Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MÚSÍKTILRAUIMIR Landsbyggðarrokk TONUST Tönabær MÚSÍKTILRAUNIR Síðasta undanúrslitakvöld Músiktil- rauna Tónabæjar, haldið fimmtudag- inn 20. mars. Þátt tóku hljómsveitim- ar Þórgunnur nakin, Pistada Baba, Soðin fiðla, Köngurlóarbandið, Mamma hestur, Lagleysa, Roð, Inn- vortis, 0101 og Vatn. UNDANÚRSLITUM Múslktil- rauna, hljómsveitakeppni Tóna- bæjar, lauk síðastliðinn fímmtu- dag, en það var svokallað lands- byggðarkvöld, því flestar sveitanna voru utan af landi, mislangt að komnar. Þar lifa stefnur lengur en KÖNGURLÓARBANDINU var ekki alls varnað. LAGLEYSA á langt í Iand. 0101 átti sína spretti. Nokkrir notaðir vélsleðar og örfáir nýir Ski-doo seldir með góðum afslætti! Tryggðu þér strax eitt af síðustu sætum vetrarins á meðan tækifærið gefst. skidao GfSU JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Við skorum á vélsleðafólk að aka aldrei, aldrei undir áhrifum áfengis, í bænum, menn eru ekki eins keyptir fyrir nýjungunum og því heyrast frá landsbyggðarsveitum stefnur og straumar sem vikið hafa fyrir nýjungum syðra. Svo var með fyrstu sveit á svið þetta kvöld, Þórgunni nakta frá Sel- fossi. Sú lék hressilegt rokk með dauðarokkstöktum og hörku keyrslu. Tónlistin var tveggja hraða: allegro og allegro irato, og drifín áfram af mögnuðum samleik gítarieikaranna. Söngvarinn var og skemmtilegur; rumdi af krafti og íþrótt. Skemmtileg sveit sem er að vinna nýtt úr gömlu. Pistada Baba-menn léku tónlist annarrar gerðar, einskonar gamal- dags gítarpopp. Á köflum mátti heyra vel leystar fléttur, en sam- APOTEK OPIÐ OLL KVOLD VIKUNNAR TIL KL 21.00 HRINGBRAUT 1 19. -VIÐjLHUSIÐ. Opið aila daga vikunnar -22 l£b LYFJA Láamúla 5 Lágmúla 1 Sími 533 2300 PISTADA Baba flutti gamaldags gítarpopp. MAMMA hestur státaði af fjölbreyttri hljóðfæraskipan. VATN fór illa af stað. leikur og fimi manna var ekki til þess fallin að láta þær ganga upp. Soðin fiðla byrjaði leik sinn með látum í hreinræktaðri nýbylgju. Liðsmenn mögnuðu upp heillandi gítarseið í fyrsta lagi sínu, en mið- lagið var einna best; þar brá fyrir tilraunamennsku og skemmtileg- um taktsyrpum hjá prýðilegu hrynpari. Vel var til fundið að hafa þeremín með í því lagi. Austfirsk popppönksveit var næst á svið og kallaði sig Köng- urlóarbandið. Ekki fór á milli mála að menn voru að skemmta sér fyrst og fremst, því samleikur var kæru- leysislegur og lögin varia nema hálfköruð. Það mátti þó hafa gam- an af sveitinni og lögin voru ekki alvond. Mamma hestur kom skemmti- lega á óvart fyrir fjölbreytta sam- setningu þó ekki hafi hljóðfæra- leikarar verið nýttir sem skyldi. Sveitin lék einskonar sósurokk framan af, en í lokalaginu hrökk hún í gang og fór á kostum síð- ustu tvær mínútumar eða svo. Lagleysa nýtur hylli í Hlíðunum eins og heyra mátti á viðtökum í sal, en þá hylli er ekki hægt að skrifa á hljóðfæra- eða söngfimi. Þó verður að taka viljann fyrir verkið og víst á sveitin framtíðina fyrir sér með mikilli heimavinnu. Húsvískar sveitir hafa yfirleitt verið með því besta sem heyrst hefur í Músíktilraunum fyrir kraft og ákveðni, að minnsta kosti síðan sveit þaðan, Greifamir, sigraði í tilraununum fyrir langa löngu. Frá því Greifamir fluttu suður hefur rokkið blómstrað norður fyrir rokkbaug, og fyrri Húsavíkursveit kvöldsins, Roð, stóðst allar vænt- ingar með pönkskotnu rokki. Söng- kona sveitarinnar átti snaran þátt í því hve vel fór, en aðrir stóðu sig ekki síður, til að mynda gítarleikar- ar sveitarinnar og trommuleikari. Hin Húsavíkursveitin, Innvortis, var ekki síðri í sínum rokkpæling- um og gaman að heyra hljómsveit- ir vinna úr áhrifum af öðmm ís- lenskum sveitum í stað innfluttra stefja. Forsöngvari Innvortis stóð sig með prýði og röddun yfirleitt vel af hendi leyst, áberandi vel reyndar í öðm lagi sveitarinnar. Síðasta lagið var þó best. Blönduósingarnir í 0101 vom trúir þeirri hugsjón að mestu skipt- ir að vera með, því þeir stóðust sveitunum á undan ekki snúning í hljóðfæraslætti eða lagasmíðum. Þeim er þó ekki alls vamað, eins og heyra mátti á sprettum í þriðja laginu, og bæta má úr skák með stífum æfingum. Lokasveit kvöldsins var hljóm- sveitin Vatn úr Stykkishólmi. Hún fór heldur illa af stað og þegar sett var í fluggír í fyrsta laginu léku gítarar hvor í sinni tóntegund- inni svo skar í eyru. Söngvari sveit- arinnar var óstyrkur úr hófi og hefði gjaman mátt snúa fram í sal; stóð ýmist á hlið eða sneri baki í áheyrendur. Gítarpopp þeirra Vatnsmanna var heldur þunglamalegt. Sigursveit kvöldsins var hljóm- sveitin Soðin fiðla, en skammt þar undan var Húsavíkursveitin Roð. Dómnefnd þótti svo heillaráð að hleypa hinni Húsavíkursveitinni áfram í úrslit, sem fóru fram í gærkveldi. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.