Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Lygaverslun íslands hf. hyggur á útflutning á þessu ári
Lyfjaverslun íslands hf.
£ ?; Úr ársreikningi 1996
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 1.270,5 1.136,6 +11,8%
Rekstrarqjöld 1.205,1 1.078,3 +11,8%
Fjármunagjöld (20,9) (5,6)
Hagnaður fyrir skatta 44,5 52,7 -15,6%
Tekjju oq eignarskattur 2.0 LO4
Hlutd. minnihluta í hagnaði dótturfél. (1,5) 0
Hagnaður tímabilsins 41,0 50,7 -19,1%
Efnahagsreikningur Mmjónir króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting
Eignir 1.048,4 938,0 +11,8%
Skuldir 526,2 441,8 +19,1%
Eigið fé 517,6 496,2 +4,3%
Eiginfjárhlutfall 50,70% 52,90%
Veltufjárhlutfall 2,40 1,95 +23,1%
Arðsemi eigin fjár 8,30% 11,30%
Úr sjóðsstreymi Milljónir króna 1996 1995
Hreint veltufé frá rekstri 99,2 93,7 \ +5,9%
Handbært fé frá rekstri 8,4 82,0 -86,5%
Hagnað-
urvarél
millj. kr.
ífyrra
LYFJAVERSLUN íslands bf. skil-
aði um 41 milljónar króna hagnaði
á árinu 1996, en það er um 19%
minni hagnaður en árið áður. Lak-
ari afkomu má rekja til aukins fjár-
magnskostnaðar, en þróunarstarf
vegna útflutningsverkefna fyrir-
tækisins hefur kallað á aukið fjár-
magn. Gert er ráð fyrir að tekjur
vegna þessara verkefna byrji að
skila sér á seinni hluta ársins 1997.
Þá jókst fjárbinding einnig í birgð-
um, að því er fram kemur í frétt
frá félaginu.
Að sögn Þórs Sigþórssonar, for-
stjóra Lyfjaverslunar íslands var
reksturinn með hefðbundnum
hætti á síðasta ári, en niðurstaða
rekstrarreiknings endurspeglar
stöðu fyrirtækisins á ákveðnu
vaxtarskeiði í rekstrinum. Hann
bendir á að Lyfjaverslunin leggi
mikla fjármuni í nýsköpun og þró-
un, bæði ein og sér og í samvinnu
við önnur fyrirtæki. Þetta sé nauð-
synlegur þáttur í starfsemi lyfja-
framleiðslu fyrirtækja. Tekjur
komi hins vegar ennþá nær ein-
göngu frá sölu lyfja á innanlands-
markaði. Tekjur vegna sölu sam-
heitalyfja á Evrópumarkaði muni
skila sér á þessu ári og það muni
í framtíðinni hafa í för með sér
stóraukna nýtingu á verksmiðju
fyrirtækisins og þar með aukna
arðsemi. „Við erum því þokkalega
bjartsýn á framtíðina," sagði Þór.
Enginn á meira en 3%
Heildarvelta félagsins á árinu
nam 1.212 milljónum hjá móðurfé-
laginu, og jókst um 6,7% frá fyrra
ári. Rekstrarhagnaður án fjár-
magnsliða nam 65 milljónum á
móti 58 milljónum árið 1995 sem
er 12% aukning. Eigið fé var í
árslok 1996 um 518 milljónir og
eiginfjárhlutfall 51%. Arðsemi
eiginfjár var 8,3%, veltufjárhlutfall
2,4 og veltufé frá rekstri nam 99
milljónum, en nánari upplýsingar
um afkomu félagsins er að finna
á meðfylgjandi yfirliti.
Lyfjaverslun Islands er skráð á
Verðbréfaþingi og voru hluthafar
1.592 talsins í árslok 1996. Eignar-
aðild er mjög dreifð og á enginn
hluthafi meira en 3% í félaginu.
Starfsmenn voru að jafnaði 86 tals-
ins á árinu.
Athugasemd frá Flugleiðum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Flug-
leiðum hf.
I Morgunblaðinu í gær er vitnað
til ummæla Gísla Baldurs Garðars-
sonar, formanns stjórnar Olíuversl-
unar Islands hf., á aðalfundi félags-
ins 19. þ.m. í umíjöllun sinni nefnir
hann ýmis dæmi um meinta hringa-
myndun í banka- og trygginga-
rekstri og fjölmiðlunar, og segir þar
einnig: „Hlutafélagið sem hefur
einkarétt á því að flytja fólk til og
frá landinu er búið að tryggja sér
nánast allt hótelrými á landinu. Það
verður því erfitt fyrir aðra aðila að
flytja hingað fólk nema að það ætli
að sofa í tjaldi."
Að því gefnu að stjórnarformað-
urinn hafi hér átt við Flugleiðir þyk-
ir félaginu nauðsynlegt að koma á
framfæri eftirfarandi athugasemd-
um og leiðréttingum:
1. Flugleiðir hafa ekki og hafa
aldrei haft neinn „einkarétt“ á flug-
flutningum til og frá íslandi. Við
aðild íslands að EES tóku hér gildi
almenn flugmálaákvæði ESB. Fullt
frelsi er því í flugflutningum milli
íslands og annarra ríkja á Evrópska
efnahagssvæðinu, auk þess sem
gerður hefur verið nýr loftferðasamn-
ingur milli íslands og Bandaríkjanna
sem einnig kveður á um fullt frelsi
í flugflutningum. Á síðasta ári flutti
á þriðja tug flugfélaga farþega milli
íslands og annarra landa.
Þegar horft er til fyrri tíðar er
rétt að hafa hugfast að í samræmi
við ákvæði tvíhliða loftferðasamn-
inga voru Flugleiðir og forverar þess,
Flugfélag íslands og Loftleiðir, til-
nefnd af Islands hálfu til að halda
uppi áætlunarflugi milli íslands og
ýmissa annarra ríkja. Þeir samning-
ar voru flestir með ákvæði er heimil-
uðu tilnefningu tveggja íslenskra
flugfélaga, auk þess sem þeir veittu
að sjálfsögðu flugfélögum hinna ríkj-
anna sams konar réttindi til flugs
til og frá íslandi.
Rétt er að minna á að önnur ís-
lensk flugfélög hafa einnig verið til-
nefnd, þ.á m. íscargo og Arnarflug
vegna áætlunarflugs til Hollands og
Þýskalands og Flugfélag Norður-
lands og Flugfélagið Óðinn vegna
áætlunarflugs til Grænlands.
2. Um „tryggingu á nánast öllu
hótelrými á landinu" er það að segja
að Flugleiðir telja sig nú geta boðið
um 30% af hótelrými stærri hótel-
anna á höfuðborgarsvæðinu. Félagið
á mun minni hlut að gistihúsa-
rekstri utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er erfitt að fá nákvæmar tölur
úr allri greininni en það má ætla
að hlutur fyrirtækja Flugleiða sé um
20% af gistirými úti á landi.
Flutningsjöfn-
un til skoðunar
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að breytingar á fyrir-
komulagi flutningsjöfnunar elds-
neytis séu til skoðunar í ráðuneyt-
inu, en óvíst sé hvenær niðurstaða
liggi fyrir í þeim efnum. Indriði
Pálsson, stjómarformaður Skelj-
ungs hf., sagði á aðalfundi félags-
ins í fyrradag að það ylli vonbrigð-
um að viðskiptaráðherra hefði ekki
farið að tilmælum Samkeppnisráðs
varðandi breytingar á lögum um
flutningsjöfnun eldsneytis.
Finnur sagði að það væri alveg
rétt að það hefðu komið ábending-
ar frá Samkeppnisstofnun í þess-
um efnum. I athugasemdunum
fælist ekki að flutningsjöfnun
væri talin bijóta í bága við sam-
keppnislög. Það væri alveg skýrt
tekið fram að það væri hægt að
halda flutningsjöfnun áfram, en
hins vegar væri talið nauðsynlegt
að verðjafna eldsneytið eftir ein-
stökum flokkum þess, en ekki í
einu lagi eins og nú væri.
Finnur sagði að þetta mál væri
nú til athugunar í ráðuneytinu og
hefði verið það um nokkurn tíma
og hann væri ekki tilbúinn að segja
til um það á þessari stundu hvenær
niðurstaða í þessum efnum lægi
fyrir. Aðspurður sagði hann að
athugasemdir Samkeppnisstofn-
unar ættu fullan rétt á sér og það
væri verið að skoða málið út frá
þeim, en hvort málið myndi koma
fram á Alþingi fyrir þinglok í vor
væri ekki hægt að fullyrða um.
Alþingi fjallaði um málið
Aðspurður hvort hann teldi
koma til álita að afnema þessa
flutningsjöfnun alveg, sagði Finn-
ur að fyrri ríkisstjórn hefði kannað
það gagnvart Alþingi hvort vilji
væri til þess að leggja hana af.
„Það var á þeim tíma ekki talin
fær leið og ég tel að það sé svo
stutt síðan Alþingi fjallaði um
þann möguleika að það sé ekki
hægt að leggja frumvarp um það
fyrir Alþingi á þessu stigi,“ sagði
Finnur.
Stórsamningur
SAMNINGAR voru undirritaðir í
gær milli Landsvirkjunar og Jarð-
borana hf. um borun eftir gufu
fyrir Kröfluvirkjun. Nemur fjár-
hæð samningsins um 320 miiljón-
um króna, en til samanburðar
má nefna að heildarvelta Jarðbor-
ana nam á sl. ári um 317 millj.
Að sögn Bents S. Einarssonar
framkvæmdastjóra Jarðborana er
hér um áhugavert verkefni fyrir
fyrirtækið að ræða. Framkvæmd-
ir á háhitasvæðum eru mjög
flóknar og kemur þá í ljós hve
kunnátta og reynsla starfsmanna
nýtist vel. Auk þess hefur fram-
kvæmd af þessari stærðargráðu
umtalsverða þýðingu fyrir rekst-
ur fyrirtækisins.
I verkinu munu Jarðboranir
beita nýrri tækni við svokallaða
stefnuborun, en þá eru holur bor-
aðar sveigðar og hallandi, en ekki
lóðrétt eins og venja er. Stefnu-
borun hefur áður verið beitt í
Kröflu, en þá með annarri tækni.
Jarðboranir hafa samið um tækni-
legt samstarf við bandaríska fyr-
irtækið Halliburton, sem er leið-
andi aðili á sviði stefnuborunar.
Verkið felst í borun á tveimur
2.100 metra djúpum hefðbundn-
um vinnsluholum, einni 2.000
metra stefnuboraðri holu og til
stefnuborunar á nýjum vinnslu-
hluta tveggja eldri holna. Undir-
búningur verksins hefur staðið
yfir undanfarna mánuði, en flutn-
ingur á bor og búnaði hefst í bytj-
un apríl og er stefnt að því að
borun geti hafist í lok apríl.
Á myndinni eru f.v. Ásgeir
Margeirsson, tæknistjóri Jarðbor-
ana, Bent S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Jarðborana, Hall-
dór Jónatansson, forstjóri Lands-
virkjunar, Jóhann Már Maríusson,
aðstoðarf orslj óri.
Miðlum lífeyristryggingum til Bretlands og Luxemborgar
Lífeyrissparnaður
í nýju ljósi
Oryggi
samfara góðri
ávöxtun
ÍSLEIVSKA VÁTRYGGIIVGAIVIIÐLUIVIIM
JloqjgUt oútvgjQjQÍnjQÆLmiólun.
Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Fax 533 4081
Sími 533 4080
SUN LlFE
FRIENDS^ PROVIDENT
--------------------
winterthur