Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 22
4 MORGUNBL AÐIÐ Þorbirni þykir gott að borða, það viðurkennir hann strax. Blaðamaður segist hafa þóst vita það. „Ekki svo að skilja að það sé aug- ljóst af vaxtarlag- inu,“ segir hann til að reyna að bjarga sér úr klípunni sem hann var óneitan- lega kominn í. Þorbjörn kippir sér ekkert upp við þessar vandræða- legu tilraunir blaða- mannsins til að halda uppi samræð- um. „Þegar ég var úti í Svíþjóð komst dagar þar til HM í handknattleik hefst t i ^ i /» matargGrðar Japan og þvi hefur stundlTm Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari nóg að gera um þessar mundir. Hanngafsérþó tíma til að spjalla við Ivar Pál Jóns- son yfír hádegis- Verði fyrÍT Skömmu. undirbúningui'inn sem kannar huliðs- heima framandi frí- sínum. Hann er þó heims- maður í þeim efnum, enda hefur hann ferðast víða um lönd og reynt margt. En hann hefur ekki smakkað kolkrabba. „Ristaður kolkrabbi með fennel compote og sauternes karrý- sósu. Það hljómar spennandi.“ Þor- bjöm fær sér kol- krabba. A hvaða stigi er ég að því að Svíar eru svo nískir að þeir tíma ekki að borða. Ég var van- ur að segja þeim að ef maður timdi ekki að borða væri alveg eins gott að deyja strax,“ segir hann og kímir, um leið og hann skoðar matseðilinn. Eru Svíar jafn leiðinlegir og sumir segja? „Það er eitt sem segja má um Svíana: þeir venjast.“ Við erum staddir á Hótel Holti í hádeginu á föstudegi. Veðrið er frekar leiðinlegt og því er eins gott að lífga upp á tilveruna með góðum hádegisverði. Kalkrabbi í farrétt Þorbjöm Jensson, þessi bardaga- kempa sem gefur hvorki eftir innan vallar né utan, virðist kannski við fyrstu sýn ekki vera manngerðin fyrir HM í Japan? „Hann er í sjálfu sér ekki hafinn hjá öðram en mér. Fé- lagsliðin era að klára keppnistíma- bilið og ég fylgist með af athygli. Þessa stundina er ég að reyna að finna þetta 16 manna úrval sem ég tek með mér til Japans. Þeir sem standa sig í úrslitakeppninni fá far- seðilinn eftirsótta.“ Hvemig ætli kolkrabbinn smakk- ist? „Alveg einstaklega vel. Hann er svolítið seigur, en hvað veit maður nema kolkrabbi eigi að vera seig- ur?“ Þorbjörn er ekki mikill vínáhuga- maður og afþakkar borðvín, en bið- ur þess í stað um vatnsglas. „Mér finnst vínið eyðileggja bragðið af matnum. Ég kann það vel við mat- inn að ég þarf ekki að vera að brey- ta bragðinu," segir hann brosandi. Þjónninn kemur með aðalréttinn, sem er grillaður nautahryggvöðvi með villisveppasósu. Er hann mikið fyrir nautakjöt? „Mér finnst það auðvitað mjög gott, en ég er samt meira fyrir lambakjöt og svínakjöt. Ég kaupi mér yfirleitt lambalundir eða svínalundir til að grilla á sumrin og stundum grilla ég lambalæri í heilu lagi. Það er alveg frábær mat- ur, sérstaklega ef það er kryddað með blóðbergi og öðru íslensku kry- ddi.“ Hvað segja bragðlaukarnii- um nautakjötið sem hann gæðir sér á þessa stundina? „Það er ofboðs- lega bragðgott, en svolítið seigt. Þó ekki eins seigt og kolkrabbinn." Þorbjörn er lítið jyrir skrauttertur. ur vel verið að við skreppum þangað frá ísafirði og fáum okkur að borða með þeim. Annað dæmi um áhuga Vestfírðinga er að fyrir Danaleikina sendu þeir okkur bunka af úrvals harðfiski. Við nutum þess heillengi." dögum og láta sig hverfa," segir Þorbjöm og bætir við að hann hafi lagt land undii’ fót síðasta sumar og kannað nánast hvem krók og kima á Vestfjörðum. „Það var eiginlega eini landshlutinn sem ég átti eftir og ég varð ekki fyrir vonbrigðum." Lítið fyrir skrauttertur Þársmark í uppáhaldi Undirbúningurinn skammt undan Núna styttist sem fyrr sagði í að undirbúningur fyrir HM í Japan hefjist og þá verður væntanlega nóg að gera. „Já, við spilum tvo leiki við Kínverja á Isafirði og Selfossi í byrj- un apríl. Við eram að reyna að deila þessu svolítið með landsbyggðinni, enda er þar afar mikill áhugi fyrir landsliðinu. Þingeyringar hafa til að mynda verið að hringja töluvert í mig upp á síðkastið. Þeir vilja endi- lega fá okkur í heimsókn og það get- Þorbjörn Jensson á sér fleiri áhugamál en handknattleik, ekki satt? „Jú, mikið rétt, mér þykir afar gaman að ferðast innanlands og hef verið grimmiu’ við það á sumrin. Eftirlætisáfangastaðurinn er Þórs- mörk og auk þess finnst mér mjög gott að skreppa um helgar til Selja- valla undir Eyjafjöllum. Það er þægilegt, bæði er tiltölulega stutt keyrsla þangað og svo er hægt um vik að skoða umhverfið, hvort sem er fótgangandi eða á bíl. Ég er með tjaldvagn og það er ósköp notalegt að festa hann aftan í bílinn á föstu- Nú rennur samningur Þorbjörns við HSÍ út í vor. Hvað tekur þá við? „Ég er að velta þessu fyrir mér þessa dagana. Það er óneitanlega freistandi að halda áfram, enda era tvö ár sem landsliðsþjálfari í sjálfu sér ekki langur tími. Ég hef fengið símtöl frá nokkram liðum, en þetta kemur allt í ljós.“ í eftirrétt gæðir Þorbjörn sér á eplaköku. „Þetta er sérdeilis góð kaka,“ segir hann með sælubros á andlitinu. „Annars er ég ekki mikið fyrir sætabrauð, ski’auttertur og þvíumlíkt." Að prýðilegri máltíð lokinni þakk- ar landsliðsþjálfarinn fyrir sig, klæðii’ sig í yfirhöfnina og skokkar út í bíl. Ekki kæmi á óvart þótt næstu athafnir hans tengdust hand- knattleik á einhvern hátt. Táknfræði drauma DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns DRAUMARNIR sem gerast á lendum draumsins handan svefnsins eru alltaf trúverðugir og sannir í lygilegum táknmyndum sínum, sem er annað en segja má um vöku- draumana, þeir spegla oftlega óraunhæfar langanir, lygi og blekk- ingu þess hluta sjálfsins sem snýr að egóinu og það reynir allt til að hafa veg sinn sem bestan og mest> an. Þessi blekkingavefur vöku- draumsins setur margan manninn af laginu og tvístrar jafnvel fjöl- skyldum sökum græðgi sinnar í gíragt líf. Til að hafa hendur í hári skolla og stjórn á sinni eigin vitund er ferð um táknmyndaheim nætur- innar á draumsviði leið til skilnings á raunveralegum þörfum og fíkn okkar í þægindi þess óraunveru- lega. Draumar era byggðir upp af táknmyndum þar sem ímynd ein- hvers hlutar táknar ef til vill hlut- inn sjálfan, hugmynd okkar um ígil- di hans eða ímyndun okkar um eðli hans. Það getur verið sem dæmi: „Mig dreymdi dýr sem var hálfur sebrahestur og hálft ljón“. Per- sónulegt mat getur verið hesturinn sem tákn orku (kyngetu) og zebrar- endur tákn firrðar eða frelsis, sem þýddi þá leynda löngun til frelsis í kynlífi. Samfélagsleg túlkun væri að hesturinn táknaði afl bíls (hest- öfl) og sebrarendur tákn fjarlægðar (Afríka) og þá táknaði draumurinn ferð til framandi landa. Ljónið get- ur svo táknað vald, ráneðli og karl- mennsku sem saman við sebrahest- inn geta túlkað innri baráttu við bældar kenndir eða orku sem leitar útrásar og finnur ekki farveg sök- um framandleika á eigin getu. Þessi tákn saman verða persónuleg í bland við önnur tákn en varla sam- félagsleg þar sem ólíklegt er að þig dreymi sömu blöndu og mig á sömu forsendum. Draumar lesenda I eftirfarandi draumum era tákn sem benda til mikilla erfiðleika dreymenda og aðstandenda. Þar sem draumurinn lýgur aldrei og honum er ekkert óviðkomandi um líf dreymandans, tilgang og tilveru er hann boðinn og búinn að benda viðkomandi bæði á gleði og sorg lífs hans. Hann sér hætturnar sem fylgja ákveðnu ferli og sýnir í tákn- um sínum mögulegar lausnir eða mildun áfalla. „Draumkona“ skrifar: „Síðastliðið sumar dreymdi mig að ég sæti í bíl með manninum mínum. Mér fannst við hafa verið hjá mömmu og pabba (sem er dá- inn) og að við hefðum þrætt eitt- hvað við pabba. Við höfðum líka drakkið létt vín áður en við lögðum af stað. Við ókum vestur Bústaða- veginn (foreldrar mínir áttu heima í Kópavogi en við aftur á móti í Árbæ þannig að það var eins og við værum á öfugri leið). Þegar við ökum vestur yfir brúna yfir Kringlumýrarbrautina sveigir maðurinn minn skyndilega til vin- stri fram af brúnni (eins og hann væri að fara suður í Kópavog en hefði beygt of snemma). Við hröp- uðum niður á götuna fyrir neðan. Ég sá manninn minn liggjandi á götunni, hann var með lífsmarki. Ég fór að athuga með litlu dóttur okkar (í fyrsta skipti sem hún kom fram í draumnum). Hún sat ennþá í stólnum í bílnum og virtist ómeidd. Fólk hópaðist að, það var hringt í sjúkrabíl en hann lét bíða eftir sér. Mér fannst samt sem fólk væri að stumra yfir okkur. Ráðning Draumurinn sýnir sambúð þína sem hefur farið vel af stað (bíllinn, tákn sameiginlegar orku) en eitt- hvað fer úrskeiðis (þræta við látinn Mynd/Kristján Kristjánsson TÁKN tímans, sem var og verður. föður) og leiðin beina fram um veg ástarinnar snýst (öfuga leiðin heim) og það sem á að verða verð- ur ekki (léttvínið táknar óforsjálni). Þar sem þið akið fram af brúnni er draumurinn að tala um möguleika á snöggum og erfiðum skilum að skiptum, sem þú vilt ekki að verði (dóttir þín ómeidd í stólnum er merki um það) og þú ert því tilbúin að hugsa málið upp á nýtt (sjúkra- bíllinn lætur bíða eftir sér) og breyta ferlinu, þó er óséð útkoman. Draumur „draum- spakrar": Mér fannst ég stödd í eldhúsi á heimili foreldra minna (þau fluttu þaðan fyrir tveim áram). Það kom einhver með póst. Nokkur bréf- anna voru stíluð á son minn (sem er 20 ára), ég opnaði bréfin og las eitt þeirra, það var frá langafa hans (sem látinn er fyrir nokkrum áram). Þetta var eins konar kveðjubréf. Syni mínum óskað alls hina besta í lífinu og allt bréfið bar vott um umhyggju og hlýju, en í því vora peningar - 35 þúsund krónur í seðlum. Þeir skilmálar fylgdu peningagjöfinni að hann myndi nota þá til góðs fyrir sjálfan sig s.s. menntunar, en alls ekki eyða þeim í vitleysu. Þegar sonur minn kom heim fékk ég honum bréfin. Hann las bréf langafa síns, það virtist ekki snerta hann neitt, hann sá ekkert nema peningana, tók þá og tróð þeim í vasa sinn. Ég reyndi að tala hann til, fá að geyma peningana þar til hann myndi nota þá eins og til væri ætlast. Hann brást mjög illa við og lá við handa- lögmálum milli okkar, ég náði þó einhvern veginn af honum pening- unum. Annað bréfið var frá eigin- konu afabróður hans (við höfum ekkert samband við þau sökum missættis). Þar voru einlægar og góðar framtíðaróskir, bréfinu fyl- gdu 2.000 kr. Þriðja bréfið var frá náfrænda hans, sem er mjög náinn fjölskyldunni. Það bréf náði ég ekki að lesa en það var langt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.