Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 58

Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 58
58 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 :v Tommi og Jenni Ferdinand Þaðerstærð- Éghefeng- Og síðan er sögu- Éghefeng- Og eftir skólatíma Núhefég fræðipróf hjá okk- ar áhyggjur próf og stafsetn- ar áhyggjur er fyrsti leikurinn áhyggjur . .. ur á morgun .. . ingarpróf .. . okkar ... Nokkur orð um lífeyrissjóði Frá Guðmundi Jóhannssyni: MEÐ STOFNUN lífeyrissjóða, sem komið var á með samningum milli launamanna og vinnuveitenda, var það markmið- ið að veita þeim einstaklingum lifibrauð sem hættir eru störf- um vegna aldurs og einstaklingum sem misst hafa heilsuna og vinnuþrekið svo og fjölskyldum þeirra. Þetta á bæði við hina fijálsu lífeyrissjóði og lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. Fram til þessa hefur uppbygging þessara sjóða byggst á að launþeg- inn hefur greitt 4% af launum sínum og vinnuveitandinn 6%, samtals 10% í sameigilegan sjóð eða sjóði. Eg hygg það skilning flestra að þessir sjóðir, sem ætlaðir eru þeim sem komnir eru út af vinnumarkaðnum, séu eign þessara aðila. Að mínu viti og skilningi er það hárrétt sem fram kemur í leiðara í Morgunblaðinu 18. mars að umrædd 6%, sem vinnuveit- endur greiða, séu hluti af heildar- kjörum launþegans. Og því þeirra eign. Það er því nokkuð sem undirrit- aður og margir aðrir hafa ekki skil- ið eða séð réttlætið í, að þeir sem hagsmuna hafa að gæta, hafi ekkert um sjóðinn að segja. Hvort þeir séu almennt taldir eiliærir eður ei skal ósagt. Það að atvinnurekendur séu mikilsráðandi í stjórn þeirra, jafnast til þess, að þeir gætu með sömu rökum og „rétti“ krafist þess að hafa íhlutun um það hvernig laun- þeginn ráðstafaði launum sínum. Sumum finnst þetta kannski dálítið langsótt, en í raun er hér enginn munur á. Lífeyrissjóðsmál hafa að undan- förnu verið mikið í umræðunni og fyrir nokkru voru samþykkt ný lög fyrir lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna, þar sem um tvennskonar réttindi er að ræða, þ.e. mismikil. Sjálfsagt má með réttu halda því fram að nauðsyn beri til að einhver lágmarkshluti ið- gjalda í lífeyrissjóð gangi til sam- tryggingar; hitt er jafn sjálfsagt að menn fái, að þessum hluta frátöld- um, að ráða sjálfir hvað fólst í því frumvarpi, sem í smíðum var og er trúlega enn, og hleypti verkalýðsfor- ustunni á háa C-ið, og framkvæmda- stjóri almennra Iífeyrissjóða hljóp upp á nef sér með skömmum út í leiðara Morgunblaðsins frá 18. mars. Það verður því ekki tekið hér til umræðu að sinni. Það væri ánægju- legt ef þessir aðilar berðust fyrir því að hinir raunverulegu eigendur sjóð- anna fengju eitthvað um þá að segja. Því miður er reynslan sú að þegar einstaklingurinn er kominn út af vinnumarkaðnum þá er litið á hann af stjórnvöldum og fleiri opinberum aðilum sem réttlausan þjóðfélags- þegn. Þetta er að vissu marki okkur sjálfum að kenna, því að við höfum ekki haldið vöku okkar sem skyldi um samstöðu, en vonandi stendur það til bóta. Auðvitað ætlum við sjálf að hafa í það minnsta ítök í samn- ingsrétti okkar mála, ef ekki að öllu leyti. Því skulum við minnast þess að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunamaður. Blóm í hjarta Akureyrar Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: PARÍS er í hjarta Akureyrar. Allir þekkja það hús, þetta er hús með sögu. Þar hefur ýmislegt ótrúlegt gerzt. Þar er magnað andrúmsloft - en hörkugott andrúmsloft. París er glæsilegt hús, eitt allra fegursta hús á íslandi; turnar tveir í Krón- borgarstíl; innanhúss er framand- legt um að litast, ekki sízt í bo- utique blómanna hjá hofmester Sig- mundi og hans eiginkonu en Sig- mundur (Simmi) var lengi bryti í MA. Simmi eins og hann er kallað- ur á Ak. er slíkur listamaður, að það nær ekki nokkurri átt. Hann gerir allt í listrænni sköpun - hann er fæddur arkitekt; hann er fagur- keri auk þess sem hann er sagður einn besti kokkur í heimi. Það er mál manna, að fæði í MA sé eins gott og maturinn á Savoy. Simmi er kröfuharður á allt, sem lýtur að ytri og innri smekk. Hann til að mynda keypti Beitarhúsin svoköll- uðu eða annexíuna frá gamla MA. Tókst honum með yfirskilvitlegum hætti að breyta hráum húsakynnum í suðrænan varma og sjarma. Þann- ig tók hann á sama hátt heimavist- arhús MA, einkum matsalinn, eld- húsið og búrin og breytti þeim í dýrlegar vistarverur sem skapaði enn betri anda meðal nemenda. Náfrændi Simma er Sigurður heit- inn Þórarinsson gáfnaljós á hæsta stigi og ennfremur á Simmi til austfirzkra að telja (trúlega sjórek- inna Fransmanna) en lífstíll og liststíll Simma er ekki skandinav- ískur. Hann er leifturfljótur í hugs- un og kann að breyta þessu hvers- dagslega og mánudagslega í langa geðþekka helgi, þar sem góður matur er á borðum og fögur lista- verk á veggjum. París, þetta gamla slot, beint í hjarta Akureyrar er með metropólis blæ og vekur slíkt fordæmi að Ak. verður eftirsóttur staður á alla lund sem hann hefur verið á stundum. Og nú glittir í vorið. Það verður örugglega raðað upp borðum og stólum á gangstéttinni og þess not- ið að drekka kaffi eða te í veðurblíð- unni. París í sinni mynd minnir allt- af á gömlu Akureyri. París gefur nú einstakt fordæmi í fegrun stað- arins. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sambvkkia betta. ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.