Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________________LISTIR________
Berliner Ensemble logar í
deilum þrátt fyrir velgengni
MARTIN Wuttke, fyrrverandi listrænn stjórnandi leikhússins,
sem Bertold Brecht stofnaði í Austur-Berlín.
LEIKHÚSIÐ Berliner Ensemble
sýnir um þessar mundir tvö leikrit
fyrir fullu húsi. Áhorfendur geta
ekki fengið nóg af Corinna Harfo-
uch í „Evu - ástkonu Hitlers“, sem
er eftir Stefan Kolditz og fjallar
um síðustu stundir Evu Braun. Þá
er ekkert lát á gengi „Hins ómót-
stæðilega frama Arturos Uis“ eftir
Bertold Brecht í uppfærslu Heiners
Múllers heitins, sem hefur verið
sýnt við lofsöng gagnrýnenda í
Berlín og víðar í Evrópu.
En svo virðist sem þessi vel-
gengni dugi ekki til að binda enda
á þær deilur, illindi, úlfúð og böl-
sýni, sem hafa gripið um sig í leik-
húsinu, sem Brecht stofnaði í Aust-
ur-Berlín árið 1949. Berliner En-
semble var í 40 ár rósin í
hnappagati austur-þýskrar menn-
ingar og skiptust á skin og skúrir.
Eftir sameiningu Þýskalands í
október 1990 hefur hins vegar
hver höndin verið upp á móti ann-
arri.
Stgórnandinn gengur út
Síðasta sprenging var í desem-
ber þegar Martin Wuttke, sem ráð-
inn hafði verið listrænn stjómandi
leikhússins, gekk út þótt aðeins
væru liðnir 10 mánuðir af fimm
ára samningi. Stjórn leikhússins
áræddi ekki að ráða eftirmann
hans strax og var sett á fót nefnd
til að fjalla um málið. Hún átti að
skila umsögn í lok mars.
Berliner Ensemble mátti muna
fífil sinn fegurri þegar sameining
Þýskalands átti sér stað. Blóma-
tími leikhússins var fyrstu tvo ára-
tugina eftir stofnun þess. Eftir að
Brecht dó 1956 hélt ekkja hans,
leikkonan Helena Weigel, merkjum
skáldsins á lofti. Þegar hún lést
árið 1971 fór að halla undan fæti.
Næsti leikhússtjóri lenti í ágrein-
ingi við erfingja Brechts. 1977 tók
Manfred Wekwerth við. Hann var
kommúnistablók og hafði hvorki
metnað í frumleika né listrænni
sköpun. Það mátti því búast við
erfiðum umskiptum við sameining-
una, en menn áttu ekki von á því,
sem í hönd fór.
Missætti í stjórn
Brugðið var á það ráð að stofna
fimm manna nefnd árið 1992 og
keypti hver þeirra hlutabréf í leik-
húsinu fyrir málamyndaupphæðj
eða um 200 þúsund krónur. I
nefndinni voru Heiner Múller, leik-
stjóri og leikskáld, Fritz Marqu-
ardt, leikstjóri frá gamla Austur-
Þýskalandi, Peter Zadek, leikskáld
og leikstjóri frá gamla Vestur-
Þýskalandi, og leikstjórarnir Peter
Palitzch og Matthias Langhoff,
sem báðir flúðu austrið í kalda
stríðinu.
Þetta reyndist eldfimur kokk-
teill. Mennirnir fimm komu hver
úr sinni áttinni og sagði Wuttke
að leikhúsið væri allt of lítið til að
þar væri pláss fyrir menn með svo
ólík sjónarmið. Brátt kom í ljós að
baráttan var milli Múllers og Za-
deks: „Það var eins og tvö tígris-
dýr hefðu verið sett saman í lítið
búr,“ sagði Wuttke.
Á endanum gekk Zadek út og
Múller tók að sér að vera leikhús-
stjóri og listrænn stjórnandi. Til-
kynnti hann þá að þaðan í frá yrðu
aðeins leikin verk eftir þrjú leik-
skáld: Brecht, Shakespeare og
Múller.
Múller var hins vegar ekki ör-
uggur í veldi sínu. Leikskáldið
Rolf Hochhut taldi að leikrit sitt
um Vestur-Þjóðveija í austrinu,
„Wessis in Weimar", hefði fengið
illa meðferð þegar það var sett upp
í Berliner Ensemble árið 1993.
Ekki bætti úr skák þegar Múller
neitaði að setja upp fleiri leikrit
eftir hann. Hochhut fór á stjá og
leitaði uppi þá, sem höfðu átt leik-
húsið fyrir heimsstyijöldina síðari,
þegar það hét Theater am Schiff-
bauerdamm. Gerði hann sér lítið
fyrir og keypti bygginguna.
Múller lést í desember 1995 og
uppgjör hans og Hochhuts var því
aldrei til lykta leitt. Leigusamning-
ur Berliner Ensemble rennur út á
næsta ári og þá kemur í ljós hvað
Hochhut hefur í hyggju. Óttast
stjómendur leikhússins tvennt, að
hann kreíjist hærri leigu og geri
að skilyrði að verk hans verði sett
á svið. „Ef við neitum gæti hann
hent okkur út og ég er ekki viss
um að leikhúsið lifði það af,“ sagði
Stephan Wetzel, talsmaður Berlin-
er Ensemble.
Kröfuhörð dóttir
Það er hins vegar dóttir Brechts,
Barbara Brecht-Schall, sem veldur
leikhúsinu mestum vanda um þess-
ar mundir. Hún hefur rétt til þess
að skipta sér af leikstjóra- og leik-
aravali í hveiju einasta leikriti eft-
ir föður sinn í Berliner Ensemble
og hefur nýtt sér hann óspart.
Þegar henni líkaði ekki upp-
færsla Einars Scheefs á „Puntilla
og Matta“ í fyrra ákvað hún að
hann mætti ekki framar leikstýra
Brecht.
Gamanið kárnaði þegar Wuttke
hugðist undirbúa dagskrá til að
halda upp á 100 ára afmæli
Brechts á næsta ári. Hann ætlaði
aðeins að sýna Brecht af þessu
tilefni og lagði fram lista. „Hún
samþykkti aðeins tvö af sjö eða
átta leikritum, sem ég lagði til, og
við þessi tvö setti hún ómöguleg
skilyrði," sagði Wuttke.
CORINNA Harfouch í hlut-
verki Evu Braun á sviði Berl-
iner Ensemble.
Wuttke er þeirrar hyggju að
endurmeta þurfi Brecht til að verk
hans fái nýtt líf. „Hið skrifaða orð
á ekki að vera heilagt," sagði
Wuttke í samtali við dagblaðið
The New York Times fyrir
skömmu. „Það á að vinna með
það. Brecht sagði það sjálfur. En
ef við gerum ekki annað en að
endurtaka það sem hefur verið
gert áður verðum við á endanum
ekki annað en aum útgáfa af
Comedie Francais."
Wetzel sagði að höfundarréttur
væri í gildi í Þýskalandi í 70 ár
eftir dauða höfundarins. „Kannski
væri auðveldast að gera Brecht-
Schall að listrænum stjórnanda,"
sagði talsmaður leikhússins. „Eða
við gætum beðið Christo um að
pakka leikhúsinu inn til ársins
2026. Það væri athyglisvert að sjá
hvað kæmi í ljós ef beðið yrði þang-
að til þá.“
ÞEGAR litið var í Los Angeles
Times seint í febrúarmánuði var í
raun ekki um auðugan garð að
gresja hvað varðaði djasstónleika
ef tekið var mið af því hvar á jarðk-
úlunni ég var staddur. Dave Hol-
land var að vísu með tónleika á
fimmtudagskvöldi einhvers staðar
í Westwood hverfinu og jú — bíðum
nú við. Joshua Redman, ein mesta
uppgötvunin í djassinum á síðari
árum, var með tónleika á Playboy
Jazz festivalinu í Alex Theatre á
sunnudagskvöldi. Þar bar vel í veiði
því nýlega áskotnaðist mér fjórði
sólódiskur Redmans, Freedom in
the Groove þar sem fara saman
viðkvæmar ballöður í latíntakti,
harðsoðið nýbopp og flott sveifla.
Ég var staddur í Los Angeles í
öðrum erindagjörðum en hafði
samband við blaðafulltrúa Red-
mans og falaðist eftir viðtali við
kappann og að sjálfsögðu miða á
tónleikana. Viðtali varð ekki við
komið með svo stuttum fyrirvara
en blaðafulltrúinn útvegaði miða á
fremsta bekk fyrir miðju á tónleik-
ana.
Alex Theatre er helsta stolt
Glendale búa en um 50 mínútur
tekur að aka í þetta snyrtilega
úthverfí Los Angeles frá Holly-
wood. Staðurinn var byggður árið
1925 og tekur 1.400 manns í sæti.
Allt í kringum Alex Theatre eru
veitingastaðir, kaffihús, bókabúðir
og hljóðfæraverslanir.
Tónleikarnir áttu að hefjast kl.
20 en fyrr um daginn var farið í
könnunarferð til Glendale til þess
að leggja leiðina á minnið. Ekkert
mátti fara úrskeiðis um kvöldið
þegar stóra stundin rynni upp.
Tónleikahöllin er á Brand Bo-
ulevard sem liggur þvert á þjóðveg
númer 101. Framan við húsið er
Eilíft líf djassins
Fáir bandarískir djasstónlistarmenn hafa
skotist jafn hratt upp á stjömuhimininn
og Joshua Redman. Guðjón Guðmundsson
sótti tónleika meistarans unga í Los
Angeles á dögunum
upplýstur turn í líki
pálmatrés og stafaði
bláu ljósi frá honum.
Tónleikagestir virtust
flestir vera yfir fer-
tugu og stór hluti
þeirra blökkumenn,
eða afrískir ameríkan-
ir á hreinsuðu máli.
Gestir söfnuðust fyrir
í forgarði tónleikahall-
arinnar og nutu veit-
inga og spjalls í
pálmaskreyttum garð-
inum áður en dyrnar
lukust upp.
Tónleikamir hófust
kl. 20 og fyrst á sviðið
var hljómsveit undir
stjórn hins frábæra trommara
Ndugu Chancler. Með honum léku
Patriee Rushen á píanó, Justo Alm-
ario á saxófón og flautu og Darek
Oles á kontrabassa. Ndugu og
Rushen eru bæði fædd í Los Ange-
les og konan við hlið mér upp-
fræddi mig að Rushen hefði verið
leikfélagi dóttur sinnar. Þá leið
mér eins og á tónleikum heima á
íslandi.
Trommari
trommaranna
Ndugu hefur verið
kallaður trommari
trommuleikaranna og
leikur hans var þeim
er þetta ritar alger
opinberun og eflaust
öllum þeim sem eitt-
hvað hafa fengist við
trommuleik. Hann
leikur á trommur af
brennandi ástríðu,
alltaf vakandi fyrir
alls kyns útflúri,
skiptir um takta og
stíltegundir þegar við
á og um tíma stóð
hann við trommurnar og lamdi þær
af miklu offorsi í einu sólóinu.
Þótt kvartettinn sé skipaður úr-
vals spilurum stal Ndugu senunni.
Kvartettinn er með prógram á Play-
boy Jazz hátíðinni sem kallast Jazz
Classics. Þeir riðu á vaðið með Sol-
ar eftir Miles Davis en Ndugu lék
með honum á sínum tíma ásamt
öðrum stórmennum djassins eins
og Freddie Hubbard, Herbie
JOSHUA
Redman.
Hancock, Joe Henderson og fleir-
um. Einnig var á efnisskránni lög
eftir John Coltrane og ein frumsam-
in latínballaða eftir Almario.
Eftir stutt kaffihlé var gengið í
salinn á ný og var þá búið að fjar-
lægja stóra trommusettið hans
Ndugu og í staðinn var komið mun
einfaldara sett Brians Blade,
trommara í kvintett Joshua Red-
man.
Vildi gerast lögfræðingur
Redman er nokkurs konar per-
sónugervingur fyrir eilíft líf djass-
tónlistar í Bandaríkjunum. Hann
er sonur hins fræga Dewey Red-
man en ætlaði reyndar að ganga
menntaveginn og gerast lögfræð-
ingur. Hann hóf ekki að spila að
ráði fyrr en hann var 18 eða 19
ára og vakti fyrsti diskur hans
mikla athygli. Hann hét Joshua
Redman og kom út 1993. Redman
hafði enga aukvisa með sér í frum-
raun sinni. Pat Metheney lék á
gítar, Charlie Haden á kontrabassa
og Billy Higgins á trommur. Síðar
sama ár kom út Wish og þótti þá
sýnt að Redman hafði skipað sér
á bekk með athyglisverðustu djass-
leikurum samtímans. Eins og Ja-
mes Carter, sem einnig er mikils-
metinn ungur saxófónleikari
vestra, sækir Redman talsvert í
hefðina en hann hefur sýnt að
honum er ekkert heilagt I þessum
efnum. Á Wish var t.a.m. að finna
blúsaða útsetningu af Tears in
Heaven eftir Eric Clapton en á
MoodSwings sem kom út 1994
voru eingöngu lög eftir Redman
og þar heyrðist hann í fyrsta sinn
leika á sópransaxófón. Þarna var
hann líka með sína eigin hljóm-
sveit, bassaleikarann Christian
McBride, Brad Mehldau á píanó
og Brian Blade á trommur. 1995
kom út tvöfaldur hljómleikadiskur
frá Village Vanguard í New York,
Spirit of the Moment en þá hafði
Peter Martin leyst Mehldau af
hólmi og Christopher Thomas
Christian McBride.
Nýju jakkafötin
Seint á síðasta ári kom síðan
út Freedom in the Groove og tón-
leikarnir í Alex Theatre voru ein-
göngu helgaðir tónlist af þeim
diski. Hljómsveitin er hin sama og
á Spirit of the Moment en að auki
hafði bæst við kassagítarleikarinn
Peter Bernstein. Hann hefur m.a.
leikið með tríói hljómborðsleikar-
ans Larry Goldings og saxófónleik-
aranum Lou Donaldson.
Redman var afar líflegur á svið-
inu í nýju jakkafötunum frá
DKNY. Hann tók skemmtileg
dansspor bak við hljómsveitina
þegar hann var ekki sjálfur í sólói.
Nýja djasskynslóðin bandaríska
leggur mikið upp úr sviðsfram-
komu og snyrtimennsku og þykir
sumum sem lítið fari fyrir listrænu
kæruleysi og bóhemlifnaði eins og
tíðkaðist hjá stórstjörnum djassins
sem nú eru farnar að týna tölunni.
Líkt og kvikmyndaleikari eða sjón-
varpsmaður lætur Redman þess
yfirleitt getið hvar hann fái fötin
sín. En alveg óháð því hefur Red-
man miklu að miðla, tónlist hans
er heiðarleg og persónuleg og rök-
rétt framhald af því sem faðir
hans og samtímamenn hans feng-
ust við á árum áður.