Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÐNÞING Per Magnus Wrjkman, aðalhagfræðingur sænskra iðnrekenda Aðild að EMU það sem Svíþjóð þarf á að halda Morgunblaðið/Golli RANNVEIG Rist, forslpóri ÍSAL, Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Per Magnus Wijkman, aðalhagfræðingur sænskra iðnrek- enda og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra slógu á létta strengi á Iðnþingi í gær. PER Magnus Wijkman, aðalhag- fræðingur sænskra iðnrekenda, segir að aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) sé nákvæmlega það, sem sænskt efnahagslíf þurfí á að halda. Hins vegar stefni í að vegna pólitískra ástæðna innanlands muni ríkis- stjómin ekki grípa tækifærið til að verða í hópi stofnríkja EMU. Wijkman sagði í erindi sínu á iðnþingi í gær að ef Svíþjóð yrði utan EMU yrði staða landsins ekki ósvipuð stöðu íslands og því ættu íslendingar að hafa áhuga á reynslu Svía. Samningamenn geta ekki treyst á gengisfellingu Wijkman sagði að ríkisstjómir aðildarríkja EMU yrðu að breyta um stefnu, þegar þær hefðu ekki lengur gjaldmiðil, sem þær gætu gengisfellt. EMU myndi því leiða til strangari aga í ríkisfjármálum. Aðild myndi einnig breyta hegðun á vinnumarkaði. „Samningamenn í kjaraviðræðum yrðu að taka meira tillit til þess hvemig samn- ingar þeirra hefðu áhrif á atvinnu- leysi, þar sem þeir gætu ekki leng- ur treyst á að seðlabankinn kæmi þeim til bjargar með gengisfell- ingu. Jafnframt yrði ríkisstjórnin að einbeita sér í miklu meiri mæli að því að skapa viðskiptaum- hverfi, sem hvetti til stofnunar og vaxtar fyrirtækja, með áherzlu á almennar aðgerðir fremur en sér- tækar,“ sagði hann. Wijkman sagði ýmsa ókosti fylgja því að standa utan EMU. í fyrsta lagi myndi sameiginlegur gjaldmiðill stuðla að auknum við- skiptum innan evró-svæðisins, á kostnað viðskipta utan svæðisins. Fyrirtæki á jaðri evró-svæðisins, sem ættu keppinauta innan þess, myndu sjá að það drægi úr útflutn- ingi þeirra til EMU-ríkja. Þriðj- ungur sænskra fyrirtækja flyttu út vömr til líklegra EMU-ríkja og þriðjungur keppinauta þeirra væri staðsettur þar. Þetta væri því áhyggjuefni fyrir Svía. I öðra lagi sagði Wijkman að erlend fjárfesting á evró-svæðinu myndi aukast. Mörg sænsk fyrir- tæki, sem hefðu útibú á evró- svæðinu, myndu fremur fjárfesta í þeim en í starfsemi sinni í Sví- þjóð. Þetta þýddi að sænsk fyrir- tæki gætu grætt á breytingunni en Svíþjóð sem land myndi tapa. í þriðja lagi sagði Wijkman að fyrirtæki myndu í auknum mæli staðsetja höfuðstöðvar sínar á evró-svæðinu, láta rannsóknir og þróun fara þar fram og staðsetja vöradreifingarstöðvar þar. Afleiðing alls þessa, sagði Vijk- man, er að gildistaka EMU mun leiða til meiri hagvaxtar á evró- svæðinu, miðað við jaðarsvæðið. Evró-svæðið yrði miðstöðin, sem myndi þjónusta ESB og raunar alla Evrópu. „Lönd á jaðri Evrópu munu mjög sennilega sjá að evró- ið mun enn auka á óhagstæða stöðu þeirra ef þau verða utan EMU,“ sagði hann. Stærri einkageiri og breytt framleiðsla Wijkman sagði að ef Svíþjóð yrði aðili að EMU myndi einkum þrennt gerast. í fyrsta lagi myndi einka- geirinn stækka í hlutfalli við opin- bera geirann. Annars vegar væri einkageirinn mikiu opnari fyrir er- lendri samkeppni og kostnaðar- lækkun vegna sameiginlegs gjald- miðils myndi því frekar skila sér þar. Hins vegar myndi aðhald í rík- isfjármálum, sem fylgdi þátttöku í myntbandalaginu, stuðla að sam- drætti í ríkisgeiranum. í öðru lagi sagði Wijkman að starfsemi, þar sem virðisauki væri mikill, myndi aukast vegna þess að gengisfellingar væru ekki lengur mögulegar. „Á síðastliðnum 25 árum hefur gengi sænsku krónunn- ar verið fellt 7 sinnum til að bæta fyrir of mikla hækkun á launatöxt- um. Þetta hefur viðhaldið efnahags- gerðinni, sem hefur byggzt á nátt- úraauðlindum, og hægt á umbreyt- ingu yfír í framleiðslu, sem byggist á hagnýtingu hugvits," sagði Wijk- man. Hann sagði að tvær ástæður væra fyrir þessu. Annars vegar væra gengisfellingar, sem ættu að bæta fyrir of miklar launahækkan- ir, einkum í þágu fyrirtækja, sem hefðu hlutfallslega lítinn launa- kostnað og notuðu lítið eða ódýrt vinnuafl. Framleiðsla, sem byggðist á nýtingu auðlinda, félli í þennan flokk. Hins vegar væru gengisfellingar í þágu fyrirtækja, sem flyttu miklu meira út en þau flyttu inn af að- PER Magnus Wijkman. föngum. Þetta ætti einnig við um fyrirtæki, sem nýttu náttúruauð- lindir. „Stefna stöðugra gengisfell- inga hindrar því vöxt iðnaðar, þar sem virðisauki er mikill," sagði Wijkman. I þriðja lagi sagði hann að lítil og meðalstór fyrirtæki myndu hagnast á EMU-aðild Svíþjóðar. Þessi fyrirtæki hefðu ekki fjármála- deildir, sem gætu bragðizt við geng- isáhættu. Þau hefðu heldur ekki útibú á evró-svæðinu, þangað sem þau gætu fært framleiðsluna til að vega upp á móti áhrifum þess að vera utan EMU. Lítil fyrirtæki hefðu heldur ekki aðgang að alþjóð- legum fjármagnsmarkaði og yrðu því að greiða hina háu vexti, sem fylgdu því að vera utan EMU. „Við teljum að lítil og meðalstór fyrir- tæki hafl allt að vinna með EMU,“ sagði Wijkman og bætti við að tal- ið væri að lækkun gjaldmiðilskostn- aðar um 1% og lækkun vaxta um 1% gæti skilað sér í 30% aukningu hagnaðar hjá dæmigerðu smáfyrir- tæki. „Aðild að EMU er augljóslega það, sem þarf til að lækna veikleika sænsks efnahagslífs. Við þurfum stærri einkageira, meira af fyrir- tækjum sem nýta menntað vinnuafl og greiða há laun; fleiri og stærri lítil og meðalstór fyrirtæki," sagði Wijkman. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um Efnahags- og myntbandalag Evrópu EMU ekki upphaf og endir alls FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði í ræðu sinni á iðnþingi í gær að aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) væri hvorki upphaf né endir alls í efna- hagslegu tilliti. Þær grandvallar- hugmyndir, sem lægju að baki áfor- munum um EMU, um ábyrga og heilbrigða hagstjóm, skiptu mestu máli. „Við þurfum ekki að gerast aðil- ar að Evrópusambandinu til þess að skapa hér sambærileg efna- hagsskilyrði og í öðrum ríkjum," sagði fjármálaráðherra. Hann sagði að aðalatriðið væri að fylgja ábyrgri efnahagsstefnu, þar sem stöðugleiki í verðlagsmálum og efnahagsmálum væri í fyrirrúmi, þannig að hægt væri að tryggja samkeppnisstöðu íslenzks atvinnu- lífs. „Við eram tvímælalaust á réttri leið eins og sést bezt af því að ísland er nú eitt fárra ríkja í Evr- ópu sem uppfylla efnahagsleg skil- yrði þess að taka þátt í EMU. Við höfum líka einsett okkur að gera betur. Með það að leiðarljósi tel ég að við getum horft björtum augum til framtíðarinnar óháð því hvort við eram fullgildir aðilar að Evrópusambandinu eða ekki,“ sagði Friðrik. Undirbúningur stjórnvalda í eðlilegum farvegi Eingöngu aðildarríki Evrópu- sambandsins eiga rétt á aðild að Efnahags- og myntbandalaginu. Friðrik sagði að það stæði ekki til á þessari stundu að sækja um aðild að ESB, „þótt við getum vitaskuld þurft að svara þeirri spurningu síðar, ef við þá teljum okkur hafa ótvíræðan hag af að- ildinni." Friðrik sagðist telja að undirbúningur fyrir gildistöku EMU væri í góðu horfi, annars vegar tæknilegur undirbúningur í Seðlabanka og Lánasýslu ríkisins, og hins vegar efnahagslegur og pólitískur undirbúningur í formi fundahalda embættismanna og ráðherra á vettvangi norræna samstarfsins, EFTA og EES. „Að mínu mati er undirbúning- ur íslenzkra stjórnvalda fyrir stofnun EMU í eðlilegum farvegi og ég tel varla ástæðu til þess að hefja einhveija formlega undir- búningsvinnu umfram _það sem þegar hefur verið gert. Ég vil líka nefna að af hálfu Norðmanna hefur verið staðið svipað að mál- um þar sem mest er lagt upp úr upplýsingamiðlun og skoðana- skiptum, en ekki formlegum at- hugunum," sagði fjármálaráð- herra. „Við þurfum einnig að hafa í huga að þar sem ísland er ekki í Evrópusambandinu snýst málið ekki um hvort við eigum að taka þátt í EMU eða ekki, líkt og er í Svíþjóð og víðar. Hjá okkur snýst málið um að fylgjast grannt með þróun mála og reyna að fá yfirsýn yfir hugsanleg áhrif EMU á ís: lenzkt efnahags- og atvinnulíf. í þessu sambandi vil ég geta þess að í fjármálaráðuneytinu og Þjóð- hagsstofnun er nú unnið að skoð- un á ýmsum atriðum sem lúta að stofnun EMU og munu helztu efn- isatriði þessa verða kynnt í þjóð- hagsáætlun og fjárlagafrumvarpi í haust.“ Áhrifin á almenna hagsijórn skipta mestu Friðrik sagðist telja að ísland myndi njóta ýmissa þeirra kosta, sem EMU hefði í för með sér fyr- ir aðildarríkin. Þetta ætti til að mynda við um lægri kostnað í við- skiptum, þótt ísland myndi ekki njóta jafnmikils hagræðis og þau ríki, sem ættu aðild að ESB og EMU. Þá ætti ísland einnig að njóta góðs af hugsanlegri vaxta- lækkun í Evrópu, svo og aukinni eftirspum og hagvexti. „Ég hygg þó að annað skipti meira máli þegar upp er staðið, en það eru þau áhrif sem stofnun og starfsemi Efnahags- og mynt- bandalagsins getur haft á al- menna hagstjórn, ekki einungis I aðildarríkjum Evrópusambandsins heldur einnig í ríkjum utan þess,“ sagði Friðrik. Hann sagði að alls staðar væri nú svipuð áherzla í hagstjórn, þar sem rauði þráður- inn væri bætt samkeppnisstaða atvinnulífsins án þess að beita sértækum styrktar- og stuðnings- aðgerðum líict og algengt var á árum áður. „Nú er áherzlan lögð á almennar aðgerðir þar sem stöð- ugleiki i verðlagsmálum er í lykil- hlutverki, en það kallar aftur á stöðugt gengi og þar með hóflegar launabreytingar," sagði Friðrik. Hann sagði að einnig hefði verið lögð áherzla á aðhald f ríkisfjár- málum, lækkun skatthlutfalla og fækkun undanþága og sérstakra ívilnana, sem skekktu sam- keppnisstöðu. „Sem betur fer hafa þessi sjónarmið einnig náð að festa rætur í hagstjórn hér á landi á undanförnum árum og eru ótrú- lega lítið umdeild nú orðið,“ sagði fjármálaráðherra. „Þótt sízt af öllu vilji ég gera hlut stjórnvalda í þessari viðhorfsbreytingu minni en efni standa til, tel ég einsýnt að umræður um EMU og sam- þykkt Maastricht-sáttmálans hafi átt sinn þátt í að vinna þessum breyttu áherzlum fylgi langt út fyrir Evrópusambandið. Ef vel tekst til með EMU og áfram verð- ur haldið á þeirri braut sem mörk- uð hefur verið til þessa mun það án efa hafa jákvæð áhrif á at- vinnulíf í löndum sem standa utan Evrópusambandsins, hér á landi sem annars staðar. Tekið á vandanum í stað gengisfellingar? Er fjármálaráðherra ræddi um ókosti EMU fyrir aðildarríkin sagði hann að fyrst kæmi upp í hugann að drægi úr möguleikum einstakra ríkja til sjálfstæðrar hagstjórnar, einkum gengisbreyt- inga. „Þetta getur haft afgerandi áhrif og þeim mun meiri sem hag- sveiflan í viðkomandi ríki er frá- bragðnari hagsveiflunni í aðildar- ríkjunum og efnahagsgerðin er ólíkari," sagði hann. „Ekki eru þó allir sammála því að þetta sé ókostur því að margir telja það þvert á móti mikinn kost að ein- stök ríki geti ekki lengur gripið til gengisbreytinga til þess að treysta stöðu samkeppnislífsins heima fyrir. Með því að festa gengishlutföllin líkt og gert er í EMU verði stjórvöld einfaldlega að leita annarra, og iðulega mun heppilegri, leiða til að ná þessum markmiðum. Hér má nefna skipu- lagsbreytingar á vinnumarkaði, í skattamálum, á sviði samkeppnis- mála o.fl. Þannig taki stjómvöld á þeim vandamálum, sem liggi til grundvallar, í stað þess að velja þá undankomuleið sem gengisfell- ing er oft talin vera.“ I I I > \ > I i i \ i i •t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.