Morgunblaðið - 05.04.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 43
ingarnar svona hlýjar. Þessi perla
er einfaldlega sérstök.
Ég kynntist Sigríði mjög fljót-
lega eftir að ég flutti á Sauðar-
krók, þar sem ég tók við starfi
hennar sem skólahjúkrunarfræð-
ingur. Reyndar fyrst af afspurn í
gegnum börnin í grunnskólanum.
„Sigríður gerði þetta ekki svona,
Sigríður gerði þetta hinsegin,"
sögðu þau. Þau horfðu á mig stór-
um augum eins og að ég væri að
bijóta lög ef ég gerði eikki eins
og hún. Virðingin sem börnin báru
fyrir þessum forvera mínum fannst
mér nánast alveg takmarkalaus.
Svo fór að þegar ég hafði verið
samferða henni um tíma fór eins
fyrir mér og börnunum, hún átti
virðingu mína alla og ég veit að
þeir sem kynntust henni eru mér
sammála um að það var ekkert
einkennilegt við að heyra fólk segja
„frú Sigríður", bæði þegar talað
var um hana og eða hún ávörpuð.
Það var eðlilegasti hlutur í heimi.
Mér fannst alltaf allt sem hún
gerði bera vott um hlýju og virð-
ingu fyrir lífinu. I vinnunni var hún
eins og akkeri sem alltaf var hægt
að halda sér í ef á þurfti að halda,
alltaf róleg og yfírveguð, tilbúin
til að leiðbeina skjólstæðingum og
samstarfsfólki. Margar skemmti-
legustu stundir sem ég hef átt sem
hjúkrunarfræðingur eru tengdar
minningum um Sigríði. Hún hafði
mjög gaman af að gera að gamni
sínu og átti afskaplega auðvelt
með að fá okkur hinar til að taka
þátt í græskulausu gamni.
Ekki minnkaði virðing okkar
samstarfsfólksins fyrir henni þegar
dró að lokum ævi hennar. Þrátt
fyrir sjúkdóm sem gerði henni lífið
mjög erfitt heyrðum við hana aldr-
ei kvarta og alltaf var hún þakklát
fyrir það sem fyrir hana var gert.
Sigríður átti virðingu allra sem
kynntust henni og það var engin
tilviljun að við hjúkrunarfræðingar
á Norðurlandi vestra gerðum hana
að heiðursfélaga í okkar deild inn-
an Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Fyrir hönd okkar þakka
ég fyrir samfylgdina og störf að
félagsmálum okkar. Við sem urð-
um samferða Sigríði síðustu sporin
á deild 2 þökkum sömuleiðis og
vottum Friðrik Jens, eiginmanni
hennar, og ættingjum innilegustu
samúð.
Ágústa Eiríksdóttir.
í dag kveðjum við einn af stofn-
endum félagsins okkar og einn
ötulasta stuðningsmann þess, Sig-
ríði Guðvarðsdóttur.
Ef litið er yfir 30 ára sögu Sjálf-
stæðiskvennafélags Sauðárkróks
sést hve störf Sigríðar hafa verið
mikil og samtvinnuð sögu félags-
ins. Hún var fyrsti formaður þess,
og aftur var henni falin formennsk-
an á árunum 1973-76. Þá sat hún
lengi í Kjördæmisráði Norðurlands
vestra og í stjórnum og nefndum
á vegum sjálfstæðiskvenna, svo
lengi sem heilsa hennar entist, Sig-
ríður sat í fulltrúaráði Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna og og tók
sæti á Alþingi sem varamaður
Eyjólfs Konráðs Jónssonar árið
1975, fyrst kvenna á Norðurlandi
vestra. Sigríður bar hag Sjálfstæð-
iskvennafélagsins ætíð fyrir bijósti
og var ávallt fús að leggja því lið.
Störf hennar verða seint fullþökk-
uð, en við minnumst Sigríðar sem
heilsteyptrar og vandaðrar konu,
sem gott var að þekkja og starfa
með.
Hún hélt skoðunum sínum fram
með festu, en ætíð var stutt í henn-
ar léttu kímni og glaðværð, sér-
staklega í góðra vina hópi.
Við í Sjálfstæðiskvennafélagi
Sauðárkróks þökkum Sigríði fyrir
allt samstarfið og tryggðina við
félagið og sendum Friðriki eigin-
manni hennar og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar
Guðvarðsdóttur.
F.h. Sjálfstæðiskvennafélags
Sauðárkróks. Birna
Guðjónsdóttir.
SIGMAR
SIGURBJÖRNSSON
+ Sigmar Sigur-
björnsson
fæddist á Syðstu-
Grund undir V-
Eyjafjöllum hinn 6.
nóv. 1929. Hann
lést á heimili sínu í
Seattle í Bandaríkj-
unum 13. mars síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Sigurbjörn Sig-
urðsson og Jó-
hanna Tryggva-
dóttir. Systkini Sig-
mars eru: Sigurður
Tryggvi, f. 12. júní
1926, d. 28. feb. 1959; Sigmar,
f. 6. nóv. 1929, d. 13. mars
1997; Guðbjörg, f. 5. júní 1931;
Júlíus Óskar, f. 1. júní 1933;
Sigríður Hulda, f. 29. sept.
1934; Marinó, f. 22. okt. 1935.
Utför Sigmars fór fram í
Seattle hinn 24. mars.
Það er margs að minnast, en
smá grein í blaði nær skammt. í
stuttu máli má með sanni segja
að allt það fólk sem hér er upptal-
ið lífs og liðið er og hefur verið
hörkuduglegt og prýtt heiðarleika
og glaðlyndi og var Sigmar þar
enginn eftirbátur. Ég undirritaður
kynntist Sigmari fyrst um vetrar-
vertíð á Akranesi. Þetta var á árun-
um 1947-9. Bróðir hans Július var
þarna líka, þetta voru hressir og
góðir strákar, Sigmar var þá 18-19
ára. Ekki hafði undirritaður þá
hugmynd um að hann ætti eftir
að kvænast systur þeirra, en það
er nú önnur saga. Sigmar var eftir-
sóttur í vinnu bæði til sjós og lands,
hann var ósérhlífinn. Samt var á
þessum árum fremur erfitt að fá
vinnu nema þá að vera í einhverri
klíku. Ef til vill hefur hann haft
áhyggjur af að ekki yrði næga
vinnu að fá eða að ævintýraþrá
hafi gripið hann eins og marga
unga menn. Hann fór alla leið vest-
ur að Kyrrahafi og settist að í
Vancouver í Kanada.
Þar var hann í nokkur
ár og stundaði sjóinn.
Seinna fluttist hann til
Seattle, sem er Banda-
ríkjamegin, en land-
fræðilega ekki mjög
langt frá, því borgim-
ar standa báðar ekki
langt frá landamær-
unum. Þaðan stundaði
hann sjóróðra, meðal
annars á laxveiðibát-
um, síðan fór hann að
vinna í landi, mest við
húsaviðgerðir. Hann
kvæntist aldrei, ekki
svo að skilja að hann væri á-móti
konum, hann hafði bara svo margt
annað að sýsla við og fannst ekk-
ert liggja á. Hann var mjög harður
við sjálfan sig. Ef hann var eitt-
hvað lasinn, lét hann sem ekkert
væri. Einhvem veginn tókst honum
að leyna því þegar hann var sár-
þjáður af þeim sjúkdómi sem dró
hann til dauða. Alltaf var sama
stillingin og prúðmennskan. Flestir
héldu að ekkert amaði að honum
nema að hann væri eitthvað slapp-
ur. Undir lokin bað hann íslenska
konu, sem vissi að hveiju stefndi,
að lesa fyrir sig bréf frá íslandi,
það var frá systur hans sem honum
þótti sérlega vænt um. Undir miðj-
um lestrinum sofnaði hann
svefninum langa.
Það er oft furðulegt hvað fólk
dreymir. Skömmu áður en þetta
gerðist dreymdi þessa sömu systur
Sigmars móður þeirra, sem er látin
fyrir nokkram árum. Hún var mjög
glaðleg eins og hún væri full til-
hlökkunar. Hún var að íhuga hvort
hún ætti heldur að vera í kjólnum
eða í peysufötunum sínum.
„Hittumst aftur að ævikvöldi
loknu“ er kveðja frá systkinum
hans. Með þeim orðum kveðjum
við góðan dreng og vonum að
móðir hans hafi tekið á móti honum
í sínu fínasta skarti.
Þórður Kristófersson.
SIGRÍÐUR
ANDRÉSDÓTTIR
+ Sigríður Andr-
ésdóttir fæddist
22. október 1915.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Barma-
hlíð á Reykhólum
4. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Andr-
és Sigurðsson og
Guðrún Sigríður
Jónsdóttir, búend-
ur á Gullþórisstöð-
um í Gufudalssveit.
Sigríður bjó í for-
eldrahúsum til árs-
ins 1967, fer þá til
Reykjavíkur en árið 1981 flutt-
ist hún til Svíþjóðar þar sem
hún bjó til ársins 1992 en þá
flyst hún til Islands á ný og
býr á dvalarheimilinu Barma-
hlíð á Reykhólum til dauða-
dags.
Utför Sigríðar fór fram frá
Fossvogskirkju 15. mars.
Nú er Sigga fallin frá og farin
frá okkur öllum að óvöram. Ekki
kom það í minn hug, að þegar ég
kvaddi hana, kvöldið 4. mars, að
ég væri að kveðja hana í síðasta
sinn.
Á Dvalarheimilinu á Barmahlíð
var alltaf föndur á þriðjudögum
og reyndi ég alltaf að mæta þá.
Þá hitti ég alltaf Siggu og spjölluð-
um við saman um
heima og geima.
Sigga sagði oft við
mig: „Ertu ekki með
sokka handa mér, sem
ég á að stoppa_ í fyrir
þig, Lilja mín. Ég kem
með þá næst, þegar
ég á leið til þín.“
En sokkarnir bíða
og systir hennar Sig-
ríðar, hún Jensína, vill
líka allt fyrir mig
gera.
Ég hef ekki tölu á
öllum þeim sokkum
sem Sigga hefur
pijónað fyrir drengina mína í öll
þessi ár sem þær systur hafa verið
á Barmahlíð.
Jensína, systir Sigríðar, hefur
alltaf verið henni hjálpleg, en Sig-
ríður átti erfitt með að ganga mik-
ið eftir að hún kom heim frá Sví-
þjóð, en hún hafði lærbrotnað þar.
Hún náði sér aldrei eftir það slys.
Hún var búin að líða mikið en
bar sig alltaf eins og hetja.
Guð blessi minningu hennar alla
tíð og vil ég þakka allar þær góðu
stundir sem við áttum saman í
Barmahlíð.
Guðsblessun veri með þér, Sigga
mín.
Ég votta systrum hennar og fjöl-
skyldum og frændfólki mína
dýpstu samúð.
Lilja Þórarinsdóttir, Grund.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
VALDÍSAR S. SIGURÐAKDÓTTUR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík.
Sigurður Gunnar Benediktsson,
Guðmundur Ingi Benediktsson,
Ingibjörg B. Benediktsdóttir Grant,
Guðrún María Benediktsdóttir, Símon Á. Gunnarsson,
Jóhanna Benediktsdóttir, Guðmundur Haukur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ANNA KARVELSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 44,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Birgir Ólafsson, Dóróthea Björnsdóttir,
Jón Ólafsson,
Guðrún Björk Birgisdóttir, Hörður Oddfríðarson,
Birna Birgisdóttir, Kristján Sverrisson
og barnabarnabörn.
+
Útför föður okkar og tengdaföður,
STEFÁNS DAVÍÐSSONAR,
Haugi,
er lést þann 29. mars, fer fram frá Melstaðakirkju mánudaginn 7. apríl
kl. 14.00. Jarðsett verður í Kirkjuhvammi.
Börn og tengdabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR eyleifsson,
Nýlendu, Stafnesi,
Sandgerði,
sem lést á Vífilsstöðum þann 1. apríl, verður
jarðsunginn frá Hvalsneskirkju þriðjudaginn
8. apríl kl. 14.00.
Jóna Guðríður Arnbjörnsdóttir,
Sigurbjörg Eiríksdóttir, Gunnar Borgþór Sigfússon,
Margrét Eiríksdóttir,
Arnbjörn Rúnar Eiríksson,
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, Þröstur Sveinsson,
Laufey Þóra Eiríksdóttir,
Dagbjört Hulda Eiriksdóttir, Eiður Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær fósturfaðir okkar, bróðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Háholti 22,
Akranesi,
lést á heimili sínu 31. mars.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 14.00.
Jenný Ólafsdóttir,
Þórdis Ólafsdóttir,
Ólafur A. Ólafsson,
María Júlía Helgadóttir,
systkini og
barnabörn hins látna.
+
Við þökkum af heilum hug þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og
vinarþel við andlát og útför
ARNGRÍMS GÍSLASONAR,
Höfn, Hornafirði.
Hrafnhildur Gísladóttir.
Stefán og Borgþór Arngrímssynir
og fjölskyldur.