Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 37
ahæð
Meðalaldur flósa á Suðurlandi er 32 ár
Allt þvegiö í höndunum
Göturnar eru þröngar, flestar aðeins
moldarstígar en nokkrar með ein-
hverskonar steinhleðslu. Hér er mjög
sérkennileg blanda af frumstæðum
einfaldleika og nútíma tækni. Allt
vatn er borið í brúsum frá lindinni sem
er neðst í þorpinu. Þegar hæðarmun-
urinn er 100 m er enginn hægðarleik-
ur að burðast með 25-30 lítra brúsa
heim. Samt eru það oft börnin sem
eru send eftir vatninu og það er vissu-
lega skrítið að sjá 6-7 ára börn með
byrðar sem eru ekki ijarri þeirra eig-
in líkamsþyngd.
Hér er líka allt þvegið í höndunum
við steinsteypta laug neðan við vatns-
bólin. Sum húsin eru mjög frumstæð,
hituð með brennslu á timbri og þurrk-
uðum jakuxaskít. Á húsunum er eng-
inn reykháfur heldur sér maður
reykinn liðast út með þakskegginu.
Hér eru hins vegar margir nokkuð
vel stæðir eftir velgengni í ferða-
mannabransanum, eða iangan og góð-
an feril sem aðstoðarmenn í fjall-
gönguleiðöngrum. Hér gægjast því
nokkrir gervihnattadiskar upp úr
görðunum og efnuðustu háfjalla-
sherparnir eru í fokdýrum flallafötum
frá Vesturlöndum. Hér er líka raf-
magn. Austurríkismenn byggðu litla
vatnsorkuvirkjun í dal hér fyrir neðan
árið 1983. Rafmagn er því í stærstu
húsunum, en bara á milli kl. 18 og
24. Við njótum þess því að geta hlað-
ið allt rafmagnsdótið úr innstungu í
síðasta sinn í tvo mánuði. Lýsingin
er eingöngu frá 20 W flúorscent per-
um. Philips fyrirtækið gaf sérstakar
sparperur árið 1983, en þær eru allar
löngu sprungnar og allt of dýrar til
þess að unnt sé að endurnýja þær.
Tóm perustæðin eru til vitnis um góð-
vild og gjafmildi sem ekki hafði verið
hugsuð til fulis. Sem betur fer eru
allar raflagnir lagðar í jörð, því loft-
línur hefðu farið illa með ásýnd þorps-
ins.
Nótt á gistiheimili frá
30 krónum
Götulífið hér er litríkt. Götusalar
bjóða fallegan varning frá Nepal og
Tíbet, afgangsbúnað frá fjallaleið-
öngrum, matvöru og fleira, allt í ein-
um hrærigraut. Hér er meira og
minna allt til og það er ótrúlegt að
hugsa til þess að það er allt borið
hingað upp eftir. Verðlagið er ekki
hátt á íslenskan mælikvarða. Nótt á
gistiheimili kostar frá 30 kr. nóttin
fyrir tveggja manna herbergi upp í
300 kr. Kvöldverður er á 30-150 kr.
Hinsvegar er gos og vestrænt sæl-
gæti dýrt enda er um langan veg að
fara. Þannig kostar kókflaska það
sama og tveggja rétta kvöldverður.
í grunnskóla staðarins eru þrír
bekkir með börnum á aldrinum 3-11
ára, stofurnar eru þijár og hver að-
eins um 3x2 m og átta til 10 börn í
hverri. Þegar við heimsóttum skólann
var kennarinn aðeins einn og hafði
hann því í nógu að snúast. Taflan er
gerð úr svartmáluðum viðarfjölum. I
skólanum var mikið sungið og í frí-
mínútum safnast öll börnin út á litla
flöt utan við skólann og syngja þjóð-
sönginn og fara í leikfimi.
Klukkustundar gang fyrir ofan
bæinn er svo einkennilegt stílbrot. Þar
var byggt fyrir nokkrum árum hlaðið
hótei með útsýni yfir Everest. Þar
ganga þjónar um í jakkafötum og það
er hægt að fá súrefni og loftþrýst
herbergi. Herlegheitin kosta hinsveg-
ar 200 dollara nóttin eða 1.000 falt
það ódýrasta í bænum. Hótelið var
byggt fyrir efnameiri ferðalanga sem
ekki gáfu sér tíma til að labba upp
að fjallinu en vildu njóta útsýnis yfir
Everest. Það er ótrúlega stutt flug-
braut rétt hjá hótelinu. Þar lenda
aðeins flugvélar af Pilatus gerð svo
og þyrlur. Okkur leist svo á að rekst-
ur hótelsins gangi ekki vel og heldur
var staðurinn í niðurníðslu.
Við snæddum þar stjarnfræðilega
dýran hádegisverð og virtum fyrir
okkur viðfangsefni næstu vikna og
stórbrotna fegurð fjallanna. Vissulega
má deila um þau áhrif sem svona
stofnun hefur á menningu og þjóðfé-
lag sherpanna en áhrifin eru í raun
ekki svo mikil því meginþorri ferða-
manna og fjallaleiðangra sneiðir hjá
þessu hóteli og kýs meiri nálægð við
innfædda og menningu þeirra.
Byggingarár fjósa
á Suðurlandi
52%
7%
14%
Fyrir 1950- 1966- 1976- 1986-
1950 1965 1975 1985 1996
MAGNÚS H. Sigurðsson bóndi í Birtingaholti.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Óeðlilegt ástand
MÉR kom mest á óvart hvað
ástandið er víða slæmt
hjá bændum. Þeir eru
greinilega í kreppu hvað
varðar viðhald íjósa. Þar hefur mynd-
ast óeðlilegt ástand. Það ætti að vera
hægt að nota þessa skoðun til að
bæta stöðuna. Ef það verður ekki gert
er hrun framundan," segir Magnús
H. Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti í
Hrunamannahreppi, um úttekt á ijós-
um á Suðurlandi sem hann vann að.
Fyrir nokkrum árum voru nokkrar
stofnanir með áform um að gera út-
tekt á byggingarmálum í landbúnaði.
Þegar ekki varð af því ákváðu Búnað-
arsamband Suðurlands og Mjólkurbú
Flóamanna að gera slíka úttekt á fjós-
um á Suðurlandi en hafa hana víðtæk-
ari með því að kanna viðhorf bænda
til ýmissa þátta búrekstrarins. Magn-
ús í Birtingaholti og Sævar Bjarnhéð-
insson í Gýgjarhólskoti tóku að sér
verkið. Skoðuðu þeir öll Qós á Suður-
landi, alls 453, á síðari hluta ársins
1995. Síðan hefur verið unnið úr upp-
lýsingunum og nýlega kom út skýrsla
með helstu niðurstöðum.
Meðalaldur 32 ár
Fjós á Suðurlandi reyndust 32ja
ára gömul að meðaltali. Elstu fjósin
eru í Rangárvallasýslu, meðalbygg-
ingarár þeirra er árið 1963. Athyglis-
vert er að sjá að í Rangárvallasýslu
eru 69% fjósa byggð fyrir ái'ið 1966.
Þetta hlutfall er mun lægra í Árnes-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, en í
báðum tilvikum eru þó um 55% fjós-
anna frá þessum tíma. Búnaður fjós-
anna er einnig gamall. Þannig eru
mjaltakerfi orðin sextán ára í 63%
allra sunnlenskra fjósa.
Þegar á þetta er litið kemur ekki
á óvart að 45% bænda sem afstöðu
tóku töldu að þörf væri á nýbygging-
um vegna mjólkurframleiðslu. Þörfin
reyndist mest í Rangárvallasýslu.
Hins vegar sá enginn þeirra fram á
að hafa örugga fjárhagslega getu til
framkvæmda á næstu fimm árum og
tiltölulega fáir töldu að þeir hefðu lík-
lega möguleika til þess.
í könnuninni kom fram að allvíða
er ónýtt framleiðsiuaðstaða, að með-
altali um 20%. Tæplega þriðjungur
mjólkurframleiðenda taldi stækkun
búsins líklega á næstunni. Flestir vildu
bæta við sig innan við 30 þúsund lítr-
um. í heiidina töldu menn þörf á aukn-
ingu upp á 3,8 milljónir lítra en það
eru liðlega 10% núverandi greiðslu-
marks á búnaðarsambandssvæðinu.
Magnús Sigurðsson segir að marg-
ir bændur horfí með kvíða tii kyn-
slóðaskipta, sjái ekki fram á að neinn
taki við. Telur hann að þetta eigi sér-
staklega við um fólk með 50-80 þús-
und lítra kvóta og gömul fjós. Þar sé
þörf á að byggja upp og kaupa jafn-
framt kvóta.
í úttekt Magnúsar og Sævars kem-
ur í ljós að gerð búnaðar í fjósum
hefur mikil áhrif á gæði framleiðsl-
Fjós á Suðurlandi eru orðin gömul og viðhaldi
ábótavant. Bændur telja sig hins vegar ekki
hafa efni á því að bæta aðstöðuna. Menn sem
gert hafa úttekt á fjósunum telja að hrun sé
framundan ef ekki verði gert átak til að bæta
stöðuna. Helgi Bjarnason kynnti sér málið.
unnar, sérstaklega gerlafjölda. Sést
það til dæmis á mjaltabúnaði en þar
koma gömlu fötukerfin áberandi illa
út. Einnig sést að það er á allan hátt
jákvætt að vera með mjaltabás. Þá
sést að mjólk frá bæjum sem eru með
máluð gólf eða flísar í mjólkurhúsum
er mun betri en frá bæjum þar sem
stéypan er ber en það er enn algeng-
ast á Suðurlandi.
Mjaltabásar bæta framleiðsluna
Magnús segir að hægt sé að bæta
framleiðsluna með ýmsum aðgerðum.
Nefnir hann sem dæmi að víða sé
hægt að byggja við mjaltabása. Vinnu-
aðstaða lagist, bæði fyrir fólk og kýr,
og mjólkin verði í öllum tilvikum betri.
Þetta sé hins vegar nokkuð dýr fram-
kvæmd sem ekki hafi allir efni á.
I heimasveit Magnúsar, Hruna-
mannahreppi, hafa mjaltabásar verið
byggðir við sjö fjós á síðustu árum og
þeir voru fyrir í nokkrum eldri bygg-
ingum. Þetta hefur til dæmis verið
gert við bæði fjósin í Birtingaholti en
þar hafa ungir menn tekið við búskapn-
um. Ragnar sonur Magnúsar er að
mestu tekinn við mjólkurframleiðslunni
og á hinum bænum hefur Sigurður
Ágústsson, bróðursonur Magnúsar,
tekið við búi af föður sínum. Ættliða-
skiptin virðast því ætla að ganga eðli-
lega fyrir sig á þeim bænum.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
FJÓLA Kjartansdóttir og Sigurður Ágústsson sýna nágrönnum sínum notkun tölvutækninnar við mjalt-
ir. Á milli þeirra eru Magnús Gunnlaugsson í Miðfelli og Þórir Ágúst Þórðarson í Syðra-Langholti.
TÖLVUVÆPDUR MJALTABÁS
Auðveldar okkur vinnuna
„MAÐUR er ekki fljótari að mjóika
en það er miklu þægilegi’a því allt
er í vinnuhæð. Svo fá kýmar ágæta
hreyfingu tvisvar á dag,“ segir Sig-
urður Ágústsson, bóndi í Birtinga-
holti. Hann hefur byggt mjaltabás
við gamiilt fjós og náð að bæta með
því vinnuaðstöðuna. Mjaltatækin eru
með tölvuskráningu og segir Sigurð-
ur að það sé til mikilla þæginda.
Sigurður byggði 220 fermetra hús
við fjósið og auk mjaltaaðstöðunnar
er þar nýtt mjólkurhús og aðstaða
til uppeldis geldneyta. Hann segir
að áður hafi verið búið að end-
urnýja fjósið töluvert og nú sé orðin
ágæt aðstaða til mjólkurframleiðslu.
í fjósinu eru 32 básar en Sigurður
segist ætla að auka framleiðsluna
og er byrjaður að kaupa kvóta í
þeim tilgangi. „Nauðsynlegt er að
stækka einingarnar og bæta vinnu-
aðstöðuna," segir hann.
Sigurður keypti nýjustu gerð af
nyaltatækjum fyrir mjaltabása, svo-
kallað undirliggjandi kútakerfi, af
gerðinni SAC. Bætti hann við tölvu
til að auðvelda skráningu og eru
þetta fyrstu tækin sinnar gerðar
hér á landi.
Tölvan skráir dagsnyt og frávik
frá ineðaltali síðustu mælinga,
heildarnyt og dagafjölda frá burði.
Sigurður skráir síðan fitu- og prót-
eininnihald mjólkurinnar sam-
kvæmt yfirlit frá mjólkurbúinu og
þá reiknar tölvan út magn fitu og
próteins frá hverri kú. Inn í tölvuna
er skráður aldur kúnna, fjöldi
burða, hvenær þær bára og daga-
fjöldi siðan, fyrsta beiðsli og hve-
nær þær eru sæddar. Hún reiknar
síðan út hvenær kýrnar eiga að
bera og sendir skilaboð um það í
mjaltabás hvenær kýr á að fara í
geldstöðu, hvenær þurfi að láta
skoða fang og hvenær tímabært sé
að sæða aftur.