Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEIR hefðu nú kannski sloppið ef þeir hefðu bara haldið sig við landabruggið. En að fara að breyta vatni í vín það var nú einum of gróft vinur . . . RSV-faraldur í rénun á barnaspítala Hringsins ÁSTANDIÐ á barnaspítala Hrings- ins er enn erfítt vegna RSV-veiru- sýkingar, en að undanförnu hafa 10-15 börn með slíka sýkingu legið þar, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sérfræðings í smitsjúkdómum barna. Hann kveðst þó sjá merki þess að faraldurinn sé í rénun. RSV-veirusýking leggst helst á böm á fyrsta ári og lýsir sér í hita, nefrennsli, særindum í hálsi, hósta og astmakenndri öndun. Börn eru lögð inn á sjúkrahús ef öndunarörð- ugleikar eru miklir. Undanfamar vikur hefur faraldurinn verið í há- marki á barnaspítalanum. „Við telj- um að þetta sé í rénun núna, því þrátt fyrir að enn séu 10-15 börn að jafnaði á deildinni, þá koma þau ekki eins ört inn og áður,“ sagði Þórólfur. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu um miðjan mars, þegar far- aldurinn var í hámarki, var gripið til ýmissa ráðstafana til að draga úr smithættu á deildinni. Húsa- kynni spítalans gerðu mönnum hins vegar erfitt um vik. Þórólfur sagði að hann vildi ekki tjá sig um ein- stök tilfelli og erfitt væri að segja um hvar og hvenær börn smitist, en í heildina litið hefði tekist vel að hefta útbreiðslu sýkingarinnar innan spítalans. Þórólfur var inntur eftir því hvort grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana vegna sýkingarhættu á heimilum barna, sem greinast með RSV-veir- una. Hann sagði að ekki væri þörf á sótthreinsun eða aðgerðum af slíku tagi, því veiran lifði stutt utan líkamans. Albönsku feðgarnir heilu og höldnu til Neskaupstaðar Fjölskyld- an sam- einuð á ný ALBÖNSKU feðgarnir Enkelea og Bashkim Vokrri, sem hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, eru komnir heilu á höldnu til Neskaupstaðar eftir að hafa verið innlyksa í höfuð- borginni Tirana í Albaníu í um tvær vikur vegna stjórnleysis þar í landi. Þeim var að vonum vel fagnað af eiginkonu Bashkim, Qerime og dætrunum Lazarela og Marin- ela, en þær höfðu beðið eftir þeim milli vonar og ótta eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Bashkim og Enkelea hófu störf hjá Síldarvinnslu Neskaupstaðar eins og Qerime, en dæturnar tvær ganga í grunnskóla staðar- ins. Að sögn systur Qerime, Lind- itu Óttarsson, sem býr hér á landi Morgunblaðið/Ágúst Blondal FJÖLSKYLDAN sameinuð í Neskaupstað, f.v. Enkelea, Qerime, Bashkim, Marinela og Lazarela. ásamt íslenskum eiginmanni sín- um, líður þeim feðgum vel og eru fegnir því að fjölskyldan skyldi vera sameinuð á ný eftir aðskiln- aðinn. Lindita segir að þeir hafi feng- ið að gista hjá kunningjum í Tir- ana á meðan þeir biðu eftir því að komast úr landi og hafi að mestu haldið sig innan dyra vegna þess ófremdar ástands sem ríkir á götum úti. Þegar svo flugvöllurinn hafi verið opnaður fyrir flugumferð hafi þeim reynst auðvelt að komast af landi brott. Aherslur í menntun Siðferðisgildi tengist náminu Sunita Gandhi SUNITA Gandhi rekur nú einkastofnunina Hnattræn hugtök [Global Concepts] með að- alstöðvar í Bandaríkjunum er vinnur að útbreiðslu menntastefnu þar sem not- uð er reynslan af grunn- skólunum í Lucknow. Lögð er áhersla á heildrænan þroska barnanna. Undir- stöðuþættirnir fjórir í stefnunni eru svonefnd hnattræn hugtök í siðferð- isefnum, námsfæmi, skiln- ingur milli þjóða og samfé- lagsþjónusta, t.d. í um- hverfismálum eða við fá- tæka. Skólar á vegum Hnatt- rænna hugtaka eru nú í um 30 löndum, í Banda- ríkjunum einum eru þeir rúmlega hundrað. -Flestir hljóta að taka undir að þessi hugtök eða gildi séu já- kvæð og svipaðar áhersiur er að finna í menntastefnu margra þjóða. Hvers vegna er þeim ekki fylgt betur eftir? „Ég hygg að litið hafi verið á siðferðisgildi sem sjálfsagða hluti. Þau hafa verið hluti fjölskyldulífs og samfélags og þess vegna ekki talin þörf á að leggja sérstaka áherslu á þau. Þróunin á okkar tímum, einkum eftir að iðnbylt- ingin hófst, hefur umbylt lífshátt- um og siðferðisgildin hafa ein- hvern veginn orðið útundan. Þess vegna hefur orðið til þörf fyrir aðgerðir sem beinast að því að lyfta þeim aftur á stall, gera þau eðlilegan hluta af lífi okkar á ný. Börn kynnast nú margs konar andstæðum skoðunum, gildum og trú, þetta ruglar þau í ríminu. Þetta er eins og garður sem eng- inn sinnir, húsið getur verið fal- legt en á nokkrum árum getur garðurinn fyllst af illgresi ef ekk- ert er að gert. Tilviljun ræður hvað vex í honum.“ -Er til almenn og viðurkennd túlkun á þessum siðferðisgildum? „Það eru til almennt viður- kenndar reglur um ákveðin gildi í mannlegum samskiptum, sam- skiptareglur um góðvild, kurteisi, heiðarleika, fyrirgefningu og rétt- læti. Það er síðan nokkuð mis- jafnt hvernig þessi gildi eru túlkuð í ólíkum menningarheimum en það breytir engu um nytsemd þeirra eða varanleika." -Hvernig eiga kennarar og foreldrar að bæta sig? „Kennarar eru eins og annað fólk, þeir hafa ekki þá siðferðis- legu kjölfestu sem áður var svo algeng. Ég vil ekki nota orðið þjálfun heldur segja að auka þurfi vitund þeirra um að þessi hefð- bundnu gildi séu mikilvæg. Skilin milli skóla og heimilis eru víðast hvar alltof skörp þótt auðvitað sé ljóst að foreldrar megi ekki ráðskast um of með skólastarfið eða kennar- ar annast það uppeldis- hlutverk sem ávallt hlýtur fyrst og fremst að vera á hendi foreldr- anna. Þegar samskiptin takast vel hafa foreldrarnir áhrif og kennar- inn er jafnframt viljugur að hlusta á óskir foreldranna." -Nú kvarta kennarar undan því að stundaskráin sé ofhlaðin, á að bæta uppfræðsiu í siðferðis- giidum ofan á eða feiia eitthvað niður? „Það er ek'.'i verið að bæta við nýrri grein í venjulegum skilningi og að jafnaði þyrfti þetta ekki að kosta meira fé til menntamála sem nokkru nemur. Þetta er aðal- ► Foreldrar dr. Sunitu Gandhi stofnuðu á sjötta áratugnum af Iitlum efnum einkaskólann City Montessori í indversku borginni Lucknow en skólinn er kenndur við ítalskan umbótamann í mennta- og uppeldismálum, Mariu Montessori. Lögð er áhersla á að innræta börnunum siðferðisleg gildi jafnframt hefðbundnu námi og foreldrar stöðugt látnir taka þátt í starf- inu. Alls eru nú nær 20.000 nemendur í 15 skólum af þessu tagi í Lucknow og þykir árang- ur afburða góður. Hafa nem- endurnir oft unnið til alþjóð- legra verðlauna í raungreinum og tekið þátt í ráðstefnum um gæðastjórnun í kennslu. Dóttir hjónanna, sem stödd er hér á landi, er doktor í eðlis- fræði og starfaði árum saman hjá Alþjóðabankanum. lega spurning um hugarfar. For- dæmi kennarans er mikilvægt, einnig skiptir máli að siðferðis- gildi séu höfð í huga við samningu námskrár, að bókmenntir séu t.d. ræddar með siðgerðisgildi þeirra í huga og svo frv. Gott er að skólinn setji sér vel skilgreint markmið, t.d. með ein- kunnarorðum eða slagorði. Gera þarf eðlilegt og eftirsóknarvert fyrir nemendurna að fá áhuga á framtíðarstörfum þar sem tekj- urnar eru ekki eini mælikvarðinn heldur sjálft inntak starfsins." -Þarf að ieggja meiri áherslu á færni í grunngreinum, lestri, skrift og reikningi og á að nota próf til að mæla árangur? „Færni'í grunngreinunum er geysilega mikilvæg en hæfni barna til að læra þessar greinar og byggja frekar á þeim er einnig ótrúlega mikil. Sýna þarf börnum virðingu og láta þau læra með því að kanna umhverfi sitt, hluti og áhöld úr daglegu lífi sínu. Ég vil bæta tveim grunngreinum við þessar þrjár, virðingu og ábyrgð. Agi er grundvallaratriði, ég tel að hann sé þáttur í hugtakinu ábyrgð. Börn hlíta vel reglum ef gagnsemi þeirra er útskýrð. Próf eru bráðnauðsynleg, ég er mjög íhaldssöm í þeim efnum. Þetta er ein af aðferðunum sem nota þarf til að sýna börnum hvað þau kunna með samanburði við ákveðinn mælikvarða. Það er frá- bært að keppa við sjálfan sig, reyna að bæta fyrri árangur. Próf geta hins vegar valdið tjóni þegar þau eru notuð til að bera saman einstaklinga.“ Kennarinn þarf að hlusta á foreldrana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.