Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 49 FRÉTTIR Morgunblaðið/Asdís VIKURPRJON opnar ferðamannaverslun í Fálkahúsinu við Ingólfstorg í dag. Hér eru Fríða Jóhanna Hammer t.v. og Elín Ólafsdóttir í peysum sem til sölu eru í versluninni. Yíkurprjón færir út kvíarnar Ferðamannaverslun í Fálkahúsinu VÍKURPRJÓN ehf. opnar ferða- er einn mesti viðkomustaður útflutningur á ullarvörum mannaverslun í Fálkahúsinu við Ingólfstorg í dag. Víkurprjón er fyrsta nýja ferðaþjónustufyrir- tækið sem flytur inn í þetta hús en á næstu vikum bætast fleiri við. Víkurpijón ehf. er með prjónastofu í Vík í Mýrdal og framleiðir þar ullarvörur og sokka. Fyrirtækið er einnig með ferðamannaverslun í húsnæði sínu þar. „Þar er mikil umferð ferðamanna yfir sumarið. Planið Tónlistarhá- tíð á SeHjarn- arnesi LÚÐRASVEIT Seltjarnarness undir stjórn Kára H. Einarssonar gengst fyrir sérstakri tónlistarhá- tíð með þátttöku gesta frá Nor- egi_, Svíþjóð og Tyrklandi. I kvöld, laugardagskvöld, klukkan 20.30 leikur sænsk strengjasveit, Ungu strengirnir frá Halmstad, í Seltjarnarneskirkju. í strengjasveitinni eru 27 unglingar og stjórnandi er Per Elwing. Sveit- in spilar einnig í Norræna húsinu á mánudaginn klukkan 20.30. Ungir félagar heitir tyrknesk hljómsveit sem Ayhan Sahin stjómar, en hann er m.a. höfundur nýlegra tyrkneskra rokkópera. Ungir félagar leika í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn klukk- an 15 og í Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöld, 24. mars, klukk- an 20.30. Á þriðjudaginn verða svo tón- leikar á Eiðistorgi, þar sem fram koma auk Lúðrasveitar Seltjarn- arness Unglingahópur frá Bergen, Ungir félagar, Ungu strengimir frá Halmstad, Úrvalssveit Sam- bands íslenskra skólalúðrasveita, Klarinettukór og Bossa Nova. Tónleikarnir hefjast klukkan 12. Gengið frá Stóru-Sandvík að Blásíðubási ÚTIVIST fer í gönguferð sinni sunnudaginn 23. mars með strönd- inni frá Stóru-Sandvík suður í Blásíðubás (Blasíusarbás). Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og Fitjanesti í Reykja- nesbæ kl. 11.15. Gengið verður frá Stóru-Sandvik og um Litlu- Sandvík, Kistuberg, Kinn, Öngla- brjótsnef að Valahnúki og er færð og veður leyfir yfir Valbjargargjá og suður í Básíðubás. Síðan 12. janúar í vetur hefur ferðafólks á hringveginum, það segja mér útgefendur póst- korta,“ segir Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurpijóns. Þórir segist hafa verið að lit- ast um eftir aðstöðu til að kom- ast með vörur fyrirtækisins á markað í Reykjavík. „Það er ekki hlaupið að því að komast í ferðamannaverslanir þar, nema þá með brot af framleiðsl- unni. Baráttan um þennan markað er svo mikil eftir að Útivist staðið fyrir raðgöngu á fjöru hálfsmánaðarlega með ströndnini undir yfirskriftinni „Gengið á reka“ á vestanverðum Reykjanesskaganum. Þetta verður sjötti og síðasti áfanginn. Svæðið sem gengið verður um á sunnudaginn er jarðfræðilega mjög merkilegt, þarna eru Amer- íku og Evró-Asíuplöturnar að reka burt frá hvor annarri og við það orðið gífurleg umbrot í gegnum aldirnar. Vorferðir Landnámu kynntar NÝ ferðabæklingur Landnámu, náttúruvænnar ferðaskrifstofu, er kominn út. Vorferðir Landnámu verða kynntar í máli og myndum í sal A á Hótel Sögu sunnudaginn 23. mars kl. 14. Athúr Björgvin Bollason kemur gagngert frá Grikklandi til að kynna Grikklandsferð Landnámu og hjónin Pétur Knútsson og Mess- íana Tómasdóttir munu kynna ferð um kastala og sveitasælu Bret- lands. Allir velkomnir. Á vegum Landnámu verður boðið upp á átta ferðir til allt átta áfanga- staða en allar eiga ferðimar það sammerkt að ferðast er á milli svæða innan hvers lands, ýmis fót- gangandi, í bátsferðum, hjólaferð- um eða í hópferðabílum. Áfanga- staðir eru Bretland, Þýskaland, ítal- ía, Grikkland, Kanada, Costa Rica, Afríka, Equador og Galapagos. Opinn fundur umlífskjör á íslandi LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna heldur opinn fund um lífs- kjör á íslandi laugardaginn 22. mars. Framsögumenn verða Pétur Blöndal alþingismaður, sem ijallar um skatta og ráðstöfunarfé, Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, sem fjallar hrundi," segir Þórir. í Fálkahúsinu verða ýmis þjónustufyrirtæki fyrir ferða- fólk og bindur Þórir vonir við að þar verði góð sala. Auk ullar- vara verða til sölu minjagripir og ýmsar aðrar hefðbundnar vörur fyrir ferðafólk. Til nýj- unga telst að í Víkurprjóni verða seldar pakkaðar matvörur, til dæmis reykt bleikja og lax frá Fagradalsbleikju. Hugsanlega einnig ostur. um lífskjör hinna bágstöddu, og Elínbjörg Magnúsdóttir fisk- vinnslukona sem fjallar um lífskjör fiskverkafólks. Fundurinn verður haldinn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, og hefst kl. 13. Allir eru velkomnir. Borgara- fundur um umhverfismál JUNIOR Chamber Ísland heldur borgarafund í Ráðhúsi Reykjavíkur um umhverfismál laugardaginn 22. mars kl. 13-15. Fundurinn er sam- starfsverkefni á milli Junior Cham- ber og Ríkisútvarpsins, rás 1. Háborð verður skipað eftirtöld- um aðilum: Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Ólafur Arn- alds, María Maack, Davíð Egilsson, Ólafur Pétursson og Þorsteinn Hilmarsson. Umhverfismál eru þessa dagana í brennidepli og má því búast við fjörugum umræðum, segir í frétta- tilkynningu frá JC. Módelkvöld á Kaffi Reykjavík KAFFI Reykjavík ætlar að bjóða öllum módelum sem hafa starfað við módelstörf meira eða minna sl. 30 ár á veitingahúsið í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20. í fréttatilkynningu segir að allir þeir sem hafi áhuga á að sýna sig og sjá aðra og rifja upp gamlar minningar frá liðnum árum séu velkomnir. ■ VAKA, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, heldur aðalfund sinn í dag, laugardaginn 22. mars. Fundurinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101 og hefst klukkan 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Um kvöldið verður fagnað á Astro. Boðið verður upp á fordrykk kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 19.30. Allir velunnarar félagsins vel- komnir. Meistaranemar kynna rannsókn- arverkefni FÉLAG framhaldsnema við Há- skóla íslands stendur fyrir ráð- stefnu laugardaginn 22. mars í stofu 101 í Odda kl. 14. Á ráðstefn- unni mumu 9 meistaranemar við Háskóla íslands kynna rannsókna- verkefni sín. Tilgangurinn er að kynna rann- sóknanám við HÍ fyrir háskólasam- félaginu og aðilum utan þess. Ráð- stefnan er öllum opin og í ljósi þess hefur verið brýnt fyrir fyrir- lesurum að miða erindi sín breiðan hlustendahóp. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn. Þeir sem flytja erindi eru: Þórhildur Hansdóttir, M.S. nemi við hagfræðiskor: Þróun fjánnagns- markaðar og sparnaður á íslandi. Guðrún Árnadóttir, M.A. nemi í sálarfræði: Forvarnahegðun gegn brjóstakrabbameini. Áhrif sál- rænna þátta og vilja til að mæta í bijóstamyndatöku og ástunda sjálfskoðun bijósta. Ólöf Garðarsdóttir, M.A. nemi við sagnfræðiskor: Vinna barna í borgarsamfélagi. Benedikt Hjartarson, M.A. nemi í almennri bókmenntafræði: Fram- úrstefnuhugtakið. Pólitísk og fag- urfræðileg merking. Rannveig Thoroddsen, M.S. nemi við líffræðiskor: Votlendi sem kvikt mósaík, mynstur og um- hverfi með tilliti til vetrarkvíðast- arar (Carex chordorrhiza). Kristbjörn Orri Guðmundsson, M.S. nemi í læknadeild: Þroskun B-eitilfrumna frá stofnfrumum blóðmyndandi vefs. Sigfríður Guðlaugsdóttir, M.S. nemi í læknadeild: Breytingar í erfðaefni bijóstakrabba- meinsæxla. Jónas B. Hauksson, M.S. nemi í lífefnafræði: Breytileiki í amínó- sýrugerð og eiginleikum fosfataen- síma úr kaldsjávarörveru. Kristján G. Bjarnason, M.S. nemi í verkfræðideild: Upplýsinga- kerfi skipstjómenda fiskiskipa. Fundarstjóri og aðalskipuleggj- andi er Steindór Erlingsson, M.S. nemi í vísindasögu við eðlisfræði- skor. SUNDHÖLL Reykjavíkur. Sundhöllin 60 ára SUNDHÖLL Reykjavíkur verður 60 ára sunnudaginn 23. mars en þann dag árið 1937 var húsið vígt. I tilefni dagsins verður opið hús í SHR frá kl. 13 og og verð- ur ýmislegt á döfinni sem tengist starfsemi hússins í gegnum árin. Meðal dagskráratriða er ávarp, sundleikfimi eldri borgara, sýn- ing sundskólabarna 3-8 ára og ungbarnasund, dýfingar, upphit- un fyrir sprettsundsmót og að lokum verður sprettsundsmót sunddeildar Ármanns/KR haldið en mótið fer fram helgina 22. og 23. mars og hefst kl. 16.30 hvorn dag. Tengd deginum verður sögu- sýning á gömlum munum og myndum frá starfstíð sundhallar- innar. Þá verða Ólympíufarar Reykjavíkur í sundi frá því 1936 á sundmótinu og munu taka þátt i verðlaunaafhendingum. Verð- laun eru gefin af afmælisbarninu sjálfu m.a. farandgripur fyrir stigahæsta sund mótsins og verð- ur hann geymdur í SHR til sýnis fyrir almenning. Uppstokkun á fjármála- markaði VERSLUNARRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðju- daginn 25. mars nk. í Sunnusal, Hótel Sögu, kl. 8-9.30, um upp- stokkun á fjármálamarkaði. Leitað verður svara áleitnum spurningum um atburði síðustu vikna á fjármálamarkaðnum svo sem hversu hratt mörkin á milli einstakra sviða fjármálamarkað- arins eru að hverfa? Hvort ríkið sé að auka hlut sinn á þessum markaði, eða mun það draga sig í hlé og á hve löngum tíma? Og hver verður þróunin á næstu mán- uðum og árum? Framsögumenn verða þeir Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands, Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. Umræður og fyrirspurnir að framsögum loknum. LEIÐRÉTT Aukaaðild, ekki áheyrnaraðild AF KORTI, sem birtist með - miðopnugrein Morgunblaðsins í gær, mátti ráða að ísland, Noregur og Tyrkland ættu áheyrnaraðild að Vestur-Evrópusambandinu. Hið rétta er að þessi ríki eiga aukaað- ild að samtökunum, eins og fram kemur í texta greinarinnar, en Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Áust- urríki og Irland eru áheyrnaraðilar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.