Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 35 ERLEND HLUTABREF Dow Jones, 21. mars. NEWYORK VERÐ HREYF. DowJones Ind 6799,5 i 0,4% S&PComposite 785,3 t 0,5% Allied Signal Inc 72,9 ! 0,3% AluminCoof Amer... 72,9 , 1.0% Amer Express Co 64,6 t 0.8% AT & T Corp 34,3 1 1,1% 3ethlehem Steel 8.4 0,0% 3oeing Co 105,6 f 0,8% Saterpillar Inc 80,8 t 0,8% Shevron Corp 68,4 t 1.5 % CocaCola Co 59,8 t 1,3% Walt Disney Co 74,3 i 0,2% Du Pont 108,9 i 0,5% Eastman KodakCo... 79,8 i 8,1% Exxon Corp 102,0 t 1,5% Gen Electric Co 103,5 í 0,6% Gen Motors Corp 56,4 t 0,4% Goodyear 54,1 t 0,5% Intl Bus Machine 134,3 i 2,9% Intl Paper 42,0 0,0% McDonalds Corp 47,1 t 0,8% Merck & Co Inc 90,4 i 0,3% Minnesota Mining.... 87,5 i 0,8% MorganJ P&Co 104,5 i 0,2% Philip Morris 111,8 i 4,5% Procter&Gamble 122,0 f 0,9% Sears Roebuck 52,8 1 0,5% Texacolnc 101,3 t 0,6% Union CarbideCp 47,8 0,0% United Tech 76,9 t 1,8% Westinghouse Elec.. 18,5 0,0% Woolworth Corp 23,1 0,0% AppleComputer 2050,0 t 2,0% Compaq Computer.. 74,8 1 0,7% Chase Manhattari.... 102,5 t 2,2% ChryslerCorp 30,1 t 2,6% Citicorp 117,0 t 1,3% Digital Equipment 28,4 t 0,4% Ford MotorCo 31,9 í 0,4% Hewlett Packard 57,4 t 2,0% LONDON FTSE 100lndex 4259,3 i 0,0% Barclays Bank 1027,0 i 0,6% British Airways 636,0 t 0,5% British Petroleum 63,1 - 0,0% BritishTelecom 889,0 t 3,3% Glaxo Wellcome 1075,0 i 0,6% Grand Metrop 488,0 i 1.4% Marks & Spencer 468,0 í 0,2% Pearson 739,0 i 0,4% Royal & Sun All 443,5 ? 0,1% ShellTran&Trad 1082,0 t 0,8% EMI Group 1121,0 i 0,8% Unilever 1611,0 t 0,8% FRANKFURT DT Aktien Index 3288,5 t 1,3% Adidas AG 179,3 f 1,7% Allianz AG hldg 3265,0 i 0,5% BASFAG 61,7 t 0,9% Bay Mot Werke 1186,0 í 0,2% Commerzbank AG.... 45,6 f 1,2% Daimler-Benz 126,3 t 1,6% Deutsche Bank AG... 88,8 t 0,7% DresdnerBank 55,1 t 1,9% FPB Holdings AG 322,0 i 0,6% Hoechst AG 66,0 f 2,8% Karstadt AG 580,0 i 1,4% Lufthansa 23,8 t 1,2% MANAG 450,0 i 1,1% Mannesmann 636,0 t 0,7% IG Farben Liquid 1,9 i 1,0% Preussag LW 450,5 t 0,1% Schering 166,4 f 2,7% Siemens AG 85,0 t 0,5% Thyssen AG 391,0 t 4,0% Veba AG 97,6 t 0,2% Viag AG 753,0 t 0,9% Volkswagen AG 892,0 1 2,9% TOKYO Nikkei 225 Index 18633,2 t 0.8% AsahiGlass 1090,0 i 0,9% Tky-Mitsub. bank 2100,0 t 1,4% Canon 2570,0 i 0,4% Dai-lchi Kangyo 1460,0 t 4,3% Hitachi 1050,0 í 0,9% Japan Airlines 491,0 ; 2,5% Matsushita E IND 1870,0 0,0% Mitsubishi HVY 845,0 t 2,2% Mitsui 873,0 t 0,3% Nec 1370,0 i 0,7% Nikon 1670,0 t 1.2% Pioneer Elect 2160,0 i 1,4% Sanyo Elec 470,0 0,0% Sharp 1460,0 i 2.0% Sony 8600,0 i 1,3% Sumitomo Bank 1640,0 t 2,5% Toyota Motor 3130,0 t 0,3% KAUPMANNAHÖFN Bourse Index 154,0 t 0,2% Novo Nordisk 683,0 i 1,0% FinansGefion 141,0 í 4.7% Den Danske Bank.... 564,0 t 0,4% Sophus Berend B.... 805,0 t 1,1% ISS Int.Serv.Syst 182,0 i 1,0% Danisco 388,0 i 0.5% Unidanmark 346,0 t 1.8% DSSvendborg 280000,0 0,0% Carlsberg A 392,0 i 1,5% DS1912B 193000,0 i 0,3% Jyske Bank 515,0 t 0,2% OSLÓ OsloTotal Index 1064,0 t 0,8% Norsk Hydro 335,0 t 0,6% Bergesen B 142,0 t 0,7% Hafslund B 41,0 t 0,5% Kvaerner A 346,0 t 0,3% Saga Petroleum B.... 103,0 t 1,0% OrklaB 490,0 t 1,0% Elkem 121,0 t 4,3% STOKKHÓLMUR Stokkholm Index 2660,0 t 1,2% Astra AB 347,6 t 0,7% Electrolux 92,0 - 0,0% EricsonTelefon 76,0 t 2,0% ABBABA 838,0 - 0,0% Sandvik A 29,0 t 9,4% Volvo A 25 SEK 40,0 - 0.0% Svensk Handelsb... 52.C i 7,1% Stora Kopparberg... 100,0 i 3.8% Verð allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verö hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð- breyting frá deginum áður. Heimild: DowJones Þannig er ísland SÍFELLT breikkar bilið milli þeirra nafn- anna Jóns og séra Jóns og má segja að nýjustu fréttir af launum bankastjóra yfirfylli gjörsamlega bakkafull- an lækinn. Var þó ekki á bætandi. Að vísu var vitað að laun þessara manna væru ekki á verkamannastiginu, en þær launatölur banka- stjóra sem raktar hafa verið í fjölmiðlum upp á síðkastið eru kannski einum of bijáiæðisleg- ar, að minnsta kosti þegar horft er af sjónar- hóli venjulegs launa- fólks. Ég hef satt best að segja ekki alltaf verið mjög hrifinn af frétta- flutningi fjölmiðlafólks þegar órétt- lætið í þjóðfélaginu er annars vegar, en ég skal virða það fyrir að koma með þessar fréttir núna, þegar öll samtök launafólks eru að vinna að kjarasamningum. Menn mega gjarn- an minnast þess, í því samhengi, að Þórarinn Viðar, sem af hörðustum hroka gengur fram í fullyrðingum um að ekki sé svigrúm til launahækk- ana hjá þeim lægstlaunuðu, viður- kenndi í sjónvarpi fyrir nokkrum árum að hann væri með 600 þúsund í laun á mánuði. Varla hafa þau lækkað síðan. Það væri gaman að leggja þá þraut fyrir herramenn á launastigi Þórarins Viðars og hús- bænda hans í Vinnuveitendasam- bandinu að lifa af launum þeirra lægstlaunuðu, þó ekki væri nema 1-2 mánuði. Trúlega væri vísast að ná fundi þeirra á biðstofu félagsmála- stofnunar þegar líða tæki á þrauta- tímann. Þar með vil ég benda verka- lýðs- og þá ekki síst sjómannaforyst- unni á að nú er alls ekki tími til eftir- gjafar í kjaramálum. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Eins og ég rakti lítillega í Morg- unblaðinu síðastliðið haust slasaðist ég austur í síldarsmugu sl. vor, um borð í Elliða GK 445. Sjúkrahúslækn- ir á Seyðisfirði sendi mig suður á Borgarspítala 28. júní, þar sem ég gekkst undir læknisskoðun og myndatökur. Niður- staðan varð að gera þyrfti aðgerð á hægri öxl. Þegar ég spurði hvort ekki væri rétt að drifa í aðgerðinni, því illu væri best aflokið, var málið ekki svo ein- falt. Niðurskurður, sögðu menn. Slíkar að- gerðir höfðu ekki verið heimilaðar í einn og hálfan mánuð. Þegar ég spurði hve lengi ég þyrfi að bíða var svarið að það gæti orðið hátt í ár. Jafnframt var mér bent á að þá yrði hendin lík- lega orðin ónýt. Ég leit- aði annarra leiða og endirinn varð sá að aðgerðin var framkvæmd í skurðstofu sem læknar í Glæsibæ eru búnir að koma sér upp. Einn af okkar færustu bæklun- arsérfræðingum, Eggert Jónsson, framkvæmdi aðgerðina. En þama á einkastofunni er einn hængur öðrum meiri; þar er ekki aðstaða til legu. Þegar þú vaknar eftir aðgerð ferðu einfaldlega heim. Og þegar búið er að skera af þér handlegginn til hálfs um öxl leggst þú ekkert út af og færð þér kríu; þú sefur sitjandi fyrstu 6-7 næturnar. Ef þú getur sofið. Merkileg meðferð á slysadagpeningum Biðin eftir aðgerðinni var rúmir tveir mánuðir frá því slysið átti sér stað. Hlut hélt ég á bátnum í tvo mánuði en þá tók kauptrygging við (það er grunnlaun) í þijá mánuði. Eftir það tóku við dagpeningar frá viðkomandi tryggingafélagi, en þeir eru 4.886 kr. á viku, auk svipaðrar upphæðar frá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki fitnar maður af því. Það sagði mér kona hjá þessu trygg- ingafélagi, þegar ég kom að sækja fyrstu greiðslu frá þeim, að það væri áberandi að sjómenn væru lægst tryggðir af launþegum þótt slysatíðni væri mest meðal þeirra. Nei, maður fitnar ekki af slysadag- peningum. Þaðan af síður gera þeir manni kleift að halda höfði efna- hagslega. Áhyggjurnar hrúguðust upp; húsaleiguskuldin hækkaði mánaðarlega með vangaveltum um Nei, maður fitnar ekki af slysadagpeningum, segir Benedikt Brynj- ólfsson. Þaðan af síður gera þeir manni kleift að halda höfði efnahagslega. hvort manni yrði kastað út um þessi eða næstu mánaðamót. Þannig er lífið á slysadagpeningum. Svo kom jólagjöfin, manni minn; ekki má gleyma henni. Ég kom í Trygginga- stofnun daginn fyrir dag hins helga Þorláks, að sækja dagpeninga sem ég taldi mig eiga þar. En það var nú eitthvað annað; þar átti ég enga dagpeninga. Fjármálastjóri Miðness hf. í Sandgerði hafði með einu sím- tali svipt mig aurunum fyrir jóla- matnum. Hann sagði fyrirtækið hafa greitt mér of mikið og þeir ættu því þessa aura. Og Trygginga- stofnun hlýddi fjármálastjóranum, án þess að ganga úr skugga um hvort þessi fullyrðing ætti rétt á sér. Lengi skal manninn reyna. Reyndar hef ég aldrei vitað til þess að Miðnessmenn ofborguðu nokkr- um manni, en það er önnur saga. Mér finnst það hins vegar nokkuð hart að það skuli látið bitna á mér þótt mistök kunni að hafa orðið milli Miðness hf. og Tryggingastofn- unar, sérstaklega á þessum árstíma, en svona er lífið; stofnanir og fyrir- tæki hafa áhrifin og máttinn um- fram okkur meðaljónana. Miðnes fékk dagpeningana mína fyrir des- ember og allt til 23. janúar. Svo varð ég bara að draga fram lífið við hungurmörkin fram yfir áramót. Ég kann illa við að reka inn nefið hjá móður minni, bróður eða syni á matmálstímum og_ láta það líta út sem tilviljun eina. Ég vona svo sann- arlega að slysadagpeningarnir mínir hafi létt þeim Miðnesingum jólahald- ið. Og eins má kannski geta þess hér til áhersluauka að þegar ég kom úr aðgerðinni í september hafði ég lagt út 39.000 kr. í læknis- og lyija- kosnað. Miðnes endurgreiddi mér Benedikt Brynjólfsson Jafnrétti kynjanna - ráð- stefna í Eystrasaltsríkjum FRÁ því er Eystrasaltsríkin þijú, Eistland, Lettland og Litháen öðluð- ust sjálfstæði í byrjun þessa áratug- ar, eftir hálfrar aldar hemám Sovét- ríkjanna, hefur mikið endurreisnar- starf átt sér stað á öllum þjóðfélags- sviðum. Eftir erfitt tímabil sem eitt af Sovétríkjunum, hafa þessar þjóð- ir nú einbeittan vilja til að þróa samfélög sín í átt til lýðræðis og endurreisa þjóðmenningu sína, menningu, sem kommúnistastjórnin í Móskvu reyndi um áratugaskeið að þurrka út. Norðurlöndin hafa skipulega og með ýmsum hætti reynt að leggja þróun lýðræðis og endurreisn þessara samfélaga lið og hafa gert með sér sérstaka starfsáætlun um slíka aðstoð við grannsvæðin, þ.e. Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland. Megin- markmið þessarar aðstoðar er, auk þess að leggja lýðræðisþróuninni lið, að stuðla að friði, öryggi og stöðugleika í Evrópu, stuðla að auknum mannréttindum og fleira. Verkefni innan starfsáætlunarinnar eru fjölmörg af ýmsum toga og eitt af þeim er á sviði jafnréttismála. Jafnréttis- ráðstefna í Lettlandi Einn liður í starfsáætluninni um jafnréttismál er að stuðla að auk- inni umræðu og vitund um jafnrétti kynjanna á öllum sviðum mann- lífsins í viðkomandi grannlöndum. í tilefni af því efnir norræna ráðherranefndin í sam- vinnu við baltneska ráðherraráðið til jafn- réttisráðstefnu í Valmiera í Lettlandi dagana 7.-10. ágúst n.k. Markmið ráðstefn- unnar er annars vegar að fjalla almennt um jafnrétti og stöðu kynj- anna og hins vegar að stuðla að samstarfi opinberra aðila, félag- samtaka og einstaklinga á þessum vettvangi. Meðal annars verður fjallað um stöðu fjölskyldunnar í samfélaginu, ofbeldi, lagasetningu og opinbert starf að jafnrétti kynj- anna, menntun og heilbrigði, ímynd kynjanna í fjölmiðlum, áhrif kynj- anna við mótun efnahagsstefnu og í stjórnmálum, stöðu kvenna á vinnumarkaði og stöðu kynjanna innan kirkjunnar svo eitthvað sé nefnt. Auk stærri fyrirlestra nor- rænna og baltneskra fyrirlesara, er gert ráð fyrir minni fundum og vinnuhópum þar sem félagasamtök og hópar kynni sína starfsemi og skiptist á hugmyndum um leiðir til samvinnu að ráð- stefnunni lokinni. Gert er ráð fyrir að um 1000 manns sæki ráðstefn- una, þar af u.þ.b. 40 íslendingar. Sérstök áhersla er lögð á að karlar taki virkan þátt í umræðunni, bæði sem fyrirlesarar og þátttak- endur í vinnuhópum. Einnig er lögð mikil áhersla á að hvetja full- trúa félagasamtaka og grasrótarhópa sem þátt taka í ráðstefn- unni til að byggja upp samstarf við tilsvarandi hópa í Eystrasaltsríkjun- Jafnréttisumræða, segir ----------31---------------- Herdís A. Sæmundar- dóttir, er skammt á veg komin í Eystra- saitsríkjunum. um, sem haldið gæti áfram að ráð- stefnunni lokinni. í tengslum við ráðstefnuna verða haldnir fundir Herdís Á. Sæmundardóttir í dag þessa upphæð fyrst, eins og fyrir- tækinu bar, en gerði sér svo lítið fyrir og færði mér það til tekna. Brennumenn í fortíð og nútíð Árið 1652 var prestur í Árnesi á Ströndum er Þorvarður Magnússon hét. Hann var svo afkastamikill á sviði galdrabrenna að setið hefur í minnum. Ef kýr einhvers bónda fékk doða eftir burð fann guðsmaðurinn fljótlega fjölkunnugan sökudólg eftir - ábendingum guðrækins sóknarbarns. Og ekki skorti rekaviðinn í bálköstinn á Ströndum; allar fjörur röftum þakt- ar. Svo gerist það í nútímanum, að þar birtist Kristján nokkur Ragnars- son, mikill að völdum, bankaráðs- maður að dægradvöl; formaður út- gerðarmanna, þeirra sem stóru skip- in eiga. Skektur og þvílík för eru honum þymir í augum, að ekki sé minnst á Sómabátana sem lands- byggðin hefur undanfarin ár haft lifi- brauð af. Ég þekki t.d. einn stað nokkuð vel, Bakkafjörð, þar sem all- ir íbúar hafa lifað á þessum farkost- um. En nú er þessum nútíma brennu- meistara að takast að útrýma pláss- um á borð við Bakkafjörð, þar sem ^ allir byggja afkomuna á sjávarfangi. Ég þekki Kristján ekkert persónu- lega; sjálfsagt er þetta mesti ágætis- maður þegar hann er kominn heim að kveldi. Trúlega þó sami þverhaus- inn og Þórarinn Viðar. En hvað með það; ég lenti á rauðu ljósi á mótum Grensásvegar og Miklubrautar fyrir nokkru og við hlið mér stoppar þessi líka fíni Pajerójeppi. Ég sat í mínum Súsúkí en varð litið til hliðar og kenni þá undir stýri umræddan Kristján og fór að virða hann fyrir mér. Ég hafði séð hann á myndum en þama , á rauða ljósinu voru engar grátviprur við munnvikin heldur var hann bros- andi út að eyrum. Hugsið ykkur, hann brosti! En skýringar finnast á öllum hlutum, líka á brosi Kristjáns. Og skýringin kom í kvöldfréttum sjónvarpsins. Það verður býsna myndarlegur bálköstur þegar búið verður að hiaða upp á 5. hundrað smábátum, sem hafa ekki lengur kvóta og því ekki not fyrir þá meir. Þetta var nú afrakstur liðinna daga. Höfundur er sjómaður. ráðherra jafnréttismála í þeim lönd- um sem að ráðstefnunni standa sem og þingmanna ríkjanna, þar sem rætt verður m.a. um lagasetningar og hvers kyns aðrar aðgerðir af opinberri hálfu sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Hverju á svona ráðstefna að skila? Umræða og aðgerðir í jafnréttis- málum eru skammt á veg komnar í Eystrasaltsríkjunum þremur og líta þau mjög til Norðurlandanna sem að mörgu leyti þykja fyrir- mynd annarra þjóða í þessum efn- um. íslendingar, ekki síður en aðr- ar Norðurlandaþjóðir, hafa af miklu að miðla á þessu sviði og f ýmislegt að sækja einnig. En það er þó mikilvægt að ítreka að lögð er rík áhersla á að ráðstefna þessi skili raunverulegum árangri til lengri tíma. Þess vegna er mikil- vægt að hvetja þá aðila sem hvoru tveggja hafa eitthvað fram að færa í tengslum við ofangreind þemu ráðstefnunnar og jafnframt hafa vilja til að eiga áframhaldandi sam- skipti við einstaklinga og samtök í þessum löndum, til að hafa sam- band við Skrifstofu jafnréttismála, sem veitir allar upplýsingar og skráir þátttakendur. Þeir sem að’ undirbúningi ráðstefnunnar standa ■ af íslands hálfu, munu leita allra > leiða til að greiða niður kostnað vegna hennar. | Höfundur erfulltrúi íslands í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.