Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Smáfólk
YOU WEKE DEPRE55ED
50 I LENT M'OU
MY BLANKET..
AND NOL) VOU
SM M'OU DON'T
KNOW WHERE IT
15?!!
Þú varst niðurdreginn,
svo að ég lánaði þér tepp-
ið mitt...
Og nú segirðu að þú
vitir ekki hvar það
er?!!
Hvernig gastu gert
mér þetta?!
Vesalings
sætakrúttið
mitt...
Ég er ekkert
sætakrúttið
þitt!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Spaugstofumenn
gengn of langt
Frá Lilju S. Kristjánsdóttur:
EINS og margir aðrir, sem heima
eru um páskana, hef ég fylgst all-
vel með dagskrá fjölmiðlanna út-
varps og sjónvarps. Nú síðast í
kvöld, laugardagskvöldið 29. mars,
horfði ég á nokkurn hluta dag-
skrár ríkissjónvarpsins.
Hjá kristnu fólki eru þessir dag-
ar, skírdagur, föstudagurinn langi
og páskadagur helgasti tími árs-
ins. Þjáningarganga frelsarans,
fórnardauði hans á krossinum og
síðan upprisan er grundvöllur
þeirrar trúar, sem ég og margir
aðrir lifa á og stærsti hluti þjóðar-
innar játast undir eða hefur fram
að þessu borið virðingu fyrir.
Þetta virðist vera að breytast á
síðustu árum. Skemmti- og veit-
ingastaðir eru opnir. Að eyrum og
augum fólksins berst frá fjölmiðl-
um guðlast, sem særir marga.
Ég hef oft haft ánægju af að
fylgjast með Spaugstofumönnum
í sjónvarpi. Hæfileikar sumra
þeirra til að líkja eftir málrómi og
hreyfingum manna, sem við höfum
fyrir augum á skjánum, er furðu-
legur. Hugmyndaauðgin hefur
vakið kæti og fljótir eru þeir að
tileinka sér það, sem telst bita-
stætt í fréttum fjölmiðla. En í
þætti sínum í kvöld gengu þeir
alltof langt og særðu helgustu til-
finningar margra, er þeir gerðu
grín að boðskap Biblíunnar, m.a.
boðorðunum, sem mér virtust hafa
fækkað mikið í meðferð þeirra.
Auk þess, sem hægt var að breyta
þeim eftir geðþótta. Ennfremur
hæddust þeir að síðustu kvöldmál-
tíð Jesú með lærisveinum sínum,
kvöldmáltíðinni á skírdagskvöld.
Á Golgata á föstudaginn langa
hæddust þeir sem krossfestu Jesú
að honum í þjáningum hans. Það
gerði annar ræninginn líka. Á liðn-
um árum og öldum hafa margir
fyllt þann flokk og nú síðast
Spaugstofumenn. Því miður er þar
enginn þeirra undanskilinn, þó að
hlutverkin væru misstór.
I Dagsljósi ríkissjónvarpsins rétt
fyrir jól þóttust leikarar bregða sér
í gervi Guðs. Síðan hættu þeir að
koma þar fram. I fávisku minni
taldi ég þá, að ráðamönnum Sjón-
varpsins hefði oboðið guðlast
þeirra. Þegar ég verð nú vitni að
því, að næsta stórhátíð kristinna
manna, páskarnir, er notuð til að
gera grín að fagnaðarerindinu um
Jesúm Krist og honum sjálfum,
þykist ég sjá, að ástæðan hljóti
að hafa verið önnur.
Þess vegna vil ég biðja dag-
skrárstjórn og aðra ráðamenn
Sjónvarpsins að gefa Spaugstofu-
mönnum frí um tíma til að sýna
bæði þeim og öðrum, í kristnu landi
er árásum fólks á Drottin takmörk
sett. Við erum mörg, sem sættum
okkur ekki við að sitja framan við
skjáinn særð og hrygg vegna þess,
að trúarsannfæringu okkar er mis-
boðið í þeim fjölmiðli, sem við
styrkjum með afnotagjaldi okkar.
Einhver kann að segja, að ég geti
slökkt á tæki mínu. Það er rétt en
breytir því ekki, að aðrir horfa á
það, sem fram fer, því að Spaug-
stofan er mjög vinsæl. Þess vegna
eru uppeldisáhrif hennar á æsku
landsins líka mikil. Nú standa yfir
fermingar í kirkjunum. Mér kom
því í hug, hvort boðskapur þessa
þáttar ætti ef til vill að vera eins
konar mótvægi gegn fermingar-
fræðslunni, sem prestar kirkjunnar
annast.
Það var fleira á dagskrá Sjón-
varpsins í kvöld. Á eftir Spaugstof-
unni kom þáttur Hemma Gunn.
Kærar þakkir, Hemmi, fyrir þá
dagskrá, sem þú bauðst upp á. Þar
var ekki hæðst að boðskap Bibl-
íunnar né Jesú sjálfum, heldur
sungið fallega um krossinn á Gol-
gata og fórnardauða frelsarans.
Sálminn, sem sunginn var, þekki
ég vel og kann tvær aðrar þýðing-
ar á textanum. Önnur þeirra er
éftir Pétur Sigurðsspn og hin eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Þýðing Davíðs hefst svona (skráð
eftir minni):
„Upp á hæðinni miklu stóð heilagur kross,
sem er hæddur af þúsundum enn.
En ég elska þann kross, þar sem fómin var
færð,
sem frelsaði synduga menn.“
,,Ég vil taka á mig krossberans kvöl.
Eg vil kijúpa og biðja um grið,
svo ég hljóti hinn eilífa auð,
svo ég öðlist hinn himneska frið.“
Þennan auð og frið virtist sá
maður eiga, sem Hemmi ræddi
mest við í þætti sínum. Hann er
einn þeirra, sem á síðustu vikum
hefur tekist að bjarga 39 mannslíf-
um. Þegar talað var um unnin af-
rek, dró hann hógværlega enga
dul á samband sitt við Guð og þær
bænir, sem hann sendi til himins.
Er þessum þætti lauk, var ég
ekki særð heldur glöð. Þar hafði
ekki verið hæðst að heilögum Guði
né þeim grundvelli, sem trú mín
byggist á, Jesú Kristi frelsara mín-
um.
Við kross Jesú á Golgata voru
tvær ólíkar manngerðir. Annars
vegar fáeinir vinir hans og hins
vegar þeir, sem hæddu hann í orði
og verki. í þjáningu sinni bar hann
umhyggju fyrir þeim öllum. Ræn-
inginn við hlið hans fékk að heyra
fyrirheitið: í dag skaltu vera með
mér í Paradís. Jóhannes, læri-
sveinn hans og vinur, fékk það
hlutskipti að annast Maríu, hina
sorgbitnu móður. Með óvinina í
huga bað hann: Faðir, fyrirgef
þeim, því að þeir vita ekki hvað
þeir gera.
Ritað aðfaranótt páskadags.
LILJA S. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sóleyjargötu 15, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.