Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Krist-
jana Sigurgísla-
dóttir fæddist í
Reykjavík 6. júní
1929. Hún Iést á
Landspitalanum 18.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurgísli
Jónsson, skósmiður,
og Hólmfríður Jóns-
dóttir, húsmóðir.
Sigríður giftist 6.
apríl 1952 Ingimari
Ingimarssyni,
sóknarpresti á Þórs-
höfn, f. 24. ágúst
1929. Þau eignuðust
fimm börn sem eru: 1) Ingimar,
f. 1952, fréttamaður í Brussel,
kvæntur Hólmfríði S. Svavars-
dóttur, starfsmanni hjá EFTA.
Börn þeirra eru: Ingimar, laga-
nemi, Brynhildur og Róbert.
Unnusta Ingimars er Asta Andr-
ésdóttir, laganemi. 2) Þorkell,
f. 1953, kennari, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Gunnþóru
^ H. Ónundardóttur, kennara.
Börn þeirra eru: María Heba,
bókmenntafræðinemi, og Þor-
kell. Unnusti Maríu Hebu er
Kristófer D. Pétursson, kvik-
myndagerðarmaður. 3) Björn,
f. 1954, rekstrarhagfræðingur,
búsettur og starfandi í Mexíkó.
Sambýliskona hans er Sigrún
Jóna Óskarsdóttir, starfandi
sem túlkur í Mexikó. Dóttir
Björns með Elínu Dóru Bald-
ursdóttur, húsmóður í Reykja-
vík, er Kristjana Rán. Börn
- Björns með fv. sambýliskonu,
Helgu Sædísi Rolfsdóttur, fé-
Hún elsku mamma mín yfirgaf
þennan heim þegar klukkuna vant-
aði fimmtán mínútur í sjö að kvöldi
18. mars. Þorkell bróðir minn,
hringdi til mín nokkrum mínútum
eftir andlát hennar. Þessi tíðindi
komu mér ekki á óvart - þar sem
dauðastríð hennar var búið að vara
í nokkrar vikur. En þótt dauðinn
hafi verið henni lausn - kemur
hann alltaf eins og reiðarslag fyrir
okkur sem eftir sitjum, ég var búin
að kvíða þessari stund og gat ekk-
ert gert nema grátið. Dánarstund
hennar var nákvæmlega eins og hún
hefði óskað - mikil ró var á sjúkra-
stofunni - pabbi minn sat við rúm-
stokk hennar og las í bók, Kristín,
mágkona mín, sat við útsaum og
Þorkell, bróðir minn, sat einnig við
lestur, á meðan vorum við hin, börn-
in hennar, að huga að okkar börnum
pg búi, bæði hér heima og erlendis.
í mínum huga var þetta allt í henn-
ar anda, ég sá mömmu fyrir mér
sinna börnum og búi, vinna við
hannyrðir, lesa bókmenntir og
hlusta á fagra tónlist, þess á milli
að hlaupa út í garð og vinna þar -
því auk þess að unna öllum fögrum
listum og fylgjast með öllum nýj-
ungum á þeim vígstöðvum, var hún
sístarfandi. Einnig var hún alltaf
i(i að hjálpa öðrum - það má segja
um hana að hún var gefandi, en
sjaldnast þiggjandi. Hún hafði vel-
ferð okkar fimm barna sinna ætíð
á oddinum - hún fylgdist með öllu
sem við gerðum og var óspör á ráð-
leggingar og aðstoð hvenær sem á
þurfti að halda.
Sl. sumar, þegar við Bjarni þurft-
um að dveljast í London um lengri
tíma með son okkar, Sæmund, sem
gekkst undir erfiða mergskiptaað-
gerð, fóru mamma og pabbi af bæ
norðan af Þórshöfn á Langanesi,
hann frá sínum preststörfum, hún
' - frá heimili þeirra, til þess að sjá um
heimili okkar Bjarna og hugsa um
yngri drengina okkar tvo, Sigurgísla
og Óskar Björn. Þetta gerðu þau
bæði með mikilli gleði og fyrir það
verðum við Bjarni þeim ævinlega
þakklát. Sem dæmi um kjark hennar
og gæsku, lagði hún á sig að fljúga
til London til okkar í haust, og hún
sem hræddist það mest af öllu að
lagsráðgjafa, eru:
Hrafnhildur og
Ingimar Rolf. 4)
Sigurgísli, f. 1956,
tannlæknir í
Garðabæ, búsettur
á Álftanesi, kvænt-
ur Kristínu Guð-
jónsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi. Dæt-
ur þeirar eru: Sig-
ríður, Anna Gyða
og Freyja. 5) Hrafn-
hildur, f. 1957, leik-
skólakennari, bú-
sett í Mosfellsbæ,
starfandi sem dag-
gæsluráðgjafi hjá
Dagvist barna í Reykjavík, gift
Bjarna Óskarssyni, veitinga-
manni. Synir þeirra eru: Sæ-
mundur, f. 1979, d. 1996, Sig-
urgísli og Óskar Björn. Unnusta
Sæmundar var Birta Fróðadótt-
ir.
Sigríður var prestsfrú á Rauf-
arhöfn 1953-1955, á Sauðanesi
á Langanesi 1955-1965, I Vík í
Mýrdal 1965-1980 og á Þórs-
höfn 1980-1997. Jafnframt hús-
móðurstörfum var hún verk-
stjóri við Pijónastofuna Kötlu í
Vík um skeið. í janúar 1985 lauk
hún sjúkraliðanámi og vann við
hjúkrun fram á mitt ár 1995 að
hún lét af störfum vegna veik-
inda.
Útför Sigríðar fór fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík 1.
apríl.
Hennar hinsta hvíla verður
við hlið dóttursonar síns, Sæ-
mundar, í Lágafellskirkjugarði
í Mosfellsbæ.
stíga uppí flugvél. Þarna var Sæ-
mundur okkar orðinn mikið veikur,
dauðvona. Mamma og pabbi komu
út til okkar og studdu okkur og
Sæmund á ómetanlegan hátt ásamt
því að hugsa um heimili okkar í
London og yngri drengina okkar
tvo, þar sem við Bjarni dvöldum öll-
um stundum við sjúkrabeð Sæmund-
ar okkar. Þegar Sæmundur okkar
dó voru báðar ömmur hans og hann
afi hans með okkur. Það þarf ekki
að fara mörgum orðum um hversu
erfitt þetta var fyrir mömmu og
pabba að sjá á eftir barnabarninu
sínu, sem þau elskuðu svo heitt og
átti allt lífið framundan.
í dag erum við öll börnin hennar
mömmu ásamt elsku pabba saman
að fylgja henni síðasta spölinn. Og
er mér hugsað til kvöldsins þegar
hún iést. Elskulegar hjúkrunarkonur
ásamt Kristínu, mágkonu minni, sáu
um að búa um hana mömmu mína
og gera umhverfið sem fegurst fyrir
okkur öll. Þarna áttum við saman
fallega stund. Ég horfði á hana
mömmu mína og uppgötvaði það að
þarna lá prinsessan eða drottningin
í ævintýrunum sem hún sagði mér
þegar ég var barn. í næstu andrá
horfði ég á hann pabba minn og
hugsaði með mér, mikið ósköpin öll
er ég heppin að hafa verið fædd af
þessu fallega, góða merkisfólki.
Pabbi minn talaði þau fallegustu orð
til hennar mömmu minnar sem ég
á ævi minni hef heyrt og vorum við
börnin þeirra þijú ásamt tveim
tengdabörnum svo heppin að fá að
heyra og sjá og vera með honum
pabba mínum þegar hann kvaddi
stúlkuna sína fallegu. Ég hugsaði
með mér, þarna er hann pabbi minn
prinsinn og kóngurinn í ævintýrun-
um hennar mömmu. Ég var svo stolt
vegna þess að ég áttaði mig á því
að þau voru búin að ala af sér fimm
börn, sem öll voru búin að eignast
sína maka, þar með voru börnin
orðin tíu, síðan komu öll barnabörn-
in og í dag, elsku pabbi minn, erum
við tuttugu og fjögur samtals. Þann-
ig að ríkidæmi þitt og mömmu er
mjög mikið og get ég lofað þér því
að þessi hjörð ykkar kemur alltaf
til með að horfa til ykkar með mik-
illi ást og virðingu.
Elsku mamma mín, þú kenndir
mér svo margt og mun það endast
mér til æviloka. Eg vil trúa því sem
þú trúðir alltaf, að til sé líf eftir
þetta líf. Og ég sagði drengjunum
mínum litlu, sem eru þó svo stórir
og sterkir, Sigurgísla og Óskari
Birni, að þú værir núna hjá englun-
um og Guði og þú værir að passa
hann elsku Sæmund, hetjuna okkar
allra. Og veit ég, elsku mamma mín,
að þú ert núna að pijóna á hann
sokka, elda fyrir hann kjöt í karrí
og baka pönnukökur ásamt því að
annast hann fyrir okkur Bjarna.
Gefðu honum stóran koss frá okkur
öllum, sem söknum ykkar beggja svo
ósegjanlega mikið. Mamma mín,
passaðu að hann fari sér ekki að
voða þarna á himnum.
Að lokum vil ég minna þig á það
þegar við tvær sátum saman og lás-
um uppúr ljóðasafni, okkar uppá-
halds ljóðskálds, hans Jóhannesar
úr Kötlum. Mér er minnisstæðast
þegar við lásum „Stjörnufák“, en ég
vil kveðja þig, mamma mín, með
nokkrum erindum úr ljóði Jóhann-
esar „Til mömmu“.
Ég man þá vögguvísu,
er söngstu mér í sál.
Hún býr í bijósti mínu,
sem heilagt huldumál;
hún er það eina í heimi,
sem aldrei reynist tál.
Með bamslegt bros á vörum
þá hjá þér hvíldi ég. -
Ég man, hvað móðurhöndin
var næm og notaleg,
og brennheit bænarorðin,
sem bentu á lífsins veg.
„Ó, Jesú, bróðir besti",
var aðstoð okkar þá.
Og kærleik hans svo hreinan
í svip þínum ég sá,
er heitan lófann lagðir þú
litla vangann á.
Ó, mamma, elsku mamma,
ég hugsa heim til þín.
„ð, Jesú, bróðir besti"
þér sendi ljósin sin -
Og Guð þig gleðji, þegar
þú grætur - vegna mín.
Takk, elsku mamma, fyrir allt.
Þín elskandi dóttir,
Hrafnhildur.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Enn á ný, á svo stuttum tíma,
hefur „maðurinn með ljáinn“ heim-
sótt fjölskylduna okkar og nú hrifsað
burt frá okkur elskulega mömmu,
tengdamömmu og ömmu. Eftir sitj-
um við dofin með sorg og söknuð
sem tæpast er hægt, á þessari
stundu, að sjá að muni nokkurn tím-
ann jafna sig.
Elsku Sísí mín, ekki hefði mig
grunað laugardagskvöldið 1. febrúar
sl. að ég væri í síðasta sinn að heyra
röddina þína hljóma. En nú er það
orðin staðreynd sem ekki verður
umflúin. Á þessum þungbæru tíma-
mótum streyma minningarnar fram
og erfitt er að koma þeim á blað,
því þú varst alltaf svo lífleg og at-
hafnasöm að minningar á blaði virð-
ast fölna. Hugurinn reikar 30 ár
aftur í tímann en þá fékk ég fyrst
að kynnast því hve þér var umhugað
um allt og alla. En þessu átti ég
eftir að kynnast enn frekar því
nokkrum árum síðar varstu orðin
tengdamóðir mín og amma dóttur
minnar.
Framkvæmdagleðin var þér í blóð
borin og það var sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur, allt varð að lista-
verki. Ég gleymi seint þegar þú
stóðst við eldhúsgluggann austur í
Vík og á skammri stundu var útsýn-
ið úr glugganum, lítið fjárhús og
melhólar, orðið að fallegu listaverki.
Sama má segja um alla garðvinnuna
þina, hvert moldarflagið varð að
skrúðgarði þegar hendur þínar höfðu
leikið um það. Ekki fórum við var-
hluta af allri listsköpun þinni því
sauma- og pijónaskapurinn var til
að gleðja ástvini þína. Nú síðast
fyrir jólin í vetur saumaðir þú jóla-
rúmföt handa öllum hópnum, því
allir skyldu fá eins.
Sísí mín, það var ávallt líflegt í
kringum þig. Þú hafðir bæði létta
og skemmtilega lund, varst sérstak-
lega hreinskiptin og réttlætiskennd-
in rík, sagðir alltaf skoðanir þínar
hvort sem fólki líkaði betur eða verr.
Enda var alltaf gott að leita álits
og ráða hjá þér. Þú tókst alltaf svo
mikinn þátt í gleði og sorgum barna
þinna, varst stöðugt vakandi yfir
velferð okkar og hvattir okkur til
dáða. En á einu augnabliki varstu
svipt allri starfsorkunni og lífsgleð-
inni sem einkenndu þig. Það tóku
við langar og strangar vikur en að
lokum sigraði „almættið" og þú
fékkst hvíld frá þjáningunum.
Ég veit þú trúðir að handan hins
jarðneska lífs væri annað líf, því læt
ég fylgja þetta fallega ljóð Helga
Hálfdanarsonar, sem mér finnst
segja það sem ég vildi segja við þig.
Aldrei mætzt í síðasta sinni
sannir Jesú vinir fá.
Hrellda sál, það haf í minni
harmakveðju stundum á.
Þótt vér sjáumst oftar eigi
undir sól, er skín oss hér,
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur finnumst vér.
Þótt vér hljótum hér að kveðja
hjartans vini kærstu þrátt,
indæl von sú oss má gleðja,
aftur heilsum vér þeim brátt.
Hrellda sál, það haf í minni
harmakveðju stundum á:
Aldrei mætzt í síðsta sinni
sannir Jesú vinir fá.
(Helgi Hálfdanarson.)
Elsku besta tengdamóðir mín, ég
vil af alhug þakka þér hve góð og
hjálpsöm þú varst börnunum mínum
og mér sjálfri. Við eigum eftir að
hittast og tökum þá upp þráðinn og
framkvæmum það sem við vorum
búnar að tala um en okkur var ekki
gefinn tími til að gera í þessari jarð-
vist. Elsku Ingimar, við öll höfum
misst svo mikið, en þú þó allra mest.
Við höldum áfram að minnast elsku
stúlkunnar þinnar í bænum okkar
og biðjum henni hvíldar og friðar á
nýjum stað. Hún vakir og sefur með
okkur eins og hún ávallt gerði.
Hafðu þúsund þakkir fyrir allt,
elsku Sísí mín.
Þín tengdadóttir,
Þóra.
Elsku amma mín.
Nú ert þú farin til himna, en ég
veit að við hittumst aftur seinna.
Þó að þú sért farin, er ég enn með
nóg af minningum um þig sem end-
ast mér til margra ára. Ég hugsa
mikið um þig. Ég gleymi því aldrei
þegar þú gerðir samkomulag við
mig um að hætta að naga neglurnar
eða á jólunum ég opnaði fimmta eða
sjöunda pakkann frá ömmu og afa
á Þórshöfn. Þótt við höfum rifist
eins og köttur og mús náðum við
alltaf samkomulagi um allt. Amma
mín, ég og Óskar Björn söknum þín
mikið, en við vitum að þú ert komin
til Sæmundar, bróður okkar. Ég
veit að hann þarfnast þín eins mikið
og við, en þar sem ég og Óskar
Björn eigum mömmu, pabba og afa,
er ég mjög glaður yfir því að þú
sért núna komin í veröldina þar sem
hann Sæmundur, bróðir okkar, er
og ég veit, amma mín, að þú passar
hann vel fyrir mömmu og pabba og
okkur Óskar Björn og Birtu.
Guð geymi þig alltaf, elsku besta
amma okkar.
Þínir ömmustrákar,
Sigurgísli og Óskar Björn.
Að kveðja hana Sísí frænku okkar
fyrir fullt og allt var fjarlægt og
óhugsandi fyrir nokkrum vikum. En
núna er samt sem áður komið að
kveðjustundinni.
Við höfum oft heyrt og sjálfar
notað þessa setningu: mér er orða
vant. Én í fyrsta skipti í dag öðlast
hún líf og raunverulega merkingu.
Vinurinn okkar góði er horfinn og
mun hvorki hringja til þess að láta
okkur stilla á ákveðna útvarpsstöð
SIGRIÐUR
KRISTJANA
SIG URGÍSLADÓTTIR
og hlusta á ákveðinn útvarpsþátt
né mun hún birtast heima hjá okk-
ur, biðjast afsökunar á því að hún
komi svona óvænt, en erindið var
að láta okkur velja á milli munstra
á jólasængurfatasetti, sem hún hafði
að sjálfsögðu. saumað sjálf. Okkur
er raunverulega orða vant en langar
svo mikið að þakka henni Sísí
frænku okkar fyrir allt það sem hún
hefur verið okkur.
Sérstaklega langar hana Kristínu
að þakka henni það að aldrei lét hún
Sísí það aftra sér í samskiptum við
hana og hennar fjölskyldu þótt Atl-
antshafið skildi að. Og þakka henni
að alla tíð átti hún hjá henni heim-
ili hér á íslandi. Mun hún sakna
sárt frænku sinnar og trúnaðarvin-
konu sem hún deildi svo miklu með.
Hólmfríður, sem man ekki eftir
sér án þess að hún Sísí væri stór
partur af tilverunni, getur ekki gert
upp á milli minninganna. Þær eru
frá Vík þar sem hún var tíður gest-
ur um sumur og páska alla sína
bernsku. Þær eru úr Kópavoginum
þar sem mamma hennar og Sísí
bjuggu báðar, en Sísí hélt heimili á
tveimur stöðum í allmörg ár. Ef hún
hitti ekki á mömmu sína á Fífu-
hvammsveginum, gat hún vanalega
gengið að því vísu að hún væri uppi
á Skólatröð hjá Sísí. Og síðast en
ekki síst eigum við sameiginlegar
minningar frá Þórshöfn, þar sem við
frænkurnar áttum ógleymanlega
tíma með þeim Sísí og Ingimari sum-
arið 1995.
Það er margt fólk og svo ótrúlega
breiður og litríkur hópur sem sam-
einast í dag í söknuði eftir þessari
smávöxnu, broshýru, björtu og fal-
legu konu, henni Sísí frænku, sem
alltaf átti nógan tíma fyrir okkur öll.
Við biðjum þess að allt það sem
gott er og fallegt styrki hann Ingi-
mar frænda okkar, börnin þeirra,
tengdabörn og barnabörn við fráfall
hennar og erum jafnframt sannfærð-
ar um að ást hennar til þeirra muni
fylgja þeim um ókomna tíð.
Sjálfar vitum við að óteljandi
skemmtilegar minningar sem við
eigum um hana frænku okkar munu
fylgja okkur alla okkar daga.
Hólmfríður og Kristín.
Við áttum fremur von á því, við
hjónin, að hún Sísí okkar, einsog
maður sagði gjarna, kæmi með vor-
inu í ár austan frá Þórshöfn, kæmi
hingað til okkar með hækkandi sól
og yrði komin hér í nágrennið og
útí garðinn sinn góða nógu snemma
til þess að bjóða blessað sumarið
velkomið í bæinn.
Hún var hálfgerður farfugl að
þessu leyti, hún Sísí okkar, síðustu
árin. Hún sótti til æskustöðvanna
hér syðra þegar hún gat með góðu
móti komið því við, á vit barnanna
sinna og barnabarnanna sem hún
unni svo vel. Henni var þetta áskap-
að: þau áttu hjarta hennar. Því átti
hún sér sumarland síðustu árin,
móðirin, tengdamóðirin og amman,
og sumarlandið var einfaldlega sá
skiki jarðkringlunnar heima sem
heiman þar sem hún gat verið ná-
lægt þessu fólki sínu.
Raunar voru það ekki einungis
hennar nánustu sem nutu góðs af
hinum einlæga og skilyrðislausa vilja
hennar til þess að hjálpa þar sem
hjálpar var þörf. Hún var ótrauð og
óþreytandi hjálparhella vina sinna
þá mest lá á, og svo sannarlega
þurfti smælinginn ekki langt að leita
málsvarans að heldur þegar hún var
nálæg.
Óþarft er að hafa um það mörg
orð hér hve þakklát við hjónin erum
fyrir öll vináttuárin sem við áttum
með henni Sísí okkar og honum Ingi-
mari manninum hennar Ingimars-
syni. Ég sé á bak hollum vini og
mágkonu, Guðný syrgir góða systur
og kæra vinkonu sem hún átti svo
ótalmargt sameiginlegt með. Nú
vottum við Ingimari og fólkinu hans
af öllu hjarta samúð okkar.
Ég má til að lokum að segja hér
frá viðbrögðum lítillar stúlku þegar
hún heyrði að förin hennar frænku
hennar suður til æskustöðvanna
hefði í þetta skiptið orðið sú hinsta.
Sísí var einkar lagin við börn - þau
runnu nánast sjálfkrafa í fang henn-
ar fannst manni stundum - og litla
stúlkan hafði verið í tveimur, þremur