Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 47 FRÉTTIR I I I | I Dans- hátíð í Kringl- unni ÁRLEG danshátíð Kringl- unnar og Dansskóla Jóns Péturs og Köru fer fram laugardaginn 22. mars. Þar mun fjöldi keppnispara frá skólanum dansa fyrir versl- anir Kringlunnar milli kl. 10 og 16. í fréttatilkynningu segir að enn sem fyrr sé til- gangurinn fjáröflun keppnisparanna sem halda utan til danskeppna í sam- kvæmisdönsum í Blackpool í Englandi í apríl og maí nk. Þessar keppnir séu stærstu danskeppnir sem haldnar eru í heiminum og hafa sum paranna sem dansa í Kringlunni náð frá- bærum árangri í Blackpool sem og öðrum keppnum erlendis undanfarin ár. Auk þessa verður hópur- inn með kökur og brauð- tertur til sölu. DANSHÓPURINN sem fór utan til Blackpool í fyrra. Kynning á þróun al- þjóðlegs skráninga- kerfis í hjúkrun OPINN fyrirlestur á vegum náms- brautar í hjúkrunarfræði Háskóla íslands og stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn mánudaginn 24. mars kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34. Yfirskrift fyrirlestursins er: Kynning á þróun alþjóðlegs skrán- ingakerfis í hjúkrun og eru fyrirles- arar þau Randi Mortensen, hjúkr- unarfræðingur og forstöðumaður dönsku heilbrigðis- og hjúkrunar- rannsóknarstofnunarinnar, og Gunnar Nielsen, heimspekingur. Á vegum Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga (ICN) hefur undanfarin ár verið unnið að alþjóð- legu skráningakerfi sem ætlað er m.a. að lýsa hjúkrunarstarfinu. Nefnist það „International Class- ification for Nursing Practice" (ICNP) og er t.d. ætlað að stuðla að sameiginlegu tungumáli innan hjúkrunar og gera samanburð og rannsóknir á viðfangsefnum og ár- angri hjúkrunar auðveldari. Randi Mortensen og Gunnar Nielsen munu kynna þróun þessa skráningakerfis (ICNP) og fram- vindu þess fyrir íslenskum hjúkrun- arfræðingum. Vinnuhópur um skráningu hjúkrunar, á vegum Landlæknisembættisins, hefur þýtt fyrstu drög að þessu kerfi yfir á íslensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að mæta. Leiklistamámskeið KRISTÍN G. Magnús, Ieikkona og leikstjóri, heldur skyndinámskeið þar sem nemendur fá tilsögn í leikspuna, persónusköpun, radd- beitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingum á leiksviði. Fyrir þá sem áhuga hafa á að koma fram í leiksýningum Ferða- leikhússins Bjartar nætur - Light Night, á komandi sumri, fer fram hæfnispróf að námskeiði loknu. Námskeiðið sjálft verður haldið í Hinu húsinu (á efri hæð, í sal), mánudaginn 24. mars kl. 20-22, Iaugardaginn 29. mars kl. 16-18, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20-22 og laugardaginn 5. apríl kl. 16-18. í I 1 ! % I 4 í i i ATVINNU- AUG LÝ SINGAR Grunnskólakennarar — sérkennarar Næsta skólaár eru lausar nokkrar stööur kenn- ara við Borgarhólsskóla, Húsavík. Um er aö ræða almenna bekkjarkennslu og kennslu fatlaðra á yngsta stigi og miðstigi. Á unglingastigi vantar m.a. kennara í ensku, líffræði, íslensku og samfélagsfræði. Lausar eru stöður sérkennara og þroskaþjálfa. Borgarhólsskóli ervel búinn, einsetinn, heild- stæður grunnskóli í nýju skólahúsi. Mikil áhersla er lögð á samvinnu og margs konar þróunarvinnu í skólastarfinu. Reynt er að útvega niðurgreitt húsnæði og búslóðaflutningur er greiddur. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660 hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 4641660 og hs. 4641631. Heimilisstörf Breska sendiráðið óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf við heimilisstörf á heimili breska sendiherrans. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí næst- komandi, vera enskumælandi og hafa reynslu af sams konar störfum, t.d. við hótel eða sendi- ráð. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir, ásamt persónulegum upplýsingum og upplýsingum umfyrri störftil Breska sendiráðsins, Laufás- vegi 31,101 Reykjavík. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 26. mars 1997. „Au pair" Hjón með 3 börn í New Jersey óska eftir barn- góðri „au pair" í eitt ár frá 1. september 1997. Umsóknir sendist fyrir 15. apríl nk. til: Guðfinna Hlín Björnsdóttir, 471 W Saddle River Rd., Riegewood 07475-2015, New Jersey, U.S.A. Sandgerðishöfn Starf hafnarstjóra Hafnarstjórn auglýsir starf hafnarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 26. mars. Um er að ræða krefjandi starf í einni umsvifa- mestu útgerðarhöfn landsins. Nánari upplýs- ingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu Sandgerðis- bæjar alla virka daga frá kl. 9.00—12.00. F.h. hafnarnefndar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri. íþróttakennari óskast Að Grunnskólanum á Hofsósi og að Hólum í Hjaltadal vantar íþróttakennara fyrir skólaárið 1997-1998,1/1 staða. Æskilegt væri ef kennar- inn gæti tekið að sér þjálfun til viðbótar, sumar og vetur, á vegum ungmennafélaganna. Einnig vantar kennara fyrir efstu bekki Grunnskólans að Hólum. Kennslugreinar: Tungumál og/eða stærðfræði. Upplýsingar gefa Jóhann Stefánsson, skóla- stjóri á Hofsósi sími 453 7344 eða 453 7309. Sigfríður L. Angantýsdóttir, skólastjóri á Hól- um, sími 453 6600 eða 453 6601. Yfirvélstjóri og vélavörður óskast á 170 tonna beitningavélarbát sem gerður er út frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 456 7700 eða 852 2364. Á sjó! 22 ára reglusamur og áreiðanlegur maður óskar eftir plássi á sjó sem fyrst, helst á dag- róðrarbát, samt ekki skilyrði. Ari, sími 896 9426, FUNDIR/ MANNFAGNAQUR TRÉSMTÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Trésmiðafélgs Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 25. mars nk. á Suðurlandsbraut 30, 2. hæð, kl. 20:00. Fundarefni: Skýrsla stjórnar. Skýrslur fastanefnda. Reikningar félagsins. Ákvörðun um félagsgjald og mælingagjald. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Kosning fastanefnda. Önnur mál. Kaffiveitingar verða í fundarhléi. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 5997032216 VIII Sth. kl. 16.00. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. BAHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugardagskvöld kl. 20:30 Dr Korosh Taheri talarum Grundvöll guðlegrar siðmenningar Kaffi og veltingar Álfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344 FERÐAFELAG # ÍSLANDS MORKiNNi 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 23. mars 1) kl. 10.30 Bláfjöll—Kleifar- vatn, skíðaganga. Gengið frá þjónustumiðstöðinni i Bláfjöllum að Kleifarvatni (ca 5 klst.) Góð æfing fyrir skíðaferðirnar um páska. Verð kr. 1.200. Fararstjóri: Gestur Kristjánsson. 2) kl. 13.00 Helgafell (340 m) —Skúlatún (óbrennishólmi). Þægileg gönguleið. Verð kr. 800. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Dagsferðir 23. mars Kl. 10.30 Raðganga Útivistar, 6. áfangi: Stóra Sandvík— Blásíðubás. Kl. 10.30 Skíðaganga: Kjölur, Fossá. Kl. 20.00 Kvöldganga á fullu tungli. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.