Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 5. APRÍL1997 35
ERLEMD HLUTABRÉF
Dow Jones, 4. apríl.
VERÐ HREYF.
NEW YORK
DowJones Ind 6482,3 t 0,3%
S&PComposite 751,8 t 0,6%
Allied Signal Inc 69,5 I 0,2%
AluminCoof Amer... 67,6 l 0,4%
Amer Express Co 59,3 f 0,9%
AT & T Corp 33,6 - 0,0%
Bethlehem Steel 8,0 - 0,0%
Boeing Co 97,5 t 0,5%
Caterpillar Inc 78,5 t 0,3%
Chevron Corp 64,9 | 0,8%
CocaCola Co 55,9 t 0.7%
Walt Disney Co 72,8 t 0,5%
Du Pont 104,9 t 1.2%
Eastman Kodak Co... 74,0 - 0,0%
Exxon Corp 102,1 1 0,8%
Gen Electric Co 98,8 - 0,0%
Gen Motors Corp 53,4 t 100%
Goodyear 50,9 t 100%
Intl Bus Machine 130,1 t 100%
Intl Paper 39.6 t 100%
McDonalds Corp 48,3 t 100%
Merck & Co Inc 85,5 t 100%
Minnesota Mining.... 84,4 j 100%
MorganJ P & Co 98,5 t 100%
Philip Morris 114,0 t 100%
Procter&Gamble 114,9 t 100%
Sears Roebuck 48,8 j 100%
TexacoInc 104,5 j 100%
Union CarbideCp 43,0 f 100%
United Tech 73,6 f 100%
Westinghouse Elec.. 18,4 t 100%
Woolworth Corp 21,9 t 100%
Apple Computer 2320,0 f 100%
Compaq Computer.. 74,4 f 100%
Chase Manhattan .... 93,0 t 100%
ChryslerCorp 0,0 - 100%
Citicorp 0,0 - 100%
Digital Equipment 0.0 - 100%
Ford MotorCo 0,0 - 100%
Hewlett Packard 0,0 - 100%
LONDON
FTSE 100 Index 4236,6 f 0,5%
Barclays Bank 0,0 - 100%
British Airways 0,0 - 100%
British Petroleum 0,0 - 100%
British Telecom 0,0 - 100%
Glaxo Wellcome 0,0 - 100%
Grand Metrop 0,0 - 100%
Marks & Spencer 0,0 - 100%
Pearson 0,0 - 100%
Royal&Sun All 441,0 f 0,7%
ShellTran&Trad 1041,3 i 0,5%
EMI Group 1163,0 t 0,3%
Unilever 1543,0 t 0,4%
FRANKFURT
DT Aktien Index 3235,3 t 0,7%
Adidas AG 180,2 t 0,2%
Allianz AG hldg 3164,0 i 0,2%
BASFAG 63,6 t 3,5%
Bay Mot Werke 1275,0 f 100%
Commerzbank AG... 45,5 j 100%
Daimler-Benz 123,8 t 100%
Deutsche Bank AG.. 89,4 j 100%
Dresdner Bank 58,0 t 100%
FPB Holdings AG 319,0 t 100%
Hoechst AG 65,0 t 100%
Karstadt AG 534,0 t 100%
Lufthansa 21,7 t 100%
MAN AG 444,0 j 100%
Mannesmann 626,0 j 100%
IG Farben Liquid 1,9 1 100%
Preussag LW 441,0 t 100%
Schering 159,4 t 100%
Siemens AG 85,9 t 100%
Thyssen AG 353,0 t 100%
Veba AG 0,0 - 100%
Viag AG 0,0 - 100%
Volkswagen AG 0,0 - 100%
TOKYO
Nikkei 225 Index 17860,6 t 100%
AsahiGlass 0,0 - 100%
Tky-Mitsub. bank.... 0,0 - 100%
Canon 0,0 - 100%
Dai-lchi Kangyo 0,0 - 100%
Hitachi 0,0 - 100%
Japan Airlines 0.0 - 100%
Matsushita E IND.... 0,0 - 100%
Mitsubishi HVY 0,0 - 100%
Mitsui 0,0 - 100%
Nec 0,0 - 100%
Nikon 0,0 - 100%
Pioneer Elect 0,0 - 100%
Sanyo Elec 0,0 - 100%
Sharp 0,0 - 100%
Sony 0,0 - 100%
SumitomoBank 0,0 - 100%
Toyota Motor 0,0 - 100%
KAUPMANNAHÖFN
Bourse Index 0,0 - 100%
Novo Nordisk 0,0 - 100%
FinansGefion 0,0 - 100%
Den Danske Bank... 0,0 - 100%
Sophus Berend B... 0.0 - 100%
ISS Int.Serv.Syst 185,0 t 2,8%
Danisco 373,0 i 0,6%
Unidanmark 334,0 j 2,1%
DS Svendborg 280000,0 - 0,0%
Carlsberg A 380,0 i 0,4%
DS1912B 182000,0 j 0,4%
Jyske Bank 502,0 - 0,0%
OSLÓ
OsloTotallndex 1034,9 t 0,2%
Norsk Hydro 317,0 J 0,3%
Bergesen B 142.0 t 0.7%
Hafslund B 39,0 J 0,5%
Kvaerner A 333,0 i 0,7%
Saga Petroleum B... 98,0 i 1,0%
OrklaB 486,5 t 100%
Elkem 117,5 f 100%
STOKKHÓLMUR
Stokkholm Index ... 2611,5 t 100%
Astra AB 347,0 t 100%
Electrolux 72,0 t 100%
Ericson Telefon 70,0 t 100%
ABBABA 851,0 1 100%
Sandvik A 30,0 1 100%
VolvoA26SEK 46,0 1 100%
Svensk Handelsb.. 55,5 1 100%
Stora Kopparberg... 98,5 t 100%
Verð allra markaöa er í dollurum. VERÐ: Verð
hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð-
breyting frá deginum áður.
Heimild: DowJones |
a
I
Nýtt kerfi húsaleigubóta
NÚ ER að störfum
nefnd á vegum félags-
málaráðherra, sem
gera á tillögur um
breytingar á núverandi
lögum um húsaleigu-
bætur. Skiptar skoðan-
ir eru um núverandi
húsaleigubótakerfi
meðal annars vegna
þess að húsaleigubæt-
ur ná ekki til alls ieigu-
húsnæðis og bæturnar
eru ekki skattfijálsar
eins og vaxtabætur og
annar opinber stuðn-
ingur við öflun hús- vilhjálmur Þ
næðis. tr-iu-'i
.... .. Vilhialmsson
Morg sveitarfelog J
hafa af þeim sökum ekki tekið upp __________
greiðslu húsaleigubóta. í dag greiða
39 sveitarfélög húsaleigubætur og
þar búa 65% þjóðarinnar. Reynsla
þeirra af framkvæmd kerfisins er
almennt góð og þau eru langflest
hlynnt því að sveitarfélögin annist
þetta verkefni áfram.
húseigendum er fá
vaxtabætur sem ekki
eru skattlagðar, verði
lengur mismunað
skattalega.
Afnám skattlagning-
ar húsaleigubóta er for-
senda þess að sveitarfé-
lögin taki allar leigu-
íbúðir sínar, sem eru
u.þ.b. 2000, inn í húsa-
leigubótakerfið. Það
getur ekki talist skyn-
samlegt fyrirkomulag
að sveitarfélögin komi
sér upp sérstöku húsa-
leigubótakerfi fyrir nú-
verandi leiguíbúðir sín-
ar. Ef ekki verður fallist
á að afnema skattlagningu bótanna
borgar sig fyrir sveitarfélögin að
viðhalda óbreyttu kerfi og innheimta
einungis hluta af markaðsleigu
leiguíbúða í þeirra eigu eins og nú
er raunin.
Skilvirkt og
réttlátt kerfi
Meginkostur nýs húsaleigubóta-
kerfis, sem byggðist á fyrrnefndum
forsendum, myndi leiða til þess að
húsaleigubætur nýttust vel sem
stuðningur við alla tekjulága leigj-
endur, allar leiguíbúðir á vegum
sveitarfélaga og ríkis yrðu leigðar á
markaðsleigu og stuðningur við
leigjendur yrði sýnilegur en ekki
dulinn eins og algengt er. Skilvirkt
og réttlátt húsaleigubótakerfi, sem
nær til alls leiguhúsnæðis, mun auk
þess draga úr þörf fyrir byggingu
félagslegra eignaríbúða og félags-
legra leiguíbúða.
Mikilvægt er að ríki og sveitarfé-
lög nái sem ailra fyrst samkomulagi
um nýtt húsaleigubótakerfí. Tveggja
ára reynsla af greiðslu húsaleigu-
bóta sýnir að bæturnar eru mikil-
vægt úrræði fyrir tekjulága leigjend-
ur til að standa undir kostnaði við
leiguhúsnæði. Það er sameiginlegt
hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga
að komið verði á nýju húsaleigubóta-
kerfí sem byggist á öðrum forsend-
um en núverandi kerfi. Það er jafn-
framt algjör forsenda þess að öll
sveitarfélög taki upp greiðslu húsa-
leigubóta.
Höfundur er formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Ekki getur í raun talist
eðlismunur á stuðningi
hins opinbera við öflun
íbúðarhúsnæðis, segir
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, hvort sem
um eignar- eða leigu-
húsnæði er að ræða.
Á fulltrúaráðsfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem haldinn
var í lok mars sl. var samþyk'kt sam-
hljóða ályktun um nýtt húsaleigu-
bótakerfi þar sem fram kemur að
forsenda þess að öll sveitarfélög taki
upp greiðslu húsaleigubóta sé að
samkomulag náist milli ríkis og
sveitarfélaga um grundvallarupp-
stokkun á kerfinu og fjárhagshlið
þess.
Húsaleigubætur nái til
alls leiguhúsnæðis
í samþykkt fundarins er lögð
áhersla á að húsaleigubætur nái til
alls leiguhúsnæðis óháð eignarformi
þess, m.a. leiguhúsnæðis ríkis og
sveitarfélaga og að húsaleigubætur
verði skattfijálsar eins og vaxtabæt-
ur og annar opinber stuðningur við
öflun húsnæðis. Jafnframt var í
ályktun fundarins lögð áhersla á að
opinber stuðningur við leigjendur
væri sýnilegur en ekki dulinn með
óeðlilega lágri húsaleigu eins og víða
tíðkast með leiguíbúðir ríkis og sveit-
arfélaga.
Ekki getur í raun talist eðlismun-
ur á stuðningi hins opinbera við öfl-
un íbúðarhúsnæðis hvort sem um
eignar- eða leiguhúsnæði er að ræða.
Vaxtabætur að upphæð um kr.
3.300 m.kr., niðurgreidd lán í félags-
lega íbúðarkerfinu að upphæð um
l. 130 m.kr. og óbeinar niðurgreiðsl-
ur íbúða í eigu ríkis og sveitarfélaga
að upphæð um 500 m.kr. eða sam-
tals 4.930 m.kr. eru húsnæðisstuðn-
ingur sem ekki er skattlagður. Á
sama tíma eru húsaleigubætur að
upphæð 311 m.kr. skattlagðar þann-
ig að nettóstuðningurinn er um 214
m. kr. eða 4% af heildarstuðningi
hins opinbera á árinu 1996.
Skattfrelsi húsaleigubóta
Nýtt húsaleigubótakerfi verður að
grundvallast á því að húsaleigubæt-
ur nái til alls leiguhúsnæðis óháð
eignaformi þess, m.a. leiguhúsnæðis
ríkis og sveitarfélaga, að samræmd-
ar og svipaðar reglur um húsaleig-
ustuðning verði í gildi hjá öllum
sveitarfélögum og settar verði lág-
marksviðmiðunarreglur um greiðslu
bótanna. Það er jafnframt mikilvægt
að húsaleigubætur verði skattfijáls-
ar eins og í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi þar sem mikil reynsla er af
húsaleigubótakerfí. Ekki er hægt að
fallast á að leigjendum, sem fá húsa-
leigubætur sem eru skattlagðar og
ISLENSKT MAL
SETNINGAFRÆÐI í léttum
dúr, þriðji hluti.
III. Andlag
Þórður hefur maður heitið.
Hann er, þegar hér er komið
sögu, vel yfir miðjan aldur, með-
almaður á vöxt, dökkur yfirlit-
um, hæruskotinn. Svipmótið ber
vott um nokkurt andstreymi, en
er greindarlegt og þesslegt, að
hann hafi brögð undir brúnum.
Hann er ekki mjög hreinlyndur,
gæti verið erfiður andstæðingur,
þegar vits og leikfléttu er þörf.
Hann er fráskilinn og hafði áður
haldið fram hjá konu sinni. Hann
verður löngum fyrir áhrifum
Guðbjargar, oftar víst illum en
góðum, enda er hún náfrænka
konunnar sem hann var giftur.
Andlag er fallyrði og aldrei í
nefnifalli. Því veldur áhrifssögn
(Guðbjörg). Dæmi: Jón sló
hundinn. Ég bjargaði honum.
Hann bað einskis. I tveimur síð-
ari dæmunum er Guðbjörg ekki
í hefndarhug.
Þórður var ekki einfaldur,
sögðum við, enda er stundum
tvöfalt andlag með sömu áhrifs-
sögn. Þau eru gjarna kölluð að
latneskum hætti andlag persón-
unnar og andlag hlutarins, og
stundum má kalla þau þiggjanda
og þolanda. Dæmi: Ég gaf hon-
um brauð (Guðbjörg í góðu
skapi). Hún bað honum böl-
bæna (Guðbjörg í hefndarhug).
IV. Sagnfylling
Fyrr var nefnd Svanbjörg,
frændkona Gunnars. Hún er
mikil sómakona og fer ekki með
veggjum, en skýtur sér stundum
fram fyrir frænda sinn, sem fyrr
sagði.
Sagnfylling af þessu tagi
stendur í nefnifalli og fylgir
Guðbjörgu, þegar hún gerir
hvorki vel né illa. Dæmi: Ég
heiti Jón. Hann er góður. Illt
er andstreymi.
En Guðbjörg á sér systur, og
er hún í tygjum við Þórð og fylg-
ir honum eins og skugginn.
Henni er tamt að greina frá
áhrifum Guðbjargar á Þórð.
Sagnfylling af því tagi stendur
aldrei í nefnifalli. Hún heitir
Ásbjörg.
Dæmi um sagnfyllingu með
andlagi: Hann málaði húsið
rautt = hann málaði húsið, svo
að það varð rautt (það var það
ekki fyrir). „Kyssi ég hana rjóða
= kyssi ég hana, svo að hún
verður ijóð (skáldið var búið að
sjá hana „sitja fölva og hljóða“).
★
Fyrir skemmstu var tekið
dæmi af fagursneiddum gag-
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
895. þáttur
araljóðum eftir Hallgrím Pét-
ursson. En eitt frægasta af-
brigði þessa skemmtilega háttar
er kennt við Kolbein Grímsson
Jöklaraskáld (17. öld). Hann
kvaðst á við myrkrahöfðingjann
og hafði betur. Hann bjó til
Kolbeinslag, en þar eru aðal-
hendingar langsetis í öllum
braglínum en víxlhent miðrímið:
Bar svo til eitt breytið spil,
býsnum gegna veður megn.
A því skil eg inna vil,
ef að fregnum hlýðir þegn.
Þetta er úr Sveinsrímum
Múkssonar. Kolbeinn Grímsson
var Snæfellingur, en kominn af
Svalbarðsmönnum við Eyjaíjörð
í ættir fram. Kolbeinn afí hans
er talinn hafa verið hálfbróðir
Magnúsar prúða, Staðarhóls-
Páls og þeirra systkina. Kol-
beinn orti gríðarmikið, og fjarri
því oft eins léttkvæður og í
dæminu hér á undan. Stephan
G. Stephansson hafði á honum
miklar mætur.
Enn er rík ástæða til að
andæfa þeim enska sið að hafa
sögn í boðhætti á undan ósk um
vellíðan framundan. Við segjum
góðan dag, góða nótt, gott
kvöld og ef vill góða helgi, en
„eigðu“ og „hafðu“ framan við
er til lýta.
Stundum rekur mig í roga-
stans og ég ætla ekki að trúa
mínum eigin augum. Mætur
Reykvíkingur sendi mér verkefni
úr Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Hafði ung mær komið
með þetta til hans skilningsvana
og beðið hann um að endursegja
þetta á íslensku, en hann skildi
ekki. Með því að þetta afkára-
lega lesmál er opinbert plagg,
birtir umsjónarmaður það og
biður þá, sem skilja, að skýra
það fyrir sér og öðrum:
„JAÐARSÝN (+)
Hinni hefðbundnu fornkera-
hvöt gagnrýnandans að velta
upp þversögulegum hugmynd-
um við fagurfræðilegum spurn-
ingum hefur verið skákað af ein-
skærri nauðsyn á því að skilja
landfræðilega afstöðu og af-
stæði í ljósi félags- og stjórn-
málalegrar sérstöðu í heimi
margbreytilegra og dreifðra at-
hafna. Mundi endurskoðun á
gildi bersýnilega úr sér gengins
forystuhlutverks miðlægra
framúrstefnuhöggmynda, út frá
sjónarmiði menningar- og efna-
hagslegrar jaðarmennsku, þjóna
einhveijum tilgangi? Hvetjir eru
baráttumöguleikar raunveru-
legrar jaðarmenningar gegn
framleiðslu og neyslu á heims-
vísu? Sýning GABRIELS
OROZCO í Kunsthalle Ziirich
velti upp slíkum spurningum og
svaraði þeim að hálfu leyti með
næmu og margræðu neti af upp-
lýsingum. Frumhandverksskeið-
ið og síð-iðnaðartíminn neyðast
til að búa hlið við hlið í verkum
hans og ákvarða skynjunina á
hinu efnislega sjálfi og félags-
lega rými. Um leið og högg-
myndir Orozcos ná að túlka
seiglu og hverfulleik hins líkam-
lega sjálfs snuða þær högg-
myndalistina, í trássi við við-
tekna venju, um sína traustu
efnislegu eiginleika í sömu mund
og hún skrælnar í ljósi algildrar
upplausnar merkisins."
★
Umsjónarmanni þykir óþarft
að láta orðið tímatafla (e. time-
table) rýma burt orðinu áætlun.
Hann vonar að strætisvagnar
haldi áætlun, svo sem verið
hefur. Þá þykir honum fallegra
orðið bót en bugt í merkingunni
bugða. Við höfum knésbót og
olnbogabót, förum út í Sand-
gerðisbót og Krossanesbót.
★
Hlymrekur handan kvað:
Jón vildi fá göp til að gát’ í
og gamla körf rusl til að lát’ í
og brjóstgóða ekkju
að búa sér rekkju
og með barm fyrir timbraða að grát’ í.
Auk þess fær Jón Ormar
Edwald væna plúsa fyrir góða
skjátexta fyrr og síðar, og ekki
gleymir hann orðinu fjórðungur
í stað „kortér (korter, kortél)“.
En þarft framtak hjá Pósti og
síma h/f væri að breyta snarlega
í auglýsingu orðalaginu „gefandi
samband" í gjöfult samband.
Gildan staf fær svo Óskar Þór
fréttamaður á Stöð II fyrir að
greiða Fróðársel vel úti látið
högg: „Spurn eftir hlutafé ... “
Ekki „eftirspum eftir“. Og gott
í fréttum útvarpsins að verðið
hafí breyst um giska hálft pró-
sent.
Enn fær Árni Snævarr stig
fýrir að segja „hæst settur", en
ekki „háttsettastur", eins og
fyrir hefur komið.
★
Margrét Pálsdóttir málfars-
ráðunautur mælir með orðinu
jakahvarf (á Skeiðarársandi)
sem Guðjón Jónsson frá Fagur-
hólsmýri kom á framfæri í stað
jakahver eða jakaker, enda
þótt þau orð geti gengið. Um-
sjónarmaður tekur fúslega í
sama streng.
<