Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 11
FRÉTTIR
Aukin tölvuskráning hjá Orðabók Hí
Gefur færi á margs
konar úrvinnslu
Fyrst til
að sigra
í báðum
flokkum
Blackpool. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR hafa staðið sig
frábærlega á danskeppninni sem
nú fer fram í Blackpooi og unnið
til fjölda verðlauna. Meðal þeirra
para sem unnið hafa til verð-
launa eru Benedikt Einarsson og
Bergiind Ingvarsdóttir en þau
unnu sl. miðvikudag í flokki
13-15 ára í suður-amerískum
dönsum.
Benedikt Einarsson og Berg-
lind Ingvarsdóttir hafa dansað
saman síðan 1991. Þau hafa unn-
ið tii fjölda Islandsmeistaratitla
svo og alþjóðlegra. Benedikt hef-
ur einungis verið í dansi í 6 ár
en Berglind í 10 ár og hafa þau
náð ótrúlegum árangri á alþjóða-
vettvangi. Fyrsta alþjóðlega titil-
inn unnu þau í Blackpool fyrir 4
árum er þau unnu keppni í suður-
amerískum dönsum í flokki 11
ára og yngri. Nú hafa þau bætt
við sig sigri í 12-15 ára flokki
og eru þau fyrsta íslenska parið
til að ná þeim árangri að sigra
í báðum þessum flokkum. Fyrir
tveimur árum sigruðu þau einnig
í flokki 12-13 ára hér í Black-
pool.
Sá vetur sem nú er á enda
hefur verið nær samfelld sigur-
ganga, þau sigruðu Intemational
keppnina, Imperial, London
Open og Copenhagen Open og
svo nú þessi frábæri árangur í
Blackpool.
Nú að lokinni keppni hefst
próflestur hjá Benedikt en hann
tekur samræmdu prófin fljót-
lega eftir að heim er komið. En
Berglind er að undirbúa sig und-
ir þátttöku í keppninni um Ford
módel stúlkuna í ár. Annars er
það dansinn og skólinn sem taka
bróðurpartinn af deginum hjá
þeim.
Árangur þeirra er einn sá
besti sem íslenskt íþróttafólk
hefur náð á erlendum vettvangi.
Hverjum þakka þau svo þennan
árangur?
„Mömmu, pabba, systkinum
og kennurum og eins hefur ali-
fuglahúsið Reykjagarður stutt
rausnarlega við bakið á okkur.“
Nú hafa Benedikt og Berglind
lokið keppni í Blackpool en flest-
ir íslendingar eiga föstudag og
laugardag eftir og ætla þau að
mæta á keppnisstað til að hvetja
landa sína til dáða.
„Hvatningin skiptir mjög
miklu máli og nú ætlum við að
hvetja okkar fólk eins og það
hefur hvatt okkur. Islendingar
eru frábærir stuðningsmenn,"
sögðu Berglind og Benedikt að
lokum.
TÓLF stúdentar unnu á síðasta ári
á vegum Orðabókar Háskólans við
innslátt á tölvu á notkunardæmum
í ritmálssafni Orðabókarinnar. Er
ritmálssafnið aðalsafn stofnunar-
innar en hin tvö eru talmálssafn og
textasafn. Með tölvuskráningunni
gefst færi á margs konar úrvinnslu
á dæmunum.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýlegri ársskýrslu Orðabókar Há-
skólans fyrir síðasta ár. Alls telur
ritmálssafn Orðabókarinnar 2,2
milljónir seðla og hefur því efni
verið safnað allt frá árinu 1540
fram á þennan dag. Lengst af var
orðtekið efni skrifað á seðla en í
dag er það tölvuskráð jafnharðan.
Lýðveldissjóður styrkti innslátt á
notkunardæmum ritmálssafnsins
með 18 milljóna króna framlagi
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, segir að sjóða-
kerfi landbúnaðarins hvetji bændur
til rangra fjárfestinga með því að
niðurgreiða vexti á lánum til fram-
kvæmda. Hann vill að álögur á
bændur, sem renna til sjóðakerfis-
ins, verði lagðar af á næstu 10-15
árum. Þetta kom fram við umræður
á Alþingi í gær um frumvarp til
laga um búnaðargjald.
í frumvarpinu og frumvarpi um
árin 1995-97 ogunnu 12 stúdentar
við þann innslátt lengri eða
skemmri tíma í fyrra. Höfðu verið
slegin inn rúmlega 450 þúsund
dæmi, a-g, og af þeim höfðu rúm-
lega 60 þúsund verið tengd ritmáls-
skránni í gagnasöfnum stofnunar-
innar. Eru þau þar með aðgengileg
öllum á tölvuneti.
Þá hefur Orðabókin ieitað til
Morgunblaðsins í því skyni að fá
að nýta blaðið til dæmaleitar og
bæta með því söfnin. Segir í skýrsl-
unni að komin sé góð reynsla á það
og að mikill fengur sé að þessu efni.
Annað stærsta safn Örðabókar-
innar er svonefnt talmálssafn með
rúmlega 250 þúsund seðlum með
umsögnum og dæmum úr mæltu
máli og hefur tölvutæk yfirlitsskrá
einnig verið gerð fyrir það.
Lánasjóð landbúnaðarins sem einn-
ig liggur fyrir þinginu er gert ráð
fyrir töluverðum skipulagsbreyting-
um og lækkun millifærslugjalda á
bændur. Á móti verða vextir á lán-
um til landbúnaðarins hækkaðir
nokkuð. Guðmundur Bjarnason
landbúnaðarráðherra sagði breyt-
ingarnar sem felast í frumvörpun-
um vera róttækar og ekki rétt að
gera áætlanir um að ganga lengra
fyrst um sinn.
Bændur hvattir til
rangra fjárfestinga
GE ísskápur. 284 L H: 155 B: 60 D: 60.
Rélt i/erö kr. 75.900 stgr.
GE ísskápur. 259 L H: 143 B: 60 D: 60.
Réttverökr. 67.500 stgr.
GE ísskápur. 330 L H: 177 B: 60 D: 60.
Réttverðkr. 85.900 stgr.
GE isskápur. 271 L H: 143 B: 60 D: 60.
Rétt verð kr. 61.900 star.
GE ísskápur. 312 L H: 165 B: 60 D: 60.
Réttverðkr. 73.500 stgr.
Tilboðin gilda á
meðan birgðir endast.
m