Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 40
40 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorsteinn
Bjarnason
fæddist í Álfhólum
í Vestur-Landeyj-
um 7. maí 1926.
Hann lést 26. mars
síðastliðinn á Land-
spítalanum í
Reykjavík. Hann er
annar í röð fjögurra
alsystkina og á einn
hálfbróður. Faðir
hans var Bjarni
Jónsson, bóndi og
smiður á Álfhólum,
og móðir var Pálína
Þorsteinsdóttir frá
Hrafntóftum við Ytri Rangá.
Pálína missti mann sinn frá fjór-
um börnum í lok árs 1928, en
bjó áfram á Álfhólum sem ekkja
næstu fjögur árin, en þá fluttist
hún að Hrafntóftum og bjó þar
á 73 hlutum jarðarinnar ásamt
síðari manni sinum Guðmundi
Þorsteinssyni frá Berustöðum.
Árið 1971 gekk Þorsteinn að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína
Jónu Eiríksdóttir frá Helga-
stöðum í Biskupstungum. Þau
eignuðust tvær dætur: 1) Hrafn-
hildur, f. 22.4. 1972, sem gegnir
verslunarstörfum í Reykjavík
og býr með sambýlismanni sín-
um Þór Þorsteinssyni, f. 21.4.
1969 fisktækni. 2) Heiðrún, f.
24.7. 1974, sem gegnir skrif-
stofustörfum í Reykjavík og býr
með sambýlismanni sínum, Jó-
hanni Grétarssyni laganema.
Enn er ógetið Hrannar Árna-
dóttur, hjúkrunarfræðings, sem
Ég vil votta Jónu, dætrum og
tengdasonum innilega samúð mína
og hluttekningu. Ég á margar in-
dælar minningar frá komu minni á
ykkar indæla heimili í Hveragerði.
Nú hef ég aðeins rakið nokkur
atriði úr æviferli bróður míns og
langar að lokum til að láta nokkrar
hugleiðingar fylgja sem hinstu
kveðjuorð í minningu um ágætan
bróður og vin.
Þegar mér barst fyrir skömmu
sú fregn að dauði væri í nánd, fannst
mér það miklu fyrr en ég vildi trúa.
Það er ekki fyrr en dauðinn er stað-
reynd að þeir sem lifa sjá að dauð-
inn er hluti af lífínu. í minningunni
fá tilfinningar dýpt sem ekki var
vitað að þær gætu haft.
Bróðir minn, hvemig var það í
Jóna átti fyrir. Þor-
steinn gekk henni í
föðurstað.
Þorsteinn ólst
upp á Berustöðum
ásamt _ systkinum
sínum. Árið 1945 fór
hann á Héraðsskól-
ann á Laugarvatni
og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi 1948.
Eftir það vann hann
við ýmis störf í
Reykjavík m.a. hjá
Landsímanum. Árið
1954 kom Þorsteinn
að Hrafntóftum og
hóf þar búskap, hann ræktaði
og endurbætti jörðina af mikl-
um dugnaði og myndarskap.
Rúmum 10 árum síðar hætti
hann búskap og fluttist í Hvera-
gerði. Þar kom hann sér vel
fyrir sem fyrr af dugnaði og
framkvæmdasemi, stóð fyrir
byggingu húsa og byggði sér
myndarlegt íbúðarhús. I Hvera-
gerði tók Þorsteinn að sér gjald-
kerastörf og síðar skrifstofu-
sijórn fyrir verkalýðsfélögin í
Hveragerði, Olfusi og Þorláks-
höfn og gegndi þeim störfum
þar til fyrir einu ári. Störf hans
í þágu verkalýðsfélaganna voru
farsæl og gegndi hann þeim af
sama dugnaði og myndarskap
og öllum öðrum störfum sem
hann kom nálægt.
Útför Þorsteins verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
bernsku á Álfhólum í víðum fjalla-
faðmi á ftjósömu láglendi út við haf
með Eyjar við sjóndeildarhring? Var
ekki gott að vera til? Var ekki gam-
an í frelsi og leik?
Minningarbrot berast að: Síð-
kvöld á sumardegi, við erum ein-
hvers staðar úti (ættum að vera
komnir heim) að búa til óendanlega
langa festi úr hrossapunti á lækjar-
bakka, grænum valllendisbakka.
Annað, við felum okkur bakvið tað-
stafla, iátum ekki finna okkur þó
kallað sé. Eða við erum öll háttuð,
búið að slökkva og við syngjum
sálma, mamma er forsöngvari. Síð-
an koma önnur ár, vinna, ábyrgð.
Seinna opnast heimurinn: Laugar-
vatn, Reykjavík og leiðir taka að
skiljast.
Margs annars gæti ég minnst,
þátta í fari þínu, hjartahlýju, rétt-
lætiskenndar, og listfengis en læt
nægja það sem komið er. í dymbil-
vikunni fæ ég andlátsfréttina. Hæf-
ir ekki sorgin þeirri viku, á hvað
minnir dauðinn? Minnir hann ekki
á harm og alvöru sem gefur gleð-
inni sannleiksformerki? Við spurn-
ingum þeirra sem eftir eru á landi
lifenda geta vart fengist önnur svör
en þau sem tilfinning blandin þakk-
lætisharmi getur gefið. I dymbilvik-
unni markar dauðinn spor, en sigur
fórnarinnar er að líf fullkomnast í
upprisu. Minning lífsins lýsir inn í
dal sorgarinnar og gerir hann að
björtum heimkynnum vonarinnar.
Bjarni Bjarnason kennari.
Ég trúi því varla að faðir minn
hafi kvatt þennan heim.
„Pabbi minn“, þú sagðir alltaf við
mig þegar ég var yngri að það
væri bara eitt örugt í þessu lífi að
einhvertímann mjmdum við öll
deyja. Þessa setningu sagðir þú oft
við mig en aldrei vildi maður hugsa
neitt nánar út í það. Maður heldur
eða vill ekki trúa því að maður geti
misst foreldra sína.
En sú stund rann upp snemma
að morgni hins 26. mars að þú varst
kallaður inn í eilífðina. Þjáningar
þínar linaðar og þú fórst örugglega
í faðm foreldra þinna og hefur feng-
ið að kynnast föður þínum sem þú
aldrei kynntist. Ég veit, faðir minn,
að þú kvelst ekki, grætur ekki, ert
ekki einn. Ég veit að þú ert hjá
okkur bæði í vöku og svefni.
Þú háðir fyrir nokkrum árum
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm sem þú virtist ætla að sigrast
á. Lífskrafturinn var svo mikill, lík-
amlegur og andlegur styrkur, þú
komst langt áfram á því. Reglusemi
og dugnaður eru orð sem hæfa þér,
eisku pabbi minn. Þú stóðst ekki
einn í þessari baráttu, móðir mín,
konan þín Jóna Eiríksdóttir, og við
systurnar og tengdasynir þínir vor-
um ávallt hjá þér, þessi litla, sam-
heldna fjölskyida. Þegar dómurinn
um að líf þitt yrði ekki mikið lengra
hér á jörðu gafst þú ekki upp held-
ur tókst því sem hetja. Þú komst
heim í Hveragerði og við fjölskyldan
áttum saman fallegar og góðar
stundir sem aldrei munu gleymast.
Hvernig var hægt að bera sig
svona vel, eftir að hafa fengið að
vita að þú ættir bara smátíma eftir
hér? Þú vissir að annað líf biði þín,
þú yrðir sóttur. Þú varst trúaður
og ekki hræddur að kveðja þennan
heim. Eftir erum við, litla fjölskyld-
an, og þykjumst finna að þú sért
að fylgjast með okkur. Minningarn-
ar streyma í huga mér. Allar þær
stundir sem þú gerðir ógleymanleg-
ar fyrir mig og fjölskylduna. Eg
man þegar ég var 10 ára, þá gáfuð
þú og mamma mér hest og hnakk
í afmælisgjöf. Ég hef alltaf verið
svolítið háð þér, viljað vera lík þér
á svo margan hátt. Þið foreldrar
mínir eruð fyrirmynd mín, góð fyrir-
mynd.
Pabbi! Hvorki þér né minningu
þinni get ég lýst á svo litlu blaði,
þær geymi ég í huga mínum. Ég
veit að þú tekur á móti mér þegar
Guð kallar á mig. Þú ert hjá mér í
hjarta mínu. Nú hugsum við um
móður mína og lífsförunaut þinn
sem er sterk sem klettur í hafi en
syrgir þig jafnsárt og við hin. Nú
geri ég það sem þú sagðir að vera
sterk og það mun ég reyna.
Ég elska þig, pabbi minn, og ég
mun aldrei gleyma þér, Guð blessi
þig-
Þín dóttir,
Hrafnhildur.
Elsku, besti pabbi. Hvernig líður
þér núna? Er þér nokkuð kalt? Ég
trúi því ekki að þú sért farinn frá
mér, engillinn minn. Ég á svo marg-
ar minningar um þig sem enginn
getur tekið frá mér og þær mun ég
ávallt geyma.
Ég man þegar ég kom til ykkar
mömmu í heimsókn eftir að þú varst
búinn að fá að vita að lokastundin
nálgaðist. Ég ætlaði að vera sterk
og dugleg en bara gat það ekki og
fór að gráta. Þá komst þú til mín,
tókst utan um mig og faðmaðir og
sagðir mér að reyna að vera sterk
og sagðir að allt myndi fara vel.
Manstu þegar ég var yngri og
við gerðum saman morgunæfing-
arnar sem voru í útvarpinu? Manstu
þegar þú sóttir mig á leikskólann á
hjólinu þínu? Manstu hvað var gam-
an í öllum ferðalögunum sem við
fjölskyldan fórum saman? Þér þótti
svo gaman að taka myndir og ekki
síst af fallegu landslagi. Mikið þótti
þér gaman að spila á harmonikkuna
þína og þegar ég kom úr skólanum
heyrðust lög eins og Undir dalanna
sól, Undir bláhimni, Spanish eyes
og fleiri falleg lög.
Ofboðslega er erfitt að skrifa
þetta og enn erfiðara að koma heim
í Hveragerði og sjá að þú ert ekki
lengur þar. Ég leitaði vel inni í stofu,
hvort þú værir kannski að lesa blöð-
in, í eldhúsinu að hlusta á útvarpið,
inni í herbergi eða úti í garði að fá
þér frískt loft en ég fann þig ekki.
Mér fínnst ég sjái þig alls staðar
og ég finn lyktina þína og fer þá
að gráta. Ég sakna þín mikið, elsku
pabbi minn. Ég skal reyna að vera
ÞORSTEINN
BJARNASON
+ Steinunn Sigríð-
ur Kristinsdóttir
Beck var fædd á
Sómastöðum í Reyð-
arfirði 1. janúar
1899. Hún lést á
dvalarheimilinu
Skjóli í Reykjavík
19. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þuríður Ey-
jólfsdóttir, f. 23.
desember 1868 á
Sléttu í Reyðarfirði,
d. 13. nóvember
1962, og Kristinn
Hansson Beck,
bóndi á Kollaleiru í Reyðar-
firði, f. 2. janúar 1866 á Karls-
skála við Reyðarfjörð, d. 4. júlí
1945. Steinunn var elst tiu
systkina og eru þau öll látin
nema Sæbjörg Jóhanna sem nú
dvelst á hjúkrunarheimilinu
Hulduhlíð á Eskifirði, 95 ára
gömul.
Hinn 10. ágúst 1920 giftist
Steinunn Sigríður Einari Guð-
mundssyni, f. 29. febrúar 1888
í Skáleyjum á Breiðafirði, d.
24. janúar 1975. Þau bjuggu
alla tíð í Ásbyrgi á Reyðarfirði
og eignuðust fimm börn. Þau
voru: 1) Óskírður
drengur, f. 22.
apríl 1922 og lést
sama dag. 2) Krist-
inn Þórir, f. 22. júlí
1925, kvæntur
Ragnheiði Ingi-
björgu Einarsdótt-
ur, f. 30. janúar
1932 í Reykjavík.
Þau eiga sex börn
og 14 barnabörn.
3) Már, f. 31.12.
1926, d. 26.7. 1943.
4) Margrét Sig-
gerður, f. 4.5. 1929,
gift Marinó Ó.
Sigurbjörnssyni, f. 3.3. 1923.
Þau eiga sex börn, 16 barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
5) Örn, f. 7.9. 1932, kvæntur
Steinunni Önnu Guðmundsdótt-
ur, f. 3.8. 1935, d. 22.11. 1986.
Þau eiga þijú börn og fjögur
barnabörn.
Útför Steinunnar Sigríðar
Beck fer fram frá Reyðarfjarð-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Háöldruð heiðurskona hefur
kvatt þennan heim að loknum löng-
um og gifturíkum ævidegi.
Steinunn var ein hinna mörgu
Kollaleirusystkina, er settu um ára-
bil sinn sterka og bjarta svip á
byggðarlagið okkar, farsælt at-
orkufólk góðra hæfileika og gjöfulla
mannkosta. Kristinn bróðir hennar
kvaddi í næstliðnum desember og
nú lifir Sæbjörg ein þeirra mætu
systkina. Þau systkinin á Kollaleiru
o g fósturfaðir minn voru systrabörn
og frændsemisamband þeirra á milli
ávallt hið ágætasta. Kollaleira var
næsti bær við Seljateig og ungur
drengur fékk ég að kynnast þeim
hugþekka blæ sem hið kærleiksríka
heimili á Kollaleiru bar með sér,
enda foreldrar þeirra systkina at-
gervisfólk hið bezta og heiman-
fylgja barnanna því heillarík og
veitti þeim veganesti traust út í Iíf-
ið. Þau systkinin skiluðu enda for-
eldraarfi einkar vel á ævigöngu
sinni og áttu árangursríkan starfs-
dag.
Steinunn var þeirra elzt, hún var
fríð kona og fönguleg með frísklegt
fas og hressandi viðmót, hún var
föst fyrir og ekki allra, en trygg
og traust þeim sem hún tók, hún
var glögg kona og gædd ágætri
greind, tilsvörin oft leiftrandi snögg
og snörp og hittu í mark. Hún gat
verið glöðust allra en alvaran átti
hjá henni ríkan sess. Hún var með
afbrigðum atorkusöm, gekk að
hveiju verki með vongleði þess sem
vill vinna hvaðeina sem allra bezt,
skila hverju verki heilu í höfn.
Samvizkusemin og alúðin mikil að
hveiju sem hún lagði sína gjörvu
hönd, enda mun allt hafa leikið í
hennar höndum.
Hennar góðu eiginleikar komu
sér vel á hinni löngu lífsgöngu,
ekki sízt á yngri árum hennar, þeg-
ar Einar maður hennar var langtím-
um saman fjarri heimilinu vegna
atvinnu sinnar. Heimilið og þar með
uppeldi íjögurra barna hvfldu því
alfarið á hennar styrku herðum og
allra mál að þar hafi hverju einu
verið á bezta veg skilað.
Steinunn var mikil og góð hús-
móðir, dugnaði hennar, útsjónar-
semi og reglusemi viðbrugðið, heim-
ili hennar jafnan fágað og prýtt án
alls prjáls, veglynd sem hún var
veitti hún íjarska vel þeim sem að
garði hennar bar og lék á als oddi
er hún var sótt heim. Þau hjón voru
einstaklega skemmtileg heim að
sækja, Einar margfróður og víðles-
inn, sagnaþulur af sönnu listfengi,
hún hlý og einörð í allri orðræðu
við gesti sína og gjöful á vermandi
viðmót. Hún gat kveðið fast að orði
og fáir munu hafa vitað allt um
hennar innstu hugrenningar, því dul
var hún og virtist oft næsta fálát út
í frá.
Atorka hennar og eljusemi nutu
sín jafnt heima sem að heiman.
Kona mín kynntist henni í Síldar-
söltun á árum áður og dáðist mjög
að dug hennar og úthaldi sem og
fumlausum handtökum en ekki síð-
ur að því hversu ágætur og
skemmtilegur félagi hún var á
STEINUNN
SIGRÍÐUR BECK
sterk og dugleg og hugsa vel um
mömmu. Ég ætla að gera eins og
ég var búin að segja þér; þú manst.
Mér þykir mikið vænt um þá
stund þegar ég og Jóhann trúlofuð-
um okkur og settum upp hringana
hjá þér, elsku pabbi, þó að sorgin
væri meiri en gleðin. Þessari stund
mun ég aldrei gleyma.
Ég veit að þú ætlar alltaf að vtra
hjá okkur eins og þú varst búinn
að lofa. Takk fyrir að hafa átt þig,
takk fyrir allt sem þú hefur kennt
mér, takk fyrir að vera svona góður
faðir og takk fyrir að hafa verið
til. Ég elska þig og mun alltaf gera
eins og ég sagði við þig.
Þín dóttir,
Heiðrún Þorsteinsdóttir.
Nú er hann Steini, eins og við
kölluðum hann, horfinn úr veraldar-
amstrinu, farinn á eitthvert æðra
svið sem okkur er ekki ætlað að
skilja að fullu.
Ég kynnist Þorsteini 1990 um þær
mundir er ég kynnist Hrafnhildi,
dóttur hans. Strax tókst mikill vin-
skapur á milli okkar.
Alltaf var hann áhugasamur um
allt sem maður var að bralla. Og ef
maður lagði það undir hann hafði
hann alltaf skoðun á hlutunum og
lét hana óspart í ljós hvort sem hon-
um leist eða leist ekki á. Steini var
jarðbundinn og rökfastur, hafði
ákveðnar lífsreglur sem hann fylgdi
alltaf í hvívetna, hann var ungum
mönnum gott fordæmi.
Oft var glatt er við komum og
heimsóttum þau í Hveragerði og
gjarnan spiluð vist langt fram eftir
nóttu. Þorsteinn var mikill athafna-
maður, hann byggði ein 13 hús og
byggði myndarlegt hús yfir ijöl-
skyldu sína.
Það iýsir Steina best eftir að hann
varð uppvís um örlög sín með hve
mikilli reisn og höfðingsskap hann
tók örlögum sínum, þarna var alvöru
maður á ferðinni og er enn í hjarta
mínu. Þorsteinn steig mikið gæfu-
spor er hann giftist Jónu Maríu Ei-
ríksdóttir frá Helgastöðum, annan
eins lífsförunaut er vart hægt að
biðja um.
Áð lokum vil ég kveðja Steina og
þakka honum allt það göða sem ég
lærði af honum. Ég óska þess að
ég hefði kynnst þér fyrr, en er jafn-
framt þakklátur fyrir þann tíma sem
ég fékk með þér. Þú varst og ert
sannkallaður höfðingi. Hvíl þú í friði.
Þinn tengdasonur og vinur,
Þór Þorsteinsson.
„Lífið er ekki sjálfgefíð. Það á
að þakka fyrir hvern þann dag sem
vinnustað. Æviganga Steinunnar
einkenndist af hinni hljóðu en sí-
felldu önn daganna, en ánægja
hennar mest að mega sjá börn sín
og bamabörn vaxa úr grasi og ger-
ast hinir nýtustu og þekkustu þjóð-
félagsþegnar. En áfallalaus varð
ævi hennar ekki. Þau hjón, Steinunn
og Einar, urðu fyrir þeirri sáru sorg
að missa son sinn á unga aldri, ein-
stakan efnismann, en þó þau bæru
sinn mikla harm í hljóði, hlaut slíkt
áfall að marka sín djúpu spor.
En að öðru leyti var lífslán Stein-
unnar mikið, það fólst í góðum og
mikilhæfum eiginmanni og börnum
mikilla og góðra eðliskosta og heilsu
sinni og hressileika hélt hún alít
fram á síðustu ár eða þar til
óminnishegrinn sótti hana heim,
henni og hennar hin þungbærasta
raun. Hvíldin mun því hafa verið
kærkomin eftir annaríkt æviskeið.
Við Hanna þökkum Steinunni,
þessari hreinlyndu höfðingskonu,
kynni kær og sendum börnum henn-
ar og ástvinum öðrum innilegar
samúðarkveðjur. Eftirminnileg
verður Steinunn öllum þeim sem
áttu með henni samleið. Þar vörð-
uðu verkin góð vegferð alla.
Hugumhlý er hinzta kveðjan,
heið var lífssýn hennar öll og einlæg
trúarvissa ætíð með í för. Megi hún
öðlast unað ríkan á eilífðar löndum.
Blessuð sé minning Steinunnar
Beck.
Helgi Seljan.