Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAG UR 22. MARZ 1997 31 AÐSEIMDAR GREINAR Heilbrigðis- þjónustan í landinu TILEFNI þess að ég sest niður og skrifa þessar línur er að á síð- ustu vikum og jafnvel síðustu mánuðum hefur verið mikil umræða í gangi vegna „sparnað- ar“ á sjúkrahúsunum á landsbyggðinni og eins og venjan er sýnist sitt hverjum um fyrirhuguð áform. Eins og háttvirt- ur alþingismaður, Ein- ar Oddur Kristjánsson, sagði í sjónvarpsfrétt- um, virðist komin hefð á það að ef niðurskurð- ur og sparnaður er boð- aður í heilbrigðisþjón- ustunni, þá er mótmælt. Að þessu leyti er ég sammála háttvirtum þing- manni, en ég tel að „gjörbreyta" þurfi heilbrigðisþjónustunni hér á landi. Það skal tekið fram að undirrit- aður hefur ekki neina sérþekkingu á þessum málum og vel má vera að þær tillögur sem hér eru settar fram séu ekki framkvæmanlegar. Nú skulum við aðeins horfa til heilbrigðisþjónustunnar eins og hún er í dag. I flestum bæjum, þar sem eru 1.000 íbúar eða fleiri, er sjúkra- hús, þau eru misjafnlega búin og þar starfa misjafnlega margir, sem sagt, það er verið að reyna að halda úti fullkominni heilbrigðisþjónustu í hveijum einasta smábæ á landinu. Það segir sig alveg sjálft að þetta er ekki framkvæmanlegt. Eitt af því sem sagt er þessu til málsbóta er, að það fólk sem býr á þessum stöðum borgi alveg jafnmikið, og jafnvel meira, til samfélagsins og við hin sem búum á höfuðborgarsvæðinu. Vissu- lega er þetta alveg rétt og við sem á höfuðborgarsvæðinu búum verðum að gera okkur grein fyrir því að rétt- ur þeirra sem á landsbyggðinni búa er alls ekki minni en okkar, en sá réttur réttlætir ekki sóun á almanna- fé (þ.e.a.s. ijármunum skattborgar- anna) en það firrir okkur ekki þeirri ábyrgð að það verður að tryggja þeim sem á landsbyggðinni búa sama öryggi í heilbrigðismálum og við hin höfum. Það er þekkt vandamál að ekki hafa fengist læknar með sér- þekkingu til þess að vera úti á landi og komi það til fer ungur maður með sérfræðimenntun út á land til þess að ná sér í reynslu og jafnvel fer þessi sami maður út á land á meðan hann er að bíða eftir því að staða losni við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Segja má að fólk sem býr í bæ úti á landi búi við „falskt öryggi", því kannski er sjúkrahús á staðnum, en þetta sama sjúkrahús er hvorki búið tækjum né mannafla (sérfræðiþekkingu og kunnáttu) sem á þarf að halda þegar og ef slys eða veikindi verða. Það er þekkt vandamál, segir Jóhann Elíasson, að ekki hafa fengist læknar með sérþekk- ingu til þess að vera úti á landi. Þá er það fyrsta sem við spyijum okkur að hvernig farið sé að því að ná þessu markmiði og hvað það komi til með að kosta okkur? Ekki er ég með neinar „patentlausnir" á þessu vandamáli en hugmyndir um þetta eru til og um kostnaðinn vil ég ekki og get ekki fjallað um hér. í fyrsta lagi tel ég að stórefla ætti sjúkrahúsin á höfuðborgar- svæðinu hvað varðar húsnæði, tækjakost, mannafla og fjölga sér- fræðingum eða með öðrum orðum auka og bæta .'.fkastagetu sjúkra- stofnana á höfuðborgarsvæðinu til muna. Jafnframt yrði unnið að því að sjúkrahús á landsbyggðinni sam- ræmi og jafni þá heilbrigðisþjónustu sem þau koma til með að veita og það verði einfaldlega ákveðið hvaða þjónustu á að veita og fullt samræmi verði þar á milli sjúkrahúsa á lands- byggðinni. Vera má að margir reki nú upp ramakvein þegar þeir lesa þessar línur, en það verður að viður- kennast að ekki er öllum sem í þessu landi búa gert jafn hátt undir höfði hvað varðar heilbrigðisþjónustuna í dag. Að mínu áliti verður aldrei hægt að laga þessi mál alveg, en eins og staðan er í dag tel ég að það sé hægt að auka öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa. Tel ég að útbúa eigi öll lands- byggðarsjúkrahúsin þannig að þau hafi góða aðstöðu og þjónustu fyrir þyrlu. Fullkomin björgunarþyrla ætti að vera staðsett í hveijum lands- fjórðungi, t.d. í Reykjavík (þar sem er reyndar nú þegar staðsett full- komin þyrla og þjónusta í kringum hana), á ísafirði, Akureyri og Egils- stöðum. Hver þessara þyrlna þjónaði sínum landsfjórðungi og miðunum. Á landsbyggðarsjúkrahúsunum yrði svo fólk sem væri sérþjálfað í að búa sjúklinga til flutnings. Þann- ig væri það tryggt að sjúklingurinn kæmist á sem skemmstum tíma í þá meðferð sem hann þarf á að halda. Því það hefur verið reynsla undanfarinna ára að erfiðustu og alvarlegustu tilfelli, t.d. slysadeildar, hafa komið af landsbyggðinni og það að þessi tilfelli hafa verið þetta erfið er fyrst og fremst vegna þess að of langur tími hefur liðið þar til viðkom- andi aðili (sjúklingur) hefur fengið þá meðferð sem hann hefur þurft. Ekki er til staðar sú þekking, reynsla og tækjakostur sem á þarf að halda á landsbyggðarsjúkrahúsunum. Eins og staðan er í dag er hægt að áætla að þeir sem á Iandsbyggð- inni búa hafi mun minni líkur á því að að ná fullum bata vegna slyss eða sjúkdóma en þeir sem á höfuðborgar- svæðinu búa. Hlýtur það öllum að vera ljóst að það verður að breyta og lagfæra í heilbrigðisþjonustunni. Langt mál væri hægt að gera úr þessu en hér læt ég staðar numið í bili. Höfundur er framkvæmdastjóri. Jóhann Elíasson Siggi dipló Athugasemd frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt svohljóðandi yfirlýsing frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, þar sem hann skorar á Alþingi að breyta lögum um leigubílaakstur: „Þessa dagana eru fluttar af því fréttir að ákæruvald fari fram með málatilbúnað gegn öldruðum leigubílstjóra fyrir þá sök að hann skuli ekki vilja hætta að vinna. Hann er kallaður Siggi dipló. Þessi heiðursmaður mun vera orðinn 76 ára gamall. Það er búið að setja lög í landinu um að slíkir menn skuli sviptir rétt- indum til að stunda atvinnu sína sem leigubílstjórar hvað sem líði heilsuhögum þeirra og hæfni til að aka. Samkvæmt heimild í almenn- um umferðarlögum hafa verið settar reglur um að þeir sem orðn- ir eru 70 ára geti ekki fengið framlengt ökuleyfi sitt nema um takmarkaðan tíma í senn. Til að fá slíka framlengingu þurfa þeir að undirgangast læknisskoðun og framvísa vottorði um heilsufar sitt. Er þetta ekki nóg? Af hveiju má Siggi dipló ekki keyra leigu- bíl áfram ef hann uppfyllir þessi almennu skilyrði og hefur gilt ökuleyfi upp á vasann? Það er vegna þess að öflugur þrýstihópur „Frama“-potara hef- ur fengið löggjafarsamkunduna til að setja lagafyrirmæli um að svipta skuli leigubílstjóra at- vinnuleyfinu við tiltekinn aldur. Þetta er gert til þess að leyfi losni fyrir aðra yngri. Undan þessu lætur samkundan, enda jafnan höll undir þrýstihópana sem hæst láta hveiju sinni. Niðurstaðan er sú, að daginn sem Siggi dipló missir leyfið til að vinna við leigu- akstur, getur hann tekið til við að drepa tímann með því að fara út og keyra bílinn, sem hann má ekki lengur aka sem leigubíl. Eftir stendur sú siðferðilega spurning hvaðan handhöfum rík- isvalds komi heimildin til að svipta stoltan og virðulegan mann við fulla heilsu og andlegt atgervi heimildinni til að halda áfram að vinna? Kannski jafn- gildir hún heimildinni til að halda áfram að lifa og vera maður. Ég skora á alþingismenn að breyta lögum og afnema þessar ómann- úðlegu reglur. Sérstaklega vegna þess að þær þjóna engum skyn- samlegum tilgangi. Siggi dipló á skilið að fá að halda áfram að vinna meðan heilsa hans endist honum.“ Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 Kr. 49am Frábær listi fullur af glæsilegum vorfatnaði Afgreiðslutimi frá aðeins 3 dögum! Silkiblóm Páskakrusi Páskakrusi Páskaliljur Afgreiðslutími Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.