Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 28

Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Eg sakna æðisins heima“ Elísabet Rónaldsdóttir vinnur við kvik- myndaklippingar í Kaupmannahöfn og hefur hlotið góðar viðtökur á þeim vettvangi. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hana um starf klipparans og muninn á því að starfa á íslandi og í Danmörku. HÚN kom út til Kaupmannahafnar til að klippa barnamynd hjá Nord- isk Film og bjóst ekki við að hafa vinnu nema þá mánuði sem vinnan tæki, svo hún kom sér fyrir í Sví- þjóð þar sem foreldrar hennar búa. Síðan eru liðin tvö ár og Elísabet Rónaldsdóttir hefur haft meira en nóg að gera síðan við klippingar. Hún býr enn í Málmey og fer því á milli með flugbátnum eða feij- unni, þegar ekki viðrar fyrir flug- bátinn eins og gerðist I frostakafl- anum í fyrra. Elísabet stýrir klippingum sjón- varpsfréttanna á TV3 og er í þeirri góðu aðstöðu þar að geta fengið frí til að sinna öðrum verkefnum. Eitt þeirra var klipping á heimilda- myndinni „Bandleader", sem fjallar um dönsku hljómsveitina New Jungle Orchestra og hinn einstaka stjórnanda hennar Peter Dorge, sem kom fram ájasshátíðinn Rúrek við mikinn fögnuð. Það vildi reynd- ar svo til að hluti myndarinnar var tekinn á íslandi en það vissi hún ekki fyrr en hún sá upptökur frá Bláa lóninu. Fyrir það starf hlaut hún mikið hrós. í Berlingske Tidende varði Kjeld Frandsen mestum hluta umsagnar sinnar til að hrósa klippingu Elísa- betar. Það gerist annars örsjaldan að klipping fái nokkra athygli í umsögn og ekki var verra að Frandsen er einn virtasti kvik- myndagagnrýnandi Dana. Og frá dönsku kvikmyndastofnuninni, sem fjármagnaði myndina, fékk hún bréf, þar sem henni var þakkað gott starf. Og það eru einmitt heim- ildamyndir sem hún hefur mest gaman af að klippa, segir hún. í starf á fölskum forsendum Elísabet flutti til Suður-Svíþjóð- ar með foreldrum sínum á mennta- skólaárunum, var um skeið í skóla þar, en á íslenska vísu mátti hún ekkert vera að því, heldur fiutti heim til að fara að búa með kærast- anum og eignast barn. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum og vann á skrifstofu skattrann- sóknarstjóra, þegar hún sá auglýs- ingu frá kvikmyndafyrirtækinu Sýn hf. eftir símastúlku sem ekki reykti. Á þeim forsendum réð Hjálmtýr Heiðdal, framkvæmda- stjóri Sýnar, hana. Þetta með reyk- ingarnar var nú ekki alveg sann- leikanum samkvæmt, því Elísabet reykti, en vinnuna fékk hún. Einhvern veginn hætti hún svo að svara í símann, en fór í önnur störf hjá fyrirtækinu og það kveikti í henni löngun til að læra eitthvað tengt kvikmyndagerð. Fyrir hvatningu Hjálmtýs og Sýnar varð það ofan á að Elísabet fór á International Film School í London. Hjálmtýr studdi hana með því að greiða fyrir hana farið út og sú hvatning var ómetanleg, seg- ir Elísabet. Á þessum skóla hafa flestir íslendingar, menntaðir í London, lært og þar einbeitti hún sér að kvikmyndatöku. Eftir þijú ár í London ákvað Elísabet að halda heim á leið og fara að vinna þar. Á íslandi er kýlt á það - í Danmörku er fundað Á íslandi vann hún svo í nokkur ár, vann við auglýsingakvikmyndir og allt, sem hún komst í tæri við. Vann úr sér lifrina, ségir hún, „því þannig vinna íslendingar. Það er gott að vinna í Kaupmannahöfn, en ég sakna æðisins heima. Ef ég sit enn við vinnu kl. 18.30 líta Danimir undrandi á mig og spyija hvort ég ætli ekki að fara að fara heim. Heima datt andlitið af fólki, ef maður stóð upp til að fara heim kl. 22.30.“ Það hefur heldur ekki farið fram- hjá Elísabetu að Danir leggja mikla vinnu í undirbúning allra fram- kvæmda. „Heima er alltaf auðvelt að leysa málin. Það er alveg sama þó að efnahagskerfi hrynji, snjó- fljóð falli eða geimverur skjóti upp kollinum; íslendingar vinna alltaf. Það kom kannski einhver hlaupandi til mín um kvöld með stafla af spól- um, sagðist vera búinn að selja sjónvarpinu myndina, en hefði bara gleymt að myndinni ætti að skila á morgun og nú þyrfti að klippa hana. Danir halda hins vegar enda- lausa fundi, fyrst áður en verkið hefst og svo til að sjá hvernig því miðar. Og loks þegar allt er búið og maður heldur að maður sé laus þarf að halda fund til að athuga hvemig til hafi tekist. Og alltaf er boðið upp á bjór, rauðvín, brauð og osta með, sem vísast er ástæðan fyrir fundahöldunum, en þetta er vissulega huggulegt.“ Um þessar mundir er hún að vinna fyrir Cosmo Film, sem heldur upp á fjögurra ára afmæli um þess- ar mundir. Þar er hún að klippa heimildamynd, sem Klaus Kjeldsen hefur gert. Efni myndarinnar eru samskipti í skóla. Dönsk fræðslulög byggja að miklum hluta á uppeldis- fræði og í myndinni er reynt að athuga hvernig sú krafa að nem- endur vinni sjálfstætt kemur út í skólastarfinu. í myndinni hugar Kjeldsen að skólabekk, samskiptum innan hans, við kennarana og kenn- aranna á milli. Myndin er styrkt af Egmont sjóðnum og Kvikmynda- stofnun ríkisins. Viðvarandi panikástand En lífið á einkasjónvarpsstöðinni getur líka gengið hratt fyrir sig og Elísabet nýtur starfsins við klippingu sjónvarpsfréttanna alveg í botn. „Þar lærist að vinna fljótt og hugsa hratt, því fréttirnar eru unn- ar í nokkurs konar viðvarandi panikástandi." i upphafi var hún ráðin á TV3 til afleysinga í þrjár vikur, en nú hefur hún verið þar í tvö ár og hefur þá góðu aðstöðu að hafa fast athvarf, en frí þegar skemmtileg verkefni bjóðast og hingað til hafa það verið nokkrar heimildamyndir, sem hún er hæst- ánægð með. Á íslandi klippti hún meðal ann- ars heimildamynd um Dag Sigurð- arson skáld. Hið skemmtilega við heimildamyndir eru að hennar sögn að þær eru lausari við þann fasta ramma sem leiknar myndir hafa. „Heimildamyndir hafa eigið líf, sem klipparinn reynir að fanga, svo vinnan við þær gengur mikið út á tilfínningu. Hver einasta heimilda- mynd hefur sitt hjarta og klippar- inn þarf að finna út hvemig það slær, sem er ekki auðvelt þegar það er eins og núna. Ég er með áttatíu klukkustundir af efni í höndunum sem ég á að klippa nið- ur í fimmtíu mínútna þátt. Meðan ég vann við „Bandleader" lifði ég og hrærðist í djassi, hlust- aði bara á djass. Núna þegar ég er að klippa myndina um skóla- krakkana haga ég mér eins og krakki, hendi mér upp í sófa og læt mig dreyma. Það er líklega íslend- ingurinn í mér sem gerir það að ég get ekki bara farið heim og verið búin í vinnunni.“ Þótt líf klipparans geti virst svo- lítið einmanalegt við fyrstu sýn, því 1 þeir sitja inni í myrku herbergi úr i tengslum við allt líf fyrir utan, seg- ir Elísabet klipparann upplifa annað líf í staðinn, líf persónanna í mynd- inni. „Klipparinn lifir og hrærist í raunveruleika ókunnugra, sem hann kynnist við að klippa efnið og það er kannski líka þess vegna sem mér fellur betur að klippa ) heimildamyndir um raunverulegt j fólk en leiknar myndir. En munur- inn við að vinna við klippingar hér ^ og á íslandi er að hér er borin virð- ing fyrir starfínu og séð til þess að maður fái að vera í friði. Það er fylgst vel með að maður hafí allt sem til þarf. Klipparinn þarf ekki að gera neitt annað en að klippa, þarf ekki að standa í alls konar öðrum reddingum eins og tíðkast á íslandi. Hér eru klipping- ' ar alvöru starf og vel metnar.“ ELÍSABET Rónaldsdóttir ásamt sonum sínum, Sindra og Mána. Morgunblaðið/Theodór. BJÖRN Jóhannsson, Ólafur Gunnarsson og Stefán V Ólafsson í hlutverkum sínum á æfingu á leikritinu „Deleríum Búbónis“ sem frumsýnt verður 5. apríl næstkomandi. Deleríum Búbónis Borgarnesi. Morgunblaðið. í Borgarnesi Týndur fannst... HUGLEIKARAR bregða á leik í Embættismannahvörfunum. LEIKDEILD Ungmennafélags- ins Skallagríms æfir um þessar mundir gamanleikritið „Delerí- um Búbónis" eftir Jónas Árnason og Jón Múla Árnason undir leik- stjórn Jóns Einars Gústafssonar. Leikritið verður frumsýnt þann 5. apríl næstkomandi í samkomu- húsi Borgnesinga, Félagsmið- stöðinni Oðali. Leikritið „Deleríum Búbónis" er kunnur gamanleikur sem not- ið hefur vinsælda í áratugi en það var síðast sett á svið í Borg- amesi af leikdeild Skallagríms fyrir réttum þrjátíu árum. Þá leikstýrði annar höfundurinn, Jónas Árnason, sýningunni og fór hann einnig með hlutverk jafnvægismálaráðherrans. Mikið er sungið í Ieikritinu og sem dæmi um lög má nefna „Einu sinni á ágústkvöldi" og „Úti er alltaf að snjóa". Leikritið gerist í Reykjavík árið 1960. Ægir Ó. Ægis for- stjóri og jafnvægismálaráðherr- ann, mágur hans, reyna að fresta jólunum til þess að forða sér frá yfirvofandi gjaldþroti. Á sama tíma eyðir eiginkona Ægis öllum peningunum hans í að fjármagna ballett sem dóttir þeirra fer með aðalhlutverk í. T.FTKLIST Tjarnarbíó EMBÆTTISMANNA- HVÖRFIN, HUGLEIKUR Höfundar: Anna K. Kristjánsdóttir, Ármann Guðmundsson Fríða B. And- ersen, Sigrún Óskarsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Unnur Guttormsdótt- ir, V. Kári Heiðdal, Þorgeir Tryggva- son. Leiksljóri: Jón St. Kristjánsson. Leikarar: Sævar Sigurgeirsson, Sig- ríður Lára Sigurjónsdóttir, Jónina Björgvinsdóttir, Ami Friðriksson, Gunnar Halldór Gunnarsson, Hrefna Friðriksdóttir, Unnur Guttarmsdótt- ir, Hulda B. Hákonardóttir, Ævar Isak Sigurgeirsson, Sijja Björk Ólafs- dóttir, Guðrún Ögmundsdóttír, Berg- lind Steinsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hildur Þórðardóttír, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, itoiar Hrólfsson, Jón Om Bergsson, Ólafur Þór Jóelsson, Fríða B Andersen. Tjamarbíói 26. marz. ÉG TEL að allir leikhúsáhuga- menn bíði spenntir sýninga Hug- leiks, a.m.k. ég. En ég er aðeins leikhúsáhugamaður, ekki -menn. Miðvikudagskvöldið 26. marz sl. frumsýndi Hugleikur Embættis- mannahvörfin, leikrit um, einsog nafnið bendir til, embættismanna- hvörf. Ungum manni, Friðþjófi að nafni, er falið að rannsaka hvarf nokkurra embættismanna Reykja- víkurborgar sem lagt hafa leið sína að Korpúlfsstöðum en ekki sézt eftir það. Þegar Friðþjófur kemur þangað bíður hans lítið samfélag sem er meira eða minna úr öllum tengslum við lífið og veruleika þess utan veggja Korpúlfsstaða. Iæikarar stóðu sig almennt vel en voru þó á stundum ansi mistæk- ir. Engu var líkara en sumar per- sónurnar væru enn í mótun. Sævar Sigurgeirsson fór á kost- um í hlutverki hins hálfmisheppn- aða Friðþjófs (eru slíkir menn ekki nefndir lúseranördar á gullaldarís- lenzku?). Sævari tókst ekki bara að gera Friðþjóf hlægilegan í tryggð sinni við kerfið, heldur líka bijóstumkennanlegan. Sigríður Lára Siguijónsdóttir lék Júlíu, ungu stúlkuna sem verður ástfang- in af Friðþjófí. Ekki var mikið í hana lagt af hendi höfundanna, hún var voða svipuð öðrum ungum stúlkum sem falla fyrir Friðþjófum annarra sagna eða leikrita. En Sig- ríður náði að blása í hana lífí og gera hana að stúlku þessa verks. Sagan tók óvænta stefnu eftir hlé, en samt var endirinn nokkuð fyrirsjáanlegur. Alveg er ég viss um, þó að ekkert sé minnst á það , í leikskránni, að einhver innanhúss- maður hjá Þjóðleikhúsinu hafi kom- | ist í lokaatriðið því allir komu fram j og sungu saman lokalagið. Vafa- laust má finna einhvern boðskap í verkinu, en hver hann er verður hver að fínna fyrir sig. Að mínum dómi hefði leikritið sómt sér betur sem atriði á árshá- tíð Ráðhússins en sem sjálfstæð sýning. En það er gaman að geta sezt inn í Tjarnarbíó og talið sér t trú um að veruleiki leiksins sé sá eini sanni. Það breytir samt ekki því að Hugleikur hefur gert betur. | Heimir Viðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.