Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 2 7 LISTIR Upphafin sæla MYNDOST Norræna húsid/ Listhús Ófcigs MÁLVERK Norræna húsið: Opið kl. 14-19 alla daga til 6. apríl; aðgangur kr. 200. Listhús Ófeigs: Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11—14 til 6. apríl; aðgangur ókeypis. NOKKUR dæmi eru um að lista- menn hafi kosið að sýna á tveimur stöðum samtímis til að gefa list- unnendum færi á að sjá ólíkar hlið- ar á sinni listsköpun, t.d. varðandi efnistök mismunandi viðfangsefna eða meðferð svipaðra efna í ólíkum miðlum. Þannig standa nú yfir tvær sýningar á verkum Sigurðar Þóris Sigurðssonar þar sem getur að líta annars vegar olíumálverk og hins vegar myndir unnar með vatnslitum og gouche. Viðfangsefnin eru mjög í anda þess sem listamaðurinn hefur verið að fást við undanfarin ár - fjarræn manneskjan í upphöfnum sæiureit, þar sem umhverfið er blanda af stílfærðum formum og landslags- minnum. Ólíkir miðlar bjóða hins vegar upp á blæbrigðamun í efnis- tökum, og heildarsvipur sýning- anna hefur þróast nokkuð frá síð- ustu stóru sýningu Sigurðar, sem var í Listasafni ASÍ fyrir rúmum þremur árum. Norræna húsið Hér getur að líta tæplega fjöru- tíu olíumálverk sem flest eru unnin á síðustu tveimur árum, en nokkur eldri fljóta með og veita ákveðið tækifæri til samanburðar. Mynd- efnið er kunnuglegt eins og fyrr segir, en þó má greina nokkrar breytingar sem eru að verða á þessum myndheimi. Frumformin (kúla, kubbur o.fl.) eru sem fyrr áberandi þáttur í myndmálinu, svo jaðrar við ofhlæði á stundum, eins og í „Veraldarsýn" (nr. 30). Þó virðast formin vera víkjandi þáttur í mörgum nýjustu myndanna, t.d. í „Horft til hafs“ (nr. 10), og vægi myndbyggingar, iandslags og mannvera verður meira fyrir vikið. Á sama hátt má segja að sterk- ir og jafnvel skærir litir séu mjög víða ráðandi, eins og t.d. sést í málverkinu „I heitu rúmi“ (nr. 27), en engu að síður er þessi iita- notkun í fullu samræmi við þá heild, sem mótuð er í hverju verki fyrir sig. Landslag er oft mikilvæg- SIGURÐUR Þórir: Hugarburður. 1995. ur þáttur í myndrýminu, og því verður sá draumaheimur sem hér birtist nokkuð raunverulegri en ella. Persónugerðin í myndheimi Sig- urðar hefur lengi verið æði draum- kennd, þar sem mannverur svífa um án mikilla tengsla við um- hverfi sitt. Hér bregður þó fyrir nokkru persónulegri svip á fólkinu á stöku stað, eins og í „Nætur- minning" (nr. 15), sem færir þenn- an fjarræna heim ögn nær áhorf- andanum. Listhús Ófeigs í salnum við Skólavörðustíginn er að finna hálfan þriðja tug mál- verka sem unnin eru með vatnslit- um og gouche, og þó myndefnin séu svipuð og áður er allt yfirbragð verkanna eðlilega mun mildara en í olíumálverkunum. Teikning listamannsins nýtur sín vel í þessum miðli, þar sem útfærsla verkanna er öllu einfald- ari í þessum litlu flötum. Fyrir vik- ið verða mannverurnar í myndun- um raunverulegri en ella, þannig að jafnvel örlar á nokkurri munúð hjá þeim, eins og sést t.d. í „Blás- in glóð“ (nr. 14) og „Ljúf er sú stund“ (nr. 22). Hlutur hins mjúka og gjafmilda í dýraríkinu verður einnig mikil- vægari í þessum miðli. Kýr mynda hina helgu þrenningu (nr. 16), og við þær eru væntingar manna bundnar með einum eða öðrum hætti (nr. 25). Þessi notkun kúnna á sinn þátt í því að sælusvipur þessara tveggja sýninga er nokkru léttari en reynd- in var um síðustu sýningar hjá iistamanninum. Blærinn er bjart- Schumann-hj ónin í Norræna húsinu Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag, miðvikudag, munu þær Guðrún Finnbjarnar- dóttir, mezzósópran, og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó, leika og syngja Liederkreis eftir Robert Schumann og sönglög eftir Clöru Schumann. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Guðrún Finnbjarnardóttir stund- aði nám hjá Rut Magnússon í Tón- listarskólanum í Reykjavík og Dóru Reyndal í Söngskólanum í Reykja- vík og lauk burtfararprófi þaðan vorið 1993. Hún stundaði fram- haldsnám í Boston og í Noregi m.a. hjá Svein Björköy og Oren Brown. Guðrún hefur komiö víða fram sem einsöngvari, sungið í kór íslensku óperunnar, verið félagi í Mótettukór Hallgrímskirkju frá stofnun hans og syngur nú með kammerkórnum Schola Cantorum. Brynhildur Ásgeirsdóttir stund- aði nám hjá Úrsúlu Ingólfsson Brynhildur Ásgeirsdóttir Guðrún Finn- bjarnardóttir ari, gáskinn er meiri og greinilegt að hann hefur gaman af því sem hann er að fást við. Slík ánægja kemur alltaf fram í verkunum sjálfum, og skilar sér um leið til þeirra, sem leitast við að njóta listaverkanna. Eiríkur Þorláksson ÐISENOENŒRAMiCA ggg Stórhðfða 17 við GulUnbní, síml 567 4»44 „Öko-System" sparar allt aS 20% sápu Taumagn: 5 kg VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viSkvæman þvott og ull Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS „Bio kerfi" Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum í staS þrisvar Fassbind og Jónasi Ingimundarsyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk píanókennara- og burtfarar- prófi þaðan árið 1986. Hún stund- aði framhaldsnám í Utrecht og Amsterdam í Hollandi hjá Herman Uhlhorn og Jan Huising. Brynhild- ur starfar nú sem tónlistarkennari í Reykjavík og hefur að auki feng- ist við undirleik og komið fram í flutningi kammertónlistar. Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk tramleiðsla ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ A ÖLLUM ...bjóðum við mest seldu AEGþvonavélina á íslandi á sépstöku afmælisvepði BRÆÐURNIR ÞVOTTAVÉLUM 533 2800 Umboðsmenn:________________________________________________________ Vesturland: Máiningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reyk|anes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.