Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ T] LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 23 / k 3 Nýslátrað vorlamb er nýjung hér á landi, seg- ir Steingrímur Sigur- geirsson, sem varð sér úti um nokkrar sniðug- ar uppskriftir fyrir páskana. LAMB er vorboði í hugum margra á meginlandi Evrópu enda hefur þar um aldabil tíðkast sá siður að elda góða lamba- rétti í tilefni páskanna. Þrjú veitingahús hafa í ár tekið sig saman um að bjóða upp á mikið úrval lambarétta í tilefni páskanna úr nýslátruðu vorlambi. Það eru sauðfjárbændur á Suðurlandi sem hafa staðið fyrir þeirri nýlundu að láta ær bera þetta snemma þannig að hægt sé að slátra lömbum vel fýr- ir páska og kemur kjötið frá SS og Höfn-Þríhyrningi að mestu leyti. Þeir matreiðslumenn sem unnið hafa við hráefnið láta vel af því og að sögn Óskars Finnssonar, veitinga- manns á Argentínu, er það mun mildara en hið hefðbundna íslenska lamb, enda hefur það ekki gengið heiðar í heilt sumar. Lömbin eru sömuleiðis minni en þau lömb sem við eigum að venjast og það ein- kennir þetta kjöt að það er mun móttækilegra fyrir kryddmeðhöndl- un allri og marineringu. Víða um heim tíðkast að borða lambakjöt með mjög frábrugðnum hætti en íslenskar venjur segja til um og bera hlaðborðin þrjú þess greinilega vitni að hugmyndir hafa verið sóttar í framandi matarsmiðj- ur. Hér á eftir birtast þrjár upp- skriftir. ítalskt lambasalat og afrískt lamb frá matreiðslumönnum Argentínu og uppskrift að ind- versku brúðkaupslambi frá mat- reiðslumönnum Perlunnar. ítalskl lambasalat (Forréttur fyrir f jóra) 200 g kalt, steikt fituhreinsað lambakjöt 50 g svartar ólífur 50 g grænar ólífur 50 g sólþurrkaðir tómatar 50 g rauðlaukur 2 lauf hvítlaukur, fínt saxaður 2 msk. pesto 1 dl ólífuolía Aðferð: Lambakjötið er skorið í litla bita eða ræmur. Öllu er síðan blandað saman. Best er að laga þetta salat daginn áður en á að neyta þess. Það má bera þetta salat fram eitt sér. Einnig er gott að hafa jöklasalat með og hvítlauksbrauð. Afrískt lambasalat (Forréttur fyrir fjóra) SALAT: 200 g steiktur lambavöðvi 2 bollar Cous Cous DRESSING: 1 dl ólífuolía dl sojaolía 1 tsk. chilliduft 1 tsk. kanilduft 1 tsk. neskaffi 2 msk. púðursykur fíkjur og rúsínur að eigin smekk salt og pipar. Salatið: Cous Cous er bleytt upp í heitu soðnu vatni og látið draga í sig vatnið í ca 30 mín. Þá er afgangs vatni hellt af. Dressing: Öllu blandað vel saman og sett síðan saman við uppbleytt Cous Cous og fínt skorið lambakjöt- ið. Gott er að gera þetta salat a.m.k. þremur tímum fyrir framleiðslu. Raganjosh lamb með hnetum Þetta er mjög bragðmikill réttur og er mikið notaður í veislum og brúðkaupum á Indlandi. ____________MARINERING:__________ 50 g olia 100 g fínt saxaður laukur 5 stk. grænar kardímommur 1 tsk. turmeric 1 msk. chileduft 1 msk. cumin 1 msk. coriander 150 ml yogurt 100 g niðursoðnir tómatar 1 lítiðstk. ratturjog 500 g lambakjöt skorið I bita, 2,5 cm teningar MARSAIASÓSA: 15 g engifer rót 7 rif hvitlaukur 1 tsk. múskatduft tsk. poppy seeds 12 stk. svartur pipar, mulinn. 50 g hnetuspænir (almonds) 2 stórar kardemommur og pilla þær og ögn af safran. Undirbúningur 30 mín., eldamennska 70 mín. Blandið saman kryddinu og laukn- um, merkið í pöstu, engifer líka. Brúnið laukinn ljósbrúnan, setjið allt krydd út í og hrærið síðan pöstuna. Mallað í 2 mín. Nú er kjötið, jógúrtið og tómatamir settir út í og hrært vel saman, sett í eldfast mót og bakað í 50 mínútur við 150 til 160C. Kryddað með salti eftir smekk. Borinn fram með hrísgrjónum og nanbrauði. Skreytt með coriander laufi ef vill. eins og hin einskonar kveðjubréf. Því fylgdu 5.000 kr. Fjórða bréfið var frá hjónum sem mér fannst í draumnum að við foreldrarnir hefðum þekkt fyrir löngu en misst samband við (það er þó ekki rétt í raunveruleikanum). Þetta bréf var skrifað af konunni, hún sagði frá því að hún hefði mjög skertan mátt og hreyfigetu í annarri hendinni. Hún hefði orðið að læra að láta hendurnar vinna saman. Það hefði verið erfitt og tekið langan tíma, en með þolinmæði og þrautseigju hefði það gengið (mynd af hjónun- um fylgdi bréfinu), allt væri hægt væri viljinn fyrir hendi. Ráðning Þessi draumur sem er snúinn en þó skýr, speglar bæði áhyggjur þínar og boð ólíkra afla til breyt- inga á lífsmynstri sonar þíns sem virðist ekki til fyrirmyndar. Húsið ert þú og eldhúsið er svæði orku- uppbyggingar (heilbrigðis) og taps (veikinda), það að þú ert í húsi for- eldra þinna er tákn þess að þangað sækir þú styrk þinn. Boð koma sem hafa í sér fólgnar fleiri en eina merkingu en það virðist sem ólíkir ki’aftar (langafí, eiginkona afabróð- ur og náfrændi) vilji sameinast til hjálpar syni þínum. Það að bréfin eru kveðjubréf vísar til þess að hann fái þetta eina tækifæri til að- stoðar að bæta ráð sitt og peninga- upphæðirnar benda bæði á tímann sem hann fær til umráða (35.000, 2.000 og 5.000 getur þýtt mánaðar- dag, ártal eða mánuði) og viljann sem fylgir boðunum. Orkan frá langafa er mikil til aðstoðar en til að hún nái fram þarf sonur þinn að vita allt um langafa sinn til að opna sig (bréfið snerti hann ekki). Eig- inkona afabróður hans virðist til- búin til sátta, góðra endurfunda og tilstuðlan að farsæld sonar þíns og náfrændinn virðist þurfa meiri og persónulegri nánd við piltinn (þú náðir ekki að lesa bréfið) til að allt fari sem best. Þarna virðist þú koma sterkt inn í myndina sem áhrifavaldur (þar sem þú lest flest bréfin stíluð á son þinn) og þú ert því einskonar sameiningartákn þeirra afla sem hér koma við sögu (handalögmálin benda til að að- gæslu þinnar sé þörf). Fjórða bréf- ið er viðvörun (auk kveðjubréf- anna) um að án samstilltra krafta þessara þriggja afla auk þín, missi orkan marks og falli máttlaus (skertur máttur og hreyfigeta) sem geti haft sundrung í för með sér og lömun til framkvæmda. I fjórða bréfinu kemur einnig fram að til að koma syni þínum á réttan kjöl þurfi samheldni (hendur vinna saman), þolinmæði og þrautseigju, þá rætist draumur þinn. Vilji er máttugt afl. • Þeir lesendur sem vilja fá draunia sína birta og ráðna sendi þá nieð fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík. ma iiffiw' WJÍ Brjóstahaldarar með og án spanga, B, C ogD skálar, samfella með spöngum og teygjubuxur. Söluaðilar: Olympia Laugavegi • Olympia Kringlunni • Embla Hafparfirði • H búðin Garðabæ • PerIa Akranesi* Kaupfélat Borgfirðinga Borganesi • Maria verslpn Grundarfirði • Krisma isafirði* Kaupfélap Vestur-Húnvetnlnga Hvammstanga • Vislr Blönduósl • fsold Sauðárkróki • ffalberg Úlafsfirði •Amaro Akureyri • Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum* KASK Höfn Hornafirði* K.Á. Seliossi, Hvolsvelli og Hellu • Pafoma Grinðavik Heildsöluliirgðir: 0evíð S. Jóussun & Co. iif. sími 552 4 3 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.