Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 13 _____________________FRÉTTIR_____________________ Þing Heimssamtaka um framtíðarrannsóknir á íslandi W W yENDELL Bell, fyrrum ■ A/ prófessor við Yale- W W háskóla og einn helsti » * fræðimaður á sviði framtíðarrannsókna í heiminum, fjallaði í upphafserindi þingsins um stöðu framtíðarfræða, sem hann sagði hafa það að markmiði að aðstoða einstaklinga og hópa við að öðlast æskilega framtíð. Áttu við fordóma að elja Bell starfaði við Yale frá 1963 til 1995, þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Áhugi hans á fram- tíðarrannsóknum vaknaði snemma á 7. áratugnum, samfara því að hann kynnti sér pólitískar og þjóð- félagslegar breytingar í löndum í Karíbahafi, sem þá voru mörg hver að öðlast sjálfstæði. „Ef við gerum ráð fyrir að hegð- un okkar í nútímanum hafí áhrif á það hvernig högum okkar verður háttað í framtíðinni, þurfum við að vita eitthvað um hvernig við viljum haga okkur til að hafa eitt- hvað um framtíðina að segja. Við reynum því að hjálpa fólki til að búa sig undir framtíðina, svo hún verði því að skapi,“ segir hann. Bell benti meðal annars á að framtíðarfræðingar hafi þurft að beijast við fordóma innan mustera menntunar og vísinda. Upphafsmenn þessara fræða hafi verið orðnir leiðir á þröngsýni margra starfsbræðra sinna og hversu fylgispakir þeir hafi verið hefðbundum hugmyndum innan viðurkenndra vísindagreina. Þeir hafi því leitað griðastaðar þar sem frumlega og skapandi hugsun var að finna, án hræsnisfulls áróðurs. Vilja bæta hag manna „Mörg ríkjandi viðhorf innan helstu vísindagreina á þeim tíma virtust einnig lítt tengjast fjölda þeirra vandamála sem mannkynið stendur frammi fyrir. Hins vegar benti margt til að framtíðarrann- sóknir miðuðu rakleiðis að því að bæta hag manna. Ríkjandi vísinda- greinar löðuðu ennfremur of oft til sín frekar víðsýna námsmenn og breyttu þeim í takmarkaða, ósiðlega framagosa án fleiri vídda en einnar og einvörðungu bundnir viðkomandi vísindagrein. Til að bregðast við þessu urðu margir okkar fylgismenn framtíð- arstefnunnar og um leið hluti af nýlegri þróun í þá veru að hagnýt þekking væri á faraldsfæti utan háskólanna. Nokkrum okkar sem Hjálpað til við að undirbúa framtíðina Norrænt svæðisþing Heimssamtaka um framtíðarrannsóknir var haldið á Hótel Loftleiðum í gær og fyrradag með þátttöku yfir sjötíu erlendra gesta, auk íslenskra fræði- * manna. A þinginu var sjónum beint að stöðu framtíðarrannsókna í dag og framtíð norrænna velferðarsamfélaga í ljósi hraðfara breytinga nútímans, tækniþróun og fleira. Dr. Wendell Bell Morgunblaðið/Kristinn FORSETI Islands, hr. Olafur Ragnar Grímsson, setti ráðstefnuna. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra var einnig meðal fundargesta. gegndum stöðum innan háskól- anna tókst þó að hrinda af stað fáeinum námskeiðum um framtíð- arfræði, nokkrum tókst að koma á fót stofnunum eða miðstöðvum framtíðarrannsókna og örfáum tókst að fá viðurkenningu háskóla á námi sem lyktaði með gráðu í faginu.“ Þekking um framtíðina Bell sagði að fræðimenn á sviði framtíðarrannsókna sæktust ekki endilega eftir viðurkenningu af hálfu hins rótgróna fræðiheims, og gerðu sér grein fyrir að vegna skipulags háskóla ættu nýjar deild- ir erfitt uppdráttar. „Fyrir vikið hefur flestum framtíðarmönnum þótt auðveldara að vinna utan há- skólakerfisins, og þá fyrir stórfyr- irtæki, stjórnvöld og þau samtök sem hafa ekki hagnað að leiðar- ljósi,“ segir hann. í erindi sínu kvað hann þörf á þekkingarlegum grundvelli eða kenningum til að réttlæta staðhæf- ingar er varða framtíðina. „Það er nú einu sinni svo að ekki er hægt að skoða framtíðina og flest höfum við verið alin upp við þá hugsun, að til að geta sett fram raunsannar fyllyrðingar þurfa þær að byggjast á því sem hægt er að skoða. En þegar betur er að gáð, kemur í ljós að gagnlegasta þekk- ingin er sú sem lýtur að framtíð- inni, því að þegar maður gerir ein- hvern tiltekinn hlut vill hann sjá afieiðingar gerða sinna. Eitt af því sem framtíðarfræð- ingar gera af þessum sökum er að leita leiða til að spádómar verði meðvitaðri og beinskeyttari tæki til rannsókna, í því skyni að reyna að auðvelda fólki að ná markmið- um sínum, sem tilheyra alltaf framtíðinni. Einfaldað og tíma- bundið dæmi um slíkt gæti t.d. verið að hægt sé að spá fyrir um að maður sem stendur á miðri götu verði fyrir bíl, að því tilskildu að hann víki ekki úr vegi. Lífið keðja spádóma Að nokkru leyti er lífið keðja slíkar spádóma, sem rætast ekki allir því spáin sjálf leiddi til breyt- inga, á sama hátt og ef ég bendi eiginkonu minni á um miðjan mán- uð að eyða minni peningum, því að öðrum kosti verði þeir uppurnir við lok mánaðar, veldur slíkur spá- dómur breytingum á hegðun henn- ar og leiðir til þess að við mánaða- mót er eitthvert fé eftir.“ DR. William Maher Lafferty er prófessor í stjórnmálavísindum við Óslóarháskóla og yfirmaður ProSus-verkefnisins, sem beinist að rannsóknum og skráningu varðandi sjálf- bært þjóðfélag. „Við vinnum að markvissum rannsóknum með sjálfbært þjóðfélag að leiðarljósi, sem er í sjálfu sér einstætt verkefni, auk þess að fylgjast með og meta hvernig Noregi miðar í sjálfbærri þróun og hvernig landinu gengur að halda ákvæði Ríó-sáttmálans,“ segir hann. Sjálfstæði frá stjórnvöldum Lafferty segir að verkefnið sé um margt sér á báti og um bæði mikla áskorun og einstakt tækifæri að ræða. Flestar stofnanir sem tengist náttúruvernd og umhverfismál- um í Noregi þurfi að gera stjórn verkefnis- ins grein fyrir athöfnum sínum, auk þess sem stjórnin geti áminnt stjórnvöld, þyki nefndarmönnum Noregur á rangri leið hvað þetta efni varðar. „Okkur þykir mjög mikilvægt að ríkis- stjórn leiti til sjálfstæðra rannsóknaraðila en treysti ekki einvörðungu á skýrslur emb- ættismanna hins opinbera, enda sú hætta fyrir hendi að þeir gefi ranga mynd af ástandinu til að þóknast stjórnvöldum eða vegna annarra þátta,“ segir hann. Sjálfbær þróun er, að sögn Laffertys, ferli sem svarar kröfum nútímans án þess að stefna í hættu getu komandi kynslóða Siðareglur fyrir allan heiminn til að bregðast við eigin þörf- um. Lykilatriði í því sambandi sé annars vegar að bregðast við mikilli örbirgð í heiminum og hins vegar séu þær tak- markanir sem tæknivædd ríki og þjóðfélagsskipan þröngvar upp á umhverfið og möguleika þess til að mæta þörfum nútíð- ar og framtíðar. Áð mörgu leyti megi skilja sjálfbæra þróun sem ígildi alheimssiðfræði eða siðareglur sem lúti að því hvað er rétt eða rangt, hvaða skyld- ur hvíli á mönnum í sambandi við þessi mál og hvernig hægt verði að stýra stjórnvöldum og einstaklingum í „örugga" höfn. Verkefnið ProSus gengur út frá frá svokölluðu ákvæði 21 í Ríó-sáttmál- anum sem þjóðir heimsins samþykktu 1992 og stór hluti þess er helgaður þjóðfélagsleg- um, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Aðrir hlutar taka mið af hefð- bundnum náttúrúvísindalegum þáttum og umhverfismálum. Noregur hefur ögn villst „Markmið okkar er ekki á sviði „harðari“ málanna, held- ur einbeitum við okkur að því að athuga hvernig stjórnvöld- um í Noregi miðar við að upp- fylla þau skilyrði sem um ræð- ir. I júní næstkomandi verður gefin út ársskýrsla þar sem reynt er að leggja mat á þessa þætti. í alþjóðlegu samhengi er Noregur róttækara að þessu leyti og framsýnna en flest önnur lönd, þar á meðal Bandaríkin, og það er ljóst að við höfum tilhneigingu til að taka siðrænni og harðari afstöðu í alþjóðasam- starfi en flestir aðrir. Hins vegai' er það Dr. William M. Lafferty svo, að vegna gas- og olíulinda Norðmanna, hafa þeir villst ögn af þeirri leið sem kenna má við sjálfbæra orkustefnu. Stjórnvöld þar eru hins vegar tilbúin að nota hluta af olíu- auðnum til að vinna gegn mengun í öðrum löndum, svo sem af völdum kolaiðnaðar," segir hann. Lafferty segir að til að ná því markmiði að þjóðfélagið sé sjálfbært, verði fólk að vera einhuga um að hveiju sé stefnt og það hafi reynst erfiðara en ætla mætti, ekki síst vegna þess að til séu margar skilgreiningar á sjálfbærri þróun. í raun verði hvert samfé- lag að ákveða hvernig haldið er á þessum málum, því markmiðin og vandamálin séu mismunandi ríkja á milli. „Þangað til ríki hefja slíka umræðu um hver markmiðin eru á alþjóðagrundvelli, verður ekki hægt að finna nauðsynleg úr- ræði til að koma einhveiju í höfn,“ segir Lafferty. Verður að teljast nauðsyn „Rannsóknir í framtíðinni verða að byggj- ast á þeirri hugmynd að til sé valkostur við hlið hefðbundinnar þróunar, sem leiði til sjálfbærrar. Ef ekki er hægt að kalla fram þá kennd á meðal manna að slíkur valkost- ur sé siðferðilega nauðsynlegur, er útilokað að þetta markmið náist. Takist það hins vegar, veltur framhaldið á raunsærri stefnu og vali þeirra sem ráða ferðinni á aðferð- um,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.