Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 49 FRÉTTIR Morgunblaðið/Asdís VIKURPRJON opnar ferðamannaverslun í Fálkahúsinu við Ingólfstorg í dag. Hér eru Fríða Jóhanna Hammer t.v. og Elín Ólafsdóttir í peysum sem til sölu eru í versluninni. Yíkurprjón færir út kvíarnar Ferðamannaverslun í Fálkahúsinu VÍKURPRJÓN ehf. opnar ferða- er einn mesti viðkomustaður útflutningur á ullarvörum mannaverslun í Fálkahúsinu við Ingólfstorg í dag. Víkurprjón er fyrsta nýja ferðaþjónustufyrir- tækið sem flytur inn í þetta hús en á næstu vikum bætast fleiri við. Víkurpijón ehf. er með prjónastofu í Vík í Mýrdal og framleiðir þar ullarvörur og sokka. Fyrirtækið er einnig með ferðamannaverslun í húsnæði sínu þar. „Þar er mikil umferð ferðamanna yfir sumarið. Planið Tónlistarhá- tíð á SeHjarn- arnesi LÚÐRASVEIT Seltjarnarness undir stjórn Kára H. Einarssonar gengst fyrir sérstakri tónlistarhá- tíð með þátttöku gesta frá Nor- egi_, Svíþjóð og Tyrklandi. I kvöld, laugardagskvöld, klukkan 20.30 leikur sænsk strengjasveit, Ungu strengirnir frá Halmstad, í Seltjarnarneskirkju. í strengjasveitinni eru 27 unglingar og stjórnandi er Per Elwing. Sveit- in spilar einnig í Norræna húsinu á mánudaginn klukkan 20.30. Ungir félagar heitir tyrknesk hljómsveit sem Ayhan Sahin stjómar, en hann er m.a. höfundur nýlegra tyrkneskra rokkópera. Ungir félagar leika í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn klukk- an 15 og í Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöld, 24. mars, klukk- an 20.30. Á þriðjudaginn verða svo tón- leikar á Eiðistorgi, þar sem fram koma auk Lúðrasveitar Seltjarn- arness Unglingahópur frá Bergen, Ungir félagar, Ungu strengimir frá Halmstad, Úrvalssveit Sam- bands íslenskra skólalúðrasveita, Klarinettukór og Bossa Nova. Tónleikarnir hefjast klukkan 12. Gengið frá Stóru-Sandvík að Blásíðubási ÚTIVIST fer í gönguferð sinni sunnudaginn 23. mars með strönd- inni frá Stóru-Sandvík suður í Blásíðubás (Blasíusarbás). Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og Fitjanesti í Reykja- nesbæ kl. 11.15. Gengið verður frá Stóru-Sandvik og um Litlu- Sandvík, Kistuberg, Kinn, Öngla- brjótsnef að Valahnúki og er færð og veður leyfir yfir Valbjargargjá og suður í Básíðubás. Síðan 12. janúar í vetur hefur ferðafólks á hringveginum, það segja mér útgefendur póst- korta,“ segir Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurpijóns. Þórir segist hafa verið að lit- ast um eftir aðstöðu til að kom- ast með vörur fyrirtækisins á markað í Reykjavík. „Það er ekki hlaupið að því að komast í ferðamannaverslanir þar, nema þá með brot af framleiðsl- unni. Baráttan um þennan markað er svo mikil eftir að Útivist staðið fyrir raðgöngu á fjöru hálfsmánaðarlega með ströndnini undir yfirskriftinni „Gengið á reka“ á vestanverðum Reykjanesskaganum. Þetta verður sjötti og síðasti áfanginn. Svæðið sem gengið verður um á sunnudaginn er jarðfræðilega mjög merkilegt, þarna eru Amer- íku og Evró-Asíuplöturnar að reka burt frá hvor annarri og við það orðið gífurleg umbrot í gegnum aldirnar. Vorferðir Landnámu kynntar NÝ ferðabæklingur Landnámu, náttúruvænnar ferðaskrifstofu, er kominn út. Vorferðir Landnámu verða kynntar í máli og myndum í sal A á Hótel Sögu sunnudaginn 23. mars kl. 14. Athúr Björgvin Bollason kemur gagngert frá Grikklandi til að kynna Grikklandsferð Landnámu og hjónin Pétur Knútsson og Mess- íana Tómasdóttir munu kynna ferð um kastala og sveitasælu Bret- lands. Allir velkomnir. Á vegum Landnámu verður boðið upp á átta ferðir til allt átta áfanga- staða en allar eiga ferðimar það sammerkt að ferðast er á milli svæða innan hvers lands, ýmis fót- gangandi, í bátsferðum, hjólaferð- um eða í hópferðabílum. Áfanga- staðir eru Bretland, Þýskaland, ítal- ía, Grikkland, Kanada, Costa Rica, Afríka, Equador og Galapagos. Opinn fundur umlífskjör á íslandi LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna heldur opinn fund um lífs- kjör á íslandi laugardaginn 22. mars. Framsögumenn verða Pétur Blöndal alþingismaður, sem ijallar um skatta og ráðstöfunarfé, Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, sem fjallar hrundi," segir Þórir. í Fálkahúsinu verða ýmis þjónustufyrirtæki fyrir ferða- fólk og bindur Þórir vonir við að þar verði góð sala. Auk ullar- vara verða til sölu minjagripir og ýmsar aðrar hefðbundnar vörur fyrir ferðafólk. Til nýj- unga telst að í Víkurprjóni verða seldar pakkaðar matvörur, til dæmis reykt bleikja og lax frá Fagradalsbleikju. Hugsanlega einnig ostur. um lífskjör hinna bágstöddu, og Elínbjörg Magnúsdóttir fisk- vinnslukona sem fjallar um lífskjör fiskverkafólks. Fundurinn verður haldinn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, og hefst kl. 13. Allir eru velkomnir. Borgara- fundur um umhverfismál JUNIOR Chamber Ísland heldur borgarafund í Ráðhúsi Reykjavíkur um umhverfismál laugardaginn 22. mars kl. 13-15. Fundurinn er sam- starfsverkefni á milli Junior Cham- ber og Ríkisútvarpsins, rás 1. Háborð verður skipað eftirtöld- um aðilum: Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Ólafur Arn- alds, María Maack, Davíð Egilsson, Ólafur Pétursson og Þorsteinn Hilmarsson. Umhverfismál eru þessa dagana í brennidepli og má því búast við fjörugum umræðum, segir í frétta- tilkynningu frá JC. Módelkvöld á Kaffi Reykjavík KAFFI Reykjavík ætlar að bjóða öllum módelum sem hafa starfað við módelstörf meira eða minna sl. 30 ár á veitingahúsið í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20. í fréttatilkynningu segir að allir þeir sem hafi áhuga á að sýna sig og sjá aðra og rifja upp gamlar minningar frá liðnum árum séu velkomnir. ■ VAKA, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, heldur aðalfund sinn í dag, laugardaginn 22. mars. Fundurinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101 og hefst klukkan 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Um kvöldið verður fagnað á Astro. Boðið verður upp á fordrykk kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 19.30. Allir velunnarar félagsins vel- komnir. Meistaranemar kynna rannsókn- arverkefni FÉLAG framhaldsnema við Há- skóla íslands stendur fyrir ráð- stefnu laugardaginn 22. mars í stofu 101 í Odda kl. 14. Á ráðstefn- unni mumu 9 meistaranemar við Háskóla íslands kynna rannsókna- verkefni sín. Tilgangurinn er að kynna rann- sóknanám við HÍ fyrir háskólasam- félaginu og aðilum utan þess. Ráð- stefnan er öllum opin og í ljósi þess hefur verið brýnt fyrir fyrir- lesurum að miða erindi sín breiðan hlustendahóp. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn. Þeir sem flytja erindi eru: Þórhildur Hansdóttir, M.S. nemi við hagfræðiskor: Þróun fjánnagns- markaðar og sparnaður á íslandi. Guðrún Árnadóttir, M.A. nemi í sálarfræði: Forvarnahegðun gegn brjóstakrabbameini. Áhrif sál- rænna þátta og vilja til að mæta í bijóstamyndatöku og ástunda sjálfskoðun bijósta. Ólöf Garðarsdóttir, M.A. nemi við sagnfræðiskor: Vinna barna í borgarsamfélagi. Benedikt Hjartarson, M.A. nemi í almennri bókmenntafræði: Fram- úrstefnuhugtakið. Pólitísk og fag- urfræðileg merking. Rannveig Thoroddsen, M.S. nemi við líffræðiskor: Votlendi sem kvikt mósaík, mynstur og um- hverfi með tilliti til vetrarkvíðast- arar (Carex chordorrhiza). Kristbjörn Orri Guðmundsson, M.S. nemi í læknadeild: Þroskun B-eitilfrumna frá stofnfrumum blóðmyndandi vefs. Sigfríður Guðlaugsdóttir, M.S. nemi í læknadeild: Breytingar í erfðaefni bijóstakrabba- meinsæxla. Jónas B. Hauksson, M.S. nemi í lífefnafræði: Breytileiki í amínó- sýrugerð og eiginleikum fosfataen- síma úr kaldsjávarörveru. Kristján G. Bjarnason, M.S. nemi í verkfræðideild: Upplýsinga- kerfi skipstjómenda fiskiskipa. Fundarstjóri og aðalskipuleggj- andi er Steindór Erlingsson, M.S. nemi í vísindasögu við eðlisfræði- skor. SUNDHÖLL Reykjavíkur. Sundhöllin 60 ára SUNDHÖLL Reykjavíkur verður 60 ára sunnudaginn 23. mars en þann dag árið 1937 var húsið vígt. I tilefni dagsins verður opið hús í SHR frá kl. 13 og og verð- ur ýmislegt á döfinni sem tengist starfsemi hússins í gegnum árin. Meðal dagskráratriða er ávarp, sundleikfimi eldri borgara, sýn- ing sundskólabarna 3-8 ára og ungbarnasund, dýfingar, upphit- un fyrir sprettsundsmót og að lokum verður sprettsundsmót sunddeildar Ármanns/KR haldið en mótið fer fram helgina 22. og 23. mars og hefst kl. 16.30 hvorn dag. Tengd deginum verður sögu- sýning á gömlum munum og myndum frá starfstíð sundhallar- innar. Þá verða Ólympíufarar Reykjavíkur í sundi frá því 1936 á sundmótinu og munu taka þátt i verðlaunaafhendingum. Verð- laun eru gefin af afmælisbarninu sjálfu m.a. farandgripur fyrir stigahæsta sund mótsins og verð- ur hann geymdur í SHR til sýnis fyrir almenning. Uppstokkun á fjármála- markaði VERSLUNARRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðju- daginn 25. mars nk. í Sunnusal, Hótel Sögu, kl. 8-9.30, um upp- stokkun á fjármálamarkaði. Leitað verður svara áleitnum spurningum um atburði síðustu vikna á fjármálamarkaðnum svo sem hversu hratt mörkin á milli einstakra sviða fjármálamarkað- arins eru að hverfa? Hvort ríkið sé að auka hlut sinn á þessum markaði, eða mun það draga sig í hlé og á hve löngum tíma? Og hver verður þróunin á næstu mán- uðum og árum? Framsögumenn verða þeir Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands, Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. Umræður og fyrirspurnir að framsögum loknum. LEIÐRÉTT Aukaaðild, ekki áheyrnaraðild AF KORTI, sem birtist með - miðopnugrein Morgunblaðsins í gær, mátti ráða að ísland, Noregur og Tyrkland ættu áheyrnaraðild að Vestur-Evrópusambandinu. Hið rétta er að þessi ríki eiga aukaað- ild að samtökunum, eins og fram kemur í texta greinarinnar, en Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Áust- urríki og Irland eru áheyrnaraðilar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.