Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 27
IÐNÞING
Samtök iðnaðarins vilja að veiðigjaldi verði komið á í áföngum
Útgerðin fái 20 ára
aðlögunartíma
VEIÐIGJALD er bæði hagkvæm og
virk leið til sveiflujöfnunar í hagkerf-
inu og hefur þann kost fram yfir
almenna skattlagningu að hún hefur
ekki áhrif á nýtingu framleiðsluþátt-
anna að mati hagvaxtamefndar iðn-
aðarins. Nefndin leggur til að komið
verði á veiðigjaldi í áföngum með
þeim hætti að útgerðin afskrifi ár-
lega 5% af aflahlutdeild sinni eins
og hún er á yfirstandandi fiskveiði-
ári og skili til hins opinbera. Aflahlut-
deild hins opinbera verði leigð til
8-12 ára í upphafi hvers kvótaárs
og skal verðið ráðast af markaðsað-
stæðum. Gert er ráð fyrir því að tekj-
ur af veiðigjaldinu verði nýttar til
að greiða niður erlendar skuldir hins
opinbera og síðar til að lækka skatta.
Stjórn Samtaka iðnaðarins skipaði
sérstaka nefnd í október til að gera
tillögur um hagvaxtarstefnu til lengri
tíma sem miðaði að því að skapa sem
best og stöðugust vaxtarskilyrði fyr-
ir þjóðarbúið. Nefndinni var ætlað
að leggja áherslu á ráðstafanir sem
haldi verðbólgu í skefjum og jafni
sveiflur í þjóðarbúskapnum. Nefnd-
inni var sérstaklega ætlað að kanna
á hvern hátt sveiflur í aflaverðmæti
hafi áhrif á stöðu samkeppnisgreina,
þ.m.t. iðnaðar, bæði á afurðamörkuð-
um og mörkuðum framleiðsluþátta,
þ.e. atvinnu- og fjármagnsmarkaði.
Hlutverk nefndarinnar var að kanna
hvort áhrif þessi væm efnahagslífinu
skaðleg og ef svo væri, að benda á
leiðir til að draga úr þeim.
Skattkerfið til sveiflujöfnunar
Skýrsla nefndarinnar ásamt tillög-
um var kynnt á Iðnþingi í gær. Lagt
er til að skattkerfið verði notað til
sveiflujöfnunar eftir því sem kostur
er og að auknar skatttekjur, sam-
hliða auknum aflatekjum, verði not-
aðar ti! að greiða niður erlendar
skuldir. Þá verði sambandið milli
skatta og aflatekna skerpt til þess
að sveiflujöfnunin sé sem virkust.
Áhersla er lögð á það að skattinn
verði að innheimta áður en auknar
aflatekjur valdi þenslu og bent er á
þá leið að skattleggja hagnað af
kvótasölu og að banna að afskrifa
annan kvóta en þann sem skilað er
til ríkisins.
Lagt er til að hluti af aflatekjum
verði tekinn til sveiflujöfnunar með
veiðigjaldi. Gjaldtakan hafi það fram
yfir almenna skatta að hún hafi ekki
áhrif á nýtingu framleiðsluþáttanna.
Veiðigjald sé því bæði hagkvæmari
og virkari leið til sveiflujöfnunar en
almenn skattlagning. Lagt er til rík-
ið leigi þann kvóta, sem til úthlutun-
ar kemur, til 8-12 ára í senn gegn
breytilegu árgjaldi og gjaldið ráðist
af markaðsaðstæðum. Þó er gert ráð
fyrir því að útgerðin fái 20 ára aðlög-
unartíma að nýju kerfi. Það verði
gert með þeim hætti að útgerðin
afskrifi og skili til ríkisins 5% af
þeim kvóta sem henni hefur verið
úthlutað.
Veiðigjald verði notað til
greiðslu erlendra skulda
í tillögum nefndarinnar er gert ráð
fyrir því að stjórnmálamenn haldi
tekjum af veiðigjaldi aðgreindum frá
öðrum tekjum ríkisins og þær verði
einungis nýttar til að greiða niður
erlendar skuldir. Lægri vaxtagreiðsl-
ur komi þjóðinni til góða síðar í formi
lækkunar þeirra skatta er valda
mestri sóun.
Nefndin leggur einnig áherslu á
aðhaldssama peningastefnu stjórn-
valda sem miði að því að halda verð-
bólgu lítilli og gengissveiflum innan
tilskilinna marka. Stuðlað verði að
því að fjármagnsmarkaður verði
virkur og opinn en með þeim hætti
skapast flestir kostir til að dreifa
tekjuaukanum á lengri tíma. Þá er
lagt til að dregið verði úr miðstýr-
ingu vinnumarkaðarins þannig að
launabreytingar taki sem mest mið
af framleiðnibreytingum í hverri at-
vinnugrein og hvetju fyrirtæki fyrir
sig. A þann hátt sé fyrirtækjum og
launþegum gefið mest svigrúm til
að laga sig að breytingum á ytri
skilyrðum.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
Nauðsynlegt að
auka beina er-
lenda fjárfestingu
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra hefur mikinn áhuga á að
skapa sem best skilyrði hérlendis
fyrir beinar erlendar fjárfestingar.
Segir hann að slík fjárfesting hafi
verið sáralítil hér á landi en víða
erlendis nemi hún 2-3% af lands-
framleiðslu árlega. Þá hefur við-
skiptaráðuneytið tekið þátt í samn-
ingaviðræðum um fjölþjóðlegan
fjárfestingarsamning á vegum
OECD og í þeim viðræðum lagt
áherslu á að skapa góðar aðstæður
fyrir fjárfestingu milli landa.
Finnur greindi frá því að iðnaður-
inn hefði búið við góð skilyrði á
þeim tæpu tveimur árum sem liðin
væru af kjörtímabilinu. Iðngreinum
eins og málm- og skipasmíði, sem
hefðu verið að niðurlotum komnar
yfír fáum árum, hefði vaxið fískur
um hrygg og vaxtarsprotar, eins
og hugbúnaðariðnaður, hefðu náð
fótfestu. „Það er að sjálfsögðu for-
gangsverkefni á síðari hluta kjör-
tímabilsins að treysta starfsskilyrði
iðnaðarins sem og atvinnulífsins
alls. Efnahagslegur stöðugleiki er
forsenda þess að iðnfyrirtæki geti
skipulagt rekstur sinn og haldið út
í heim þar sem tækifærin bíða,“
sagði Finnur.
Iðnaðarráðherra fagnaði því sér-
staklega að íslensk fyrirtæki væru
farin að fínna þekkingu sinni nýja
farvegi erlendis. Hann sagði að
kaup Marels á danska fyrirtækinu
Camitech væru nýjustu tíðindin í
nokkuð samfelldu útrásarskeiði ís-
lensks atvinnulífs undanfarin ár og
lýstu þeim stórhug og sjálfstrausti
sem væru einkenni margra ís-
lenskra fyrirtækja um þessar
mundir.
Finnur fjallaði einnig um endur-
skipulagninguna á íslenskum fjár-
magnsmarkaði og sagði að fráleitt
væri að halda því fram að með
sameiningu nokkurra opinberra
fjárfestingarlánasjóða fjölgaði rík-
isbönkum. „Sameiningin fækkar
lánastofnunum í eigu ríkisins og
það sem mikilvægast er; að í kjöl-
far sameiningarinnar hefst einka-
væðing. Þannig mun ríkið draga
úr þeirri yfírburðastöðu sem það
hefur haft í fjárfestingarlánastarf-
semi.
Að lokum vék Finnur að Efna-
hags- og myntbandalagi Evrópu.
Hann sagði að það yrði ofarlega á
forgangslista viðskiptaráðuneytis-
ins á síðari hluta kjörtímabilsins að
fylgjast grannt með gangi mála við
stofnun myntbandalagsins. Sagði
ráðherra að íslendingar þyrftu að
fylgjast vel með þróuninni, jafnvel
þótt aðild væri ekki á dagskrá.
íslenskur iðnaður eflist og styrkist
Sveiflukenndar
aflatekjur draga
úr hagvexti
FRAMLEIÐSLA í iðnaði hefur vax-
ið hraðar en landsframleiðsla frá
árinu 1994. Að sama skapi hefur
vinnuaflsnotkun iðnaðar vaxið um-
fram vinnuaflsnotkun í hagkerfinu
í heild. Hvort tveggja er til marks
um að samfelld hnignun samkeppn-
isgreina (iðnaðar) frá árinu 1983
hafi stöðvast og snúist í vöxt. Þetta
má þakka öðru fremur að aflatekjur
fiskiskipaflotans hafa verið nokkuð
stöðugar á tímabilinu. Á þessu varð
breyting á síðasta ári en þá hækk-
uðu aflatekjurnar. Líklegt er hins
vegar að opnari og virkari fjár-
magnsmarkaður ásamt slaka á
vinnumarkaði hafi að mestu komið
í veg fyrir áhrif aukningarinnar á
samkeppnisgreinar að þessu sinni
að því er fram kom í máli Haralds
Sumarliðasonar, formanns Sam-
taka iðnaðarins, á Iðnþingi í gær.
Haraldur sagði að íslendingar
væru æ betur að gera sér grein
fyrir því að miklar og tímabundnar
tekjur af nýtingu náttúruauðlinda
gætu reynst hagkerfinu hættuleg-
ar. Ástæðan fælist í þeim breyting-
um sem tekjuaukinn ylli í hagkerf-
inu. Ferill breytinganna hérlendis
væri eftirfarandi: „Heildaraflatekj-
ur aukast og þar með þjóðartekjur
og eftirspurn. Þjónustugreinarnar,
þ.e. þær sem ekki eru í beinni sam-
keppni við erlenda aðila, geta mætt
aukinni eftirspurn með verðhækk-
unum án þess að starfsemi þeirra
flytjist úr landi. Samkeppnisgrein-
arnar geta hins vegar ekki mætt
henni með sama hætti án þess að
missa markaðshlutdeild til erlendra
fyrirtækja. Afleiðingin verður sú
að laun og rekstrarafgangur hækka
meira í þjónustugreinunum en í
samkeppnisgreinunum. Fjármagnið
og vinnuaflið leita þá úr samkeppn-
isgreinum yfir í þjónustugreinar þar
til jafnvægi er náð að nýju.“
Haraldur sagði að þessar breyt-
ingar væru óæskilegar, m.a. fyrir
þá sök að menntakröfur og tækni-
framfarir væru minni og hægari í
þjónustugreinum en samkeppnis-
greinum. Þá ylli tregða á atvinnu-
og fjármagnsmarkaði því að sveiflu-
kenndar aflatekjur sköpuðu at-
vinnuleysi, verðbólgu og hærri
vexti. „Allir þessir þættir leggjast
á eitt með að draga úr langtímahag-
vexti og aukningu þjóðartekna á
mann,“ sagði Haraldur.
Agi og ábyrgð í viðskiptalífinu
Haraldur gerði grein fyrir helstu
tillögum hagvaxtarnefndar iðnað-
arins. Þá fjallaði hann einnig um
skýrslu samstarfsnefndar Samtaka
iðnaðarins, Verslunarráðs íslands
og Vinnuveitendasambands ís-
lands, sem falið var að skoða hvern-
ig aga í viðskiptum hérlendis væri
háttað og hvort og þá hvernig
mætti bæta ástandið.
Haraldur endurkjörinn
Á Iðnþinginu var kosin ný stjórn
Samtaka iðnaðarins. Haraldur
Sumarliðason var endurkjörinn for-
maður en eftirtaldir voru kjörnir
með honum í stjórn: Friðrik Andrés-
son, Ágúst Einarsson, Vilmundur
Jósefsson, Helgi Magnússon, Geir
A. Gunnlaugsson, Orn Jóhannsson
og Jón Albert Kristinsson.
„Þivkinrki
íþágu íslenskmr
menningar“
Höfundur
Jón G. Friöjónsson
„Ég held að hér sé
til eitt meðal mestu
menningarafreka
okkar tíma
Gísli Jónsson,
Morgunblaðinu
23. des.1993
Eina íslenska orðabókin
sem hefur hlotið íslensku
bókmenntaverðlaunin
Fermingargjöf
sem styrkir
tungunnar
ISLENSKA BOKAUTGAFAN
(Áður ÖRN OG ÖRLYGUR - bókaklúbbur)
Síðumúla 11 • Sími: 581 3999