Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
GUÐMUNDUR Bjartmarsson ljósameistari, Þórarinn Guðnason aðstoðartökumað-
ur, Sigurður Sverrir Pálsson tökumaður og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
ÓSKAR Jónasson, Ásta Hafþórsdóttir förðunarmeistari, Örn Marinó Arnarson og
Jóhann Sigurðsson kjamsa á frönskum kartöflum.
Leiksljórinn og leikmynda-
hönnuðurinn djúpt hugsi í
hita leiksins.
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Sunset liöiö
(Sunset Park) ★ 'h
I móðurleit
(Flirting with Disaster) ★ ★ ★
Banvænar hetjur
(Deadly Heroes)
Dauður
(DeadMan) ★
Frú Winterbourne
(Mrs. Winterbourne) ★ ★ 'h
Frankie stjörnuglit
(Frankie Starlight) ★ ★ 'h
Dagbók moröingja
(KiIIer: A Journal of Murder) 'h
Klikkaði prófessorinn
(The Nutty Professor) ★ ★ ★
Eyðandinn
(Eraser) ★ ★ 'h
Sporhundar
(Bloodhounds) ★
Glæpur aldarinnar
(Crime ofthe Century) ★ ★ ★ 'h
Próteus
(Proteus) ★
Svaka skvísa 2
(Red Blooded 2) ★ 'h
Bardagakempan 2
(Shootfíghter 2) ★
Ást og skuggar
(Of Love and Shadows) ★ ★
Stolt Celtic - liðsins
(Celtic Pride) ★ ★ 'h
Töfrandi fegurð
(Stealing Beauty) ★ ★ ★
Eyja Dr. Moreau
(The Island ofDr. Moreau) ★ 'h
I hefndarhug
(Heaven’sPrisoner) •k'h
Skriftunin
(Le Confessional) ★ ★ ★ ★
Margfaldur
(Multiplicity)k ★ 'h
íslenskt slöngnspil
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BJARGVÆTTURINN Bjartmar, leikinn af Ólafi
Darra Ólafssyni.
Óskar Jónasson hefur
hafið tökur á annarri
bíómynd sinni sem hef-
ur vinnuheitið Perlur og
svín. Forvitnin greip
Hildi Loftsdótturþeg-
ar hún hnusaði tökuliðið
uppi á homi Grettisgötu
og Frakkastígs.
ILMUR af frönskum kartöflum fyllir
hverfíð. Tökuliðið er í mat. Það fer
ekki á milli mála að ég hef ratað á
réttan stað. Götuhornið er uppljómað
í myrkrinu, fornfálegur ljósastaur
hefur verið reistur og húshorn hefur
breyst í bakarí. Hundslappadrífan
siettist framan í mig er ég arka í
átt að rútu sem breytt hefur verið í
verstöð fyrir vinnandi fólk í kvik-
myndagerð. Bank, bank, og mér er
hleypt inn í frönskuilminn.
Draumur um Karíbahafið
Mér tekst að lokka leikstjórann frá
krásunum og inn í nýja bakaríið til
að spjalla um myndina. „Myndin
fjallar um konu sem langar mjög til
Karíbahafsins. Helsti trafalinn á því
er eiginmaðurinn sem er mikill ævin-
týramaður og er alltaf kominn út í
einhvern bisness. Nýjasta dillan er
að kaupa bakarí, sem er stórt vanda-
mál, því hvorugt þeirra kann að baka.
Sonurinn reynir að koma þeim til
bjargar með því að selja Rússunum
Lödur og það er gripið til ýmissa
örþrifaráða eins og að versla með
hjálpartæki ástarlífsins og fleira.“
Eftir þá fáu daga sem Óskar er
búinn að vera í tökum, sýnist honum
allt stefna í það að myndin verði frek-
ar óalvarleg.
„í dag erum við að taka upp þess-
ar og hinar vetrarsenur í kringum
bakaríið, eins og þegar þau eru að
skoða gamalt hrörlegt bakaríið sem
ekki hefur verið notað í fimm ár.
Við erum líka að taka skot þar sem
bakað er af fullum krafti, og myrkur
er í öllum húsum hverfisins nema
þessu eina. Það er búið að ganga
frábærlega vel í dag, þetta eru vetr-
artökur þannig að ég vildi snjó og
það hefur verið stöðugur jólasnjór".
Hlakka til á
hverjum morgni
í sumar verða liðin sex ár frá því
að Óskar tók upp síðustu mynd sína,
Sódóma Reykjavík. Hann segir að
það sé gaman að vera byijaður aftur
enda minnist hann þess að þegar
hann var að gera Sódómu að hann
hafi langað að leikstýra kvikmyndum
allan ársins hring. „Mér iíður þannig
ennþá. Ég sprett upp á morgnana,
ákafur í það að komast á tökustað,
byija að tala við alla, leysa vanda-
mál og eiga við veðurguðina. Maður
venst stressinu og verður sífellt afs-
iappaðri. Skemmtilegasti hlutinn í
ferlinu er að vera á tökustað. Þar
er langmesta lífið og maður þarf að
vera svo rosalega mikið með á nótun-
um. Mér fínnst líka gaman að fá
frumhugmyndina, og standa í eftir-
vinnslunni með gott hráefni. Það er
mjög skapandi og gefandi. Þetta er
í raun allt gaman, nema harkið við
fláröflunina, og að redda gloppum í
handriti eða í klippingu, ef maður
hefur tekið upp röng sjónarhorn á
tökustað."
Spunnið handrit
Tökuliðið er farið að undirbúa tök-
ur kvöldsins. Inni í rútunni bíða leik-
ararnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Jóhann Sigurðarson, en þau leika
bakarahjónin. Þau voru með frá upp-
hafi í því að þróa handritið, en fyrir
þremur árum spunnu þau með Ósk-
ari í þijár vikur og síðan settist hann
við skriftir. Handritið hefur tekið
miklum breytingum síðan en viss
grunnur er enn til staðar svo þeim
fínnst þau eiga hluta í verkinu.
Hvað heitið þið hjónin annars?
Jóhann: Finnbogi.
Ólafía: Lísa.
Þið vorið að kaupa ykkur bakarí?
Finnbogi: Já, við komum utan af
iandi, þar sem við reyndum fyrir
okkur en það gekk ekki nógu vel,
þannig að við ætlum að reyna fyrir
okkur hér í bænum.
Lísa: Við ákváðum líka að breyta
til. Ég hef unnið í mötuneyti frysti-
hússins.
Finnbogi: Ég var í alls konar smá-
viðskiptum, eins og að setja upp við-
vörunarkerfi.
Lærði hjá Mike Leigh
„Mig hafði lengi langað til að
vinna handrit á þennan hátt. Þegar
ég var í skóla í London var Mike
Leigh (Secret and Lies, Naked) kenn-
ari þar. Hann vann stuttmyndir með
okkur á þennan hátt. Hann spinnur
söguþræði, býr til karaktera með
leikurum, og lætur söguna eingöngu
byggjast á því. Ég fór nú svolítið frá
þessari aðferð eftir því sem lengra
leið frá spunanum og ég skrifaði
handritið meira. Spuninn var samt
ómetanlegur til þess að búa til gall-
erí af fólki sem yrði athyglisvert. Það
er nefnilega auðvelt að enda með
persónur sem eru ekki til eða eru
ekki trúverðugar," sagði Óskar.
Næsta laugadag er snjórinn að
mestu bráðnaður. Hávaði og læti eru
fyrir framan ferðaskrifstofun _Sam-
vinnuferðir-Landsýn, þar sem Óskar
er mættur með tökuliðið, og aukal-
eikarar mynda biðröð.
„Hér er tiiboð í gangi, og Lísa er
meðal margra annarra sem biðu alla
nóttina til að verða fyrst inn. Hún
hugsaði sér gott til glóðarinnar, og
ætlar að krækja í ódýra siglingu til
Karíbahafsins."
í góðum grínmyndum er venjulega
alvarlegri undirtónn. Hvað vill Óskar
segja framtíðaráhorfendum myndar-
innar?
„Viðskiptahættir íslendinga hafa
alltaf verið í anda slönguspilsins og
myndin fjallar líka um það. Þú kemst
alltaf áfram en af og til er eðlilegt
að lenda í gjaldþroti og detta aftur
á byijunarreit. Þetta er séríslenskt
munstur sem margir hafa komið sér
i. Útlendingar sem hafa orðið vitni
að þessu eru mjög hissa. Þetta þekk-
ist ekki jafnmikið í nágrannalöndun-
um, að spiia á gjaldþrotum, og vera
alltaf að taka áhættur með allay sín-
ar eigur og fjölskyldu," sagði Óskar
Jónasson að lokum, og fór að hugsa
í bíói.
BÍÓIN í BORGINNI
2
Dress
3
t
\
(•
Mikið úrval af pils- og
buxnadrögtum frá Libra
Einnig heilir og tvískiptir kjólar trá Libra
og Ariella. Stœröir 36 til 48.
Opiö á laugardögum
frá kl. 10-16
inraarian
Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði ■ Sími 565 1147
Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason
/ Anna Sveinbjarnardóttir
BÍÓBORGIN
Kostuleg kvikindi ★ ★’A
/ fjötrum ★ ★14
SpaceJam ★★
Auðuga ekkjan ★
SAMBÍÓIN,
ÁLFABAKKA
Jerry Maguire ★ ★ ★
Djöflaeyjan ★ ★ ★ /4
Lausnargjaldið ★ ★ ★
Hringjarinn í Notre
Dame ★★★
Sonur forsetans ★ ★
Space Jam ★ ★
Þrumugnýr ★ ★14
HÁSKÓLABÍÓ
Kolya ★★★%
Fyrstu kynni ★ ★ ★
Móri og skuggi ★ ★
Undrið ★ ★ ★1/2
Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★
KRINGLUBÍÓ
Innrásin frá Mars ★ ★14
Kvennaklúbburinn ★ ★'4
LAUGARÁSBÍÓ
Borg englanna ★14
Koss dauðans ★ ★ ★14
REGNBOGINN
Rómeó og Júlía ★ ★ ★
Englendingurinn ★ ★ ★14
STJÖRNUBÍÓ
Jerry Maguire ★ ★ ★
Málið gegn Larry
Flynt ★ ★ ★14