Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBKÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samtök iðnaðarins Veiðigjaldi verði komið á í áföngum HAGVAXTARNEFND Samtaka iðnaðarins leggur til að veiðigjaldi verði komið á í áföngum með þeim hætti að útgerðin afskrifi árlega 5% af aflahlutdeild sinni, eins og hún er á yfirstandandi fiskveiðiári, og skili henni til hins opinbera. Nefndin telur veiðigjald vera bæði hagkvæma og virka leið til sveiflujöfnunar í hagkerfinu og hafa þann kost fram yfir almenna skattlagningu að hún hafi ekki áhrif á nýtingu framleiðsluþáttanna. Skýrsla nefndarinnar ásamt tillög- um var kynnt á Iðnþingi, sem hald- ið var í gær. Opinber aflaheimild leigð til 8-12 ára Nefndin leggur til að aflahlutdeild hins opinbera verði leigð til 8-12 ára í upphafí hvers kvótaárs og skuli verðið ráðast af markaðsaðstæðum. Gert er ráð fyrir því að tekjur af veiðigjaldinu verði nýttar til að greiða niður erlendar skuldir hins opinbera og síðar til að lækka skatta. ■ Útgerðin/28 -----*—♦—«---- Bauð í sam- kvæmi í hús bæjarins MIKLAR skemmdir voru unnar á gömlu einbýlishúsi við Fífuhvamm í Kópavogi aðfaranótt föstudags, en húsið sem hefur staðið mann- laust um tíma er í eigu bæjarins. Eftir því sem næst varð komist hafði nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi boðið til veislu í húsinu eftir árshátíð, að sögn lögreglu. Á sjötta tímanum var tilkynnt um ólæti í húsinu. Þá var búið að bijóta allar rúður og henda inn- anstokksmununum út. Þrír menn, sem voru sofandi í húsinu, voru handteknir. Fíkniefna leitað HÓPUR lögreglumanna úr rann- sóknadeild og fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík réðst til inn- göngu í veitingastaðinn Hafnar- krána við Hafnarstræti upp úr há- degi í gær og gerði húsleit vegna gruns um að þar væru meðhöndluð fíkniefni. Samkvæmt upplýsingum lögregi- unnar í Reykjavík fannst lítið magn af fíkniefnum á staðnum. Vænta má að árangur lögregluaðgerðar- innar komi betur í ljós eftir yfir- heyrslur en stefnt var að því að þær hæfust seint í gærkvöldi. Um 15 lögreglumenn og einn fíkniefnaleitarhundur tóku þátt í aðgerðinni. Lögreglan handtók einnig í gær, eftir mikinn eltingarleik, tvo menn sem grunaðir eru um meðhöndlun fíkniefna. Sú handtaka leiddi til húsleitar í tveimur húsum í gær- kvöldi. ■ Handteknir/2 Morgunblaðið/Sigurður Fannar Páskalamb á Geld- ingalæk ÆR bar lambi á bænum Geld- ingalæk í Rangárvallasýslu á hádegi í gær en það þykir óvenjulegt fyrir þær sakir að sauðburður er yfirleitt ekki fyrr en í maímánuði. Að sögn Lindu Reynisdóttur húsráðanda á Geldingalæk er fengitími veiyulega í desem- ber, „en rúmum mánuði fyrir þann tíma tókst einum hrútn- um að stanga sér leið út úr útihúsinu með látum og yfir til rollnanna sem voru úti í haga. Ein þeirra bar svo í gær og önnur mun bera eftir nokkra daga,“ segir Linda. „En lömb sem fæðast fyrir venjulegan sauðburð eru kölluð fyrirmáls- fengi.“ Lambið braggast vel og er farið að vappa um stíuna sína. Það var nokkuð stórt við fæð- ingu og því þurfti að aðstoða ána, Elsu Hrönn, við að koma því í heiminn, en Linda segir að lömbin sem fæðist á Geld- ingalæk séu veiyulega langt yfir meðalþyngd. Ekki er enn búið að gefa lambinu nafn, en að sögn Lindu munu heimilismenn á bænum koma sér saman um það á næstunni. Á myndinni heldur Kara Borg Fannarsdóttir á litla hrútnum og við hlið hennar stendur Hlíf Hauksdóttir. Verkamannasambandið boðað til viðræðna hjá sáttasemjara í dag Ovissa um fund með Dagsbrún og Framsókn Morgunblaðið/Júlíus LÖGREGLAN gerði húsleit í Hafnarkránni við Hafnar- stræti í gærdag. S AMNIN G ANEFNDIR Verka- mannasambandsins hafa verið boð- aðar til sáttafundar með vinnuveit- endum hjá sáttasemjara kl. 14 í dag. Fyrir hádegi munu Dagsbrún og Framsókn halda áfram vipræð- um við Reykjavíkurborg. Óvissa ríkti um það í gærkvöldi hvort tæk- ist að hefja á ný formlegar viðræð- ur milli vinnuveitenda og verkalýðs- félaganna tveggja. „Eg sé ekki tilganginn í því, það er það langt á milli manna,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Dags- brúnar, í gærkvöldi. Hann sagði að þrátt fyrir óformleg samtöl milli deiluaðila hefðu viðsemjendur enn sem komið væri hreyft sig það lítið í átt til þess sem Dagsbrún og Framsókn teldu sig geta samið um að það þjónaði litlum tilgangi að setjast að samningaborðinu. Viðræður við borgina Samiðn hélt áfram viðræðum með viðsemjendum í gær og hefur landssambandið verið boðað aftur til fundar á sunnudag. Einnig var i gær reiknað með að samninga- nefndir Landssambands verslunar- manna yrðu kallaðar til fundar hjá sáttasemjara á sunnudag. Fulltrúar Dagsbrúnar og Fram- sóknar áttu í gær fund með launa- nefnd Reykjavíkurborgar. Fátt markvert gerðist á fundinum að sögn talsmanna deiluaðila en ákveðið var að halda viðræðum áfram kl 10 í dag og á þá að hefja umræðu um launabreytingar, að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, vara- formanns Dagsbrúnar. „Við höfum unnið mest að undan- förnu að gerð heildstæðs samnings við Reykjavík, Kópavog og Seltjam- ames en það hefur gengið frekar hægt. Við viljum núna fara að ræða um kaup og kjör,“ sagði Sigríður. „Reykjavíkurborg hefur sett fram sínar áherslur og ein þeirra er að kostnaður vegna samning- anna verði ekki meiri en almennt gerist. Innan þess ramma er borgin svo með áherslur á hvernig útfæra má hækkun lægstu launa,“ sagði Jón G. Kristjánsson, starfsmanna- stjóri Reykjavíkurborgar. ■ Bensínið/6 Tveir samningar undirritaðir NÝR kjarasamningur flugum- sjónarmanna og Flugleiða var undirritaður í gær hjá ríkissátta- semjara. Samningurinn gildir til 15. febrúar árið 2000 og kveður á um 4,7% hækkun við undir- skrift, 4% hækkun 1. janúar 1998 og 3,65% 1. janúar 1999. Verkalýðsfélag Húsavíkur undirritaði í gær kjarasamning við fyrirtæki tíu löndunarstarfs- manna á Húsavík. Samningur- inn kveður m.a. á um að kaup- tryggingargrunnur hækkar úr 60 þúsund kr. á mánuði í 80 þúsund við undirskrift, um 5000 kr. 1. janúar 1998 og aftur um sömu upphæð 1. janúar 1999. Samningurinn gildir til 15. mars 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.