Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 29

Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 29 LISTIR Hljómsveit sem vert er að taka eftir TONLIST Iþróttaskcmman á Akurcyri SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, Amdís Halla Asgeirsdóttir sópran, Michael Jón Clarke tenór og barítón og 150 manna kór (Kirkjukór Grenivíkurkirlqu, Kór Dalvíkur- kirkju, Kórar Laufáss- og Svalbarðs- sókna, Kór Tónlistarskólans á Akur- eyri, Samkór Svarfdæla). Stjómandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Efnisskrá: Verk fjögurra rússneskra tónskálda og Carmina Burana eftir Carl Orff. 26. mars 1997. MIÐVIKUDAGSKVöLDIÐ 26. mars hélt Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands þriðju tónleika starfsársins í troðfullri íþróttaskemmunni á Akureyri. Rússnesk tónlist Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru hljómsveitarverk eftir fjögur rússnesk tónskáld. Hófust tónleik- arnir á glæsilegum hátíðarforleik eftir Dmitri Shostakovich þar sem blásarar byijuðu af miklum krafti. Hljómsveitin lék verkið af miklu öryggi og um miðbikið, þar sem strengir spiluðu pizzicato, og einnig í unisono-kafla þar á eftir kom fram hve hljómsveitin var samstæð. Næst var fluttur 2. þáttur úr Eldfuglinum eftir Igor Stravinsky. Þetta verk er ólíkt hinu fyrsta því þetta verk er mjög ljúft og þýtt, allt að því angurvært. Mikið er um einleikshluta bæði hjá strengjum og blásurum og skiluðu allir sínu mjög vel. Þriðja verkið var Montagues et Capulet úr Rómeó og Júlíu eftir Sergei Prokofíev. í byijun verksins eru skarpar andstæður milli blás- ara, sem leika sterka og ómstríða hljóma, og strengja, sem svara með mildum hljómum sem sitja eftir er blásararnir hætta. Eftir það taka við léttari hlutar, fyrst mars og síð- an vals. Var þetta verk mjög skemmtilegt áheyrnar og vel flutt. Síðast fyrir hlé flutti hljómsveitin Sverðdansinn eftir Aram Khachat- urian. Þetta er eflaust best þekkta verkið af þeim fjórum sem flutt voru í fyrri hlutanum. í byrjun var hraðinn eitthvað á reiki og virtist sem ekki væru allir hljóðfæraleikar- arnir vissir á tempóinu. Þetta lagað- ist _þó fljótt. Á fyrri hluta tónleikanna lék hljómsveitin alla jafna mjög vel saman og var greinilegt að vel hafði verið unnið. Islensk list falleg gjöf og vinsæl kMIÐARgt 5SKAUT Skólavörðustíg 16 a Sími 561 4090 Carmina Burana Eftir hlé var flutt hið þekkta Carmina Burana eftir Carl Orff. Nú bættist við hljómsveitina um 150 manna blandaður kór skipaður kórfólki úr kirkjukórum báðum megin Eyjafjarðar auk Kórs Tón- listarskólans á Akureyri. Kórarnir æfðu hver í sínu lagi í vetur en saman síðustu vikur. Strax með upphafstónunum var tónninn greinilega gefinn því fyrsti kaflinn, 0 Fortuna, var bæði kröft- ugur og mjög skýr. Þó svo að kór- inn væri svona stór og langt væri milli jaðarraddanna fylgdi hann stjórnandanum mjög vel. Kórinn stóð sig mjög vel en ekki hefði sak- að að karlaraddir væru fjölmenn- ari. Þrátt fyrir að sópran- og tenór- raddir liggi oft mjög hátt hljómuðu þær vel og bar lítið á þvinguðum tóni. í nokkrum köflum söng aðeins hluti kórsins, Coro piccolo, og var þeim söngvurum stillt upp aftast. Yfirleitt náðu raddirnar vel saman en í 3. kaflanum, Veris leta facies, kom fram lítils háttar misræmi milli sóprans og tenórs. í 7. kaflan- um, Floret Silva, fá kvennaraddirn- ar tvisvar erfiðan hljóm sem syngja á örveikt. í fyrra skiptið tókst ekki vel til en í það seinna gekk mun betur. 19. kaflinn, Si puer cum puellula, hefur svolitla sérstöðu. Hann syngja sex karlaraddir, 3 tenórar og 3 bassar, án undirleiks. Bassarnir stóðu sig mjög vel, sérstaklega efsta röddin sem er í raun sólórödd sem krefst mikils raddsviðs. Seinni hluti kaflans var mjög skemmtilega fluttur. Tenórarnir voru ekki eins öruggir og áttu í nokkrum erfiðleik- um. Michael Jón Clarke söng bæði tenór- og barítónhlutverkin í Carm- ina Burana. Flutningur Michaels var hreint frábær í báðum hlutverk- um. í 12. kaflanum, Olim lacus couleram, sem er lýsing svans sem verið er að steikja yfir eldi, beitti Michael leikaralegum tilburðum í raddbeitingu. í inngangi þess kafla er fagottsóló sem var mjög vel út- fært og gaf til kynna hvað í vænd- um var. Þegar tveim af þremur erindum svansins var lokið virðist sem loftræstibúnaði hússins hafi þótt nóg um því hann fór í gang með miklum hávaða og höggum svo stöðva varð tónleikana um stund. Þetta kom ekki mikið að sök því sá staður í verkinu þar sem þetta gerðist var eins og kjörinn fyrir óvænta uppákomu sem þessa. Arndís Halla Ásgeirsdóttir söng sópran. Hún stóð sig frábærlega vel, sérstaklega í 21. kafla, In trut- ina. Rödd hennar er geysilega há og tær og túlkun góð. Verður mjög áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Það verður að teljast mikið þrek- virki hjá kirkjukór að ráðast í að taka þátt í jafn erfiðu verki og Carmina Burana. Á hinn bóginn hlýtur það að vera mikil og dýrmæt reynsla að fá að taka þátt í flutn- ingi sem þessum. Hér á undan hef ég einungis getað lýst hluta af því sem fyrir eyru bar á þessum tónleikum. Loka- niðurstaðan er sú að þessir tónleik- ar voru frábærir. Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands hefur enn á ný sannað að hún er komin til að vera, ekki bara einhver hljómsveit heldur hljómsveit sem vert er að taka eft- ir. Fastur liður í starfsemi hljóm- sveitarinnar frá upphafi er að fá kóra til samstarfs og er það af hinu góða. Verður vonandi framhald á því þar sem áheyrendum gefst kost- ur á að heyra stór kórverk með fullskipaðri hljómsveit. Hlutur stjórnandans í uppgangi hljómsveitarinnar er hreint ekki svo lítill. Guðmundur ÓIi Gunnarsson hefur svo sannarlega sýnt að hann er vel starfi sínu vaxinn. Það að ná saman og æfa fimm ólíka kóra á nokkrum vikum og samæfa síðan með hljómsveit á nokkrum dögum, sýnir að vel hefur verið staðið að undirbúningi. Vonandi nýtur hljóm- sveitin krafta hans sem allra lengst. Jóhann Baldvinsson Uthlutun til atvinnuleikhópa Hermóður og Háðvör fær 8 milljónir í starfsstyrk I UTHLUTUN menntamálaráðu- neytisins til starfsemi atvinnuleik- hópa 1997 hlýtur Hafnarfjarðarleik- húsið Hermóður og Háðvör 8 millj- óna króna starfsstyrk í ár sám- kvæmt tveggja ára samningi, en úthlutað er að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn Leiklistarráðs. Fimm leikhús hljóta styrk til nýrra verkefna. Islenska leikhúsið fær 1,2 milljónir til uppsetningar leikverks að vali hópsins af verk- efnalista leikhússins. Frú Emilía fær sömuleiðis 1,2 milljónir til uppsetn- ingar leikverks að vali hópsins af verkefnalista leikhússins. Tungl- skinseyjan fræ einnig 1,2 milljónir til uppsetningar óperunnar Tungl- OTRULEGT skinseyjunnar. Gallerí Njála fær 750 þúsund til uppsetningar leikritsins Gallerí Njála og Leikhús kirkjunnar fær 750 þúsund til uppsetningar leikritsins Heilagir syndarar. Furðuleikhúsið hlýtur 400 þúsund króna undirbúningsstyrk vegna uppsetningar á bamaleikritinu Ávaxtakarfan. Þrír viðbótarstyrkir voru veittir. Flugfélagið Loftur fær 1 milljón til uppsetningar leikritsins Bein út- sending. Augnablik fær 750 þúsund til uppsetningar á leikverkinu Tristran og ísold og Hvunndagsleik- húsið fær 750 þúsund til nýrrar sýningar á Trójudætrum og Jötnin- Þegar húsgagnin skipta máíi TILBOO á sófasettum og hornsófum 3 einföld dæmi Leðursófasett 3+1+1 Verð áður kr. 239.000,- Verð nú aðeins kr. 189.000.- Full búð af nýjum vörum frá heimsþekktum framleiðendum. Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu þ&ttc /löiiujtt v-ið sporncð í (cy, Val húsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Leðursófasett 3+1+1 _ Verðáðurkr. 229.000.- W Verð nú aðeins kr. 179.000.- Þú sparar kr. 50.000.- Homsófasett 2+H+2 Verðáðurkr. 219.000.- Verð nú aðeins kr. 169.000.- Þú sparar kr. 50.000,- Húsgögnin eru alklædd gæðaleðri Litir: Koníak, grænt, blátt, svart, rautt í Teppabúðinni GEGIVIIEILT PARKET! dir af fyrsta flokks parkeli! 20-30% alsláítnr GEGNHEILT TILBOÐ stu 10 daga i Verðfirá i pr. m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.