Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 1

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 1
88 SÍÐUR B/C 76. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Ópera í frumskógin- um eftir 90 ára hlé Ringulreið í Kinshasa, höfuðborg Zaire Skæruliðar ná demanta- vinnslu Kinshasa, Lumumbashi. Reuter. Netanyahu býður þríhliða viðræður Skilyrði að hætt verði að byggja FORYSTUMENN Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sögðu í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, myndi ekki mæta til neinna viðræðna við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, nema byggingaframkvæmdum á palest- ínsku landi í Austur-Jerúsalem yrði hætt. Fyrr um daginn hafði Netanyahu lýst sig reiðubúinn að gera tilraun til að ganga frá endanlegum samn- ingi um frið við botn Miðjarðarhafs í þríhliða viðræðum við leiðtoga Palestínumanna og bandaríska ráðamenn í stíl við viðræðurnar sem kenndar voru við Camp David. „Þeir [ísraelar] verða að stöðva byggingaframkvæmdimar í Aust- ur-Jerúsalem og Bandaríkjamenn verða að ábyrgjast að Israelar standi við gerða samninga,“ sagði talsmaður Arafats í gær, aðspurður um uppástungu Netanyahus. Óeirðum linnir ekki Netanyahu orðaði tilboð sitt um þríhliða viðræður í sjónvarpsviðtali við þýzku ríkissjónvarpsstöðina ARD í gær, en hann stendur nú frammi fyrir því að friðarferlið hef- ur stöðvast og óeirðum á Vestur- bakkanum linnir ekki vegna ákvörðunar ísraelsstjórnar um að reisa íbúðarhverfi fyrir gyðinga á hernumdu svæði í útjaðri Austur- Jerúsalem. EFTIR níu áratuga hlé munu nú um helgina ómþýðir tónar óperu- verka eftir Verdi, Rossini og Biz- et leika á ný um sali Amazón- óperuhússins í Manaus í Brasilíu, þegar tveggja vikna löng alþjóð- leg óperuhátíð hefst í húsinu. Söngvarar og tónlistarmenn, sem flytja munu verk á borð við „La Traviata", „Carmen“ og „Rakar- ann frá Sevilla", koma frá Kól- umbusar-leikhúsinu í Buenos Aires og óperunni í Minsk, höfuð- borg Hvíta-Rússlands. Þetta verður í fyrsta sinn í 90 ár sem ópera er flutt í hinu glæsilega óperuhúsi, sem var byggt í lok nítjándu aldar, þegar Manaus var mikill uppgangsstaður vegna vel- gengni gúmmívinnslu á svæðinu. Þegar halia tók undan fæti í þeim iðnaði eftir aldamótin og iðnjöfr- arnir, sem haldið höfðu óperunni gangandi, fóru á hausinn, varð að loka húsinu árið 1907. Að ráðist skyldi verða í að halda þessa óperuhátíð er að þakka eldmóði ungs þýzks fiðlu- leikara, Michael Jelden að nafni, sem komst að tilvist hússins á „flakki um alnetið". Fjölmiðlar í Brasilíu hafa skírt Jelden „Fitz- carraldo hinn nýja“, með tilvísun í fræga kvikmynd Werners Herzog, þar sem Klaus Kinski leikur mann, sem með eldmóði og harðfylgi lætur draum sinn rætast um að byggja óperuhús fyrir indíánana í Amazón-frum- skóginum. BANDAMENN Mobutus Sese Seko, forseta Zaires, bjuggu sig undir það í gær að reka Etienne Tshisekedi, nýskipaðan forsætis- ráðherra stjórnarandstöðunnar, frá völdum en hann útilokaði þá frá ráðherraembættum er hann skipaði nýja stjórn. Ætlaði hann skærulið- um sex ráðuneyti en þeir höfnuðu því. Skæruliðar náðu í gær á sitt vald demantavinnslubænum Mbuji- Mayi en stjórnarhermenn, sem þar voru til varnar, fóru ránshendi um bæinn áður en þeir flýðu. Svo virðist sem ringulreiðin í Kinshasa, höfuðborg Zaire, muni gera fyrirhugaðar friðarviðræður milli skæruliða og stjórnvalda að engu enda mjög óljóst hver fer með formleg völd í landinu. Fulltrúar skæruliða, sem eru komnir til Pret- oríu í Suður-Afríku þar sem viðræð- urnar eiga að fara fram, gáfu full- trúum Zairestjórnar frest til dagsins í dag til að mæta til fundar og s- afríska utanríkisráðuneytið til- kynnti, að viðræðurnar myndu hefj- ast nú fýrir hádegi. Þrengja að Lumumbashi Skæruliðar náðu í gær á sitt vald bænum Mbuji-Mayi, miðstöð demantavinnslunnar í Zaire, en stjórnarhermenn flýðu burt á stoln- um farartækjum eftir að hafa látið greipar sópa um verslanir og híbýli demantakaupmanna. Er nú hring- urinn farinn að þrengjast um Lum- umbashi, næststærstu borg í Zaire og miðstöð koparvinnslunnar í land- inu. Samkvæmt fregnum frá upp- reisnarmönnum sjálfum voru þeir komnir í um 10 km fjarlægð frá borginni í gær. í Kinshasa hafa stuðningsmenn Mobutus forseta, sem hafa meiri- hluta á þingi, blásið til sóknar gegn Tshisekedi, nýskipuðum forsætis- ráðherra úr stjómarandstöðunni. Hafa þeir hvatt til viðræðna við stjórnarandstöðuna um að Tshi- sekedi verði vikið frá en hann hefur reitt sína eigin stuðningsmenn til reiði með því að leysa upp þingið án samráðs við þá. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að taka undir ákall alþjóðlegra mannúðarsamtaka um að stjórnvöld í Zaire, ekki sízt for- ysta uppreisnarmanna Laurents Kabilas, leyfi að starfsmenn þeirra fái óáreittir að koma flóttafólki til hjálpar, sem þeir segja að svelti heilu hungri. Tekizt á um 3.100 störf STARFSMENN samsetningar- verksmiðju Renault í Vilvoorde í Belgíu héldu í gær áfram öflugum mótmælum gegn ákvörðun fyrir- tækisins um að loka verksmiðj- unni. Um 1.000 reiðum verka- mönnum lenti saman við óeirðalög- reglu, sem beitti þrýstivatni og kylfum til að halda aftur af múgn- um, sem vildi ráðast til inngöngu í byggingu þá sem hýsir stjórn hins flæmska hluta Belgíu. Þaðan barst leikurinn að belgíska þinghúsinu og loks höfuðstöðvum fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins; í lok febrúarmánaðar tók stjórn Renault óvænt ákvörðun um að loka verksmiðjunni í Vilvoorde skammt frá Brussel, þar sem 3.100 manns starfa. Ákvörðunin kom flatt upp á starfsmennina, ekki sízt í ljósi þess að hagnaður hefur verið af rekstri verksmiðjunnar. Þeir hafa haldið sig í verksmiðjunni síð- an og halda tilbúnum bílum að verðmæti milljarða króna á valdi sínu. Vinnumáladómstólar í Belgíu og Frakklandi hafa nú veitt bar- áttu verkamannanna stuðning með því að kveða upp úrskurði um að Renault hefði brotið lög með því að ákveða að loka verksmiðjunni án samráðs við fulltrúa starfs- manna. í úrskurði franska dómstólsins, sem felldur var í gær, segir að Renault beri að leita eftir áliti Evr- ópska vinnumálaráðsins áður en fyrirtækið tekur nokkurt skref til viðbótar í átt að lokun verksmiðj- unnar. Renault hyggst áfrýja báðum úrskurðunum og segist ætla að halda fast við ákvörðun sína um að loka verksmiðjunni 31. júlí næst- komandi. Herferð fyrir efna- vopna- sáttmála MEÐ stuðningi fjölda þingmanna og annarra frammámanna úr röð- um repúblikana og forystu hersins hleypti Bill Clinton Bandaríkjafor- seti í gær af stað herferð sem miðar að því að fá öldungadeild Bandaríkjaþings til að staðfesta alþjóðlegan sáttmála um bann við framleiðslu, geymslu og dreifingu efnavopna áður en frestur til þess rennur út 29. apríl næstkomandi. Þá gengur samningurinn í gildi, og þær þjóðir, sem ekki hafa stað- fest hann fyrir þann tíma, munu verða útilokaðar frá þátttöku í al- þjóðlegu eftirliti með framkvæmd samningsins. Utanríkismálanefndin í vegi Staðfesting sáttmálans fyrir hönd Bandaríkjanna hefur strand- að fram að þessu á andstöðu áhrifamikilla repúblikana í öld- ungadeildinni. Þeirra fremstur er Jesse Helms, formaður utanríkis- málanefndar deildarinnar, sem hefur sett upp fjölda skilyrða fyrir samþykktinni, sem hann vill að Bandaríkjastjórn uppfylli fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.