Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________AÐSENPAR GREIIMAR_
Reykj avíkurborg
skortir byggingarland
NÚ HEFUR verið
birt nýtt aðalskipulag
fyrir Reykjavíkurborg
sem gilda á næstu 15
árin, eða til ársins
2013. Nokkrar deilur
hafa sprottið vegna
þessa skipulags, því
þar er breytt út frá
áður gildandi skipu-
lagi, þar sem gert var
ráð fyrir að á Geld-
inganesi yrði íbúðar-
byggð. í þeirri tillögu
sem nú liggur fyrir er
gert ráð fyrir að þar
geti hvort heldur risið
íbúðarbyggð eða
iðnaðarhverfi. Sam-
kvæmt eldra skipulagi var gert ráð
fyrir að í Eiðsvíkinni yrði byggð
upp hafnaraðstaða, en svæðið um-
hverfis höfnina hefur samkvæmt
þessum nýju tillögum verið stækk-
að. Það hlýtur að vera eðlilegt að
sitt sýnist hveijum um slíka breyt-
ingu. Við sem búum hér í Grafar-
vogi hljótum að þurfa að skoða hug
okkar til þessara skipulagsbreyt-
inga, og hvaða áhrif þær kunna að
hafa.
Einn af þeim þáttum sem upp
koma, þegar rædd er frekari upp-
bygging í Grafarvogi, eru vegteng-
ingar inn í hverfið. Stöðug og góð
uppygging í hverfinu á undanförn-
um árum er farin að segja til sín á
götunum. Á mestu annatímum
myndast langar biðraðir bíla inn og
út úr hverfinu, oft hundruð metra
langar, ef ekki kílómetra. í dag búa
tæplega 13 þúsund manns í hverf-
inu og er gert ráð fyrir að íbúafjöld-
inn verði orðinn um 20 þúsund eft-
ir 5 til 6 ár, ef miðað er við að
hverfin sem nú eru í byggingu verði
að fullu byggð. Það er
því ljóst að núverandi
vegtengingar, sem
þegar anna varla þeirri
umferð sem er á götum
hverfisins í dag, munu
ekki geta annað hverf-
inu þegar í það eru
flutt um 20 þúsund
manns.
Brú yfir
Kleppsvíkina
forgangs verkefni
í dag eru tvær veg-
tenginar inn í hverfið,
önnur er um Gullinbrú
og hin er um Víkurveg.
Báðar þessir götur
hafa eina akrein í hvora átt, þannig
að alls liggja tvær akreinar út úr
hverfinu og tvær inn í hverfið. Þeg-
ar eitthvað er að veðri, er Víkurveg-
urinn fyrsta gatan í Reykjavík sem
lokast og er þá ein vegtenging opin
inn í Grafarvoginn og er hún um
Gullinbrúna. Eins og flestir þekkja
er allnokkur brekka niður að Gullin-
brúnni og þegar veður eru með
versta móti, kemur það fyrir að
bílar sitja fastir í brekkunni. Þetta
vandamál er orðið enn alvarlegra
eftir að sett voru upp umferðarljós
í brekkunni miðri, og bílarnir sem
stoppa á ljósunum ná ekki að taka
af stað aftur.
Umferðarmálin í Grafavogi þarf
að leysa á næstu 2 til 4 árum og
þau verða ekki leyst nema með því
að ný vegtenging komi til inn í
hverfið, þ.e. að farið verði í gang
með fyrsta áfanga Sundabrautar
og brú verði byggð úr Hamrahverf-
inu yfir Kleppsvíkina sem tengist
inn á Sæbrautina. Það er því eðli-
legt að kröfur íbúa hverfisins verði
háværari en ella, að þessi umferðar-
mál verði leyst, þegar fyrir liggur
nýtt aðalskipulag sem gerir ráð
fyrir auknum umsvifum í hverfinu.
Það skal vera alveg ljóst að það
verður ekki farið í neina uppbygg-
ingu á Geldinganesi, hvort heldur
þar verður um að ræða íbúðarbyggð
eða athafnasvæði, né heldur hafist
handa við byggingu hafnar, nema
samhliða verði byggð brú yfir
Kleppsvíkina.
Reykjavíkurborg landlaus
Af þeirri umræðu sem átt hefur
sér stað um þetta nýja aðalskipulag
Reykjavíkur er ekki hægt annað
en draga þá ályktun að Reykjavík-
urborg sé orðin landlaus. Ef horft
er til þeirra svæða sem borgin hef-
ur til úthlutunar fyrir atvinnuhús-
næði, er þar ekki um auðugan garð
að gresja. Sú ákvörðun að breyta
áður skipulögðu íbúðarsvæði í at-
hafnasvæði segir allt sem segja
þarf. Það er skortur á góðu landi
undir atvinnustarfsemi og svo hefur
verið um nokkra hríð í Reykjavík.
Það að fara í gang með byggingu
nýrrar hafnar í Eiðsvíkinni við Geld-
inganes leysir þetta vandamál til
skamms tíma. Gamla skipulagið
gerði ráð fyrir sáralitlu athafna-
svæði umhverfis höfnina, þannig
að þar fékkst einungis lausn á brýn-
ustu þörf borgarinnar um aukna
hafnaraðstöðu. Það er því ekki
óeðlilegt að mikill þrýstingur sé á
borgina að stækka þetta athafna-
svæði verulega, því fjöldi fyrirtækja
mun flytjast úr borginni á næstu
árum ef þeim bjóðast ekki góðar
byggingarlóðir innan borgarmark-
anna. Undan þessum þrýstingi er
verið að láta núna, þegar ákveðið
er að breyta Geldinganesi í athafna-
Sú framtíðarsýn sem við
okkur blasir í Reykjavík,
segir Friðrik Hansen
Guðmundsson, er að
alls staðar þrengist
að borginni.
svæði, enda aðstaða rétt við höfnina
kjörin fyrir fjölda fyrirtækja sem
eru í út- eða innflutningi og ná
hagkvæmni með því að stytta allar
flutningsleiðir. Þess verður heldur
ekki langt að bíða, 15 til 20 ár, að
þrengjast fer um svæði fyrir íbúðar-
húsnæði.
Horfum til nýrrar aldar
Sú framtíðarsýn sem við okkur
blasir í Reykjavík er að allstaðar
er að þrengjast um í borginni, vöxt-
ur borgarinnar hefur verið þvílíkur
á undanförnum áratugum. Það á
þó áfram að gera þá kröfu til borg-
arinnar að lóðir séu til fyrir þá sem
þar vilja búa og starfa. Þá þarf að
horfa til Reykjavíkur eins og hún
var um miðja öldina og sjá fyrir
okkur hvað hefur gerst á síðustu
50 árum. Á sama hátt þarf að horfa
fram á við og reyna að sjá fyrir
okkur hvernig vöxtur borgarinnar
mun þróast á næstu 50 árum.
Ef byggja á borgina áfram upp
á sama hátt og gert hefur verið á
síðustu áratugum er ein lausn á
þessu máli, og hún er að horft verði
út fyrir borgarmörkin. Leggja verð-
ur áherslu á, að halda áfram samn-
ingum við Kjalarneshrepp um sam-
einingu sveitarfélaganna. Einnig á
að leita eftir slíkum viðræðum við
Friðrik Hansen
Guðmundsson
Mosfellsbæ. Ef við horfum á höfuð-
borgarsvæðið í heild sinni, má vera
nokkuð ljóst að svæðið mun stækka
til norðurs. Að sunnanverðu er
Hafnarfjörður girtur af með álver-
inu. Byggðin mun stækka til norð-
urs, og sú uppbygging mun hefjast
innan næstu 10 til 15 ára, þegar
núverandi athafna- og íbúðarsvæði
í Kópavogi og Garðabæ eru að fullu
byggð.
Eðlilegt verður að telja að
Reykjavíkurborg komi að skipulagi
svæðanna norðan Reykjavíkur. Þar
verður að skipuleggja og byggja
höfn og hafnarsvæði við Kollafjörð-
inn eða við Álfsnesið og Þerney,
sem mun geta þjónað höfuðborgar-
svæðinu og landinu öllu. Með lagn-
ingu Sundabrautar mun verða álíka
langt frá Sundahöfn niður á
Reykjavíkurhöfn og frá Sundahöfn
til nýrrar hafnar við Kollaljörðinn.
Reykjavíkurborg er eini aðilinn sem
gæti staðið að slíkri uppbyggingu
og lagt út í þann kostnað sem henni
fylgir. Þar er enda allt til staðar,
þekking og reynsla til að takast á
við slíkt verkefni hjá Reykjavíkur-
höfn og Borgarverkfræðingsemb-
ættinu.
Nái Reykjavík og Kjalarnes-
hreppur saman í sameiningarvið-
ræðum á þessu ári, sem á að vera
forgangsmál hjá borginni, á að
fara strax í gang með að skoða
möguleika á hvar megi koma fyrir
stórri höfn og miklu athafnasvæði
í nánum tengslum við hana. Fari
borgarfulltrúar að hugsa stórt og
horfa til framtíðar, kæmi ekki á
óvart að hætt yrði við þennan
„millileik", sem er að byggja höfn
við Eiðsvíkina og gera Geldinga-
nesið að athafnasvæði, þar sem
væntanlega er hagkvæmara að
leggja þá fjárfestingu í nýtt fram-
tíðarhafnarsvæði, þar sem jafn-
framt yrði tryggt nægjanlegt at-
hafnasvæði til næstu áratuga.
Geldinganesið yrði þá tekið undir
íbúðarbyggð eins og upphaflega
stóð til.
Höfundur rekur verkfræðistofu í
Reykjavík og er formaður
íbúasamtaka Grafarvogs.
Opnanir, tvöfalt hag-
kerfi og orkumál
MIKILL ótti við opnanir og til-
slökun hvers konar og hið óþekkta
hefur fylgt manninum frá ómunat-
íð en slíkur ótti hefur oftar en ekki
reynst með öllu ástæðulaus. Sem
nútímadæmi má nefna opnun póli-
tískrar umræðu og aukið frelsi í
fjölmiðlun. Slíkar opnanir hafa ein-
ungis leitt til góðs þegar upp hefur
verið staðið, þótt ýmsir hafi verið
á öðru máli á sínum tíma. Maður-
inn lifir í stöðugum ótta við að
missa spón úr aski sínum eða glata
sérstöðu sinni sem tengist frum-
hvötinni um að komast af. Innan
dýraríkisins er þekkt að dýrin
marki sér svæði og gíni yfir meiri
fæðu en þau fá torgað og komist
þannig af, og þá oft á kostnað
annarra, og öll breyting frá því
munstri er litin sem ógnun. Ég
ætla að vona að við séum komin
af Jdví stiginu.
I raun mætti láta þeirn, sem gína
yfir núverandi hagkerfi, eftir allan
gjaldmiðil og verðbréf, ásamt hús-
unum sem bankarnir, lífeyrissjóð-
irnir og fjárfestingafélögin gista
og þeim stjórnsýsluhúsum sem
nauðsynleg eru talin til að „komast
af“. Einnig mættu þeir fá allan
núverandi orkubúnað.
Skilyrðin yrðu aðeins þessi, að
við sem í hlut ættum, fengjum að
lifa við óspillta og óskerta náttúru
og hreint andrúmsloft og hefðum
húsakost og hita á meðan við vær-
um að koma okkur fyrir. Þessir
sömu aðilar mættu t.a.m. flytja til
tunglsins með allan
sinn „rnunað", gallinn
væri aðeins sá að líf-
tíminn yrði með styttra
móti er þangað kæmi,
þar sem ekkert loft eða
fæðu væri þar að fá.
Með framansögðu
vil ég leggja áherslu á
hin raunverulegu verð-
mæti, þ.e.a.s. á jarð-
neskan mælikvarða.
Og einnig að ýmislegt
bendi til þess að fyrir
hendi séu aðferðir til
orkuframleiðslu sem
hafa mjög háa nýtni
og eru mengunar-
lausar, en hafa vegna
afturhalds og sérhagsmuna verið
stöðvaðar með öllu.
Með tilkomu slíks orkugjafa
stórbatnaði lífsafkoman í heimin-
um, þótt sumum þætti sjálfsagt að
sér vegið og teldu að efnahagskerf-
ið „þeirra“ hryndi. Hvaða efna-
hagskerfi? Er það kauphallarbrask-
ið eða gervihagkerfið sem byggist
á verðbréfaviðskiptum og skapar
engin raunveruleg verðmæti? Eru
það hagsmunir eða hagkerfi þeirra
sem hagnast á olíu og öðrum sam-
bærilegum þáttum sem gætu allt
eins verið úreltir í dag? Eða er
verið að tala um hið raunverulega
hagkerfi eða lífsafkomu heildarinn-
ar og þá til frambúðar?
Sá sérkennilegi áróður virðist
við lýði að ekki yrði næg atvinna
og að um skort og
efnahagslegt hrun
yrði að ræða, ef fram
kæmi orkugjafi sem
framkallaði það að
ávallt lægi fyrir gnótt
ódýrrar orku eða ef
hannaðir yrðu varan-
legri hlutir. Engu að
síður felst bætt af-
koma og betri kjör í
því að hafa þá hluti
sem maður þarfnast
og að þeir endist vel.
Og tilkoma sóunar en
ekki hagkvæmni er
ástæða lélegrar af-
komu. Þannig að var-
anleg orka og hlutir
leiddu einungis til þess, að þeim
krónum sem annars yrði eytt í
áður tilbúnar þarfir fækkaði sem
því næmi. Þetta þýddi að vinnu-
stundum venjulegrar fjölskyldu
fækkaði, frítímum fjölgaði en
þægindi yrðu þau sömu, svarið
liggur einfaldlega í nýtninni.
Óhagkvæmnin í þessu tilfelli ligg-
ur hjá þeim sem hagnast, t.d. af
olíusölu eða öðrum sambærilegum
markaðs- og neyslulögmálum, en
ekki hjá fjöldanum eða heildarhag-
kerfinu sem neytir orkunnar eða
kaupir hlutina.
Tökum sem dæmi skipa- og bíla-
flota okkar Islendinga og allan
sparnaðinn sem af því hlytist ef
orkusparandi búnaður yrði hafður
í þeim farartækjum. En þá þætti
Þorsteinn
Ólafsson
þeim að sér vegið sem hagnast á
olíuviðskiptum sem er svo sem eðli-
legt út af fyrir sig. Það er miður
ef viðkomandi aðilar sjá ekki hinn
raunverulega ávinning og láta þess
í stað skammsýn sjónarmið ráða
ferðinni. í ljósi þessa hefði þurft
að koma til aðstoðar stjórnvalda
og alþjóðlegrar samvinnu, þannig
að hlutaðeigendur ættu þess kost
að takast á við og aðlagast slíkum
breytingum.
Órkumálum heimsins í dag er
almennt á þann veg farið, að ekki
verður hjá því komist hvort eð er
að taka á þessum málum fyrr eða
síðar. Ný stefnumótun er að líta
dagsins ljós í þeim efnum, sem sé
að draga úr notkun kjarnorku, kola
og olíu, og koma með hagkvæmari
Sóun í stað hagkvæmni
er, segir Þorsteinn
Olafsson, ástæða
lélegrar afkomu.
kosti í staðinn og það eina sem fær
hamlað þeirri þróun er að örðugt
verði að ijúfa múr sérhagsmun-
anna. Olíuhagsmunir gætu reynst
slíkur múr, auk þess sem olían
samræmist ekki núverandi stefnu
í mengunarmálum. Sökum þess að
framboð olíunnar fer minnkandi er
fyrirséð að hún hækkar í verði og
mun valda efnahagsvandkvæðum í
framtíðinni.
Hægt væri að nýta fyrrgreinda
tækni til að veita vatni á og rækta
svæði á jörðinni án þess að óhemju
mikill orkukostnaður hamlaði slíku.
Þar sem mengun af tilteknum bún-
aði yrði sáralítil sem engin skaðaði
hann ekki náttúruna. Öll fram-
leiðsla yrði hagkvæmari og ódýrari
þar sem mjög stór útgjaldaliður
liggur í orkunni.
Varanlegri hlutir mundu spara
óhemju fjölda útlagðra vinnustunda
fyrir neytandann og um leið útlagð-
an kostnað. Einhvern tíma heyrði
ég talað um rakblað sem entist
ævilangt en var skotið undan af
hagsmunaástæðum.
Ef áhersla yrði lögð á arðvænleg
störf öðrum fremur, og t.a.m. opin-
berum störfum stillt í hóf, fækkaði
vinnustundum á hvern einn sem
því næmi. Þannig að álagið minnk-
aði og dreifðist, en ágóðinn yrði
sá sami eða meiri á heildina þar
sem samfélagið væri ekki að leggja
fjármuni í störf, beint eða óbeint,
sem skiluðu engu til baka.
í því sem hér er skrifað felast
kannski engin ný sannindi, en
grunur minn er sá að margt í nú-
tímaviðskiptum sé byggt á rang-
færslum og ef svo má segja tvö-
földu hagkerfi. Sem kemur m.a.
fram í því að ákveðnu neysluhag-
kerfi virðist haldið gangandi þótt
það stríði gegn hagsmunum heild-
arinnar og annað og betra sé í boði.
Ef slíkt er á rökum reist að hlut-
ir séu keyptir út og skotið undan
af hagsmunaástæðum, þó slíkt sé
ekki títt á íslandi, vildi ég að við
sýndum fordæmi, þar sem þetta
varðar okkur öll, og stefnt yrði að
koma á alþjóðalögum sem kæmu í
veg fyrir slíkt, þ.e. ef það stríddi
gegn hagsmunum heildarinnar.
Ösk mín er sú að eitthvað verði
gert í þessum efnum af hálfu
stjórnvalda. En þar sem af slíku
verður ekki, að mínu mati, er
markmiðið að stofna samtök sem
ynnu að þessum málum og legðu
drög að úrbótum í ljósi orkuspar-
andi búnaðar ásamt öðrum hag-
kvæmnissjónarmiðum og í beinu
framhaldi af því framboði til Al-
þingis.
Höfundur starfar að nýsköpun og
ritstörfum.