Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÓLAFUR
ÓLAFSSON
+ Ólafur Ólafsson fæddist á
Svarfhóli í Stafholtstungum
8. júní 1944. Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 16. mars síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Akraneskirkju 24. mars.
Elsku stóri bróðir, nú ert þú bú-
inn að kveðja okkur eftir alltof
stutta samveru. Alltaf stóðum við
saman hvað sem á gekk. Ég gleymi
aldrei deginum sem þú fæddist. Ég
átti að vera þæga stelpan, eins og
alltaf, og vera sest við matarborðið
en sat í stiganum og beið. Svo
heyrðist grátur og hann hressileg-
ur, ég var búin að eignast bróður,
þvílíkur léttir, nú hafði ég eitthvað
annað en dúkkur til að vera með,
þetta var 12 á hádegi en 52 árum
og níu mánuðum síðar kvaddi ég
þig. Bernskan okkar var yndisleg,
við vorum svo þæg og róleg. Þó sér
í lagi þú, aldrei gleymi ég páskunum
er þú varst tveggja ára og þú tókst
páskaeggið mitt og borðaðir það.
En geymdir þitt, ekki mátti atyrða
þig því þá varð ég viðskotaill. Og
aldrei gleymi ég því er ég átti að
gæta þín, því mamma var í vinnu-
mennsku og ég bara sex ára kríli.
Er þú týndist en fannst steinsof-
andi eins og Móses forðum í bátnum
niðri á Norðurá. Þú varst svo al-
sæll þyí báturinn ruggaði þér í
svefn. Ég man alltaf hvað þú gerð-
ist snemma snyrtimenni, þú gast
verið í hvítum matrósafötum er
mamma saumaði í 3-4 daga og
ekki sá á þeim. Snemma gerðist
þú dýravinur því einu sinni sem
oftar leitaði mamma að smjörinu
en þú hafðir gefið kettinum það,
hann þurfti að fá það í „mavan“
sinn, það var svo gott. Og snemma
beygðist krókurinn í þá átt er þú
gerðir að ævistarfi þínu. Sjö ára
byggðir þú höll úti á melnum. En
þá vorum við flutt frá Svarfhóli og
Fróðhúsum út í Lambhaga í Skil-
mannahreppi. Alltaf þurftir þú að
hafa kaupa með þér, en það var
aðal bíllinn, alltaf heyrðist á lang-
leið er þú varst að koma, því bíllinn
gaf frá sér svo mörg sérkennileg
hljóð. Svo líða árin og ég fer að
heiman, þú ferð að læra en aldrei
slitnaði á milli okkar og aftur kem
ég heim og þá ert þú orðinn lang-
ferðabílstjóri, og ósjaldan var gömlu
systur boðið með. Arið 1969 færðuð
þið Ásta mér stóra og kæra afmæl-
isgjöf er ykkur fæddist stóri, mynd-
arlegi sonurinn Elías. Árið 1974
tældir þú mig til að fara að læra á
bíl hjá þér, ég bar nú öllu við, en
þú lést þig ekki sem betur fer. Og
1979 skilja leiðir aftur er ég fer í
sveit, ekki slitnaði sambandið fyrir
það, þú komst eins oft og tími þinn
leyfði. En fyrir átta árum fór að
halla undan fæti. Vágesturinn mikli
bankaði á dyr, og neitaði að fara
aftur. Ekki fæ ég skilið þann styrk
er ykkur Ástu var gefínn öll þessi
ár.
Mikið þakka ég fýrir allar stund-
imar er við fengum að vera saman
er þú varst á_E 11 á Landspítalan-
um 1 fyrra. Áttum við þar margar
gleðistundimar þótt þú værir mikið
veikur. Aðallega var nú rætt um
hesta. Hver ætti gæðing og hver
þá lakari. Eins var yndislegt þegar
þú hringdir eldsnemma á morgnana
að mínu mati. Og baðst um svið,
saltkjöt, silung eða kjötsúpu, þá
varst þú það hress að þig langaði
í gamla matinn sem þér fannst svo
góður. Og oft ræddum við um hvað
við ætluðum að gera mikið af sviða-
sultu og hinu og þessu er okkur
datt í hug. Svo komu áramótin og
við Ámi fómm að fara i hesthúsin
fýrir þig. Og alltaf urðum við að
færa þér fréttir þaðan. Við reyndum
að halda þessu í sama horfí og þú
gerðir alltaf sjálfur, svo allt yrði nú
í ffnu standi er þú kæmir og tækir
við hestunum.
Brúnn er bestur hesta,
ber hann reistan makka,
eldsnör aup vaka,
ef að rekk skal bera.
Vöðvar harðir hnykklast,
hratt er skeiðið þrífur.
Ekki er á allra færi
ólmum jó að hleypa.
Jæja, elsku bróðir, ég kveð þig
með hjartans þökk fýrir allt.
Elsku Ásta, Elli, Diddi og
mamma, ég veit hvað söknuðurinn
er sár, guð geymi ykkur og styrki.
Jenný og Árni.
+ Sigríður Þórunn
Jónsdóttir fædd-
ist 7. ágúst 1918 í
Reykjavík. Hún lést
20. mars síðastliðinn
á elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund.
Foreldrar hennar
voru Jón Magnússon
og Hólmfríður Páls-
dóttir. Hún átti átta
systkini.
Eiginmaður
hennar var Guð-
mundur Böðvars-
son, fæddur 28.
október 1905, dáinn
12. ágúst 1980.
Börn hennar eru: 1) Hólmfrið-
ur Jóna Kramer, fædd 26. apríl
1940. Gift Raymond Kramer og
eiga þau tvö börn og fjögur
barnabörn. 2) Jónína
Guðmundsdóttir,
fædd 1. október
1942. Gift Sigurgeiri
Axelssyni, áttu þau
fjögur böm en þijú
eru á lífi, barnabörn
eru fjögur. Einnig
ól Sigríður upp syst-
urson sinn, Pál
Helgason, f. 17.
febrúar 1934. Hann
er giftur Jóninu Sig-
urbjörgu Runólfs-
dóttur og eiga þau
tvö börn og þijú
barnabörn. Páll átti
eina dóttur áður og
á hún tvö börn.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Með þessum orðum viljum við
kveðja elskulega ömmu okkar sem
var okkur svo kær.
Endar nú dapr, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Verkin mín öll og vinnulag
velþóknan hjá þér finni,
en vonzkan sú, sem vann ég í dag,
veri gleymd miskunn þinni.
Þó aupn sofni aftur hér
í þér min sálin vaki.
Guðs son, Jesús, haf gát á mér,
geym mín svo ekkert saki.
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(S. Jónsson frá Presthólum)
Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma.
Guðmundur, Sigríður Mar-
grét, Katrín, Gus og Heidi.
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
JÓNSDÓTTIR
ARNGRÍMUR
GÍSLASON
+ Arngrímur Gíslason var
fæddur á Höfn í Hornafirði
10. ágúst 1919. Hann lést 18.
mars síðastliðinn á Landspítal-
anum í Reykjavík og fór útför
hans fram frá Hafnarkirkju í
Hornafirði 24. mars.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku Aggi, ég mun aldrei
gleyma hve góður þú varst. Hvað
þú tókst vel á móti mér þegar ég
kom fyrst á Höfn til að vinna og
þekkti enga nema ykkur Höddu,
því aldrei var svo keyrt um Höfn
þegar ég var barn og átti heima í
Breiðdalsvík að ekki væri komið
við til að þiggja eitthvað gott í
svanginn hjá ykkur. Við áttum
mjög auðvelt með að tala saman,
ég unglingurinn og þú, fullorðinn
maðurinn, þar var ekkert kyn-
slóðabil. Eftir að Rafn sonur minn
fæddist og við komum í heimsókn
mátti hann helst ekki af þér sjá
meðan við stoppuðum, og ég hugsa
að hann eigi erfítt með að skilja
að þú verðir ekki til staðar næst
þegar við komum í heimsókn.
Elsku Hadda frænka, Stebbi,
Boggi og fjölskyldur, guð veri með
ykkur.
Ragnheiður Rafnsdóttir.
Hann afi á Sólhól er dáinn.
Við systkinin viljum í örfáum
orðum minnast afa og þakka hon-
um fyrir allt sem hann hefur veitt
okkur.
Afí var yfirvélstjóri í frystihúsi
KASK í áratugi og sinnti því starfi
af mikilli óeigingimi. Það var iðu-
lega svarið þegar við spurðum um
afa að hann væri „úti á húsi“ eða
hefði þurft að „skreppa út á hús“
og þá skipti engu hvaða dagur var
eða hvaða tími dagsins, Það má
segja að vinnan hafi verið áhuga-
mál afa og eftir að hann fór að
starfa í kirkjunni fækkaði þeim
stundum sem hann var heima því
kirkjan og allt sem snéri að henni
var honum mikið áhugamál.
Afi var vinur okkar systkinanna
og hluti af daglegu lífí okkar. Við
ólumst upp við það að afí kom
reglulega heim í Hlíðartún með
snúða og vínarbrauð eða upprúll-
aðar pönnukökur sem amma hafði
bakað. Við komum líka oft á Hól-
inn til ömmu og afa, en þar áttum
við vísan samastað þegar mamma
og pabbi voru að vinna. Ef afi var
ekki úti á húsi að vinna eða uppi
í kirkju gaf hann sér alltaf tíma
til að spjalla við okkur. Hann hafði
mikinn áhuga á því sem við vorum
að gera og studdi okkur í því. Já,
það var gott að koma á Hólinn til
ömmu og afa; fá eitthvað í gogginn
hjá ömmu, spjalla við þau og taka
jafnvel í spil.
Þegar við fórum burtu í skóla
fækkaði heimsóknum okkar á Hól-
inn. Það var þó alltaf okkar fyrsta
verk þegar við komum heim í frí
að fara á Hólinn og heilsa upp á
ömmu og afa.
Eftir að námi lauk fluttumst við
eldri systkinin aftur til Hafnar. Þá
var afi hættur í frystihúsinu, en
var í hlutastarfi hjá Kaupfélaginu.
Nú hafði hann enn meiri tíma til
að sinna áhugamálinu sínu, kirkj-
unni, og var meira heima. Við
komum alltaf reglulega á Hólinn,
jafnvel á hveijum degi til að hitta
þau og spjalla yfir kaffibolla. Þeg-
ar langafastrákamir voru með í för
gaf afi þeim ávallt góðan tíma, en
annars voru þeir alltaf það fyrsta
sem afí spurði frétta af.
Nú er afi farinn og við munum
sakna samverustundanna með
honum.
Elsku amma, megi Guð vera
með þér.
Arnbjörg, Hermann
og Katla.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokailaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasima 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
ATVINNU AUGLÝSINGAR
Heilsugæslustöðin
Hólmavík
Laus er staða hjúkrunarforstjóra við heilsu-
gæslustöðina á Hólmavík frá og með 1. júlí
1997.
Upplýsingar veitir Sigurósk, hjúkrunarforstjóri,
í síma 451 3188, heimasíma 451 3435, og Jó-
hann Björn, framkvæmdastjóri, í síma
451 3395.
Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf
og menntun, sendisttil Jóhanns Björns Arn-
grímssonar, framkvæmdastjóra, Borgarbraut
8, 510 Hólmavík.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Heilsugæslan á Hólmavik er H1 stöð, með heilsugæsluseljum á
Drangsnesi og i Norðurfirði. Stöðin þjónar Strandasýslu (nema Bæjar-
hreppi) og innsta hluta Djúps. Fólksfjöldi er um 900 manns. Á stöðinni
er góður starfsandi, þar starfa læknir, hjúkrunarforstjóri í 75% starfi
auk meinatæknis og tveggja sjúkraliða í hlutastarfi. Við leitum að
sjálfstæðum hjúkrunarfræðingi til að taka við fjölbreyttu starfi. Ef
þú hefur einnig gaman af útivist, kannt að meta gönguskiði og vélsleða
ferðir á vetrum og að komast í aðalbláber við bæjardyrnar á haustin,
ættirðu að hafa samband.
Aðstoðarfólk
á bókasafn
Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfsfólk
á bókasafn stofnunarinnar í eftirtalin störf:
1. Starf adstodarmanns við útlán,
afgreiðslu og þjónustu við gesti. Stúdents-
próf æskilegt.
2. Starf aðstodarmanns við frágang,
röðun og umhirðu tímarita, frágang bóka
o.fl.
Um er að ræða f jölbreytt framtíðarstörf
í áhugaverðu og spennandi umhverfi. Leitað
er að samviskusömum og þjónustulunduðum
einstaklingum, sem eiga auðvelt með mannleg
samskipti. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími
kl. 8-16.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofu Liðsauka, sem opin er
kl. 9-14.
Fólk og þekking
Lidsauki ehf. W
Skrifstofustörf
1. Skrifstofustarf hjá útgáfufyrirtæki í
Reykjavík. Um er að ræða starf innan áskriftar-
deildar og felst í ýmsum verkefnum, s.s. inn-
heimtu, skráningu, viðhaldi skráa o.fl. Framtíð-
arstarf í spennandi og lifandi starfsumhverfi.
Vinnutími kl. 9-17.
2. Símavarsla hjá útgáfufyrirtæki í Reykjavík.
Starfiðfelst í símavörslu og móttöku viðskipta-
vina. Leitað er að hressum og þjónustulunduð-
um aðila í gottframtíðarstarf. Vinnutími kl.
9-17.
3. Bókhaldsstarf hjá heildverslun í Reykjavík.
Starfiðfelst í umsjón með bókhaldi, gerðtolla-
pappíra, verðútreikningum o.fl. Um er að ræða
framtíðarstarf hjá góðu fyrirtæki.
Vinnutími kl. 13-17.
Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Liðsauka, sem opin
er kl. 9—14.
Fólk og þekking
Lidsauki ehf.