Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 33
ÍWttipwMÍMí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VARÐVEIZLA
MENNINGARARFS
ENGINN vafi er á því, að mikil gróska er í menningar-
lífi landsmanna um þessar mundir og hefur reyndar
verið um langt skeið. Þetta á ekki hvað sízt við tónlist-
ina. Þar er svo mikið um að vera, t.d. í hvers kyns tón-
leikahaldi, að ómögulegt er að fylgjast með því öllu. Við
lifum á tímum örrar þróunar í fjölmiðlun og búum við
aukið áreiti í þjóðfélagi, sem einkennist af hraða og tíma-
skorti. Þetta leiðir hugann að því, hvort við gætum þess
á líðandi stundu að varðveita til framtíðar ýmsar menning-
arperlur, sem fá sífellt skemmri tíma í sviðsljósinu og
víkja fyrir nýjum.
Jónas Ingimundarson, píanóleikari, víkur nýlega að
varðveizlu slíkra menningarverðmæta í viðtali við
Morgunblaðið. Hann bendir á, að Ríkisútvarpið hafi mark-
að djúp spor í tónlistarsögu íslendinga með kynningu á
öllum tegundum tónlistar og þar hafi verið tekið upp og
haldið til haga ýmsu af því, sem íslendingar hafa verið
að gera. Hann spyr t.d., hvort við myndum sætta okkur
við, að söngur Stefáns íslandi þurrkaðist út? Hann bend-
ir á, að þótt margar gersemar séu geymdar í segulbanda-
safni Ríkisútvarpsins þá heyri íslendingar næstum aldrei
í sumum af frumkvöðlum tónlistarstarfs á íslandi, eins
og t.d. Birni Ólafssyni, fiðluleikara, Einari Vigfússyni,
sellóleikara, og píanóleikurunum Árna Kristjánssyni, Ás-
geiri Beinteinssyni og Jóni Nordal.
Jónas spyr, hvort við varðveitum það sem vel er gert
á sviði tónlistar nú með allri þeirri tækni sem við ráðum
yfir, söfnum fyrir fjölskyldualbúm þjóðarinnar? Þessi
spurning á fullan rétt á sér, því varðveizla á verkum ís-
lenzkra tónskálda, hljómlistarmanna, söngvara, kóra og
hljómsveita er mikilvæg til eflingar íslenzkri menningu
og þjóðarvitund til allrar framtíðar. En jafnframt varð-
veizlu tónlistararfsins þarf að geyma upplestur helztu
skálda og rithöfunda, svo og ávörp, ræður og viðtöl við
helztu forustumenn þjóðarinnar í menningarlífi, stjórn-
málum og atvinnulífi. Að þessu þarf að vinna með skipu-
legum hætti. Þótt við blasi, að Ríkisútvarpið hafi hér
sérstökum skyldum að gegna þurfa forvígismenn annarra
aðila, t.d. fjölmiðla, að sinna þessu mikilvæga verkefni í
þágu menningar og sögu þjóðarinnar.
ÞANÞOLIÐ ÞROTIÐ
ÞORKELL Helgason, orkumálastjóri, vék að breyttum
viðhorfum til opinbers rekstrar á ársfundi Orku-
stofnunar. Hann sagði m.a.: „Á seinustu árum hefur víða
í hinum vestræna heimi farið fram endurmat á hlutverki
ríkisvaldsins. Tilefnið hefur víðast verið það að þanþol
hins opinbera rekstrar er talið vera þrotið, þar sem ekki
verði lengra gengið í almennri skattheimtu ...“
Endurmatsþörf á hlutverki ríkisvaldsins er hin sama
hér og í umheiminum. Orkumálastjóri sagði af því tilefni
að hér sé í gerjun stefnubreyting í þessum efnum, sem
eigi breiðan pólitískan hljómgrunn. Forstöðumenn opin-
berra stofnana verði að miða stefnu og stjórnun við þá
staðreynd, sem feli m.a. í sér: 1) Vaxandi aðhald í fjár-
veitingum til opinbers rekstrar; 2) afnám einokunarstöðu
hins opinbera til rekstrar, þar sem því verður við komið.
Opinber rekstur verður í vaxandi mæli færður til einka-
markaðar; 3) opinber rekstur, sem eftir lifir, verður að
standast allar sömu kröfur og rekstur á samkeppnismark-
aði; 4) fjárveitingavaldið lítur í ríkara mæli á sig sem
kaupanda þjónustu; 5) krafizt verður síaukins árangurs.
Stjórnendur, sem ekki uppfylla væntingar, verða látnir
víkja.
Þessi orð lýsa aðstæðum og kröfum, sem ekki verður
undan vikizt. Opinberar stofnanir þurfa á hinn bóginn
að fá svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum og
viðhorfum. „Fyrir það fyrsta verður fyrirkomulag starfs-
mannamála og kjör hjá hinu opinbera að vera hliðstæð
því sem gildir á einkamarkaði," svo notuð séu orð orku-
málastjóra.
Endurmat á ríkisbúskapnum er óhjákvæmilegt. Opin-
ber rekstur verður að laga sig að breyttum aðstæðum.
Skattfé borgaranna þarf og að nýta betur.
LEIÐTOGAFUNPUR BANDARÍKJANMA OG RÚSSLAMPS í HELSINKI
Stefnt að lýðræðislegri
og friðsamlegri Evrópu
Leiðtogum Bandaríkjanna og Rússlands tókst
ekki að komast að samkomulagi um stækkun
Atlantshafsbandalagsins á fundi sínum í Hels-
inki í gær, en yfirlýsingar um að komið verði
á samstarfi Rússlands og NATO þykja bera
því vitni að mikil áhersla verði lögð á að þessi
ágreiningur „stefni samskiptum ríkjanna ekki
í voða“. Urður Gunnarsdóttir í Helsinki
greinir frá niðurstöðum leiðtogafundaríns.
Reuter
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir að viðræðum þeirra
lauk í bústað Finnlandsforseta í gær. Þýðing úr rússnesku féll niður
á kafla á fundinum og ber svipur Clintons því vitni.
EINS OG spáð hafði verið
urðu leiðtogar Bandaríkj-
anna og Rússlands, Bill
Clinton og Borís Jeltsín,
sammála um að vera ósammála á
leiðtogafundi sínum í Helsinki í gær.
Þeir náðu hins vegar samkomulagi
um fimm atriði sem varða öryggi í
Evrópu, afvopnunarmál og efna-
hagsstuðning við Rússland en Rússar
héldu fast við andstöðu sína við
stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO). Urðu leiðtogarnir ásáttir
um að fela Jevgení Prímakov, utan-
ríkisráðherra Rússlands, og Javier
Solana, framkvæmdastjóra NATO,
að ganga frá samkomulagi um sam-
skipti Rússa og bandalagsins. Rússar
fá „rödd en ekki neitunarvald" í álykt-
unum og ákvörðunum NATO, að sögn
Clintons. Utanríkisráðherra hans,
Madeleine Albright, sagði niðurstöðu
fundarins „sögulegan árangur". Jelts-
ín og Clinton lögðu áherslu á að góð
samskipti þjóðanna væru svo mikil-
væg að ágreiningur á vissum sviðum,
mætti ekki stefna þeim í hættu. Niður-
staða fundarins styddi þetta.
Clinton sagði niðurstöðu fundarins
hvað varðaði öryggismál Evrópu vera
þá að stefna að „lýðræðislegri og
friðsamlegri Evrópu í fyrsta sinn í
sögunni". í ályktun leiðtogafundarins
segir að forsetunum beri skylda til
þessa vej;na stöðu og ábyrgðar ríkj-
anna. A fundinum lagði Clinton
áherslu á að ekki væri verið að draga
nýja línu aðskilnaðar í Evrópu, austar
en járntjaldið hefði verið, heldur
væri verið að tryggja öryggi í álf-
unni svo að engu ríki fyndist sér
vera ógnað.
Clinton sagði að stækkun NATO
myndi fara fram á tilsettum tíma, á
leiðtogafundi NATO í Madrid í júlí
og eftir fundinn fullyrti Albright að
NATO yrði ekki aðeins stækkað á
fundinum í Madrid, heldur myndu
fleiri ríkja fylgja í kjölfarið.
Itrekar andstöðu Rússa
Jeltsín gerði grein fyrir andstöðu
Rússa við stækkun NATO og sagði
Rússa óttast að hún leiddi til þess
að herafli NATO færðist nær landa-
mærum þeirra. Clinton ítrekaði að
NATO hefði ekki „áform, ástæðu eða
áætlun“ um slíkt. Er hann var spurð-
ur hvort að með þessu væri verið að
skilgreina stöðu væntanlegra nýrra
aðildarþjóða NATO á þann veg að
þær yrðu annars flokks, neitaði hann
því algerlega, sagði ekkert aðildarríki
bandalagsins lægra sett en annað. Á
fundi forsetanna bauð Clinton að
orðalagið um „engin áform, ástæðu
eða áætlun“ yrði í hluti samnings
Rússa og NATO og lýsti Jeltsín sig
sammála því.
Skuldbinding en ekki
lagalega bindandi
Leiðtogarnir urðu sammála um að
Solana og Prímakov myndu ljúka
samningi um samskipti NATO og
Rússa fyrir leiðtogafund NATO.
Hann verður borinn undir þjóðþing
Rússa en Jeltsín sagði það verða of
tímafrekt að leggja hann fyrir öll
þjóðþing aðildarríkja NATO. Því yrði
látin nægja undirritun þjóðarleiðtoga
bandalagsins.
Jeltsín sagði samninginn „bind-
andi“ en hann er þó ekki lagalega
bindandi eins og Rússar hafa gert
kröfu um. Albright líkti honum við
Helsinki-sáttmálann að því leyti að
mikilvægi hans fælist í því að hann
yrði undirritaður af þjóðarleiðtogum.
Clinton líkti honum við sáttmála þann
sem samstarf Rússa og NATO í frið-
argæslu í Bosníu er byggt á og í
ályktun fundarins segir að samkomu-
lag Rússa og NATO eigi að byggjast
á grundvallarhugmyndum Helsinki-
sáttmálans, m.a. um rétt allra ríkja
til að velja sjálf hvernig þau kjósa
að gæta öryggis síns. Urðu forsetarn-
ir ennfremur sammála um að styrkja
hlutverk öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu, ÖSE, sem byggir á
Helsinki-sáttmálanum.
Samningur Rússa og NATO mun
byggjast á samráði, samræmingu og
sameiginlegum ákvörðunum, þegar
ástæða þykir til. Rússar fá ekki neit-
unarvald á ákvarðanir NATO.
Leiðtogarnir lögðu áherslu á að
samningur um fækkun hefðbundins
herafla í Evrópu (CFE) tæki gildi en
viðræður um hann fara nú fram í
Vín. Sögðu þeir hann mikilvægt skref
í átt að auknu öryggi í Evrópu.
Þá náðu þeir samkomulagi um
efnavopn en þar segir að forsetarnir
ítreki þá ætlun sína að grípa til nauð-
synlegra aðgerða til að samningurinn
um bann við efnavopnum taki gildi.
Kvaðst Clinton myndu beita sér fyrir
því að Bandaríkin yrðu með í hópi
fullgildra ríkja er hann tekur gildi í
apríl nk. og að í því skyni myndi
hann þrýsta á öldungadeild Banda-
ríkjaþings að grípa til viðeigandi að-
gerða. Jeltsín minnti á það að samn-
ingurinn væri nú til meðferðar í
Dúmunni og að hann hefði hvatt ein-
dregið til þess að hann yrði sam-
þykktur fljótt og örugglega.
START-2 afvopnunarsamkomulag
Bandaríkjanna og Rússlands frá
1993 var einnig rætt á fundinum og
náðist samkomulag um framhald á
honum þegar hann hefur tekið gildi.
Samkvæmt samkomulagi forsetanna
mun Jeltsín leita samþykkis Dú-
munnar við START-2 samningnum,
en hún hefur dregið að staðfesta
hann í fjögur ár. „Eg geri ráð fyrir
að hún muni fara að mínum ráðum,“
sagði Jeltsín þungbrýndur og Clinton
gat ekki á sér setið að óska þess að
hann ætti svo auðvelt með að eiga
við Bandaríkjaþing. Er rætt var um
hversu óstýrilát þjóðþing Rússlands
og Bandaríkjanna hefðu verið forset-
unum, laumaði Clinton því ennfremur
út úr sér að það væri einfaldlega
„bölvun lýðræðisins".
Þegar samþykki rússneska þings-
ins á START-2 samningnum liggur
fyrir, munu þegar hefjast viðræður
ríkjanna um START-3 samkomulag
sem miðar að því að árið 2007 hafi
kjarnorkuvopnum hvorrar þjóðar um
sig fækkað um 80% frá lokum kalda
stríðsins, 1992, niður í 2.000 til 2.500
kjarnaodda á hvort ríki, en START-2
kveður á um 3.000 til 3.500. Sögðu
leiðtogarnir ekki fordæmi fyrir slík-
um niðurskurði. Þá var samþykkt að
fresta lokaáfanga START-2 til 2007.
Aukin aðild að helstu
iðnríkjum heims
Efnahagsmál voru rædd og kom-
ust Jeltsín og Clinton að samkomu-
lagi um aðgerðir til að ýta undir
markaðsumbætur í Rússlandi. Féllust
þeir á auknar fjárfestingar Banda-
ríkjamanna í Rússlandi, sem væru
þó háðar því að rússneska stjórnin
gerði breytingar á skattakerfinu,
herti baráttuna gegn glæpum og
kæmi á umbótum í orkumálum. Að-
spurður hvort Rússar væru að þiggja
ölmusu af Bandaríkjamönnum í formi
fjárfestinga gegn því að láta af and-
stöðu sinni við NATO, svaraði Jeltsín
því til að hann sæi ekki hvaða gjaf-
mildi væri í því fólgin að aðstoða
bandaríska borgara við að fjárfesta
í Rússlandi. Það kæmi sér vel fyrir
Bandaríkjamenn.
Bandaríkjamenn heita því að vinna
að því að Rússar fái aðgang að ýms-
um efnahagsstofnunum, svo sem
OPEC, Parísarklúbbnum á þessu ári,
Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) á
því næsta og síðast en ekki síst,
aukna aðild að fundum sjö helstu
iðnríkja heims.
Orðalagið um sjö helstu iðnríkin
var fremur óljóst en Rússar hafa lagt
fram kröfu um að verða áttunda iðn-
veldið í hópnum. Rússum verður boð-
ið til fundar iðnríkjanna í Denver í
júní og verður hann undir heitinu
„Fundur ríkjanna átta“. Lét Clintori
að því liggja að framhald yrði á slík-
um fundum en Clinton og embættis-
menn hans lögðu hins vegar á það
áherslu að áfram yrðu viss atriði er
vörðuðu efnahagsmál aðeins rædd á
meðal ríkjanna sjö.
Bandaríkjamenn og Rússar munu
grípa til aðgerða til að auka aðgang
þjóðanna að mörkuðum hvorrar ann-
arrar og vinna að því að „vildarkjör“
Rússa í viðskiptum við Bandaríkin
verði varanleg og án skilmála. Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að með efna-
hagsstuðningi sínum vildu Banda-
ríkjamenn tryggja að Rússland yrði
sterkur félagi, Bandaríkin hefðu það
ekki að leiðarljósi að veikja stöðu
Rússa.
Málin rædd af hreinskilni
Jeltsín sagði leiðtogana hafa rætt
málefni fundarins af hreinskilni og
að á fundum sem þessum ættu tilfinn-
ingamar það til að taka yfirhöndina
en svo hefði ekki verið að þessu sinni.
Sagði hann leiðtogana vinna að því
að komast yfir fyrra vantraust, og
að þeir yrðu að vera ákveðnir og þolin-
móðir, þá myndi þeim takast að leysa
öll þau mál sem upp kæmu.
Ekki kom fram á fundinum hvaða
önnur mál hefðu verið rædd, t.d.
staða Eystrasaltsríkjanna, ástandið í
Albaníu eða Mið-Austurlönd. Finnsk-
ur blaðamaður spurði leiðtogana um
viðbrögð þeirra, lýstu Finnar yfir
áhuga á að ganga í NATO. Clinton
sagðist styðja viðhorf Martti Ahtisa-
aris, forseta Finnlands, sem taldi rétt,
að Finnar héldu opnum möguleikum
sínum varðandi aðild að hernaðar-
bandalögum. Skiptu þeir um skoðun
og vildu ganga í slíkt bandalag, ættu
þeir að hafa möguleika til þess. Jelts-
ín bar lof á utanríkisstefnu Finna,
sagði að ástæða góðra samskipta og
mikilla viðskipta ríkjanna, væri sú
að Finnar væru óháðir.
Bandaríkja-
forseti van-
svefta en
Jeltsín hress
Helsinki. Morgunblaðið.
VARKÁRNIN sem einkenndi um-
ræðurnar fyrir leiðtogafund Bill
Clintons Bandaríkjaforseta og Bor-
ís Jeltsíns Rússlandsforseta í Hels-
inki var lögð til hliðar um hádegis-
bil í gær er talsmenn beggja for-
seta lýstu því yfir að bjartsýni ríkti
á fundinum, hreinskilni og „upp-
byggilegur andi“. Þá dróst fundur-
inn á langinn, sem þótti til marks
um að tíðinda væri að vænta af
honum. Sú varð einnig raunin.
Jeltsín var jafnhressilegur við
komuna til fundarins í embættisbú-
stað Finnlandsforseta og í gær.
Kvaðst hann telja að þeir leiðtog-
arnir myndu ná samkomulagi, þeir
„myndu leita málamiðlana og ýta
úr vegi öllum ágreiningi. Það er
skylda leiðtoga stórveldanna
tveggja að gera svo. Við teljum að
báðir aðilar séu reiðubúnir til að
fara hluta leiðarinnar."
Clinton ræddi ekki við blaða-
menn við komuna, en er hann lagði
af stað frá hóteli sínu sagði hann
að sér liði vel. „Þetta er fallegur
dagur og ég er viss um að þetta
verður góður fundur,“ sagði forset-
inn, sem þótti þreytulegur. Skýring-
in kom í Ijós eftir hádegisverðinn
en þá upplýsti talsmaður Clintons,
Mike McCurry, að forsetinn hefði
sofið illa vegna hávaða á hæðinni
fyrir ofan hann. Um þung högg
hefði verið að ræða og gerði Clin-
ton að gamni sínu við Jeltsín, sagð-
ist haida að hann hefði jafnvel feng-
ið „stórvaxinn Finna“ til að standa
fyrir hávaðanum. Ekki er ljóst hvað
hélt vöku fyrir Clinton en á næstu
hæð fyrir ofan svefnstað hans er
saunabað hótelsins og er talið að
vatnsrörum sé um að kenna.
Vel fór á með leiðtogunum á
fundinum, sem hófst um stundar-
fjórðungi fyrir kl. 10. Áætlað var
að þeir ræddust við í tvo klukku-
tíma en það dróst um hálfa klukku-
stund. Fyrir hádegi ræddu þeir ör-
yggismál í Evrópu og stækkun
NATO en að því loknu var haidið
til hádegisverðar þar sem leiðtog-
arnir ræddu aðallega efnahagsmál
en hann dróst einnig nokkuð á iang-
inn. Afvopnunarmál voru á dagskrá
fundarins eftir hádegi og honum
Iauk á formlegum umræðum um
efnahagsmái.
Er hlé var gert á viðræðunum
lýsti Sergei Jastrsjembskí, talsmað-
ur Jeltsíns, því yfir að leiðtogarnir
hefðu hvor um sig stigið mikilvæg
skref í átt að sjónarmiðum hins og
Mike McCurry, talsmaður Ciintons,
sagði viðræðurnar vera „langsam-
lega innihaldsríkustu og nánustu
samræður sem þeir hafa nokkru
sinni átt.“
Jeltsin og Clinton lögðu enda
kapp á að sýna að vel færi á með
þeim og að báðir væru við góða
heilsu, en heilsufar beggja hefur
verið áberandi þáttur í vangavelt-
um manna í tengslum við fundinn.
Fór enda svo að fótarmein Clintons
var upphafs- og lokastef sameigin-
legs blaðamannafundar forsetanna.
Hann hófst á því að Clinton bað
viðstadda, sem risið höfðu úr sætum
í virðingarskyni við forsetana, að
fá sér sæti, svo að hann sæti ekki
einn, og lauk fundinum á því að
segja að sér liði „vei“ um leið og
hann rúllaði sér rösklega á brott í
hjóiastóinum.
Á hálum ís
ÖRY GGIS VERÐIR áttu náðug-
an dag meðan forsetar Banda-
ríkjanna og Rússlands funduðu
í bústað Finnlandsforseta við
Eystrasaltið í gær. Landa-
mæraverðir á svifnökkva skár-
ust þó í leikinn þegar hjólreiða-
maður þótti fara fullnærri for-
setabústaðnum. Maðurinn
forðaði sér eftir að lögregla
hafði varað hann við.
Talsmenn leiðtoganna sláandi andstæður
Jastrsjembskí
stjama fundarins
Reuter
Helsinki. Morgunblaðið.
MISMUNURINN á komu Banda-
ríkjamanna og Rússa hefur vakið
athygli íjölmiðlamanna í Finnlandi.
Rússar hafa komið með fjölmenn lið
embættis- og stjórnmálamanna sem
Sergei Jastrsjembski, talsmaður
Rússlandsforseta, hefur farið fyrir
og komið á framfæri á áberandi
hátt. Óhætt er að segja að Jastrsj-
embskí og Borís Jeltsín hafi verið
stjörnur fundarins, nokkuð sem kom-
ið hefur mönnum á óvart. Hins veg-
ar eru líklega engar ýkjur að segja
að Naína Jeltsín hafi haldið sig í
skugganum, dagskrá hennar hefur
nær ekkert verið sinnt í fjölmiðlum.
Ólíkt Rússum hefur bandaríska
sendinefndin haldið sig á Intercontin-
ental-hótelinu, þar sem fáir aðrir
hafa komist að. Lítið hefur verið um
að embættis- og stjórnmálamenn tjái
sig formlega eða óformlega og sjálf-
ur hefur Bandaríkjaforseti lítið látið
hafa eftir sér, enda líklega orðinn
þreyttur á því að svara endalausum
spurningum um það hvernig hann
sé í fætinum.
Talsmenn forseta Bandaríkjanna
og Rússlands koma fyrir á ólíkan
hátt. Jastrsjembskí kom tveimur
dögum á undan Rússlandsforseta til
Helsinki og hefur haldið hvern blaða-
mannafundinn á fætur öðrum þar
sem hann hefur verið óhræddur við
að gefa, á köflum harðorðar, yfirlýs-
ingar. Mike McCurry, talsmaður Bills
Clintons, fylgdi hins vegar forseta
sínum til Finnlands og hefur verið
varkár og gætti þess vandlega að
segja sem minnst um fund leiðtogana
áður en þeir ræddust við.
Jastrsjembskí sagði á einum af
þeim fjölmörgu fundum sem hann
hefur haldið frá því að hann kom,
að Rússar myndu veija hagsmuni
sína „sem aldrei fyrr“ en viður-
kenndi að enn væri mögulegt að leið-
togarnir kæmust að niðurstöðu, þótt
Rússar hefðu verið rændir mikilvæg-
um þætti í þíðunni eftir lok kalda
stríðsins, traustinu. „Það er ekki
markmið fundarins að komast að
ákveðinni niðurstöðu, heldur að auka
gagnkvæman skilning eins og mögu-
legt er til að skilja áhyggjuefni Rússa
og ástæður fyrir ákvörðun Banda-
ríkjamanna um að stækka NATO.“
Jastrsjembskí sagði á miðvikudag
að ákvörðun um stækkun NATO
væru mestu mistök Vesturlanda frá
lokum kalda stríðsins. Var þessi af-
dráttarlausa yfirlýsing talin benda
til þess að Jeltsín kynni að endurtaka
leikinn frá fundi Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu í Búdapest
árið 1994 er hann réðst harkalega á
stefnu Clintons og sagði að NATO
kynni að vera að kalla nýtt kalt strið
yfir Evrópu.
Utanríkisstefnan endurskoðuð
Jastrsjembskí hefur farið í gegn-
um þau atriði sem Rússar leggja
mesta áherslu á, á fundinum. Rússar
vilja að stigin verði ákveðin skref til
að breyta NATO í pólitískari stofnun
en nú er. Þá vilja þeir að komið verði
á fót stofnun, óháðri NATO, til að
stýra samskiptum Rússa og NATO,
þar sem öll ríkin hafi jafna stöðu,
Rússar verði ekki aukaaðili. Þá sagði
Jastrsjembskí Rússa ekki krefjast
neitunarvalds um ákvarðanir NATO,
en þeir vildu hins vegar tryggja sig
gegn óvæntum uppákomum.
A fimmtudag sneri hann svo alveg
við blaðinu, sagði að gæfu Banda-
ríkjamenn ekkert eftir varðandi
stækkun NATO, kynnu Rússar að
neyðast til þess að endurskoða utan-
ríkisstefnu sína og halla sér í vax-
andi mæli að Kína, Indlandi og íran.
Varkárni og skynsemi
Á löngum fundi McCurrys með
blaðamönnum seinnipartinn á
fimmtudag komu orð á borð við var-
kárni og skynsemi oft fyrir. McCurry
vildi sem minnst spá í efni fundarins
og niðurstöðu en lagði á það áherslu
að menn horfðu til hans af raunsæi.
„Við höfum lagt stóru línurnar, reynt
að gera okkur grein fyrir því hvern-
ig við viljum að samskiptum Rússa
og Bandaríkjamanna verði háttað á
næstu öld. Það er vissulega erfitt
að brúa bilið á milli þjóðanna, deilu--
atriðin eru mörg en ég efast ekki
um að það verður unnið vel að því
að leysa þau öll,“ sagði McCurry
meðal annars.
Hann kvaðst gera ráð fyrir að
forsetarnir yrðu sammála um að
verða ósammála. Að samband þeirra
héldi áfram, þeir þekktust það vel
að það ætti ekki að bíða skaða af.
„Tónninn á fundum þeirra hefur yfir-
leitt verið vinsamlegur en þó stund-
um ákveðinn." McCurry bar, eins og
fleiri bandarískir embættismenn lof
á uppstokkunina í rússnesku ríkis-
stjórninni og sagði yfirvöld myndu
fylgjast grannt með þróun mála.
McCurry sagði bandarísk stjóm-
völd gera sér fulla grein fyrir því að •
NATO væri ekki það mál sem brynni
helst á rússneskum almenningi. Því
yrðu efnahagsmál og -aðstoð ofar-
lega á baugi á leiðtogafundinum.
Borís Beresovskí segir Rússa geta sjálfum sér um kennt
Rússar sváfu á verðinum
gagnvart stækkun NATO
Helsinki. Morgunblaðid.
„RÚSSAR gerðu þau mistök að
senda röng skilaboð um afstöðu sína
til stækkunar Atlantshafsbandalags-
ins. I tvö ár heyrðist ekkert frá rúss-
neskum stjómvöldum, sem mátti
skilja sem svo að þeir væru henni
ekki andsnúnir, sagði Borís Ber-
esovskí, varaformaður rússneska ör-
yggisráðsins, á blaðamannafundi í
Helsinki í gær. Vísaði Beresovskí til
þess að Rússar hefðu verið of upp-
teknir af innanríkismálum og slæm-
um efnahag til að bregðast við í utan-
ríkismálum og telja fréttaskýrendur
að hann hafi með þessu óbeint ráðist
á Andrei Kozyrev, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra. Er hann var spurður
hverjum væri um að kenna, sagðist
hann ekki vilja nefna nein nöfn.
Beresovskí sagði að Rússar
myndu ef til vill ekki geta komið í
veg fyrir fyrstu stækkun bandalags-
ins en að þeir myndu beita sér fyrir
því að koma í veg fyrir enn frekari
stækkun. Það væru „hræðileg mis-
tök“, tækist það ekki.
Auk Beresovskís sátu Sergei
Karaganov, sem situr í forsætisráð-
inu, Vladimír Lúkín, formaður al-
þjóðamálanefndar Dúmunnar, og
Júrí Batúrín, ráðgjafi Rússlandsfor-
seta, fyrir svömm á fundinum.
Batúrín segir Rússa ekki vera í
aðstöðu til að ganga í NATO, slíkt
kæmi ekki til greina að óbreyttu
hlutverki bandalagsins. Það kæmi
hins vegar til greina ef hlutverki
þess verður breytt, með vísan til
þess að það verði pólitískara.
Karaganov tók ekki undir þetta,
sagði augljóst að NATO myndi
stækka en lagði engu að síður fram
þá kröfu að hætt yrði við stækkun.
Það þýddi að Eystrasaltsríkin mættu
ekki undir nokkrum kringumstæðum
ganga í NATO, og að það sama
ætti við um Ukraínu og Hvíta Rúss-
land. Sagði hann að Eystrasaltsríkin
ættu að láta sér nægja að ganga í
Evrópusambandið, gengju þau í
NATO yrði það „sviksamlegt bragð“
en hann sagði ekki af hálfu hverra.
Mikið hefur verið rætt um bága
fjárhagsstöðu rússneska hersins og
hættuna á því að hermenn fari í
verkfall til að fá laun sín greidd.
Var Batúrín spurður hvernig brugð-
ist yrði við slíkum kröfum en hann
lét sér nægja að svara því til að
rússneski herinn gæti ekki haldið
uppi her af sömu stærð og Sovétrík-
in sálugu.
Þegar efnahagsmál bar á góma,
tók Beresovskí fram að efnahagur
Rússlands væri ekki eins bágur og
fullyrt væri og að gripið hefði verið
til þess ráð að stokka upp í ríkis-
stjórninni og fjölga umbótasinnum í
henni til að auka bjartsýni.