væri varið í að fá
svona smápeð í úrvalslið. Við þorð-
um ekkert að segja. Loks var afráð-
ið að syngja og að við mættum
vera með ef við kynnum þá eitt-
hvað. Þarna voru sungin ættjarðar-
ljóð af hjartans lyst og kryddað
með Gamla Nóa og Fyrr var oft í
koti kátt. Það kunnum við, en mest
var gaman að fá að vera með í
þessum glaða hópi sem lék sér að
því að læra og syngja
ljóð góðskáidanna. Þá
var það ekki álitið kval-
ræði að læra ijóð.
Svona æfíngar hafa
verið góður undirbún-
ingur fyrir að ganga í
ungmennafélagið sem
flestir unglingar gerðu.
Þar var mikið sungið á
öllum fundum. Þangað
hefur leið Valla legið,
því að löngu síðar frétti
ég að á ungmennafé-
lagsskemmtun hefði
hann leikið Jeppa á
Fjalli svo vel að lengi
var í minnum haft af þeim sem
sáu. Þá var ég farin að heiman.
Ekran var á milli bæja okkar.
Þessi fagurskapaði hóll var með
rennislétta flöt á kollinum. Þar var
oft farið í slagbolta á vorbjörtum
kvöldum. Valli átti erfíðara að
hlaupa eins hratt og við hin, en
okkur fannst það ekkert saka því
að betri leikfélaga var ekki hægt
að hugsa sér, alltaf glaður, prúður
og hrekkti aldrei né stríddi.
Ámi bróðir Valla og Ásta systir
mín voru líka góðir félagar okkar,
nokkm yngri. Við íjögur unnum
mikið saman i smalamennsku og við
Ámi gengum saman til kinda, sem
kallað var, nokkur vor. Það varð að
gæta að ánum um sauðburðinn.
Aðalstarfíð þar var að hlaupa uppi
lömbin og bregða marki á eyru
þeirra svo ekki færi á milli mála
hver eigandinn væri. Sum _ lömbin
gátu verið ærið spræk. En Ámi fór
létt með að fanga þau. Hann var
meiri hlaupagarpur en ég. Við lögð-
um okkur fram að leysa þetta starf
vel af hendi, samstaðan brást aldr-
ei, okkur fannst það heillandi og
skemmtilegt. Við vomm svo lánsöm
að þetta gekk allt með eindæmum
vel. Ef til vill fundum við ósjálfrátt
að okkur var tiltrúað og við það
fengið styrk. Það er bjart yfír þess-
um æskuminningum frá leik og
starfí okkar Ástu systur minnar og
bræðranna Valla og Áma. Aldurs-
munur var lítiil og enginn munur
gerður á strákum og stelpum í leikj-
um og útistörfum. Breytingamar
síðan em ævintýralegar. Enginn
leikur sér framar á Ekrunni. Hún
er horfín.
ELIAS ORN
KRISTJÁNSSON
+ Elías Örn Kristjánsson
fæddist í Reykjavík hinn 1.
ágúst 1966. Hann lést af slys-
förum við skyldustörf hinn 5.
mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 21. mars.
ARNIPETUR
JÓHANNS-
SON
+ Árni Pétur Jóhannsson
fæddist í Reykjavík 27. ág-
úst 1960. Hann lést í Landspít-
alanum 8. febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru Jóhann
Guðbjörnsson og Emilía Krist-
jánsdóttir. Árni átti tvo bræð-
ur, Krislján og Guðbjörn.
Börn Árna eru Erla Ingi-
björg, f. 2.2. 1983, og Haukur,
f. 13.7. 1984.
Útför Árna fór fram frá
Fossvogskapellu 21. febrúar.
Nýlega var til grafar borinn fé-
lagi okkar Elías Ö. Kristjánsson
sem lést við skyldustörf um borð í
vs. Ægi sem var við björgunarstörf
við Þjórsárósa.
Elías hóf ungur störf hjá Land-
helgisgæslunni og hafði unnið sig
upp í bátsmannsstarf og leysti það
vel af hendi.
Það er erfítt - ð þurfa að sætta
sig við að björgunaraðgerðir þurfí
að taka svo stóran toll sem orðið er.
Þó er huggun harmi gegn að vita
til þess að hann skuli vera kominn
til ástvina sinna sem hann saknaði
svo mjög.
Við þökkum Elíasi fyrir góð
kynni og minning um góðan dreng
mun lifa.
Kristín, megi öll æðri máttarvöld
vaka yfír þér og börnum ykkar og
veita ykkur styrk.
Ahöfnin á varðskipinu Tý.
Á milli bæjanna var gagnkvæm
hjálpsemi svo sjálfsögð og eðlileg
og gekk fyrir öllu ef í nauðir rak,
t.d. ef sækja þurfti lækni, ljósmóður
eða búpeningur veiktist, o.m.fl.
Þegar Guðbjörg móðir Valtýs lagð-
ist á sæng bað hún ævinlega móður
mína að vera hjá sér þar til ljósmóð-
irin kæmi. Samband þeirra grann-
kvenna var traust og gott og örlög
þeirra merkilega samofín því að
banaleguna háðu þær í sömu
sjúkrastofu á Sólvangi og kvöddu
þar sína jarðvist á sama ári, 1961.
Ég sá Valla stundum hjálpa móður
sinni í eldhúsverkum. Það var ekki
algengt þá að strákar störfuðu í
matargerð. Hann vandaði þetta eins
og allt sem hann lagði hönd á.
Handlagni hans kom vel í ljós þeg-
ar hann fór að vinna við smíði
Markarfljótsbrúarinnar og var hann
síðan eftirsóttur i alls konar smíða-
vinnu.
En leiðir liggja til allra átta. Ég
fór að búa í Hafnarfírði 1945.
Nokkrum árum síðar settist Valtýr
að á Öldugötu 9, hér í Firðinum,
og þá með sinni mikilhæfu og góðu
konu, Maríu Guðnadóttur, ættuð
líka undan Eyjafjöllunum. Það var
yndislegt og gaman að koma til
þeirra á Öldugötuna og við það
urðu góð kynni enn betri. Þau hjón
hafa síðan sýnt mér og ijölskyldu
minni einstæða góðvild sem aldrei
gleymist. Bjarni, maður minn, virti
þau mikils. Þau veittu okkur góðan
stuðning í hans veikindum. Þeirra
tryggð hefur aldrei brugðist.
Það var þeim þægilegt að búa á
Öldugötunni af því að árum saman
vann Valtýr í Rafha, þar skammt
frá. Þau hjón hafa verið einstaklega
samhent í löngu og farsælu hjóna-
bandi og þeirra var gæfan mesta
að eignast dótturina vænu og vel-
gefnu, Kristbjörgu Jónínu, og svo
hennar fjölskyldu. María hefur orð-
ið að beijast við erfíðan augnsjúk-
dóm. Það hefur hún gert með frá-
bæru æðruleysi og dugnaði og alls
staðar komið fram eins og ekkert
væri að. Hún skrifar sérstaklega
fallega rithönd og kann einnig að
skrautrita fagurlega og það hefur
hún gert fyrir marga. Þau hjón
hafa alltaf staðið hlið við hlið í blíðu
og stríðu.
María hefur nú með einstakri
umhyggju og dugnaði létt manni
sínum síðustu baráttuna, verið hjá
honum langdvölum á Sólvangi, þar
til yfír lauk. Söknuðurinn er sár en
samstaða í góðri íjölskyldu gefur
þrek og þerrar tár.
Ég vil að leiðarlokum þakka af
alhug einstaka vinsemd veitta mér
og mínum. Að eiga svona trúnaðar-
vini er öllu ofar þá á reynir.
Við Rúna, hennar fjölskylda, og
Helga systir vottum Maríu, Jónínu,
Emil og dætrum þeirra okkar ein-
lægustu samúðarkveðjur og einnig
systkinum Valtýs.
Minning um góðan dreng er
huggun harmi gegn.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
Sérfræðingar
í blúmaskreytingum
við úll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis.
sími 551 9090
Vinur minn Árni Pétur er látinn.
Við áttum góðar stundir saman til
sjós og lands og við gleymum hon-
um ekki og söknum hans allir.
Blessuð sé minning hans.
Daníel Agnarsson.
t
Eiginmaður minn,
ARNGRÍMUR GÍSLASON,
Höfn í Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánudaginn 24. mars kl. 13.30.
Blóm afþökkuð, en þeim er vilja minnast hans er bent á Hafnarkirkju.
Hrafnhildur Gísladóttir.
GUÐMUNDUR
ÞÓRODDSSON
+ Guðmundur
Þóroddsson
fæddist á Krög-
gólfsstöðum í Olfusi
23. desember 1927.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 13.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Áskirkju 21.
mars.
Nýlega var til mold-
ar borinn Guðmundur
Þóroddsson tollfulltrúi,
vinnufélagi minn og
prívatvinur til margra
ára, og vorum við mikið saman og
á sömu vaktinni, skipa- og flugfé-
lags lengst af, og sérílagi á Felixer-
vaktinni svokölluðu, meðan hún var
og hét því nafni.
Guðmundur var alhliða greind-
arnáungi, ættaður úr
Ölfusinu. Hann setti
gjarnan saman kvið-
linga, ef svo stóð á.
Það kom gjarnan
fyrir að við fengum
okkur saman „einn
laufléttan", í vaktar-
lokin, til að mýkja
skapið.
Eg hefi því ljúf-
mannlegar minningar
um Guðmund á vakt-
inni og þess utan einn-
'g-.
Ég vil svo með þess-
um línum í lokin senda
eftirlifandi eiginkonu hans Kristínu,
og bömum þeirra hjóna, mínar
dýpstu samúðarkveðjur vegna frá-
falls Guðmundar frá okkur sem
eftir lifum.
Páll Hannesson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
SIGRÍÐUR ELÍSDÓTTIR
fyrrverandi kennari,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir iaugar-
daginn 15. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 25. mars kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á að láta líknar-
félög njóta þess.
Anna Elísdóttir,
Gunnlaugur Elísson,
Ragnar Elísson,
Víglundur Elísson,
Þorsteinn Elísson.
t
Ástkær eiginmaður og faðir,
GUÐJÓN HAUKUR HAUKSSON,
Holtsbúð 77,
Garðabæ,
lést á heimili sínu að morgni 21. mars.
Álfheiður Emilsdóttir,
Haukur Guðjónsson,
írís Dögg Guðjónsdóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegs sambýlismanns míns,
ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR
prentara,
Nóatúni 29.
Sérstakar þakkir til Jóns Hrafnkelssonar og
hjúkrunar- og læknisþjónustu Karitas.
Guðrún Gísladóttir.
og systkini hins látna.
t
Ástkær eiginmaður minn,
JÓN EYJÓFLUR GUÐMUNDSSON
bóndi,
Þorfinnsstöðum,
Þverárhreppi,
verður jarðsunginn frá Vesturhópshólakirkju þriðjudaginn 25. mars
kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Alma Á. Levý.