Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 2 7 LISTIR Upphafin sæla MYNDOST Norræna húsid/ Listhús Ófcigs MÁLVERK Norræna húsið: Opið kl. 14-19 alla daga til 6. apríl; aðgangur kr. 200. Listhús Ófeigs: Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11—14 til 6. apríl; aðgangur ókeypis. NOKKUR dæmi eru um að lista- menn hafi kosið að sýna á tveimur stöðum samtímis til að gefa list- unnendum færi á að sjá ólíkar hlið- ar á sinni listsköpun, t.d. varðandi efnistök mismunandi viðfangsefna eða meðferð svipaðra efna í ólíkum miðlum. Þannig standa nú yfir tvær sýningar á verkum Sigurðar Þóris Sigurðssonar þar sem getur að líta annars vegar olíumálverk og hins vegar myndir unnar með vatnslitum og gouche. Viðfangsefnin eru mjög í anda þess sem listamaðurinn hefur verið að fást við undanfarin ár - fjarræn manneskjan í upphöfnum sæiureit, þar sem umhverfið er blanda af stílfærðum formum og landslags- minnum. Ólíkir miðlar bjóða hins vegar upp á blæbrigðamun í efnis- tökum, og heildarsvipur sýning- anna hefur þróast nokkuð frá síð- ustu stóru sýningu Sigurðar, sem var í Listasafni ASÍ fyrir rúmum þremur árum. Norræna húsið Hér getur að líta tæplega fjöru- tíu olíumálverk sem flest eru unnin á síðustu tveimur árum, en nokkur eldri fljóta með og veita ákveðið tækifæri til samanburðar. Mynd- efnið er kunnuglegt eins og fyrr segir, en þó má greina nokkrar breytingar sem eru að verða á þessum myndheimi. Frumformin (kúla, kubbur o.fl.) eru sem fyrr áberandi þáttur í myndmálinu, svo jaðrar við ofhlæði á stundum, eins og í „Veraldarsýn" (nr. 30). Þó virðast formin vera víkjandi þáttur í mörgum nýjustu myndanna, t.d. í „Horft til hafs“ (nr. 10), og vægi myndbyggingar, iandslags og mannvera verður meira fyrir vikið. Á sama hátt má segja að sterk- ir og jafnvel skærir litir séu mjög víða ráðandi, eins og t.d. sést í málverkinu „I heitu rúmi“ (nr. 27), en engu að síður er þessi iita- notkun í fullu samræmi við þá heild, sem mótuð er í hverju verki fyrir sig. Landslag er oft mikilvæg- SIGURÐUR Þórir: Hugarburður. 1995. ur þáttur í myndrýminu, og því verður sá draumaheimur sem hér birtist nokkuð raunverulegri en ella. Persónugerðin í myndheimi Sig- urðar hefur lengi verið æði draum- kennd, þar sem mannverur svífa um án mikilla tengsla við um- hverfi sitt. Hér bregður þó fyrir nokkru persónulegri svip á fólkinu á stöku stað, eins og í „Nætur- minning" (nr. 15), sem færir þenn- an fjarræna heim ögn nær áhorf- andanum. Listhús Ófeigs í salnum við Skólavörðustíginn er að finna hálfan þriðja tug mál- verka sem unnin eru með vatnslit- um og gouche, og þó myndefnin séu svipuð og áður er allt yfirbragð verkanna eðlilega mun mildara en í olíumálverkunum. Teikning listamannsins nýtur sín vel í þessum miðli, þar sem útfærsla verkanna er öllu einfald- ari í þessum litlu flötum. Fyrir vik- ið verða mannverurnar í myndun- um raunverulegri en ella, þannig að jafnvel örlar á nokkurri munúð hjá þeim, eins og sést t.d. í „Blás- in glóð“ (nr. 14) og „Ljúf er sú stund“ (nr. 22). Hlutur hins mjúka og gjafmilda í dýraríkinu verður einnig mikil- vægari í þessum miðli. Kýr mynda hina helgu þrenningu (nr. 16), og við þær eru væntingar manna bundnar með einum eða öðrum hætti (nr. 25). Þessi notkun kúnna á sinn þátt í því að sælusvipur þessara tveggja sýninga er nokkru léttari en reynd- in var um síðustu sýningar hjá iistamanninum. Blærinn er bjart- Schumann-hj ónin í Norræna húsinu Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag, miðvikudag, munu þær Guðrún Finnbjarnar- dóttir, mezzósópran, og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó, leika og syngja Liederkreis eftir Robert Schumann og sönglög eftir Clöru Schumann. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Guðrún Finnbjarnardóttir stund- aði nám hjá Rut Magnússon í Tón- listarskólanum í Reykjavík og Dóru Reyndal í Söngskólanum í Reykja- vík og lauk burtfararprófi þaðan vorið 1993. Hún stundaði fram- haldsnám í Boston og í Noregi m.a. hjá Svein Björköy og Oren Brown. Guðrún hefur komiö víða fram sem einsöngvari, sungið í kór íslensku óperunnar, verið félagi í Mótettukór Hallgrímskirkju frá stofnun hans og syngur nú með kammerkórnum Schola Cantorum. Brynhildur Ásgeirsdóttir stund- aði nám hjá Úrsúlu Ingólfsson Brynhildur Ásgeirsdóttir Guðrún Finn- bjarnardóttir ari, gáskinn er meiri og greinilegt að hann hefur gaman af því sem hann er að fást við. Slík ánægja kemur alltaf fram í verkunum sjálfum, og skilar sér um leið til þeirra, sem leitast við að njóta listaverkanna. Eiríkur Þorláksson ÐISENOENŒRAMiCA ggg Stórhðfða 17 við GulUnbní, síml 567 4»44 „Öko-System" sparar allt aS 20% sápu Taumagn: 5 kg VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viSkvæman þvott og ull Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS „Bio kerfi" Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum í staS þrisvar Fassbind og Jónasi Ingimundarsyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk píanókennara- og burtfarar- prófi þaðan árið 1986. Hún stund- aði framhaldsnám í Utrecht og Amsterdam í Hollandi hjá Herman Uhlhorn og Jan Huising. Brynhild- ur starfar nú sem tónlistarkennari í Reykjavík og hefur að auki feng- ist við undirleik og komið fram í flutningi kammertónlistar. Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk tramleiðsla ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ A ÖLLUM ...bjóðum við mest seldu AEGþvonavélina á íslandi á sépstöku afmælisvepði BRÆÐURNIR ÞVOTTAVÉLUM 533 2800 Umboðsmenn:________________________________________________________ Vesturland: Máiningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reyk|anes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.