Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Everest-leiðangurinn að hefjast Fá 2,5 milljónir frá Samskipum Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Samskipa, afhenti þremenningun- um fána Samskipa, sem þeir ætla að flagga á tindinum. SAMSKIP afhentu í gær Everer- est-förunum 2,5 milljónir í fjár- styrk til að kosta ferð þeirra á Everest. Samskip eru lang- stærsti einstaki styrktaraðili leiðangursins, en kostnaður við ferðina er áætlaður 8,5 m'Iljónir króna. Stærsti einstaki kostnað- arþátturinn er Ieyfisgjöld og undirbúningskostnaður erlendis eða um 1.350 þúsund krónur. Ólafur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, afhenti fjallgöngumönnunum styrkinn, en þeir eru Björn Ólafsson, Ein- ar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Hann sagði að Sam- skip vildu styðja þremenningana vegna þess að þeir væru góð FULLTRÚAR Launanefndar sveit- arfélaganna annars vegar og Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags hins vegar undirrituðu nýjan kjarasamning um kjör grunnskólakennara í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær, en með samningnum hafa sveitarfélögin formlega yfirtekið kjarasamninga grunnskólakennara af ríkissjóði. Um er að ræða skammtíma- samning sem gildir til loka júlí á þessu ári og felur hann I sér 4% launahækkun frá og með 1. mars 1997 og nær hann til um 3.000 grunnskólakennara. í samningnum er m.a. kveðið á um að aðilar muni á samningstím- anum endurskoða núverandi fyrir- komulag á röðun í launaflokka, skipulag vinnutíma, störf skóla- stjóra og greiðslu sveitarfélaga til kennara og skólastjóra sem ekki rúmast innan gildandi kjarasamn- inga. Markmið þeirrar vinnu sé að einfalda kjarasamning aðila og auka skilvirkni og gæði í skóla- starfi þannig að báðir njóti þess ávinnings sem slík vinna skili. Að sögn Eiríks Jónssonar, for- fyrirmynd ungra manna. Þeir hefðu sett sér háleitt markmið og hefðu sýntþað í undirbún- ingi ferðarinnar, að þeir væru staðráðnir í að ná því. Allir þyrftu að selja sér markmið, jafnt í leik og starfi, og allir þurftu að hafa fyrir því að ná þeim. Ólafur sagði að Samskip hefðu trú á því að Everest-för- unum myndi takast ætlunarverk sitt, að klífa upp á tind Everest. Þeir væru meðal reyndustu fjalla- og björgunarmanna landsins. Þeir hefðu m.a. tekið þátt í erfiðum leitar- og björgun- araðgerðum í Súðavík og á Flat- eyri. Auk þess hefðu þeir klifið manns Kennarasambands íslands, má segja að með samningnum sé búið að semja um frið til haustsins og að þannig vinnist tími til að endurskilgreina ýmis mál varðandi vinnuumhverfi skólanna. „Við erum að skoða rækilega okkar heildar- samninga og erum því mjög sátt við þessi vinnubrögð," segir hann. „Ákveðin innsiglun“ Elna Katrín Jónsdóttir, formað- ur Hins íslenska kennarafélags, segist fyrst og fremst líta á þennan kjarasamning sem ákveðna inn- siglun á vilja beggja aðila til þess að fara í gagngera endurskoðun á starfs- og launakjörum grunn- skólakennara. „Með samningnum erum við að tryggja að sú vinna sem við erum að fara í verði ekki til þess að kaupmáttur félags- manna hrynji óvenjulega mikið nið- ur á meðan,“ segir hún. Jón G. Kristjánsson, formaður viðræðunefndar við kennarafélög- in, kveðst vera sáttur við samning- inn, en segir ennfremur að launa- hækkunin í samningnum sé heldur lægri en menn hafi verið að semja há fjöll heima og erlendis. Þeir hefðu því allar forsendur til að takast á við það erfiða hlutverk, að sigra Everest-tind. Ólafur afhenti Birni siðan fána Sam- skipa með þeim orðum að hann vonaðist eftir að hann mætti um að undanförnu, en hafa beri í huga að þetta sé aðeins skamm- tímasamningur og að launahækk- unin taki mið af því. blakta á tindinum. Björn þakkaði stuðning Sam- skipa við þá þremenninga og sömuleiðis öðrum sem lagt hafa leiðangrinum lið. Everest-fararnir leggja af stað frá íslandi á morgun. Búist er við því að kjarasamn- ingur þessi verði lagður fyrir fé- lagsmenn kennarafélaganna sem fyrst. VISA Island Rangt að kerfin stöðvist „MÉR þykir miður að formaður SÍB skuli grípa til þess að gefa fjöimiðl- um og almenningi vísvitandi rangar upplýsingar," segir Einar S. Einars- son, framkvæmdastjóri VISA ís- lands, aðspurður um yfirlýsingu Friðberts Traustasonar, formanns Sambands íslenskra bankamanna, um að kerfin stöðvist komi til verk- falls bankamanna 4. apríl. Einar sagði kassakerfi í verslunum taka áfram við. „Posarnir taka við greiðslum undir viðmiðunarmörkum eins og ekkert hafi í skorist og korta- íyrirtækin eru ábyrg fyrir öllum greiðslum undir viðmiðunarmörk- um.“ Einar sagði einnig fyrir hendi varakerfi vegna færslna sem leita þyrfti heimilda fyrir og mannshöndin þyrfti ekki að koma nærri þeim. Ætti það við um innlendar sem er- lendar úttektir á debet- og kreditkort. Athugasemd í TILEFNI af viðtali Morgunblaðsins við Magnús Oddsson, ferðamálastjóra 22.3. sl. vill Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða Land- sýnar, taka fram eftirfarandi: Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið að fullyrðing mín um að Ferðamálaráð hafi skráð sig sem þátttakanda á ferðamálasýningu á írlandi í janúar 1996, sé ekki rétt. Þarna fer Magnús með rangt mál, því fram kemur af sýningar- skrá Holiday World, að Ferðamála- ráð og Fugleiðir séu þar sýningar- aðilar fyrir íslands hönd. Magnús segir ennfremur að það sé ekki við Ferðamálaráð að sakast að Samvinnuferðum Landsýn hafi verið meinuð þátttaka á sýningarbás Ferðamálaráðs. Samvinnuferðir Landsýn fóru fram á það við Ferðamálaráð að fá að taka þátt í sýningunni á bás Ferðamálaráðs. Því erindi var í fyrstu vel tekið, en eftir að hafa ráðfært sig við umboðsaðila sinn, Flugleiðir, hafnaði Ferðamálaráð beiðni Samvinnuferða Landsýnar. Þá segir Magnús, að Flugleiðir hafi ákveðið að taka þátt í sýning- unni og greitt af því allan kostnað. Samvinnuferðir Landsýn buðust að sjálfsögðu til að greiða allan þann kostnað, sem af veru þeirra hlytist á sýningunni, eins og alltaf þegar fyrirtækið hefur tekið þátt í ferða- sýningum. Það breytir engu um af- stöðu Ferðamálaráðs. Rétt er að ítreka að þessi sam- skipti eru öll staðfest bréflega í bréfi frá Samvinnuferðum Landsýn frá i janúar 1996, fundargerð fram- kvæmdastjórnar Ferðamálaráðs frá því í febrúar sama ár, bréfi frá Magnúsi Oddssyni til S/L 1. júní 1996 og í sýningarskrá Holiday World í Dublin. Skammtímasamningur undirritaður á milli grunnskólakennara og sveitarf élaga „Höfum samið um frið til haustsins“ Morgunblaðið/Golli JÓN G. Kristjánsson, formaður viðræðunefndar við kennarafé- lögin, og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, við undirritun nýs kjarasamnings í gær. Átaksverkefni samgönguráðherra og Siglingastofmmar í samráði við sjómenn og útgerð Könnun á stöðugleika fiskibáta lokið á árinu SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur á grundvelli nýútkominnar skýrslu Siglingastofnunar íslands um stöð- ugleika íslenskra fiskiskipa ákveð- ið að ýta úr vör átaksverkefni í samráði við Siglingastofnun og hagsmunasamtök sjómanna og út- gerðarmanna. Skýrslu Siglinga- stofnunar er ætlað að vera grund- völlur stefnumótunar og ákvarð- anatöku stjómvalda varðandi stöð- ugleika fískiskipa. Markmið átaksverkefnisins er m.a. að stöðugleiki allra skipa og báta með haffæri skuli vera þekkt- ur en í skýrslunni kemur fram að tæplega 20% allra íslenskra þilf- arsfiskiskipa hafa engin eða ófull- komin stöðugleikagögn. Stöðug- leiki annarra rúmlega 20% er a.m.k. að hluta til undir þeim stöð- ugleikagildum sem gerð er krafa um í reglum. Átakið miðar einnig að því að reglur og kröfur um stöðugleika skuli vera skýrar og vel skilgreindar og verklagsreglur um eftirlit með stöðugleika og framkvæmd reglna um stöðug- leika skuli vera skýrar og skilvirk- ar. Þá skal þekking skipstjórnar- manna á stöðugleikamálum vera almenn. Reglugerðir um stöðugleika verði endurskoðaðar í upphafi átaksverkefnisins verður einkum lögð áhersla á þrjá þætti. Lokið verði á þessu ári könn- un á stöðugleika fiskibáta sem hófst árið 1988. Þannig verði eytt óvissu um stöðugleika einstakra skipa með því að láta gera mæling- ar og útreikninga á skipum sem upplýsingar vantar um eða þeim er ábótavant. Þá er ætlunin að yfirfara og endurskoða núgildandi reglugerðir um stöðugleika og allt verklag við framkvæmd og eftirlit með stöðugleikamálum. Síðast en ekki síst stendur til að gera átak í kynningar- og fræðslumálum um stöðugleika. í þeim tilgangi hefur samgönguráðherra skipað starfs- hóp til þess að undirbúa námskeið um stöðugleikamál um land allt. Stöðugleiki ekki trygging fyrir áfallalausri sjósókn Halldór Blöndal áréttaði á blaðamannafundi í gær þar sem átaksverkefnið var kynnt að vissu- lega væri stöðugleiki afar mikil- vægt atriði fyrir öryggi skips og áhafnar en jafnvel þó að skip upp- fyllti allar kröfur um stöðugleika væri það ekki trygging fyrir áfallalausri sjósókn. Jafnframt benti hann á að þó að skip hefði ekki gögn um stöðugleika segði það ekkert til um hvort stöðug- leika þess væri áfátt. í könnuninni hafi ekki verið athugað hvort stöð- ugleika skipa með engin eða ófull- komin stöðugleikagögn væri ábótavant og því væri ekki hægt að túlka niðurstöðurnar á þann veg að þau skip sem ekki reynd- ust hafa fullkomin stöðugleika- gögn væru þar með óhaffær. Mörg skipanna smíðuð fyrir gildistöku reglnanna Reglur um stöðugleika skipa sem voru 15 metrar að lengd eða meira tóku gildi árið 1975 og regl- ur um stöðugleika minni skipa tíu árum síðar, eða árið 1985. I máli Hermanns Guðjónssonar, forstjóra Siglingastofnunar Íslands, á fund- inum kom fram að mörg þeirra u.þ.b. 90 skipa sem reyndust hafa ófullkomin stöðugleikagögn, væru smíðuð fyrir gildistöku reglnanna og þeim því ekki skylt að hafa stöðugleikagögn. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.