Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 60

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Háskóli fslands Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 2. til 5. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Miðvikudagurinn 2. apríl: Háskólatónleikar verða haldnir í Norræna húsinu kl. 12.30. Guðrún Finnbjarnardóttir mezzósópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanó flytja Liederkreis eftir Robert Schu- mann og sönglög eftir Clöru Schu- mann. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Fimmtudagurinn 3. apríl: Helga Kress prófessor í almennri bókmenntafræði og forstöðumaður Rannsóknastofu í kvennafræðum flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í Kvennafræðum kl. 12 í stofu 101 í Odda og nefnist fyrir- lesturinn: „En ég er hér ef einhver til mín spyrði“. Umfiöllun um út- gáfu á ljóðum eftir íslenskar konur 1876-1995. Föstudagurinn 4. april: Rannveig Thoroddsen MS-nemi í líffræði flytur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar kl. 12.20 í stofu G-6, Grensásvegi 12 og fjallar fyrir- lestur hennar um „Mynstur og umhverfi í votlendi". Laugardaginn 5. apríl: Kristján Leósson eðlisfræðingur flytur erindi fyrir almenning í sal 3 í Háskólabíó kl. 14 í fyrirlestraröð sem nefnist „Undur veraldar" og er á vegum raunvísindadeildar Há- skólans og Hollvinafélags hennar. Erindi sitt nefndir hann: „Frá raf- eindum til rökrása." Þróun rökrása í tölvum hefur verið örari en nokk- urn óraði fyrir, að stórum hluta vegna þess að sífellt fleiri einingum er þjappað í smáar kísilflögur. Slíkri smækkun rafrása eru þó eðlisfræði- leg takmörk sett og líklegt er að nútíma rásatækni muni renna sitt skeið innan 15 ára. Rafeindatæknin færist þá inn á nýtt svið, inn í heim skammtafræðinnar. Handritasýning Ámastofnunar í Árnagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudög- um frá kl. 14 til 16. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI vikuna 2.-5. april: 2., 3. og 4. apríl kl. 8.30-12.30. Uppsetning TCP/IP-tenginga við alnetið og öryggismál alnetsins. Kennari: Helgi Þorbergsson, Ph.D., tölvunarfræðingur hjá Þróun ehf. Mið. 2. og 9. apríl kl. 8.15- 12.15., alls 8 st. Lífeðlisfræði önd- unar og loftskipta. Kennari: Dr. Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor. 2. -4. apríl kl. 16-19. EES reglur um samkeppni, ríkisaðstoð og opin- ber innkaup. Kennarar: Árni Vil- hjálmsson hrl. og Bjöm Friðfínns- son ráðuneytisstjóri. 3. apríl kl. 13-17. Greiðslumiðl- un á alnetinu. Kennarar: Björgvin Áskelsson, tölvunarfræðingur hjá íslandsbanka hf., og Ríkharður Egilsson, kerfisstjóri hjá Skýrr hf. 3., 10. og 17. apríl kl. 17-19.30. Að skrifa vandaða íslensku. Kenn- ari: Ari Páll Kristinsson málfræð- ingur, forstöðumaður íslenskrar málstöðvar. Haldið á Egilsstöðum á vegum Prestafélags Austurlands 3. og 4. apríl. Sjálfsvígsfræði - með sér- stöku tilliti til sjálfsvíga ungs fólks. Kennarar: Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórisson sálfræðingar. 4. apríl kl. 10-17. Hvernig á að skrifa grein í vísindatímarit? Krókar og keldur. Kennarar: Edward Campion, aðstoðarritstjóri New England Journal of Medieine, Guð- mundur Þorgeirsson yfirlæknir og Magnús Jóhannesson prófessor. Haldið á Akureyri 4. apríl kl. 10-18. Umbætur og gæðastarf. Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu. Kennarar: Guðrún Högnadóttir for- stöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ríkisspítala og Jón Freyr Jóhanns- son rekstrarráðgjafí hjá „Skrefí í rétta átt“. Skráning á námskeiðin er hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands síma 525 4923 eða fax 525 4080. Dagbókin er uppfærð reglu- lega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Fundur um konur og rektorskjör FUNDUR með rektorsframbjóð- endum í Háskóla íslands verður fimmtudaginn 3. apríl á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum, Aþenu og hagsmunafélags kvenna í Félagi háskólakvenna. Hann fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og _er öllum opinn. Á fundinum kynna frambjóðend- ur viðhorf sín til stöðu kvenna og kvennafræða í Háskólanum og hvað þeir hyggjast gera til að bæta þá stöðu ef þeir næðu kjöri. Gert er ráð fyrir fimm til sjö mínútna fram- sögu hvers frambjóðenda auk þess sem gert er ráð fyrir fyrirspurnum úr sal. Vitna leitað LÖGREGLAN í Kópavogi auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð þann 24. febrúar 1997 um kl. 18.45. Þar var ökumaður bifreiðarinnar UT-054, sem er hvítur Audi 80 árg. ’89, að koma frá verslun Axis við Smiðjuveg. Dökkgrárri eða dökkbrúnni Mazda 626 liftback á gömlum skráningarnúmerum var þá ekið utan í framenda bifreiðar- innar UT-054. Ökumaður Mazda bifreiðarinnar ók áfram upp Smiðjuveg án þess að huga að árekstrinum. Ljóst má vera að Mazda bifreiðin hefur skemmst all- nokkuð á hlið við áreksturinn. Tjón eiganda bifreiðarinnar UT- 054 er verulegt og er þess óskað að þeir sem geta gefíð upplýsingar um málið hafí samband við lögregl- una í Kópavogi í síma 560-3039. Flugvallar- hring-urinn genginn í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 2. apríl verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið suður með Tjörninni og um Háskólahverfið yfir á strandstíginn með Skeijafirði og inn undir Naut- hólsvík. Þaðan um skógargötur Öskjuhlíðar og Vatnsmýrina og Hljómskálagarðinn til baka. Hægt er að stytta gönguferðina með því að fara í SVR á ýmsum stöðum. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Lýst eftir bifreið Á LAUGARDAG hvarf bifreið, E-3404, rauðbrún Honda Civic árg. ’88, frá húsi við Beykihlíð, en hún hafði verið skilin þar eftir í gangi um morguninn. Þeir sem orðið hafa bifreiðarinn- ar varir eru beðnir um að láta lög- regluna vita. Afhenti trúnaðarbréf BENEDIKT Jónsson, sendiherra, afhenti hinn 24. mars sl. Vladimir Petrovsky, aðalframkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna, trúnaðarbréf sitt sem fasta- fulltrúi við stofnunina. Þriðjudaginn 25. mars gekk hann á fund Renato Ruggiero, aðalfram- kvæmdastjóra Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar, og tók til starfa sem fastafulltrúi Islands þar. BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson í opna salnum stönsuðu liðsmenn Antons, þeir Jónas P. Erlingsson og Steinar Jónsson, í þremur hjörtum í AV, gegn Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjömssyni: FVRIR síðasta keppnisdag- inn á Islandsmótinu hafði sveit Landsbréfa náð svo góðri forystu að spekingar í kaffisal töldu einsýnt að mótinu væri í raun lokið. En annað kom á daginn. Sveit Landsbréfa tapaði illa gegn Búlka (4-25) og keppinauturinn, sveit Ant- ons Haraldssonar, vann sinn leik 24-6. Anton var þar með kominn tveimur vinningsstigum ofar en Landsbréf. Svo vildi til að þessar tvær svetir áttu að spila saman í síðstu umferð. Antoni dugði jafntefli (15-15), en minnsti sigur hefði tryggt Landsbréfum íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var hnífjafn og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta spili: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD97 ¥ 983 ♦ G843 ♦ K8 Vestur Austur ♦ Á432 ♦ 85 ¥ KG105 llllll y ÁD62 ♦ Á6 111111 ♦ KD102 * 742 ♦ 1093 Suður ♦ G105 ¥ 74 ♦ 975 ♦ ÁDG65 Vestur Norður Austur Suður Steinar Jón Jónas Sævar 1 tígull* Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Út kom spaðagosi, sem Jónas drap strax, tók trompin og síðan þijá efstu í tígli. Þegar gosinn datt ekki, ferigust aðeins níu slagir. Þetta er rétt spila- mennska í bút, en ef menn enda í fjórum hjörtum og fá ekki út lauf, er betra að taka tígulás og svína síðan tíunni. Og það gefur tíu slagi. Björn _ Eysteinsson og Sverrir Ármannsson fóru alla leið í geimið gegn Magnúsi Magnússyni og Pétri Guðjónssyni: Vestur Norður Austur Suður Sverrir Magnús Björn Pétur 1 grand Pass 2 lauf* Dobl 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Eftir dobl Péturs á hálita- spumingunni var vanda- laust fyrir Magnús að leggja af stað með laufkóng. Vöm- in tók þar þijá fyrstu slag- ina og fékk síðan slag á spaða: Einn niður og leik lokið með 16 stigum Antons gegn 14 stigum Landsbréfa. Það hefði dugað Landsbréf- um í 16-14 sigur að vinna þessi fjögur hjörtu. Titillinn hefði þá verið þeirra. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á opna mótinu í Cannes í Frakk- landi í síðasta mánuði. Eng- lendingurinn A. Sum- merscale (2.500), hafði hvítt og átti leik, en gamal- reyndi bandaríski stór- meistarinn Edmar Mednis (2.400) var með svart. 18. Hxg7! - f5 (Eða 18. - Kxg7 19. Hgl-i— Bg5 20. Rxg5 - hxg5 21. Hxg5+ - Kh6 22. Hh5+! - Kxh5 23. Dh7+ og svartur er óveij- andi mát) 19. Dxf4 - Kxg7 20. Hgl + - Kh7 21. Dg3 og svartur gafst upp, þvl hann á ekki við- unandi svar við hótuninni 22. Dg7 mát. New York Open hefst i dag. Meira en 50 stórmeistarar eru skráðir til leiks, þ. á m. þeir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson. 20 skák- menn á mótinu hafa 2.600 skákstig eða meira. Páskaeggjamót Taflfé- lags Kópavogs fer fram í kvöld kl. 20 í félagsheimili TK, Hamraborg 5, 3. hæð. Hvað skyldi verða í verð- laun þar? Skákæfingar TK eru á miðvikudögum kl. 20.00 og á sunnudögum kl. 14.00. Tefldar eru 5-10 mínútna skákir. HVÍTUR leikur og vinnur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Launamál lífeyrisþega KONA hringdi í Velvak- anda og vill hún koma því á framfæri að hún er óhress með að það sé verið að draga elli- lífeyrisþega og öryrkja inn í umræðurnar um kjarabaráttuna. Það sé verið að segja að ekki sé hægt að hækka launin upp í 70 þúsund vegna þess að þá þurfí að hækka hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Henni fínnst að það þurfí að taka tillit til þess að það sé enginn forsvarsmaður fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í þessum samninga- viðræðum. Það ætti að taka tiilit til þess að það séu ellilífeyrisþegar sem byggðu upp það þjóðfélag sem við lifum nú í og að það megi gera betur við þann hóp en gert er. Henni finnst að það ætti að láta samninga gilda lengur en eitt ár hjá þessum hóp því að það skapi óöryggi hjá þeim að ekki sé samið til lengri tíma. Þakkir VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Mig langar að þakka Nirði P. Njarðvík fyrir hans frábæru grein, sem birtist fyrir nokkru í Morgunblaðinu og hét „Riddari ranglætis". Þessa grein ættu ráðherr- ar að lesa og ætti hún raunar að vera skyldu- lesning á Alþingi. Banka- stjórar, sægreifar og aðrir auðmenn svo og atvinnu- rekendur ættu ennfremur að lesa hana. Spyija má hveijir séu náungar þess- ara manna. Það skyldi þá aldrei vera láglaunafóík, sjúklingar, öryrkjar og aldraðir. Spyr sá sem ekki veit. Hvar eru „Riddarar réttlætis?“. María Skagan." Fyrirspurn til borgaryfirvalda JÓHANN er með fyrir- spurn til borgaryfirvalda um það hvers vegna ekki sé opið fyrir almenning í lyftingasalinn í Sund- lauginni í Laugardal. Sammála Víkverja um Frí-kortin INGVI hringdi og var hann ánægður að lesa það sem Víkveiji skrifar þriðjudaginn 25. mars sl. um Frí-kortin. Hann er sammála Víkveija og þakkar honum fyrir góð skrif. mnrnimnm Svart tauveski tapaðist GAMALT, svart tau- veski með ísaumuðu munstri og gylltri smellu tapaðist laugardags- kvöldið 22. mars á Sóloni íslandusi eða í Bankastræti. Skilvfs finnandi hringi í síma 551-6310. Giftingarhringur fannst Giftingarhringur fannst við Leirubakka. Uppl. í síma 557-6535. Hvað er klukkan? ÉG TAPAÐI úrinu mínu þann 20. mars sl. á leið- inni frá Túngötu að Há- skólanum. Það er með rauðri skífu og gylltri teygjuól. Skilvís finnandi hafi samband við Sigrúnu í síma 551-2206. Dýrahald Týnd læða BRÖNDÓTT ellefu mán- aða læða týndist miðvikudaginn fyrir páska frá Bústaðavegi 99. Hún er mjög kelin. Finnandi vinsamlega hringi í síma 588-8683. Fundarlaun. Víkveiji skrifar... ÁSKARNIR eru ár hvert sá árstími sem hvað flestir leggja land undir fót, fara á skíði, gönguskíði, í hálendisferðir, fjalla- ferðir eða hreiðra um sig í sumar- bústöðum og reyna að leggja stund á útivist þaðan þegar færi gefst. íbúar suðvesturhornsins voru sæmilega heppnir þessa páska- helgi, þótt vissulega hefði verið ákjósanlegt að fá fleiri góða daga. Þannig var skínandi veður á skír- dag og skíðafæri hreint með ágæt- um, hvort sem um var að ræða Bláfjallasvæðið, Hengilssvæðið eða Skálafell. Fjölmargir voru í fjöllunum þennan dag og hugsuðu menn gott til glóðarinnar að fá fleiri svona daga. xxx VEÐRIÐ á föstudaginn langa var á hinn bóginn með þeim hætti, að vart var hundi út sig- andi, enda voru skíðasvæðin hvorki opnuð þann dag né á laug- ardag. Páskadagur var svo með allra besta móti, en færið var afar hart. Raunar virðist það vera þannig, samkvæmt því sem starfs- menn í Bláfjöllum upplýstu Vík- veija um á sunnudag, að þegar rignt hefur af slíkum krafti, eins og gerði á föstudag og laugardag, að tilgangslítið er að reyna að troða brautir með snjótroðurum, þar sem snjórinn molnar bara og snjókögglar hlaðast upp, þannig að enn erfiðara er að fóta sig í brekkunum. En þegar líða tók á páskadag, hafði sólin mýkt snjó- inn með þeim hætti, að hið besta færi var komið á nýjan leik. Vík- verji hefur gjarnan látið móðan mása við starfsmenn í Bláfjöllum um að þeir séu ekki nógu dugleg- ir að troða; hann vilji koma að brekkunum troðnum og tilbúnum og hefur Víkverji haldið því fram, að starfsmennirnir gætu hafið vinnudaginn miklu fyrr, til þess að öll aðstaða sé eins og best verð- ur á kosið, þegar lyfturnar opna, venjulega kl. 10 á morgnana. Nú bar svo við um þessa páska, að Víkverji fékk orð í eyra frá starfs- mönnunum, fyrir að vita ekki nógu mikið um, við hvaða aðstæð- ur gott væri að troða brautir. Veðrið og rakastig væri lykilatr- iði, til þess að troðslan ætti að bæta færið. Ekki er alveg útilokað að starfsmennirnir viti mun meira um það en Víkveiji, hvenær það er árangursríkt að troða brekk- urnar í Bláfjöllum, en Víkveiji varð hins vegar hæstánægður, síðdegis á annan dag páska, þegar loksins rofaði aðeins til í fjallshlíð- unum, að þá fóru snjótroðararnir mikinn í hlíðum Bláfjalla og færið batnaði til muna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.