Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGVAR RAGNAR ING VARSSON + Ing-var Ragnar Ingvarsson var fæddur á Spóastöð- um í Biskupstungu- m 31. mars 1918. Hann lést á heimili sínu, Bergholti í Biskupstungum, hinn 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Ragn- heiður Krisljáns- dóttir, f. 30.8. 1890, d. 26.12. 1974, og Ingvar Jóhannsson, f. 11.3.1897, d.23.4. 1983. Ingvar Ragnar var elstur þrettán systkina frá Hvítár- bakka (áður Halakoti) í Bisk- upstungum þeirra sem upp komust, eitt barnanna dó við fæðingu. Hin systk- inin eru: Ingigerð- ur, f. 23.8. 1920, Einar, f. 19.9. 1921, Kristinn, f. 24.11. 1922, Jóhanna Vil- borg, f. 15.4. 1924, Kormákur, f. 7.3. 1926, Hörður, f. 3.6. 1927, d. 20.3. 1986, Hárlaugur, f. 14.6. 1928, Ragnhildur, f. 13.8. 1929, Guð- rún, f. 26.2. 1932, Elín, f. 9.5. 1933, Sumarliði Guðni, f. 22.6. 1934, og Haukur, f. 11.10. 1935. Útför Ingvars Ragnars fer fram frá Skáiholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Bræðratungu. Ingi mágur minn frá Hvítár- bakka er dáinn. Hann lagðist til svefns að kvöldi þriðjudagsins 11. mars sl. og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Með þessum góða dreng er fall- inn hugljúfur vinur og samferða- maður sem margir munu minnast, bæði sveitungar og aðrir. Ingi bjó alla tíð í foreldrahúsum á Hvítárbakka, fyrst með foreldrum sínum og síðar í sambýli við Hauk bróður sinn. Árið 1989 fluttu þeir bræður í íbúðir aldraðra í Bergholti í Bisk- upstungum, þar sem þeir hafa búið síðan í farsælu sambýli við góða vini og sveitunga. Ingi var frum- burður foreldra sinna og ekki fór á milli mála að á honum hvíldu mikil og erfið störf allt frá barn- æsku, auk þess að vera fyrirmynd og stuðningsaðili yngri systkina sinna. Á yngri árum dvaldi hann tíma og tíma í vinnumennsku til sjávar og sveita, meðal annars að Guðlaugsstöðum í Húnaþingi og á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi. Ingi átti líka ófá handtökin til hjálpar sveitungum sínum í bygg- ingavinnu og við önnur störf. Hann kvæntist aldrei og svo var raunar einnig um yngsta bróður hans, Hauk. Nú þegar Ingi er allur er missirinn sárastur fyrir Hauk, en þakklæti öðrum aðstandendum of- arlega í huga fyrir dæmafáa um- hyggjusemi Inga í garð bróður síns alla tíð. Á langri starfsævi eignaðist Ingi á Hvítárbakka marga góða vini og kunningja enda var hann óvenju greiðvikinn og hjálpfús og alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálpar- hönd. Ingi var glaðvær og söng- maður góður eins og hann átti kyn til. Hvar sem hann fór, hvort sem var í fjallferðum, í öðrum ferðalög- um eða á samkomum og vinafund- um, var hann leiðandi í almennum söng, með miklum tilþrifum og næmi sem honum einum var lagið. Inga á Hvítárbakka mun verða minnst sem eins af dugmestu fjall- mönnum Tungnamanna. Um árabil var hann fastur liðsmaður í þriðju- ieit á afréttinum og reyndi þá oft á ratvísi og karlmennsku leitar- manna í misjöfnum veðrum seint að hausti. Mér segir svo hugur um, að margt ungmennið muni minnast hans frá þessum fjallferðum, sem góðs vinar og skemmtilegs félaga. Fræðandi og eðlisglaður, gerandi Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar tii blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. að gamni sínu, syngjandi sæll og glaður í þeim fjallasal sem hann unni og þekkti svo vel. Við hjónin áttum þess kost, að fara með þeim bræðrum Inga og Hauki í ógleymanlega fræðslu- og skemmtiferð um Tungnamannaaf- rétt sumarið 1995 í sól og blíðu. Þá rifjaði Ingi upp margar skemmtilegar sögur og frásagnir úr fjallferðum og tengdi þær ýms- um stöðum, kennileitum og örnefn- um á afréttinum. Við sem þekktum Inga best viss- um að hann var mikill tilfínninga- maður og lagði mikið upp úr já- kvæðum viðhorfum fólks og góð- vild hvers til annars. Þessi eigin- leiki hans kom m.a. fram í ein- lægri umhyggju hans fyrir velferð bróður síns sem áður getur, skyld- menna sinna og annarra vina. Ingi kom oft fram opinberlega í söng og nú undir það síðasta starfaði hann í Skálholtskirkjukórnum. Hann hafði yndi af hestamennsku og eignaðist marga góða vini á þeim vettvangi. Þá er ótalin þátttaka þeirra bræðra í félagsstarfi eldri borgara í Biskupstungum og raunar á Suð- urlandi. í sameiginlegum skemmti- ferðum sunnlenskra eldri borgara tóku þeir virkan þátt um árabil, og eignuðust þar marga trausta og góða vini, sem minnast þeirra með ánægju og þökk. Þegar Ingi hélt upp á 70 ára afmæli sitt í Aratungu fyrir nokkrum árum, kom það best í Ijós hversu vinsæll hann var og vinmargur. Þar var saman komið fólk á ýmsum aldri, sveitungar og aðrir sem hylltu góðan dreng, sem þeir töldu að hefði haft svo mikið að gefa samferðafólki sínu. Ingi naut þessarar stundar og þakkaði fyrir sig með bráðsnjallri ræðu blaða- laust, þar sem hann sannfærði vini sína um að hann væri hamingju- samur maður og sáttur við lífshlaup sitt. Það duldist þó engum að það sem uppúr stóð í minningunni voru samferðamennirnir í hinum fjöl- mörgu afréttarferðum Tungna- manna um áratuga skeið. Dvölin í Bergholti í Reykholts- hverfi var honum líka að skapi. Hann naut sín þar til fulls í hópi afburða góðra sambýlismanna, vina og góðra sveitunga. Hann mat það líka mikils að vera á þessum stað þar sem mannlífið blómstraði og herya mátti æðarslög þess samfélags sem hann hafði búið í allan sinn aldur. Aldrei heyrði ég Inga mág minn fella hnjóðsyrði um nokkurn mann. Hann var traustur vinur vina sinna og trúði þeim fyrir hugrenningum sínum um menn og málefni. Hann fylgdist vel með til hinstu stundar og var vel lesinn. Þegar kallið kom, var hann farinn að huga að og undirbúa þátttöku sína í fyrirhug- uðu ættarmóti Hvítárbakkafjöl- skyldunnar að vori. Þar verður nú skarð fyrir skildi. Tveir af bræðrunum átta úr systkinahópnum stóra hafa nú kvatt þennan heim, þ.e.a.s. Ingi og Hörður bróðir hans. Ég þori að fullyrða að á enga sé hallað, þótt þeir bræður verði í minningunni taldir með þeim fremstu í hópi söngvina á Suðurlandi á undan- förnum árum. Ekki er að efa að ættarmótið í vor verður mikil söngveisla og á þann veg verði Hvítárbakkahjónanna líka best minnst og þeirra afkomenda. Lífíð heldur áfram þrátt fyrir ýmis ótímabær og óvænt þáttaskil í lífi okkar. Að heilsa og kveðjast er lífsins saga, sagði Ingi mágur minn stund- um og ég veit að það væri í anda hans og honum best að skapi að við færum nú að hlakka til ættar- mótsins og það skulum við gera. Ég hafði raunar séð hann í anda standandi á tröppunum í Aratungu 14. júní í vor og stjórnandi almenn- um söng og okkur öll „Syngjandi sólskin í bæinn og sumarið til okk- ar heim“. Blessuð sé minning góðs vinar. Við Hildur óskum Hauki velfarn- aðar um ókomin ár og aðstandend- um öllum guðs blessunar. Hafstelnn Þorvaldsson. Við lát Ingvars eða Inga eins og hann var oftast kallaður koma upp í hugann löngu liðnir dagar. Þegar ég var að alast upp í Tungu- hverfinu var Ingi orðinn fulltíða maður. Tunguhverfíð var í þá daga frekar einangrað pláss, óbrúuð jök- ulvötn til beggja handa. Þarna standa nokkrir bæir í sama túninu og bjó þar hver að sínu eins og annars staðar en samvinna var þó um marga hluti. Það var skipst á að flytja mjólkina í veg fyrir mjólkurbílinn út yfir Fljót á Króks- feiju. Smalamennskur allar sam- eiginlegar og lagði þá hver til eins og hann hafði getu og bolmagn til. Ekki man ég annað en að allt væri gert á jafnréttisgrundvelli og ekki fárast í því þó einhver legði til meira eða minna í það sinnið, þá var reiknað með því að það jafn- aðist næst. Sá sem elst upp við slíkar aðstæður býr að því alla ævi. í þessu samfélagi ólst Ingi upp frá því hann var á sjöunda ári er hann fluttist með foreldrum sínum í Tunguhverfið og átti síðan eftir að vera þar mestan hluta ævi sinn- ar eða þar til þeir bræður Haukur og hann fluttu í Reykholtshverfíð fyrir nokkrum árum. Þótt þeir væru fluttir þangað var það ósjald- an sem Ingi fór að hjálpa til á bæjunum í Hverfinu. Éinkanlega var það í fjárstússi á haustin sem hann var fús til að rétta hjálpar- hönd enda þörfin oft brýn. Ingi mun eins og aðrir ungir menn fljótlega hafa farið að fara til fjalls á haustin. Við minnumst hans samt best sem eftirleitarfor- ingja en því starfi gegndi hann áratugum saman. Var hann vel lið- inn og farsæll í því starfi eins og annars staðar enda úrræðagóður og fljótur til ef á þurfti að halda. Ein fyrsta stórveisla sem ég man eftir að hafa setið var þegar Ingi varð þrítugur. Þá fengum við krakkarnir að vera með og þótti mikið til koma. Þar var eins og alls staðar þar sem Ingi var í gleð- skap tekið lagið, enda söngmaður góður og söng í, að ég held, öllum kórum sem starfað hafa í Tungun- um. Varla brást að hann byijaði á réttum tóni og þótti illt ef „lagið féll“ er á leið sönginn sem vel get- ur hent þegar ekki er um undirleik að ræða. Ingi átti alla tíð góða reiðhesta og hafði yndi af þeim. Minnist kon- an mín, Renata, þess er hún fyrst kom til landsins að Ingi kom ríð- andi í hlað í Bræðratungu með tvo til reiðar. Áður en hún vissi af var hún komin á bak á þeim Skjótta, riðið, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara í einum fleng út að Króki. Voru þar þegnar veitingar, tekið lagið og þar með kennt óreyndri erlendri „stórborgarstúlku“ hvað sveitalífið hefur upp á að bjóða og hvað það væri sem skipti máli til að yfírbuga einmanaleik og tungu- málaörðugleika: Þar ber hæst mannleg samskipti, söng og hesta- mennsku. Allar götur síðan höfum við sungið saman í Skálholtskórn- um og víðar og ævinlega haft ánægju af. Síðast þegar við sungum við jarðarför eins sveitunga okkar varð Inga að orði: „Hér stöndum við enn og munum líklegast standa og syngja yfir sveitungum okkar á meðan ævin endist." En nú er Ingi allur og við minnumst hans sem góðs drengs og frábærs félaga. Blessuð sé minning hans. Renata og Gunnlaugur. Elsku Ingi, það væri ekki í þínum anda að mæra þig með einhveiju væli en það átti vissulega vel við hversu hljóðlega þú kvaddir þennan heim og lagðir af stað til nýrra heimkynna: Ferð þín er hafín. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (H.P.) Ég veit ósköp vel að hver verður að fylgja sínu kalli þegar það kem- ur en þú varst bara svo góður karl að ég hefði alveg viljað hafa þig hérna aðeins lengur. Þegar ég hugsa til þín á þessari kveðjustund þá er það af einhveijum ástæðum á þessa leið: Það er söngur, jarm- ur, hófatök og köll. Þú situr á hest- baki í regnstakk og smellir svipu snöggt í stígvélið. Röddin er hörð en hláturinn snöggur og glettinn. Það er lykt af blautri ull og sveitt- um hestum. Þannig er gott að muna þig. Ég sakna þess að fá ekki að syngja með þér oftar, en sú tilfinn- ing sem fylgir því að „syngja með gömlu sveitakörlunum“ er alveg einstök. Það er eitthvað óáþreifan- legt, sjaldgæft og notalegt. Þú varst ekki af þeirri kynslóð sem hrópar tilfinningar sínar á torgum úti en þú kunnir þeim mun betur að koma þeim til skila á annan hátt: Faðmlag þitt var fast en hlýtt og klappið sem fylgdi á öxlina var þitt sérkenni. Þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið þá sá ég í augum þínum og fann í snertingunni hvað þér þótti vænt um að ég liti til þín. Það þurfti engin orð til að skilja það. Og þú kunnir að meta litlu hlutina og gleymdir aldrei að þakka okkur Melkorku fyrir jólakortin. Þegar ég var stelpa varstu óijúf- anlegur partur af Hvítárbakka og ég finn enn fyrir andrúmsloftinu þar: Hollningunni sem ríkti í stof- unni þegar þið feðgarnir lögðuð ykkur undir veðurfréttunum. Og í seinni tíð tilheyrðir þú „körlunum í Bergholti". Þar er líka alveg sér- stök stemmning. Nú er einum færra en viðbrigðin eru mest fyrir Hauk sem hugsaði svo vel um þig. Hann hlustaði meira að segja eftir þér á nóttunni þegar heilsu þinni fór að hraka. Það er líka missir að þér í Ásakoti og Bræðratungu en ykkur Hauki hefur svo sannarlega ekki verið úthýst af gömlu ná- grönnunum. Það er dýrmætt að fá að taka áfram þátt í sauðburði, rúningi og öðrum störfum. Það er gott að hafa átt þig fyrir frænda og ég kveð þig með gleði og hlýju. Ég er þess fullviss að amma og afi hafa tekið vel á móti þér og Hörður hefur vafalítið fagn- að bróður með opnum faðmi. Best gæti ég trúað að hann hafí leitt undir þig flugviljugan fák og þeyst með þig til nýrra heimkynna. Ekki er ólíklegt að hraustlega hafí verið sungið á einhveijum áningarstaðn- um. Vorið er á næsta leiti hérna hjá okkur og ég er sannfærð um að það verður ekki síðra þarna hjá ykkur: Lambféð á gljúpu túni, ernir á heiðum svanir á engi, hrafnar í blautum högum hneggjandi stóð sem öslar mýrasund tekur á rás og þýtur, bylgjast í breiðum. (H.P.) Elsku Haukur, missir þinn er mestur, en ég veit þú stendur það af þér eins og aðrar hryðjur. Það er leit að slíkri tryggð og natni sem þú sýndir í samvistum ykkar bræðra. Auðvitað var stundum ver- ið að kýtast en það gefur minning- unum bara meira gildi. Þín frænka, Kristín Heiða frá Austurhlíð. Einn kaldan vetrarmorgun hringir síminn: „Hann Ingi dó í nótt.“ Hann Ingi, sem söng bassann í öllum lögunum á árshátíð hesta- manna fyrir tveimur dögum. „Hvað er svo glatt“ og „Nóttin vart mun verða löng“ og öll hin lögin, sem Tungnamenn eru vanir að syngja saman, bæði í réttum og við önnur góð tækifæri. En svona er lífið, „Líf mannlegt endar skjótt“, eins og segir í sálminum góða. Að vísu var aldurinn nokkuð hár, fæddur 31. mars 1918, elstur 13 barna þeirra Jónínu R. Kristjánsdóttur og Ingvars Jóhannssonar. Ekki fór það ár mjúkum höndum um íslendinga með sínum hörmungum. Eldgos, einn mesti frostavetur sem komið- hefur, og þar að auki spánska veik- in, sem dró fjölda þeirra til dauða. Ingi var þá á fyrsta aldursári og veiktist illa, en hafði sigur í barátt- unni. „Þá var ég rétt dauður,“ sagði hann stundum á sinn sérstaka hátt. En eftir það má segja að honum hafí ekki orðið misdægurt þangað til á síðasta ári. Ingi var þeirrar gerðar að hann þótti sjálfsagður í afmælum og við önnur tækifæri þar sem meiningin var að syngja. Oftast var hann í miðjum hópnum, sló taktinn með krepptum hnefa og augun lokuð, þá var fyrst gaman. Illa þoldi hann falskan söng og gretti sig þá stund- um ósjálfrátt. Hann söng þar fyrir utan í karlakór, sem ungur maður, og einnig í Skálholtskórnum frá stofnun hans til dauðadags. Skemmtilegur var hann og fyndinn, án þess að vita af því, sannkallaður gleðigjafí. Þegar hann hætti að fara á fjall þótti öllum mikið vanta. Voru sumir fjallmanna eins og vængbrotnir að hafa hann ekki til að glettast við og syngja með. Hjálpsamur var hann með af- brigðum og notalegur á heimili, ekki síst með börnum, enda hænd- ust þau að honum. Gömul minning kemur upp í hugann: Húsbóndinn víðsfjarri í vinnu, Ingi að hjálpa húsfreyju að taka upp kartöflur, en hún langt gengin með. Ekki vildi hún hætta fyrr en allt væri upp tekið. „Það er nú ekki svo slæmt þó eitthvað verði eftir, en hitt er öllu verra ef þú átt barnið hérna úti í garði, væna mín.“ End- urgjald mátti ekki nefna enda vann hann mikið öðrum en sjálfum sér alla tíð. Hesta átti hann oft ágæta og hafði gaman af, enda nauðsynlegir í þær fjölmörgu fjallferðir sem hann fór. Lengi hafði hann þann sið að koma ríðandi í heimsókn á afmælis- daginn sinn og var þá ekki farið fetið. Haukur bróðir hans var að sjálfsögðu með í ferð. Eins og allir vita, sem til þekkja, var ekki hægt að nefna annan án þess að hinn fylgdi með, svo samrýndir og sam- hentir voru þeir. Sá elsti og yngsti af þrettán barna hópi. Mættu margir taka sér það samkomulag til fyrirmyndar. „Við rifumst aldr- ei,“ sagði Haukur að bróður sínum látnum. Mörg orðatiltæki og tilsvör Inga munu lifa áfram meðal þeirra sem þekktu hann best. En fyrst og fremst mun hans verða minnst sem góðs og skemmtilegs manns. Hann var einn af þessum sérstöku Islend- ingum, sem vonandi halda áfram að vera til. Mestur er missir Hauks, þó allir sakni hans mjög, guð styrki hann. Það er huggun harmi gegn að hann fékk hægt andlát eins og hann óskaði sér. Að lokum viljum við þakka fyrir öll árin, sem við fengum að vera Inga samferða. Megi hann hvíla í friði. Hárlaugur og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.