Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 8

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞIÐ þurfið ekki að éta á ykkur gat til að komast í fríið með okkar fríkorti herrar mínir, bara blaðra . . . Maður Úrskurðarnefnd um upplýsingamál stunginn með hnífi Ekki skylt að afhenda skýrslu um hvalveiðar MAÐUR var stunginn með hnífi í magann í Austurstræti við Lækjargötu skömmu fyrir kl. fjögur aðfaranótt skírdags. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og gekkst þar undir rannsókn, en hann mun ekki hafa verið lífshættu- lega slasaður. Skömmu síðar þurfti að flytja annan mann með sjúkrabifreið á slysadeild eftir slagsmál í Austurstræti. Fjórir aðilar voru handteknir í kjölfarið og fundust fíkniefni á einum þeirra. Loks voru fimm aðilar hand- teknir í Lækjargötu sömu nótt eftir slagsmál og að hafa unnið skemmdir á leigubifreið. ÚRSKURÐARNEFND um upplýs- ingamál hefur staðfest ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins um að stjórnvöldum sé ekki skylt að af- henda fjölmiðlum skýrslu ráðuneyt- isins um hvalveiðar, þar sem um- fjöllun ríkisstjórnarinnar um hana sé ekki lokið. Skýrslan var afhent sjávarútvegsráðherra í byijun marzmánaðarins. Málsatvik eru þau að sjávarút- vegsráðuneytið synjaði blaðamanni Morgunblaðsins um skýrslu nefndar ráðuneytisins um hvalveiðar. Til stuðnings beiðninni var vísað til upplýsingalaga um _ upplýsinga- skyldu stjórnvalda. í svari ráðu- neytisins við beiðninni segir að starfshópur, sem skipaður hafi ver- ið til að undirbúa tillögu til þings- ályktunar varðandi hvalveiðar Is- lendinga, hafi skilað tillögum sínum til ráðherra, sem hafi kynnt skýrsl- una á fundi ríkisstjórnar. Jafnframt að umfjöllun ríkisstjórnarinnar sé ekki lokið og er vísað til l.tl. 4.gr. upplýsingalaga, þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnis- greina á ráðherrafundum og skjala, sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Almannahagsmunir í niðurstöðu úrskurðarnefndar kemur fram að markmið l.tl. 4.gr. sé, með tilliti til almannahagsmuna, að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að þeim sé skylt að veita al- menningi aðgang að gögnum, sem tekin hafa verið saman. Bent er á að það sé mat ráðuneytisins að ákvörðun um að leggja þingsálykt- unartillögu fyrir Alþingi um hvort hvalveiðar hefjist við Island, sé svo mikilvæg að hún verði ekki lögð fram án þess að ákvörðun um það hafi áður verið rædd í ríkisstjórn. Fram kemur að ráðuneytið hafi upplýst að skýrslan hafi verið tekin saman af fulltrúum fleiri en eins ráðherra og samkvæmt því og með hliðsjón af eðli málsins er ákvörðun ráðuneytisins um synjun staðfest. G I V E N C H Y VOR/SUMAR 1 1 9 9Í7 Str UTSOLU- STAÐIR OG KYNNINGA- DAGAR Apótek Vesturbæjar 3.4. fim. Torella, Laugavegs Apótek 4.4. fös. Rós, Engihjalla 10.4. fim Evita, Kringlunni 11.4 fös Apótek Austurbæjar 17.4 fim Hygea, Kringlunni 25.4 fös Hygea, Kringlunni 26.4 lau. T ryggingayf irtannlæknir Fólk leiti til- boða í réttingar Reynir Jónsson Heilbrigðisráðherra setti um áramótin nýjar reglur um greiðslu kostnaðar við tannréttingar 20 ára og yngri. Gert er ráð fyrir að hlutfallið verði að jafnaði um 35% af útlögðum kostnaði við eðlilega með- ferð, hæst 70 þúsund krón- ur. Eru þá undanskildar svonefndar forréttingar sem beitt er í minni háttar tilvikum en geta auk þess verið fyrirbyggjandi að- gerðir. „Við vonum að hægt verði að hækka fjárhæðina í 100 þúsund eða sem svar- ar 50% kostnaðar þegar reynsla verður komin á þetta. Samkvæmt eldri reglum var það háð mati eins manns hér hjá Trygginga- stofnun í hvetju einstöku tilfelli hvort viðkomandi hlaut stuðn- ing,“ segir Reynir Jónsson. „Sumir fengu allt að 300.000 krónur, aðrir ekkert. Þessu var breytt þannig að allir sem hefðu það alvarlega tannskekkju að þeir þyrftu á meðferð með föstum tækjum að halda fengju ákveðinn styrk. Það eru ákvæði um að í alvarlegustu tilvikunum, s.s. þeg- ar um klofinn góm er að ræða, verði hægt að ganga lengra í fjárstuðningi.“ - Nú geta forréttingar verið fyrirbyggjandi. Væri þá ekki skynsamlegt að styrkja þær? „Það er ekki lagahemild til að greiða þær og það er í sjálfu sér mjög ankannalegt. Þetta er vandamál sem stafar m.a. af stríði sem varð milli Trygginga- stofnunar og tannréttara fyrir nokkrum árum. í framhaldi af því var lögum breytt og tekið fram að greiða ætti fyrir tann- lækningar aðrar en tannrétting- ar. Þegar greitt hefur verið fyrir dýrar tannréttingar hefur hins vegar verið beitt öðru ákvæði í lögunum. Við erum sem sagt að greiða fyrir meðferð sem hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir með ódýrari aðferðum. Vonandi verð- ur hægt að breyta þessu fyrir næstu áramót og koma forrétt- ingum inn.“ - Hvað eiga foreldrar að gera þegar þeir telja að barn þurfi á tannréttingum að halda? „Það fyrsta er að fá álit hjá fleiri en einum sérfræðingi. Það kostar sáralítið þegar verið er að hugsa um meðferð sem sjaldnast kostar undir 200 þús- und krónum. Eg hef bent á raunverulegt dæmi þar sem þrír sérfræðingar voru allir á því að fjarlægja þyrfti nokkrar tennur en einn taldi það nægja, annar sagði að meðferðin yrði löng og kostaði 200 þúsund, sá þriðji að kostnaður- inn yrði 350 þúsund. Sá fyrsti reyndist hafa rétt fyrir sér og þetta kostaði foreldrana aðeins nokkur þúsund krónur alls. Það getur verið að allir þessir menn hafi í rauninni haft rétt fyrir sér. Fyrir 350 þúsund hefði verið hægt að sjá til þess að tenn- urnar hefðu orðið fullkomnar. Dýrasti tannréttarinn gerir ein- faldlega slíkar kröfur og vill ekki sætta sig við neitt minna en ekki er víst að það hafi endilega verið ósk viðskiptavinarins. Sennilega fékk hann það sem hann vildi ► Reynir Jónsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og námi í tannlækningum við Háskóla íslands 1981. Þá tók við fram- haldsnám í tannholdsfræðum við háskólann í Winnipeg í Kanada 1982-1985. Hann hef- ur síðan starfað við sérgrein sína og kenndi í mörg ár við tannlæknadeildina, einnig á námsárunum í Kanada. Reynir varð tryggingayfirtannlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins í febrúar í fyrra. Eiginkona hans er Ingibjörg Georgsdótt- ir barnalæknir og eiga þau fjögur börn á aldrinum tveggja til nítján ára. fyrir aðeins fimm þúsund krónur. Sjálfir segja sérfræðingarnir að verðmunurinn stafi af því að sumir vinni af meiri nákvæmni en aðrir og þá sé eðlilegt að fólk meti sjálft hve ítarlega það vill að verkið sé unnið, áður en haf- ist er handa.“ - Er þetta ekki óhjákvæmi- lega erfítt val hjá foreldrum? „Einmitt og þess vegna ítreka ég að fólk á að fá álit hjá fleiri en einum sérfræðingi. En við megum ekki gleyma að flestir, sem eru að vísa fólki til tannrétt- ara, fóru ekki sjálfir í tannrétt- ingu, sama er yfirleitt að segja um sérfræðingana sjálfa. Og við, foreldrar barnanna, fórum yfir- leitt ekki í tannréttingu. Þarf samt að rétta tennur í 30-40% barnanna? Það er eðlilegt að spurt sé hve langt eigi að ganga í fullkomnun- aráráttu, hvort leyfa eigi ein- staklingnum að vera með sinn karakter þó að ekki sé um að ræða eitthvert gullinsnið í munn- inum. Við þurfum að greina vel á milli þeirra tilvika sem geta verið hættuleg og hinna þar sem fyrst og fremst eru á ferðinni fagurfræðileg sjónarmið. Fólk á að leita til- boða. Ég vil að fólk fari með ávísunina frá okkur til sérfræðinga og kanni hvað það geti fengið mikið fyrir hana. Það verður að vita með vissu hvað það er að fara út í og átta sig á því hvort það vill nota peningana sína í þessa hluti eða eitthvað annað þarflegt fyrir barnið. Einnig er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því að meðferðin veldur óþægindum, tannhirða er erfið og tímafrek meðan á þessu stendur og stund- um tekst meðferðin ekki sem skyldi.“ Spurning um fullkomn- unaráráttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.