Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 41 DAVIÐ SIGURJON VIGFÚSSON + Davíð Signrjón Vigfússon fæddist á Vopna- firði 28. janúar 1922. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Sigurjónssonar, sjó- manns á Vopna- firði, f. 1891, d. 1941, og Bjargar Davíðsdóttur, f. 1897, d. 1959, hús- móður á Vopna- firði, einn af tólf börnum þeirra hjóna og sá þriðji í röðinni. Hinn 17. janúar 1957 kvænt- ist Davíð Stefaníu Friðbjörns- dóttur sem fædd er 15. mars 1937 á Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Einars- son, vegaverksljóri á Vopna- firði, f. 1896, d. 1970, og Gunn- hildur Ingiríður Grímsdóttir, f. 1900, d. 1968. Er Stefanía níunda í röð þrettán systkina. Þeim Davíð Siguijóni og Stefaníu varð sjö barna auðið. 1) Björg, f. 1956, húsmóðir í Kópavogi, er gift Halldóri Páls- syni, bókaútgefanda, og eiga þau þijú börn. 2) Inga Birna, f. 1957, húsmóðir í Kópavogi, býr með Magnúsi J. Jóhanns- syni, húsasmíðameistara, og eiga þau þijú börn. 3) Vigfús, f. 1958, útgerðarmaður á Vopnafirði, býr með Sigur- björgu Ámýju Björnsdóttur, húsmóður, og eiga þau þijú börn. 4) Krislján Einar, f. 1959, Ættarhöfðinginn Davíð Siguijón Vigfússon frá Vopnafirði er allur og skilur hann eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Síðast hittumst við í Perlunni í Reykjavík á 75 ára afmæli hans en hérbúandi böm hans, Björg mín, Inga Bima og Hjörtur, héldu honum veislu þar ásamt tengdabörnum. Þar sem og annars staðar var hann hrókur alls fagnaðar. Davíð var mikilmenni og hafði flest af því sem prýða má einn mann. Hann var með eindæmum hugrakkur, óttalaus og úrræðagóð- ur hvort heldur þegar fara þurfti í sjóferðir í tvísýnum veðmm, vaða eld og reyk til að ná manni úr brenn- andi húsi eða bjarga mönnum úr skipsstrandi. Sjálfgefið var að ef Davíð var nærri þá stjórnaði hann verki og tók sjálfur áhættuna. Þegar Davíð, einn af stómm systkinahópi, tók kornungur að sér föðurhlutverk, lagði hann allt af mörkum til að þessi stóri hópur ætti í sig og á. Það lá í hlutarins eðli að Davíð varð formaður verka- lýðsfélagsins. Hann var tryggur Alþýðubandalaginu og vinur Lúð- víks heitins Jósepssonar. Með ólíkindum var hvað allt lék í höndum Davíðs í sambandi við bíla og önnur tæki og tól. Ef eitt- hvað gekk úr skorðum þá var mik- ið ef Davíð gat ekki reddað því á staðnum. Ég stóð sjálfan mig að því þegar eitthvað gaf sig í húsinu að bíða og sjá hvort Davíð væri ekki að koma í bæinn því hann gæti lagfært þetta. Eitt af því sem prýddi Davíð var að hann bar sömu virðingu fyrir öllum, nema ef væri í öfugu hlutfalli við stöðu manna í þjóðfélagsstiganum. Hann var ein- staklega góður við börn og þá sem orðið höfðu undir í lífínu eða vom ekki eins og fólk er flest. Davíð var söngmaður mikill og hafði góða tenórrödd auk þess að spila á gítar og munnhörpu. Davíð og Stefanía giftu sig þegar Davíð var kominn vel yfir þrítugt. Þá var hann að mestu búinn að koma af sér ábyrgð á yngri systkin- um og móður þótti bæði móðir og eitthvað af systkinum væru áfram á heimilinu. Sunnuhvol teiknaði Davíð og byggði ásamt móður og organisti á Vopna- firði, býr með Krist- björgu Júlíönu Hall- grímsdóttur, hús- móður, og eiga þau eitt barn. 5) Gísli Örn, f. 1961, vél- virki á Akureyri, er kvæntur Ingibjörgu Sólrúnu Ingimund- ardóttur, hjúkrun- arfræðingi, og eiga þau tvö börn. 6) Víðir, f. 1964, út- gerðarmaður á Vopnafirði, er kvæntur Hönnu Hallgrímsdóttur, förðunar- fræðingi. 7) Hjörtur, f. 1966, lögregluþjónn í Reykjavík, býr með Dóru Birnu Kristinsdóttur, kennara, og eiga þau tvö börn. Davíð Siguijón Vigfússon lauk vélstjóraprófi í Reykjavík 1946. Hann var síðan vélstjóri bæði til sjós og lands. Þá var Davíð verksmiðjustjóri Síldar- verksmiðju Vopnafjarðar auk þess sem hann starfaði við eig- in útgerð. Félagsmál voru Dav- íð hugleikin, hann sat í hrepps- nefnd á annan áratug, var for- maður Verkalýðsfélags Vopna- fjarðar í ellefu ár, gjaldkeri þess í eitt ár og ritari í níu ár. Þá var Davíð fulltrúi verkalýðs- félagsins á mörgum Alþýðu- sambandsþingum og heiðursfé- lagi verkalýðsfélagsins. Utför Davíðs verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. eldri bróður. Þá byggði hann Lóna- braut 20, sem er þriggja hæða hús og mikið mannvirki. Þar hafa þau hjón búið síðustu tvo áratugina. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og var ég svo lánsamur að kynnast frumburði þeirra, Björgu, fyrir nær tuttugu árum. Um það leyti gekk hún í hvítasunnusöfnuðinn. Einar J. Gíslason gifti okkur i Hvítasunnukirkjunni á Vopnafirði og tók Davíð þá afstöðu að leggja blessun sína yfir það og hélt veislu með glæsibrag. Ekki bar skugga á vináttu okkar Davíðs síðan. Mikill sjónarsviptir er að Davíð og djúpur er söknuður þeirra sem næst standa. Ég bið Stefaníu, börn- unum og bamabörnunum Guðs blessunar og huggunar. Jesús sagði: „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Halldór Pálsson. Ég horfi yfir hafíð um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafíð það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála og auða er stari ég héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafs og dauða, og hafíð dauðans haf. En fyrir handan hafíð þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í gænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum, í blómsturlöndum fríðum, má allskyns aldin sjá. Er þetta hverful hilling og hugarburður manns? Nei, það er fögur fylling á fyrirheitum hans, er sýnir oss í anda guðs eilíft hjálparráð og stríðsmenn guðs þar standa, við stól hins allsvaldanda, þar allt er eilíf náð. (Vald. Briem.) Mig langar í örfáum orðum að kveðja tengdaföður minn. Ég kynntist honum haustið 1989 þegar ég kom fyrst til Vopnafjarðar með Hirti. Það var alltaf ánægjulegt að koma til Vopanfjarðar og vel tekið á móti okkur. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Davíðs var hve barn- góður hann var og hændust öll börn mjög að honum. Síðustu stundir okkar saman voru þegar hann dvaldi hjá okkur í kringum 75 ára afmælið sitt í janúar. Börn- in hans og tengdabörn, sem búa í Reykjavík, héldu upp á afmælið hans í Perlunni. Við munum ávallt minnast hve hann naut þess af mikilli einlægni og þakklæti. Nú þegar Davíð er farinn frá okkur eru það góðu minningamar sem við eig- um um hann sem eftir lifa. Með sökunuði kveð ég elskulegan tengdaföður minn. Megi góður guð veita tengdamóður minni og fjöl- skyldunni allri styrk og trú á þess- ari erfiðu stundu. Dóra Birna Kristinsdóttir. STEFAN GUTTORMSSON + Stefán Gutt- ormsson var fæddur í Fjarðar- seli, Seyðisfirði, 24. maí 1918. Foreldrar hans voru hjónin Þórey Stefánsdóttir frá Núpshjáleigu í Beruneshreppi, f. 14,7. 1898, d. 20.2. 1978, og Guttormur Einarsson, búfræð- ingur frá Arnheið- arstöðum í Fljóts- dal, f. 11.6. 1874, d. 21.10. 1957. Al- systkini Stefáns eru: Sigurður, bifreiðarsljóri, f. 6.6. 1920, og Elínbjörg, hús- móðir, f. 9.7.1923, bæði á Reyð- arfirði. Hálfsystkini samfeðra: Einar, læknir í Vestmannaeyj- um, Guðlaugur, bóndi, Vest- mannaeyjum, Sigfús, bóndi, Krossi, Fellahreppi, og Berg- ijót, húsmóðir, Húsavík. Eftirlifandi eiginkona Stef- áns er Dagmar Guðný Björg Stefánsdóttir frá Eskifirði en þau gengu í hjóna- band 24.12. 1942. Synir þeirra eru: 1) Einar Guðmundur, f. 14.8.1943, kvænt- ur Birnu Maríu Gísladóttur og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. 2) Stefán Þórir, f. 19.9. 1944, sam- býliskona hans er Kristín Guðjóns- dóttir og eiga þau einn son og Þóri fósturson, son Kristínar. 3) Gutt- ormur Örn, f. 27.3. 1946, kvæntur Helgu Ósk Jónsdóttur og eiga þau fjórar dætur, en sonur Helgu Óskar er fóstur- sonur Guttorms, þau eiga fjög- ur barnabörn. 4) Sigfús Arnar, f. 28.10. 1950, ókvæntur, og 5) Smári, f. 20.11.1951, ókvæntur. Stefán verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lokið er lífsgöngu mikils Ijúf- mennis sem átti iðjusemi og trú- mennsku að farsælum förunautum. Ungur kynntist ég hinni einlægu lip- urð hans sem engu var lík, alltaf var hann reiðubúinn til að gera sér- hveijum sem að garði bar góðan greiða, alltaf var hann með bros og Elsku afí. Við söknum þín mikið, þú varst alltaf svo glaður og góður við okk- ur. Það var svo gott að koma til þín. Við munum hvað það var skemmtilegt þegar þú söngst og spilaðir á gítar fyrir okkur. Þú last blaðið, horfðir á sjónvarpið og hlust- aðir á útvarpið, en gafst þér samt alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Við þökkum þér, elsku afí, fyrir allar samverustundimar sem voru fullar af gleði og hlýju. Elsku amma Nína, okkur langar að segja þetta við þig. Þó að leiðin virðist vðnd, vertu aldrei hryggur. það er eins og hulin hönd, hjálpi er mest á liggur. (Ók. höf.) Barnabörnin. Minn trausti og trúi vinur og félagi, Davíð Vigfússon, er af ver- aldarvettvangi genginn. Um sam- fundi okkar á ég dýrmætar minn- ingar sem gott er við að una. Við hann var ætíð gott að eiga fund og mega hlusta á heilræði hans og heilsteyptar skoðanir. Þar fór at- hugull greindarmaður sem fylgdist fjarska vel með öllum hræringum þjóðlifs og umhverfis, hlýddi grannt á raddir og viðhorf fólksins á heima- stað sínum og kom boðum þeirra til skila á sinn fastmótaða en hæg- láta hátt, ráðhollur með afbrigðum enda gjörhugull og glöggur vel. Skoðanir hans voru ekkert stund- arfyrirbrigði sem tíðarandi og tízkusveiflur mótuðu, heldur voru þær á einlægri sannfæringu byggð- ar, sem lífsbaráttan hafði meitlað ríkulega ásamt þeim félagslegu við- horfum sem vökult starf hans að verkalýðsmálum hafði fært honum. Einbeittur var vilji hans þó ljúf- lyndi ætti hann í ríkum mæli, hlýtt var bros hans, handtak hans þétt, einlægni orða hans sem iðju sönn, hreinskilni og háttvísi áttu farsæla samfylgd. Davíð var einn þessara sönnu sósíalista, sem aldrei brást, sem önn daganna smækkaði aldrei, sem var í fararbroddi þegar skyldan bauð en hélt aldrei fram eigin hlut á annarra kostnað þó fast væri fylgt eftir heitri sannfæringu. Myndir góðra minninga fanga hug minn. Sá sem hefur stjórnmálavafstur að starfí um allnokkurt æviskeið á gengi sitt og árangur ekki sízt því að þakka hversu samheijar duga honum jafnt í meðbyr sem mótbyr, hvern atbeina þeir veita honum og aðhald um leið. Á Vopnafirði var sem víðar eystra harðsnúið lið sem átti hug- r- sjón sósíalismans að leiðarljósi, þau áttu ekki í neinum örðugleikum að aðlaga hana að vopnfirzkum veru- leika, fylgdu málum mætavel fram og áttu sín sterku ítök í vopnfirzku alþýðufólki. Þangað var gott lið- sinnis að leita og þar var Davíð í fylking fremst, enda falinn ýmis trúnaður á heimaslóð sem hann innti vel af hendi, ötull og trúr í hveiju einu. Hér verður aðeins örfáum leiftur- myndum á loft brugðið án þess að farsæl ævi atorkumanns sé að nokkru gagni rakin. Davíð var lengi forystumaður í Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar, for- maður um Iangt árabil og tvö kjör- tímabil sat hann í sveitarstjórn á vegum félagsins. Þar sem í öðru sýndi hann festu og aðgát um leið og málum var fylgt eftir af fremstu getu, enda málafylgja Davíðs rök- studd vel og traust. Davíð var mikill dugnaðarmaður, einkar laginn við vélar og af sjó- mennsku hafði hann einstakt yndi fyrr sem síðar, hákarlaveiðar stund- aði hann m.a. með Gísla mági sínum og var fengsæll vei. í landi var hann um árabil vélstjóri við frysti- húsið á staðnum og verksmiðju- stjóri við síldarbræðsluna. Fumlaus og örugg voru handtök hans öll og trúmennska hans mikil við hvaðeina sem fengizt var við. Hann var snarpur til átaka allra, lék knattspymu á yngri árum og hafði dálæti á þeirri íþrótt sem öðr- um. Þar var hann hinn síungi áhugamaður alla tíð. Davíð var farsæll í öllum gerðum og einkalífið hið ágætasta. Hann átti mikla prýðiskonu góðra mann- kosta og 7 böm eignuðust þau hjón, *'*■ sem öll hafa komizt mjög vel til manns, sæmdarfólk sem foreldrarn- ir. Þeim eru sendar einlægar sam- úðarkveðjur sem og aðstandendum öðrum. Lífsganga góð er á enda mnnin og eftir lifa mætar minningar. Ég færi við hinztu leiðarlok hlýja þökk fyrir samskipti öll, fyrir sam- fylgd við sameiginlegan málstað mikilla væntinga, margra sigra. Kær er send í austurátt kveðja góð, yl og birtu vafín er hin mæt- asta minning mannkostadrengs. Blessuð sé minning hans. Helgi Sejjan. gamanyrði á vör eins og hver fyrir- höfn, hvert ómark væri sjálfsögð skylda. Hugur hans hneigðist snemma að bifreiðum og bifreiðaakstri og þar var hið geðþekka og glaðlynda lipur- menni í essinu sínu. Hann ók flestum tegundum bifreiða um dagana, ók m.a. um alllangt skeið fólksflutn- ingabifreiðum milli Austurlands og Akureyrar og varð vinsæll og vel látinn í því sem öllu öðru er hann tók sér fyrir hendur. Þar komu hans góðu eðliskostir honum vel sem og þeim sem með honum voru í för: Kurteisin, snyrtimennskan og greið- viknin fylgdu honum þar sem alls staðar. Þessi fríði, brosmildi maður varð öllum hugljúfi, léttur í lund og glaðbeittur gekk hann að hveiju verki og hressileiki fylgdi honum og hreif menn með sér. Vinnufús var hann með afbrigðum og vildi helzt alltaf vera að, samvizkusamur og athugull við hvaðeina. Honum fam- aðist vel í lífinu enda varðveitti hann og ávaxtaði vel sitt pund. Hann var um fjölda ára umboðsmaður Olíu- verzlunar Islands á Reyðarfirði og þar var ekki í kot vísað um fyrir- greiðslu alla sem og áreiðanleika í viðskiptum. Þar sem í öðru var Stef- án hinn trausti þegn, sem öllum vildi reynast sem bezt. Stefán Guttormsson var einarður maður í skoðunum m.a. í þjóðmálum, hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum af kappsemi og einlægni og var varamaður þess flokks í sveitar- stjórn um skeið. En Stefán var reiðu- búinn til að leggja hveiju góðu máli lið og öðru fremur vildi hann sjá hag byggðarlags okkar borgið. Öll mín samskipti við þetta ljúfmenni voru hin ánægjulegustu og eru hér þökk- uð sem og ótaldar ökuferðir með honum þar sem ekki var um endur- gjald að ræða. Stefán missti sjón á öðru auga á bezta aldri, en hann lét það í engu á sig fá, þó engan þurfi að undra að áfall hafí verið. Þar kom honum til góða lundin létt og þessi óbilandi kjarkur og áræðið, vil og vol var ekki til í hans orðabók. Hann var fastur fyrir, ef honum þótti nærri skoðunum sínum vegið, en góðvild hans og geðprýði urðu þó ævinlega yfírsterkari, þó skap hans væri heitt undir niðri. Hann eignaðist fjarska góðan förunaut um lífið þar sem hún Dag- mar er, vel verki farin og mikil hús- I móðir. Þau hjón eiga sannkallað sonalán, heimili þeirra hlýlegt og viðmótið vinhlýtt og gestum þangað gott að sækja. Dagmar, sem lifír mann sinn, hefur um langa hríð átt við erfiða vanheilsu að stríða. Henni eru einlægar samúðarkveðjur sendar frá okkur Hönnu sem og sonum þeirra og aðstandendum öðrum. Lokið er lífsgöngu samferða- manns sem átti bjart bros og greið- vikni góða að gefa okkur ásamt iðju- sömu fordæmi sínu. Hinum lífs- glaða, geðþekka þegni margra mætra verka eru sendar hugheilar þakkir fyrir fylgd á ævidegi. Um hann á ég við leiðarlok lýsandi minn- ingamyndir sem merla í muna. Megi ylvermdir ljósgeislar varða veg hans um eilífðarlönd. *- Helgi Seljan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.