Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 39 ný og lyft þér upp á hæsta tind hamingjunnar þar sem heimurinn er þinn í óræðu tímaleysi vímunn- ar“. Þanniger alkóhólisminn. Blekk- ingin sem fylgir þessum banvæna sjúkdómi er með öllu óskiljanleg, nema þeim sem hafa lent í klóm hans. Alltof margir hafa tekið þátt í þessum lævísa leik Bakkusar og látið lífið úr sjúkdómnum alkóhól- isma. Amar var einn þeirra þúsunda manna sem stóðust ekki það álag sem fylgir því að ná sér frá vímuefn- um. Hann gafst upp aðfaranótt 27. mars síðastliðinn. Ég og fjölskylda mín viljum votta foreldrum hans, systkinum og að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Við erum þess fullviss að þið standið ekki ein í ykkar miklu sorg. Ég undirritaður kýs að enda þessi orð um Arnar Karl Bragason með eftirfarandi bæn: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Vertu sæll, vinur. Magnús Traustason. Það er erfltt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín, Arnar, eins besta og sannasta vinar míns. Dauði þinn var svo skyndilegur og hræðilega sár og það er svo margs að minnast og margs að sakna. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp fyrstu kynni okkar er það fyrst og fremst sauðburður, heyskapur og útivera í sveitinni á Melum sem kemur upp í huga mér. Við kynnt- umst fyrst fyrir alvöru sumarið 1992. Ég var í heimsókn hjá afa og ömmu í sveitinni og þú varst vinnumaður hjá Sigga. Við vorum ung, ég fjórtán og þú á fimmtánda ári og urðum strax hrifin hvort af öðru. Við vorum mikið saman þetta sumar í sveitasælunni. Ég man að við laumuðumst stundum á bak við haughús og kysstumst þar þegar Heiðrún og Hörður voru hvergi nálægt. Við tókum svo bæði nætur- vakt í fjárhúsunum svo að hinir gætu sofið en aðallega til þess að við gætum verið saman. Þá „gleymdum" við oft kindunum og lögðumst í heyið í hlöðunni og töluðum og hlógum. Það endaði þó eiginlega alltaf á því að þú kaffærð- ir mig í heyi eða kitlaðir mig til óbóta og við enduðum saman skelli- hlæjandi í heyinu. Við vorum ham- ingjusamir unglingar og litum björtum augum á framtíðina. En svo kom að því að ég þurfti að fara heim um haustið. Við kvödd- umst innilega og lofuðum hvort öðru að vera alltaf vinir og halda sambandi með símhringingum eða bréfaskriftum. Við stóðum bæði við það loforð og hringdum alltaf öðru hvoru í hvort annað. Ég fór þó stundum að finna fyrir depurð og einhverri vanlíðan í rödd þinni og frétti að þú værir farinn að umgang- ast hann Bakkus ansi mikið. Það fannst mér sárt að heyra en vonaði þó að þú myndir reyna að ýta hon- um aðeins frá þér því ég þoldi hann ekki og allar hans slæmu hliðar. Þú passaðir þig þó alltaf á því að vera án hans þegar við hittumst og ég mat það mikils við þig. Það var svo árið 1995 að afí og amma hættu búskap á Melum og pabbi, mamma og við systkinin fluttumst þangað og tókum við þeirra búskap í eitt ár. Ég var þó fyrir sunnan í skóla um veturinn. Ég man svo að pabbi hringdi í mig í apríl 1995 og var að tala um að fá strák í sveit um sumarið. Ég greip það á lofti strax og benti honum á þig, Arnar. Hann hringdi svo í þig og þú þáðir það strax að koma og vera hjá okkur um sumar- ið. Þú varst þá nýkominn úr með- ferð, hafðir losað þig við Bakkus og félaga hans og ieist nú bjartari augum á lífið. Eg varð yfir mig ánægð þegar ég frétti að þú ætlað- ir að koma og einnig yfir því að þér liði betur og værir orðinn edrú. Ég beið spennt eftir sumrinu. KRISTRUN ÍSLEIFSDÓTTIR + Kristrún ísleifs- dóttir fæddist á Tindum í Stranda- sýslu 25. júní 1909. Hún lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru ísleifur Jóns- son og Kristborg Guðbrandsdóttir. Eftirlifandi eig- inmaður Kristrúnar er Eyjólfur B. arfirði, Ólafur læknir, eiginkona Anna Margrét Eiríksdóttir grunn- skólakennari, og Níels skipatækni- fræðingur, eigin- kona Rakel Kristín Káradóttir sjúkra- liði. Barnabörn þeirra eru níu og barnabarnabörnin fjögur. Kristrún bjó í Stykkishólmi frá 1920 og var lengst af heimavinnandi húsmóðir. Útförin fer fram frá Stykkis- hólmskirkju í dag og hefst at- Synir þeirra eru: Birgir vélvirki, eiginkona Anna Ragnheiður Guðnadóttir, starfsstúlka á Sólvangi í Hafn- Nú er kallið þitt komið. Þreytt- ur líkaminn búinn að fá þá hvíld sem hann þarfnaðist fyrir svo löngu síðan. Þú varst búin að vera mikið veik núna síðustu daga. Það er nú samt einhvern veginn þann- ig að andlátsfréttir koma manni alltaf að óvörum. En amma mín, veistu að í hjarta mínu þá gleðst ég með þér nú. Ég veit það að núna líður þér vel, sálin laus úr þeim fjötrum sem hún var komin í hér í þessu lífi. Nú blasir framtíð- in við þér á ný. Margs er að minnast á tímamót- um sem þessum. Ég á þér og afa svo mikið að þakka. Sem barn var ég svo heppin að fá að vera í Hólminum hjá ykkur á hvetju sumri. Þótt heimsóknirnar til ykk- ar hafi orðið styttri eftir því sem árin hafa liðið þá er það alltaf þannig að þegar ég er á leiðinni vestur og það byrjar að sjást í Stykkishólm þá skýtur upp sömu hugsuninni, ég er komin heim. Það hefur nú ábyggilega ekki alltaf verið auðvelt fyrir þig að hafa mig hjá þér. Þú áttir við þín veik- indi að stríða og svo varstu bara ekkert fyrir stelpur. Þú áttir strákana þína þrjá, eins og þú kallaðir þá alltaf, og kunnir sjálf- sagt ekkert með stelpur að fara. Ef til vill hefur það hjálpað að ég var svoddan strákur í mér sem krakki. Það kom ósjaldan fyrir þegar við vorum á rölti, keriing- araar tvær, niður í bæ að við GUÐRÚNINGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR höfmn klukkan 14. mættum fólki sem hafði það á orði að það vissi sko hver ætti hann þennan. Þá sneri sú stutt- hærða sér að þér móðguð á svip og sagði: Amma, hann eða hún hélt ég væri strákur. Já, amma mín, það fór alltaf vel um mig hjá ykkur afa. Þú of- dekraðir mig auðvitað og það fengum við oft að heyra. Ég kom yfirleitt nokkrum kílóum þyngri að hausti í bæinn. Hvernig var annað hægt, alltaf full kista af kleinum, hjónabandssælum að ógleymdum þrumaranum. Ég man hvað mér þótti þetta skrýtið. Hún amma stoppaði aldrei í myndar- skapnum, prjónaði á daginn og svo bakaði hún rúgbrauð á nótt- unni. Hvenær svaf hún eiginlega? Já, hún amma var alltaf með eitthvað í höndunum. Ég gleymi aldrei pijónavélinni hennar og ull- arbolunum sem runnu að manni virtist sjálfkrafa úr henni. Mér var nú ekkert sérstaklega vel við þá. Það var fastur liður á hverju hausti að amma sendi ullarboli á barnabörnin sín í bæinn. Eitt sím- tal og bolirnir á leið í bæinn með rútu. Mig byijaði yfirleitt að klæja um leið og þeir lögðu af stað. En ullarbolirnir, sokkarnir og vettl- ingarnir frá þér yljuðu nú mörgum litlum kroppum. Heimili ykkar afa er fallegt og alltaf svo snyrtilegt. Nú á dögum væri sjálfsagt sagt að þú hefðir alið hann afa vel upp. Eftir að þú Svo kom að því, prófín búin og ég komin í sveitina. Ég geng inn og kalla: Halló, ég er komin. Bróð- ir minn hleypur til mín og segir: Hæ, og glottir síðan ógurlega. Ég spyr: Af hveiju glottirðu svona? og hann svarar: Arnar er hérna og hann er alltaf að tala um þig, hann segist vera „ýkt“ hrifinn af þér. Ég roðna og hlæ vandræðalega en lit svo upp og sé þig standa bros- andi fyrir framan mig. Þú segir: „Hæ sæta, velkomin heim.“ Ég þakka fyrir brosandi út að eyrum yfír því að vera titluð „sæta“ og við göngum saman inn í stofu til að heilsa upp á pabba og mömmu. Við byijuðum saman nokkrum dögum seinna, bróðir minn hafði engu logið, þú varst „ýkt“ hrifínn af mér og ég af þér. Þú hreifst mig strax aftur með brosinu þínu þegar þú heilsaðir mér. Ég elskaði þig líka seinna fyrir það hversu brosmildur þú varst oft og fyndinn. Já, þú gast verið alveg óumræðilega fyndinn og komst oft með svo hnyttin til- svör. Þú varst einn fyndnasti strák- ur sem ég hafði kynnst og alltaf svo fullur af lífí og fjöri. Mér gat einfaldlega ekki leiðst í návist þinni. Ég mat einnig alltaf við þig hrein- skilni þína, þú særðir mig stundum með henni en það var oftast vegna þess að ég vissi að þú varst að segja sannleikann en ég vildi bara ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Stundum örlaði þó á þessari gömlu vanlíðan sem ég hafði áður fundið fyrir. Þú áttir í mikilli innri baráttu við Bakkus og vildir ekki lúta í lægra haldi en hann er slæg- ur. Hann lofar því að nú verði þetta í lagi, hann segir að það sé í lagi að prófa einu sinni enn, hann býð- ur sælu og hamingju ef þú bara tekur við honum aftur. Arnar, þú hlustaðir ekki í fyrstu en blekking- in sem fylgir sjúkdómnum alkóhól- isma heltekur marga og varst þú aðeins einn af milljónum manna sem standast ekki álagið og leita aftur á vit vímunnar. Þú fórst þó strax aftur í meðferð en náðir því miður ekki miklum tíma í edrú- mennsku eftir þá meðferð. Bakkus sleppir ekki svo auðveldlega þeim sem hann hefur eitt sinn klófest. Við hættum saman í lok sumars- ins en urðum mjög góðir vinir og höfum verið það síðan. Þú bjóst svo um tíma hér í bænum í haust og þá heimsóttum við hvort annað. Við fórum saman 1 bíó, pöntuðum pizzu og bara spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Ég er í dag mjög þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þær eru flestar svo yndislegar i endurminningunni. Þú fluttir svo aftur norður en varst alltaf í sambandi við mig og þótti mér alltaf vænt um að heyra í þér. Ég heyrði þó að þér leið stundum illa og vissi að þú áttir í nokkrum erfiðleikum við að glíma við lifíð. Þú reyndir þó alltaf að vera hress og gleyma vandamálun- um en það tókst ekki alltaf. Þú hafðir háð mikla og harða baráttu áður gegn vímuefnunum og sigrað en nú var svo komið að baráttan var of erfíð eins og hjá svo mörgum öðrum. Þú kaust að fara aðfara- nótt 27. mars síðastliðinn. Elsku Arnar minn. Ég elskaði þig eitt sinn svo heitt og ástarsam- band okkar var mjög gott meðan á því stóð. Við hættum saman en ég hætti þó aldrei að elska þig. Astin breyttist auðvitað, hún breyttist úr ást ungrar stúlku til kærastans síns í ást þessarar sömu stúlku í garð góðs vinar og fyrrum kærasta. Mér mun alltaf þykja óumræðilega vænt um þig og mun geyma góðan stað í hjarta mínu fyrir þig. Ég bið góðan Guð um að gæta þín vel og líta til með þér þar sem þú ert nú. Elsku Bragi, Lulla, Kári, Sveinn Ingi og Kolbrún. Ég votta ykkur alla mína dýpstu samúð og bið Guð um að vera með ykkur í ykkar miklu sorg. Vemdarenglar, ég bið ykkur um að passa vel einn besta vin minn. Arnar, þú varst einstakur. Þín vinkona að eilífu, Þóra Huld. + Guðrún Ingibjörg Finn- bogadóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. apríl. Mig langar með þessum fáu lín- um að kveðja hana Gunnu í Mel- gerðinu eða tengdaömmu eins og ég nefndi hana alltaf. Gunna var mjög góð kona og mikil mann- eskja. Ogleymanlegt er mér er ég kom í fyrsta sinn til hennar og Rósa í Melgerðið með Gunnari eiginmanni mínum. Þar var vel tekið á móti mér og allt frá þeim degi vorum við miklar vinkonur. Áttum oft góðar og skemmtilegar stundir saman við eldhúsborðið yfir kaffibolla. Alltaf þegar farið var til Reykjavíkur varð að koma við hjá Gunnu og Rósa. Og þá vantaði ekki kræsingarnar því Gunna var mikill listakokkur og hvergi fékk ég betri kleinur en hjá henni. Nú síðari ár, eftir að hún veiktist tók Rósi við því hlut- verki að sinna eldamennsku og bakstri og hefur staðið sig með miklum sóma. Fjölskyldan var henni mikils virði og leið Gunnu aldrei betur en þegar allir ungarnir hennar, eins og hún kallaði börnin, tengda- börnin og barnabörnin í fiölskyld- unni voru í kringum hana. Alltaf kom hún til okkar þegar voru af- mæli og önnur tilefni og samfagn- aði með okkur. Eftir að hún veikt- ist gleymdi hún ekki þessum dög- um því hún hringdi, sama hversu lasin hún var. Með trega og söknuði kveð ég þessa góðu konu og bið góðan Guð að blessa hana fyrir það vega- nesti sem hún gaf mér, eigin- manni mínum og syni. Að því búum við um ókomna tíð. Dáðrik gæðakona í dagsins önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg. Sig.) Kæri Rósi, missir þinn er mik- ill en minningin um einstaka eiginkonu, mömmu, ömmu, langömmu og tengdaömmu lifir með okkur öllum. Guð styrki þig í sorginni. María Hafsteinsdóttir. varðst svona lasin hefur hann haldið öllu svo vel til. Það er varla til eins mikið snyrtimenni og hann afi. Maður skyldi halda að hann væri með afþurrkunarklútinn í . _ höndum allan daginn. Svona vildir þú hafa hlutina, allt í röð og reglu eins og þú sjálf skildir við þá. Elsku amma mín, það er nú svo ótal margt sem lifir í minningunni sem betur fer. Saman áttum við margar stundir. Nú skilja leiðir okkar að sinni. Þegar ég sagði við barnabarnabarnið þitt, hann Birgi Rafn, að nú væri amma langa farin af spítalanum upp í himnar- ann þá sagði hann við mig: „Mamma, hún amma langa er komin heim.“ Víst er það rétt m þótt heimkynnin séu önnur en þau sem við sem eftir sitjum þekkjum. Amma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt, guð geymi þig. Þín, Kristrún. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Hvíl þú í friði. Margrét, Anna Hlín ^ og Thelma. Elsku amma mín. Það er margt sem kemur upp í huga minn núna á kveðjustund. Þið afi tókuð alltaf vel á móti okkur systkinunum þegar við heimsóttum ykkur til Stykkis- hólms. Afi var á Baldri og þú varst heima og hugsaðir aldeilis vel um okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, ég veit þú hefur það gott á nýjum stað, kærar þakk- ir fyrir skemmtilegar og góðar samverustundir. Þín, Sólveig. Frágangur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í sfmbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru rit- vinnslukerfín Word og Word- Perfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða (jóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. O * <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.