Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 24
VIKU
m
MORGUNBLAÐIÐ
24 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
Orðlagðasti húsameistari á norður Ítalíu frá
þessum tíma var Filippó Juvar (1678-1736) ætt-
aður frá Sikiley. Hann var lengst af í Torino í
þjónustu konungsins frá Savoie. Var Filippó
Juvara ókrýndur kcmungur húsameistara um
sína daga á Norður-Ítalíu en auk þess var hann
með snjöllustu húsgagnahönnuðum og ekki
ómerkur málari. Hann hafði áður sótt fyrir-
myndir sínar til barokkkstílsins, en
síðar dró úr skrauti
barokkstílsins og línur hans
urðu hreinskornari. Arið
1731 var honum falinn yfir-
umsjón fyrir aðalbyggingar-
framkvæmdum á veiðihöll
konungsins frá Savoie, rétt
fyrir utan Torino. Hann
var í samstarfi við hús-
gagnasmiðinn Pietro Pif-
fetti (1700-1777) sem hafði
starfað fyrir konunginn frá
Saxlandi. Veiðihöllin var í
glæsilegum rókókóstíl og svip-
aði til Versala. Veggimir voru
þaktir útskomum speglum
sem voru skreyttir með gylltu
laufa- og blómamunstri. Hús-
gagnahönnuðimir Filippó
Júvara og Pietro Piffetti vom í
hópi þeirra listamanna sem
hurfu frá barokkstíl að
heildarsvip fremur en að nostrað væri við smá-
atriðin og gæðin. Undir niðri var ítalski
rókókóstíllinn hlaðinn baroskri spennu. Sam-
eiginleg einkenni franska og ítalska stílsins
vom að húsgögnin vora gyllt eða máluð með
gylltu skreyti, ósamloka bugður eins og C og S,
línumar fínlegri en tíðkast hafði og þægilegri.
Úhrýndur hanurtgur
húsameistara
Tignarlegur ug
íburðarmikill
heildarsvipur
IHELSTU borgum Italíu ,
sem orðnar era fjögurra
alda gamlar eða eldri, gef-
ur enn að líta mörg einkenni
þessa tímabils, byggingar og
líkneski, sem blasa við allra
augum, og svo að sjálfsögðu
myndir og aðrir Mstmunir eins
og húsgögn.
Á18. öld var Ítalía orðin vin-
sælt ferðamannaland. I mörg-
lun borgum var meira saman-
komið af alls konar listaverkum
en í höfuðborgum annarra
landa. Handverkið stóð á göml-
um merg fágaðrar og gróinnar
verkmenningar. En fleiri höfðu
komið auga á fegurð Italíu en
auðugir ferðamenn og frómir
pílagrímar. Par fóra fram
linnulaus átök nærliggjandi
stórvelda um yfirráðin yfir
þessu dýrlega landi, og eigenda- og herraskipti
vora algeng. Fram á 19. öld réðu þar títt ríkjum
útlendingar fremur en innlendir furstar. Fen-
eyjar héldu áfram að ógna Tyrkjum fram um
1700. En þegar líða tók á 18. öldina lifði hin
forðum stolta höfuðborg Adríahafsins einungis
á fornri frægð listaverka og gleðskapar. Kjöt-
kveðjuhátíðir hennar drógu til sín fjölda ferða-
manna sem varð helsta tekjulind borgarbúa.
Ferðamenn sem fóra til Italíu á þessum tím-
um áttu varla til nógu sterk orð til að lofa feg-
urð landsins og snilli mannshandarinnar á þeim
slóðum. Helsti skugginn yfir þessu yndislega
landi var að Italía brauðfæddi ekki íbúa sína.
Var því komið aðkeypt, rétt eins og á gullöld
Rómverja.
Skáld kepptust við að lofsyngja dýrð, fegurð
og auð borganna á Ítalíu. En þegar komið var
suður fyrir Róm til Sikileyjar kvað við annan
tón. Landbúnaður var þar næstum ríkjandi, en
vinnubrögð úrelt og sárafátækir og fákunnandi
bændur strituðu til að standa straum af fjöl-
mennum aðli sem var áþekkari ribbaldalýð en
fáguðum stéttarbræðram norðar í álfunni.
Afturhvarf til endur-
reisnarstílsins
Rókókóstíllinn þróaðist að nokkra sjálfstætt
í hveiju landi þótt stöðugt væri leitað nýrra
fyrirmynda og þannig áttu sér stað víxláhrif.
I þættinum í dag
skrifar Sigríður
Ingvarsdóttir um
áhrif rókókóstílsins
*
á Italíu.
Fyrst var litið til Frakklands
þar sem segja má að rókókó
yrði yfirlýst stjómarstefna.
Rókókóstfllinn barst flótlega til
Italíu og annarra landa í Evr-
ópu, en varð þó hvergi jafnfal-
legur og í heimalandinu Frakk-
landi.
Þegar líða tók á 18. öldina fór
að draga úr dálætinu á
barokkkstflnum á Ítalíu. Hófst
nú afturhvarf til endurreisnar-
stflsins sem var undanfari ný-
klassismans, einnig tók að gæta
franskra áhrifa frá Versölum og
rókókóstfl. Fyrst bar á
rókókóstflnum í bygginga-,
myndhöggvara- og málaralist-
inni en síðast í húsgagnalist.
Rómaborg var enn í forystu í
þróun fegrunarmannvirkja,
Spánartröppuraar frægu vora
lagðar 1721 í rókókóstfl.
Það hafði lengi verið óskadraumur ítalskra
listamanna að fá að spreyta sig á sem stærstum
freskum á veggjum eða loftum stórbygginga,
og var barokkktíminn óspar á slík viðfangsefni.
Þegar kom fram á 18. öldina fór að draga úr dá-
lætinu á þessum risastóra myndum, þótt þær
lifðu skammvinnt blómaskeið. Feneyingurinn
Tiepolo (1696- 1770) einn síðasti snillingur
þeirrar greinar, en hann var í hópi
listamanna sinnar aldar, sem
barokkkstfl fyrirrennaranna að rókókóstfl.
Frá 16. og 17. öld gætti talsverðra
ítalskra áhrifa í frönskum húsgögnum. I
byijun 18. aldar hafði staðan breyst,
franskra áhrifa tók að gæta í ítölskum
húsgögnum.
Um 1730 vaknaði á Ítalíu áhugi á
rókókóstfl í húsgögnum sem þróaðist
með allólíkum hætti en sá franski. Fyrir-
myndirnar vora einkum sóttar til tíma-
bilsins sem kennt var við Régence-
rókókóstílinn eða ríldsstjómarstíl Fil-
ippusar hertoga af Orleans (1715- 1723).
Frá 1730-1740 var stfll ítalskra húsgagna
þó í vissum skilningi hefðbundinn. Akveð-
in svæði og héruð á ítalíu mótuðu eigin stíl.
ítalski rókókó húsgagnastíllinn varð aldrei
jafn gegnumfágaður og sá franski. Hús-
gögn í ítölskum rókókóstfl leituðust fremur
við að ná tignarlegum og íburðarmiklum
Hvernig sálfræðing á ég að velja?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Þegar fólk ætlar leita
til sálfræðings, hvernig aflar það
sér vitneskju um sérsvið hans?
Hvernig veit maður hvort sálfræð-
ingur beitir atferlismeðferð, sál-
könnun eða einhverjum öðrum að-
ferðum? Eftir hverju á fólk að fara
þegar það velur sér sálfræðing?
Svar: Allir sálfræðingar, sem hafa
viðurkennt lokapróf í sálarfræði og
hafa fengið leyfi menntamálaráðu-
neytisins til að starfa sem sálfræð-
ingar hér á landi, mega taka að sér
sálfræðistörf af hvaða tagi sem er.
íslenskir sálfræðingar eru mennt-
aðir í mörgum löndum og áherslur
í námi þeirra geta verið mokkuð
mismunandi. Grunnmenntun þeir-
ra er fyrst og fremst fræðileg og
misjafnt er hve mikla þjálfun þeir
fá til hagnýtra sálfræðistarfa í
námi sínu. Það er því oft ekki fyrr
en að loknu sálfræðiprófi að sér-
hæfing þeirra hefst, og þá einkum
með þeirri starfsreynslu sem þeir
fá á þeim vettvangi sem þeir hafa
kosið sér og með viðbótamámi á
einstökum sviðum.
Samkvæmt reglugerð frá 1990
geta íslenskir sálfræðingar nú afl-
að sér sérfræðiréttinda á fjórum
sviðum, klínískri sálfræði, fötlunar-
sálfræði, uppeldissálfræði og fé-
lags- og skipulagssálfræði. Til þess
að fá leyfi heilbrigðisráðuneytisins
til að starfa sem sérfræðingur á til-
teknu sviði þarf sálfræðingur að
hafa fengið starfsreynslu og þjálf-
un á sérstökum stofnunum eða öðr-
um viðurkenndum vinnustöðum
sálfræðinga í a.m.k. fjögur og hálft
ár undir handleiðslu sér reyndari
sálfræðinga og á þeim tíma full-
nægt kröfum um tiltekið fram-
haldsnám á sérsviði sínu. Auk þess
þarf hann að hafa skrifað fræðilega
ritgerð í sérgreininni til birtingar í
viðurkenndu vísindariti. Nokkur
hópur sálfræðinga hefur öðlast
þessa sérfræðiviðurkenningu,
flestir á sviði klínískrar sálfræði og
fötlunarsálfræði. Klínísk sálfræði
er sú grein sem fæst við greiningu
og meðferð á fólki, bömum og full-
orðnum, með geðræn vandamál
eða í víðari skilningi almenn vanda-
mál í einkalífi, hjónabandi, fjöl-
skyldum eða öðrum mannlegum
samskiptum. Fötlunarsálfræðingar
sinna einkum greiningu og með-
Sálfræðingar
ferð á fólki, ekki síst bömum, með
hinar ýmsu tegundir fötlunar eða
þroskatruflunar. Má þar nefna
þroskahefta, einhverfa og
heilaskaðaða. Störf klínískra sál-
fræðinga og fotlunarsálfræðinga
skarast töluvert. Uppeldissálfræð-
ingar eru sérhæfðir í þeim vanda-
málum barna er snúa að skóla-
göngu og foreldrauppeldi og sam-
skiptum foreldra, bama og skóla
em því ríkur þáttum í störfum
þeirra og þeir hafa oft góðar for-
sendur til að sinna geðænum
vandamálum bama einnig. Félags-
og skipulagssálfræðingar era svo
sérhæfðir, eins og nafnið gefur til
kynna, í stjómun og skipulagi á
margs konar þjónustu í þágu al-
mennings og starfsfólks fyrir-
tækja, svo sem á sviði félagsmála,
uppeldis- og skólamála og heil-
brigðismála, eða starfsmannahaldi
fyrirtækja og stofnana. Sérfræði-
leyfi ætti að vera nokkur trygging
fyrir hæfni sálfræðingsins á við-
komandi sviði.
Skammt er síðan lög og reglu-
gerð um sérfræðileyfi sálfræðinga
tóku gildi og enn era því margir
sálfræðingar sem ekki hafa full-
nægt öllum skilyrðum til að mega
kalla sig sérfræðinga, þótt þeir hafi
mikla sérþekkingu og reynslu við
sérhæfð sálfræðistörf. Þeir sál-
fræðingar sem bjóða almenningi
þjónustu sína utan stofnana starfa
á einkastofum. Samkvæmt siða-
reglum sálfræðinga mega þeir ekki
auglýsa þjónustu sina nema að
mjög takmörkuðu leyti og alls ekki
gylla verðleika sína og hæfni eða
lofa sérstökum árangri. Þeir mega
auglýsa í dagblöðum þegar þeir
opna sálfræðistofu og tilgreina
starfssvið sitt, þá þjónustu sem
þeir bjóða sérstaldega og hvort
þeir hafi sérfræðileyfi á ákveðnu
sviði. Á sama hátt geta þeir skráð
sig í símaskránni og í gulu síðunum
má finna flesta sálfræðinga sem
reka sjálfstæða sálfræðiþjónustu.
Þar má oftast fá upplýsingar um
hvers konar þjónustu þeir veita.
Flestir sálfræðingar nota viður-
kenndar og margprófaðar aðferðir
við greiningu og mat á geðrænu
ástandi fólks, ef svo ber undir.
Hins vegar er nokkuð mismunandi
hvaða fræðilegum kenningum og
aðferðum þeir beita í sálfræðilegri
meðferð, og ræðst það af sérhæf-
ingu þeirra og hugmyndafræðinni
sem þeir aðhyllast. Sálfræðileg
meðferð er ákaflega fjölbreytileg.
Meginaðferðirnar byggjast annars
vegar á djúpsálarfræði eða sáleflis-
fræði, og er sálkönnun móðir þeir-
ra aðferða, og hins vegar á atferlis-
meðferð, sem á rætur sínar í til-
raunasálfræðinni. Innan hvors
meðferðarsviðs era síðan fjölmörg
meðferðarform. í atferlismeðferð
er einkum reynt að lækna ákveðin
og afmörkuð sjúkdómseinkenni og
hefur hún t.d. gefist vel við lækn-
ingu á fælni. Hugræn meðferð hef-
ur þróast út úr atferlismeðferð og
er oft beitt með góðum árangri við
þunglyndi. Meðferð sem styðst við
kenningar sálkönnunar beinist
meira að innra sálarlífi einstak-
lingsins og persónu hans sem
heildar og miðar að því að veita
sjúklingnum innsæi í eigið sálarlíf.