Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kaup Landsbankans á helmings hlut í Vátryggingafélagi Islands Kaupréttur eða kaup- skylda Landsbanka? Gagnrýni hefur komið fram á það undanfar- ið hvemig Landsbanki íslands hyggst færa kaup hlutabréfa í VÍS í reikningum sínum. Kristinn Briem kynnti sér þau ólíku sjónar- mið sem uppi eru í þessu efni. FÁIR einstakir atburðir hafa komið jafnmiklu róti á íslenska banka- og tryggingaheiminn hin síðari ár og samningar Landsbankans um kaup og kauprétt á helmings eignarhlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélags íslands hf. í Vátryggingafélagi Is- Iands hf. í síðustu viku. Athyglin hefur að vonum fyrst og fremst beinst að því að nú ryðst inn á tryggingamarkaðinn banki í eigu ríkisins sem ætlar að hasla sér þar völl svo um munar. En margir á fjármálamarkaði hafa jafnframt brotið heilann mjög yfir hinum svo- kallaða kaupréþti bankans á hluta- bréfunum í VÍS og hvernig þessi samningur er færður í reiknings- skilum hans. Hefur því verið haldið fram að þar hafí Landsbankinn teygt sig út á ystu nöf gagnvart alþjóðlegum reglum um eigið fé banka eða sé jafnvel brotlegur við lagaákvæði þar að lútandi. Eins og áður hefur komið fram hafa engir eiginlegir kaupsamning- ar verið undirritaðir enn sem komið er. Hins vegar undirrituðu Eignar- haldsfélag Brunabótafélagsins og Landsbankinn yfirlýsingu um kaup og kauprétt bankans á eignarhlut Eignarhaldsfélagsins í VÍS á föstu- dag í síðustu viku. Þar er kveðið á um að kaupin fari fram í nokkrum áföngum á næstu tveimur árum. Þannig verður fyrsti kaupsamning- urinn gerður fyrir 15. apríl nk. um kaup á 12% af eignarhluta Eignar- haldsfélagsins. Bankinn hefur síðan rétt til að kaupa 60% af eignarhlut- anum á árinu 1998 í þremur áföng- um og 28% á árinu 1999 í tveimur áföngum. Gert er ráð fyrir að hluta- bréfin verði jafnóðum færð í árs- reikning bankans, en ekki í einu lagi strax í upphafi. Útreikningar um áhrif kaupanna á eiginijárhlutfall bank- ans árinu 1997-1999 hafa verið gerðir á grund- velli rekstraráætlana. Allan þennan tíma er gert ráð fyrir að bankinn uppfylli kröfur sem gerðar eru um eiginfjárhlutfall án þess að þurfa að auka eigið fé sitt með sölu hlut- afjár. Þó er gert ráð fyrir víkjandi láni á árinu 1998 án þess þó að heimildir bankans til slíkrar lántöku séu fullnýttar. Loks hefur komið fram að bankinn hafi heimild til að framselja kauprétt sinn til þriðja aðila, en beri eftir sem áður ábyrgð á kaupverðinu. Hann fái yfirráð yfir eignarhlutnum strax í upphafi og muni skipa fjóra menn í stjórn. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafé- lagsins sem heldur þing sitt hinn 4. apríl nk. Olík sjónarmið endurskoðenda Mjög ólík sjónarmið virðast vera uppi meðal löggiltra endurskoðenda um þennan samning, en málið er greinilega viðkvæmt. Allir þeir sem Morgunblaðið ræddi við báðust und- an því að vera nafngreindir í um- fjöllun blaðsins um málið. Margir sögðu jafnframt að erfitt væri að leggja mat á samninginn, þar sem ekki hefði verið skýrt frá innihaldi hans nákvæmlega. Af þeim atriðum sem komið hafa fram opinberlega orkar það þó einna mest tvímælis, að mati margra þessara aðila, að Landsbankinn fái þegar í stað yfir- ráð yfir öllum eignarhlutnum og skipi því fjóra menn í stjórn Vá- tryggingafélags íslands, en frá því var skýrt í frétt Morgunblaðsins á laugardag. Ennfremur er horft til þess að bankinn beri ábyrgð á kaupverðinu, enda þótt hann hafi heimild til að framselja kaupréttinn til þriðja að- ila. Ljóst þykir að Eignar- haldsfélag Brunabótafé- lagsins hafi væntanlega viljað búa svo um hnút- ana að kaupin yrðu end- anleg og fyrirbyggja vandræði síðar meir t.d. ef Lands- bankinn vildi þá losna út úr samn- ingnum. Þykir allt þetta renna stoðum undir þá fullyrðingu að ekki sé um venjulegan kauprétt að ræða. Er bent á að kaupréttur feli í sér að hugsanlegur kaupandi ráði því ai- gjörlega hvort hann nýti sér rétt sinn og hafí óbundnar hendur. Selj- andi búi að sama skapi við óvissu um hvort kaupin muni fara fram. Um leið og byijað sé að þrengja að kaupréttinum, t.d. með ákvæð- um um skuldbindingu kaupandans, horfi málið allt öðruvísi við. Þær upplýsingar sem fram hafi komið bendi til þess að hér sé um kaup- samning að ræða, en ekki samning um kauprétt. Þar af leiðandi beri að færa 3,4 milljarða skuldbindingu vegna kaupanna í skuldahlið efna- hagsreiknings Landsbankans. Að öðrum kosti hafí opnast ný leið í reikningsskilum íslenskra banka til að bókfæra fjárfestingar sínar. Ef þeir t.d. lendi í tímabundnum vand- ræðum geti þeir einfaldlega selt einhveija eign sína og keypt hana til baka með afborgunarskilmálum með sama hætti og Landsbankinn hafi keypt helminginn í VÍS. Óbreytt afstaða bankaeftirlitsins Einstaka viðmælendur Morgun- blaðsins leiddu að því getum að bankaeftirlit Seðlabankans hafi ekki fengið sjálfan kaupsamninginn til umsagnar heldur hafí einungis verið beðið um álit á einstökum atriðum. Það hljóti því að koma til þess að stofnunin taki málið á ný til gaumgæfilegrar athugunar. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem gefur til kynna að afstaða bankaeftirlits- ins hafi breyst gagnvart samningnum og raunar hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að bankaeftirlitið muni ekkert aðhaf- ast frekar í málinu. Það hafí yfírfar- ið samninginn gaumgæfílega og ekki fundið á honum neina ann- marka. Það er væntanlega meginatriði málsins hvort fyrirhuguð kaup á hlutabréfunum í VÍS valdi því með einhveijum hætti að eiginfjárhlut- fall bankans lækki undir tilskilin mörk. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er samningurinn túlkaður á þann veg að ekki liggi fyrir nein lögformleg bindandi krafa af hálfu Eignarhaldsfélagsins á hendur bankanum um að hann kaupi öll hlutabréf félagsins í VÍS. Kaupréttur þýði með öðrum orðum að bankinn hafi rétt til að kaupa þessi hlutabréf, en feli ekki í sér neinar skyldur bankans gagnvart félaginu. Félagið geti t.d. ekki dreg- ið bankann fyrir dómstóla ef hann ákveður að nýta ekki kaupréttinn. Er það raunar borið til baka að bankinn beri ábyrgð á kaupverðinu samkvæmt samningnum. Einungis sé um að ræða kaup á 12% af eign Eignarhaldsfélagsins í VÍS í fyrsta áfanga. Ef bankinn kjósi að nýta sér sinn rétt til kaupa á öðrum hlutabréfum komi þær íjárhæðir til frádráttar frá eigin fé þegar þar að kemur. Það er einnig borið til baka að samningurinn kveði á um að bankinn fái yfirráð yfir 50% hlut í VÍS strax í upphafi og bent á að það hljóti auðvitað að vera samn- ingsatriði. Eindreginn vilji til að efna samninginn En á það ber hins vegar að líta að það er augljóslega eindreginn vilji bæði Landsbankans og Eignar- haldsfélags Brunabótafélagsins að framkvæmdin verði með þeim hætti sem kveðið er á um í samningnum. Eins og áður hefur komið fram í umræðu um þetta mál hefur bank- inn ýmsa möguleika til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Þar getur í senn komið til hagnaður af rekstri, nýtt víkjandi lán og aukið hlutafé, en að öðrum kosti gæti bankinn fram- selt kauprétt sinn til annarra aðila. Margt bendir til að hagur bankans muni batna á næstu árum. Afskriftir hafa farið minnkandi, bankinn að ljúka við háar greiðslur vegna eldri líf- eyrisskuldbindinga og mun ekki þurfa að greiða ríkisábyrgðargjald af nýjum skuldbindingum frá og með næstu áramótum. Þá eru áætl- anir Landsbankans sagðar varfæm- islegar, þannig að ekki á að vera hætta á að kaupin valdi bankanum einhveijum erfíðleikum í því að við- halda tilskilinni eiginíjárstöðu. Georg Olafsson Málflutn- ingur Flugleiða fyrir- sláttur GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sá málflutningur Flugleiða að samstarfssamningum fé- lagsins og Ferðamálaráðs sé sagt upp vegna afstöðu Sam- keppnisstofnunar sé ekkert annað en tylliástæða. „Flugleiðir byijuðu að losa sig út úr þessu samstarfi áður en álit Samkeppnisstofnunar kom til umræðu og því er hér aðeins um fyrirslátt að ræða,“ sagði Georg í samtali við Morgunblaðið. Talsmenn Flugleiða hafa lýst því yfir að félagið hafi ákveðið að segja upp sam- starfssamningi sínum við Ferðamálaráð og í Morgun- blaðinu í gær var haft eftir Magnúsi Oddssyni ferðamála- stjóra að hann vonaði vegna ferðaþjónustunnar í landinu að álit Samkeppnisstofnunar, sem hann hefði að vísu ekki séð, yrði ekki til þess að Flug- leiðir dragi sig úr öllu sam- starfi sem þeir eigi við Ferða- málaráð. Georg sagði að Samkeppn- isstofnun hefði ekki gert at- hugasemdir við samstarf Flugleiða og Ferðamálaráðs og hér væri því um rangan málflutning að ræða. „í þessum samningum er eitt ákvæði þess efnis að jafn- ræðis skuli gætt í kynningar- starfi og um það ákvæði er allt gott að segja. En það sem við höfum bent á er að væri þetta ákvæði ekki til staðar þá bæri Flugleiðum engu að síður að gæta jafnræðis í kynningarmálum vegna ráð- andi stöðu sinnar á markaðn- um. Þá skiptir ekki máli hvort skrifstofur Flugleiða erlendis séu jafnframt skrifstofur Ferðamálaráðs," sagði Georg. Alþingi Þjóðfán- inn í aug- lýsingum í FRUMVARPI um breyting- ar á lögum um þjóðfána Is- lands sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lagt til að leyft verði að nota fánann í vörumerki, á söluvarning, umbúðir og í auglýsingum. Aðeins verður leyfilegt að nota fánann í tengslum við starfsemi sem uppfyllir ákvæði reglugerðar um gæði sem forsætisráðuneytið mun setja og fánanum má ekki vera óvirðing gerð með notk- un hans. Samkvæmt frumvarpinu verður áfram óheimilt að nota þjóðfánann í fírmamerki, sem og einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana eða auð- kennismerki á aðgöngumið- um, samskotamerkjum eða öðru þess háttar. Stjórnmála- flokkum verður sem fyrr bannað að nota fánann í áróð- ursskyni vegna kosninga. Erfitt að leggja mat á samninginn Búist við bættum hag Landsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.