Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Mj ólkurverkfall bitnar á börnunum KÆRI Velvakandi. Þar sem ég er orðin langþreytt á þessu mjólkurverkfalli ákvað ég að skrifa þér. Ég er dagmamma í barn- eignarfríi og ég er mjög fegin að vera í fríi því að ég veit að ég gæti ekki útvegað bömunum mjólk. Það er nóg að þurfa að neita sínum eigin börnum eða skammta þeim mjólk. Mér bauðst óvænt að fá mjólk en ég á fjögur böm og það yngsta er fjögurra mánaða svo það þarf ekki ennþá að fá mjólk. Hvar er réttlætið, þetta bitnar á bömunum nærri því ein- göngu. Ef þetta er ekki misþyrming á börnum hvað þá? Rósa. Vettlingatök SEINT verður maður svo gamall að ekki gefist manni undrunarefni. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp til laga um áfengis- og vímuvarna- ráð. Og til þess er ætlast að maður taki þessu öðm- vísi en hvetju öðm gríni. Nýlega er búið að setja lög um tóbaksvarnir - en ekki eingöngu um tóbaksvarna- ráð. Og fyrir nokkmm ámm lét þáverandi heil- brigðisráðherra semja frumvarp til laga um áfengis- og aðrar vímu- efnavamir. Einn þáttur í því var um áfengis- og vímuvarnaráð. Sú sem þann stól situr nú virðist hvorki hafa dug né siðferð- isþrek til að taka á þessum málum í heild. Kannski var það heppni fyrir þjóðina að hún var ekki komin í þennan stað þegar lög um almannatryggingar vora sett. Þá hefðum við vísast aðeins fengið lög um tryggingaráð. Eða er þetta kannski bara byijun á því sem koma skal? eigum við kannski að sleppa umferð- arlögum en fá í þess stað lög um Umferðarráð? Og höfum við nokkuð að gera með útvarpslög? Getum við ekki bara fengið lagabálk um Útvarpsráð? Að öllu gamni slepptu: Vonandi munu hinir greindari alþingismenn hafna þessu skötulíkis- framvarpi, senda það heim til föðurhúsanna með beiðni um vandaðri vinnu- brögð. Arni Helgason. Tapað/fundið Hanskar fundust SVARTIR kvenhanskar fundust á homi Skóla- vörðustígs og Óðinsgötu hjá versluninni Litum og föndri. Upplýsingar í síma 552-7489 á kvöldin. Úr tapaðist KVENÚR með rauðri skífu og gylltri teygjuól tapaðist 20. mars trúlega nálægt Bóksölu stúdenta. Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu í síma 551-2206. Dýrahald Kisa er týnd ÞESSI kisa týndist frá Smárarima í Grafarvogi í janúar. Hún er ljósgrá og hvít með gula flekki niður á fæturna. Hún er eyrna- merkt R 5261 og var með gula ól. Hafi einhver orðið henn- ar var eða veit hvar hún er viðkomandi vinsamlega beðinn hringið í síma 588-6924. HOGNIIIREKKVISI „þcú i/i/ðjsé hv&sc/nerQekLscj£ bttfcurnú d Uogum'' COSPER PABBI! Segðu mömmu að við verðum einum fleiri í kvöldmat. Víkveiji skrifar... Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem (Lúk. 19.) ÁSKIRKJA: Ferming og altarisganga kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingarmess- ur kl. 10.30 og kl. 13.30. Pálmi Matt- híasson. Barnastarf: Rútuferð barnastarfsins kl. 10.40. Farið í heimsókn í aðra kirkju. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ól- afsson. Sr. Gylfi Jónsson. GRENS- ÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Söngur, sögur, kennsla. Leiðbein- endur Eirný Ásgeirsdóttir, Sonja Berg og Þuríður Guðnadóttir. Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Alt- arisganga. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson. Organisti Árni Arinbjarn- arson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. Eilíft líf - hvað er það? Sr. Jón Bjarman. Messa og barna- samkoma kl. 11. Schola Cantorum syngur tónlist eftir Gesualdo, Byrd o.fl. Organisti HörðurÁskelsson. Sr. Baldur Kristjánsson. Sýning á vegum Listvinafélags og Listasafns Hall- grímskirkju á myndverkum Magnús- ar Tómassonar verður opnuð í and- dyri kirkjunnar kl. 12.15. Ensk messa kl. 14. Organisti Hörður Áskelsson. Prestur sr. Toshiki Toma. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingarmess- ur kl. 10.30 og kl. 13.30. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. < 13. Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Tómas Guðmundsson. Organ- isti Jón Stefánsson. Kór Langholts- kirkju (hópur I og II) syngur. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Dr. Hjalti Hugason prófessor prédik- ar. Barnasarf á sama tíma. Ferming- armessa kl. 13.30. Kór Laugarnes- kirkju syngur við báðar messurnar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Ólaf- ur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Fermingarmess- ur kl. 11 og kl. 14. Prestarnir. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Viera Man- asek. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Ferm- . ingarguðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Fermingarmessa kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son messar. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11 og 14. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkju- dagur Fella- og Hólakirkju. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar Schram. Veitingar eftir stundina í umsjón kvenfélagsins. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestar kirkjunnar sr. L. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Hreinn Hjartarson þjóna fyrir altari. Prédikun: sr. Hreinn Hjartarson. Ein- söngur: Lovísa Sigfúsdóttir. Einleik- arar: Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Organistar: Lenka Mátéová og Violeta Smid. Veitingar eftir guðsþjónustuna í umsjón kven- félagsins. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Ferming kl. 13.30. Organ- isti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta á neðri hæð kirkjunnar kl. 13. Ferm- ingarmessa kl. 13.30. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogs- kirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Kl. 17 verður sýndur „Heimur Guðríðar", Síöasta heimsókn Guð- ríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms eftir Steinunni Jóhannesdótt- ur. Kl. 21 heldur Kjartan Sigurjóns- son organisti orgeltónleika. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur og myndir. Messa kl. 14. Fermd verður Kristín Maria Tómasdóttir, Reynigrund 5. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 11. Hósanna lofgjörðarsam- koma kl. 20. Unglingar frá Björgvin vitna. Miriam óskarsdóttir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30. Lokastund barnastarfsins. Ferð í húsdýragarðinn og helgistund í Mosfellskirkju. Jón Þorsteinsson. KLETTURINN: Samkoma sunnudag kl. 16.30 í umsjá lofgjörðarhópsins. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. KFUM og K v/Holtaveg: Almenn samkoma og barnastundir á morgun kl. 17. Ræðumaður er Friðrik Hilm- arsson. Sönghópur KFUK í Grafar- vogi kemur í heimsókn. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur kl. 10.30, pálmavígsla og helgi- ganga, kl. 14 og kl. 20. (á ensku) Messur mánudag til miðvikudags kl. 8 og 18. í messunni kl. 18 á mánu- dag er olíuvígsla. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Gídeon- félagar verða með vitnisburði. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Sunnudagaskóli í Hofstaðaskóla kl. 13. Bragi Friðriksson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag kl. 11 í Stóru-Voga- skóla í umsjá sr. Bjarna, Sesselju og Franks. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjónarmenn séra Þórhallur Heim- isson. Bára Friðriksdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Börnum sem sótt hafa sunnudagaskólann í kirkjunni er bent á að fara í Hvaleyrarskóla vegna ferminga. Fermingar kl. 10.30 og kl. 14. Prestar séra Þórhildur Ólafs og séra Gunnþór Ingason. Gunnar Gunnarsson leikur á þver- flautu. Organisti Natalía Chow. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Stein- ars Guðmundssonar organista. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Lokasamkoma barnastarfsins í vetur. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Sá seinasti í vetur. Messa kl. 14. Vænst er þátttöku foreldra ferm- ingarþarna. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag laugardag kl. 11. TTT- samvera í safnaðarheimilinu kl. 13. Fermingarguðsþjónusta sunnudag kl. 11 og kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL, Borgar- neskirkja: Barna- og æskulýðsguðs- þjónusta kl. 11.15. Fermd verður Anna Helgadóttir, Þórólfsgötu 12a, Borgarnesi. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum. Sunnudagaskólinn kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Helgi Hró- bjartsson þjónar og heimsækir söfn- uðinn í nafni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Kristni- boðskaffi KFUM & K að lokinni guðs- þjónustu. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 14. Báðir prest- arnir þjóna við athafnirnar. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Prestarnir. GRINDVAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 13.30. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. HOLTSPRESTAKALL í Önundar- firði: Barnaguðsþjónusta kl. 11.15 í Flateyrarkirkju. Guðspjallið í mynd- um. Bænir, barnasálmar og vers. Kaffisopi á eftir. Gunnar Björnsson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Fermingar- messa kl. 14. Kyrrðarstund kl. 18 mánudaginn 24. mars. Sóknar- prestur. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Pálma- vígsla í messu kl. 10.30. FRÍKORT fimm fyrirtækja, sem heita fólki ókeypis flugferðum beini það viðskiptum sínum til þeirra, virðist ætla að verða hið mesta klúður. Þrátt fyrir útreikn- ingana, sem birtast í auglýsingum fyrirtækjanna um að „vísitölufjöl- skyldan“ verði skotfljót að safna sér punktum fyrir utanlandsferð, virðast flestir, sem Víkverji talar við, hafa litla trú á að það borgi sig að verzla eingöngu hjá þessum fyrirtækjum. Reikningsglöggur kunningi Víkveija, sem hefur gott yfirlit yfir eigin heimilisbókhald, settist niður og reiknaði út hvað hann yrði lengi að safna sér punkt- um fyrir vetrarferð til London mið- að við núverandi neyzlumynztur fjölskyldunnar. Niðurstaðan: sex ár og þijá mánuði - en punktarnir byrja að fymast eftir fjögur ár! xxx SJÁLFUM finnst Víkveija hann hafa gert fremur slæm skipti. Hann naut til skamms tíma afslátt- ar í beinhörðum peningum í Húsa- smiðjunni út á eitt af mörgum plast- kortum í veskinu. Þar sem Víkveiji hefur staðið í flutningum og fram- kvæmdum undanfarin ár og þurft að kaupa mikið af byggingavörum hefur hann beint viðskiptum sínum til Húsasmiðjunnar og afslátturinn hefur numið tugum þúsunda. Fyrir stuttu var Víkveija hins vegar sagt, er hann framvísaði korti sínu við kassann í Húsasmiðjunni, að af- slátturinn hefði verið afnuminn en eitthvað annað myndi koma í stað- inn. Ef Fríkortið er það, sem átti að koma í staðinn, finnst Víkveija eins gott að verzla annars staðar, þar sem hann fær venjulegan af- slátt, og eiga þá fyrir utanlandsferð að eigin vali. xxx BIÐRAÐAMENNING íslend- inga lætur ekki að sér hæða. Víkveiji fór í vikunni að kaupa benzín úr sjálfsala og var um tug- ur ökumanna staddur á benzínstöð- inni að fylla á tanka bíla sinna. Við sjálfsalalúguna var ekki bið- röð, heldur „biðþvaga“ og þar var hver höndin upp á móti annarri: „Varst þú ekki næst? ... Nei, ég var nú alveg örugglega næstur,“ og svo framvegis. Þvögufólki fannst Víkveiji greinilega eitthvað undarlegur þegar hann stakk upp á að allir færu í einfalda röð - þótt slíkt fyrirkomulag svari yfir- leitt sjálfkrafa spurningunni um það hver sé næstur. xxx ISLENDINGAR kunna ekki að nota rúllustiga frekar en að standa í biðröð. í öllum siðmenntuð- um ríkjum er venjan sú að þeir, sem kjósa að standa kyrrir og láta stig- ann bera sig á áfangastað, standa hægra megin, þannig að þeir, sem eru á meiri hraðferð, geti smeygt sér framhjá þeim vinstra megin. Á íslandi stendur fólk hins vegar báð- um megin í stiganum og hindrar þá, sem eru að flýta sér. í Kringl- unni eru meira að segja sérstök skilti við stigana, sem benda fólki á að nota þá vitlaust! Víðast hvar erlendis eru menn einfaldlega hlaupnir niður ef þeir standa eins og álfar vinstra megin í rúllustiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.