Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 2
2 MJÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997" MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Formaður skipulags- og umferðarnefndar um loftmengun á Miklubraut Verður að breyta stefn- unni í umferðarmálum UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ritað Reykjavíkurborg bréf og farið fram á viðræður sem allra fyrst um framkvæmd mengunarvarnareglu- gerðar á Miklubraut frá Snorra- braut og upp fyrir Lönguhlíð. Guð- rún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjórnar og formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur, seg- ir að finna verði úrræði sem duga til að minnka loftmengun og breyta verði stefnunni í umferðarmálum í borginni. Loft- og hávaðamengun yfir viðmiðunarmörkum Hollustuvernd ríkisins telur að á áðurnefndum hluta Miklubrautar hafi styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið yfir viðmiðunarmörk sem til- greind séu í mengunarvarnareglu- gerð. Þá sé þessi mengun yfir mörk- um sem sett séu í tilskipun Evrópu- sambandsins um loftmengun, sem ísland sé bundið af samkvæmt EES-samningnum. Jafnframt bendi allt til þess að umferðarhávaði hafi farið yfir viðmiðunarmörk reglu- gerðarinnar á sama svæði. Holl- ustuvernd telur jafnframt að upp- lýsingagjöf vegna loftmengunar og gerð aðgerðaráætlunar um úrbæt- ur, sem kveðið er á um í tilskipun ESB, hafi ekki verið sinnt. Hollustuvernd leggur til að um- hverfisvöktun við Miklubraut verði sinnt sem skyldi og gerð tímasett áætlun til að draga úr loft- og hávaðamengun. Guðrún Agústsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að erindi ráðuneytisins væri „vísbending um að ríki og borg taki höndum saman um að leita úrræða, sem duga til að halda loftmengun af völdum út- blásturs bifreiða á tilteknum svæð- um í borginni undir þeim viðmiðun- armörkum, sem í gildi eru og helzt langt undir þeim.“ Guðrún segir að ekki sé eingöngu um loft- og hávaðamengun að ræða á Miklubraut, heldur víðar í borg- inni. Á árinu 1994 hafí mengun til dæmis farið 109 sinnum yfir við- miðunarmörk á ýmsum stöðum. „Við verðum að bregðast við vandamálinu," segir Guðrún. „Það er alveg ljóst að ef við höldum áfram að reka umferðarstefnu hér í Reykjavík, sem byggist á gamal- dags bandarískum viðhorfum, sem Bandaríkjamenn eru reyndar löngu horfnir frá, að auka við götur og gatnagerð til að uppfylla allar þarf- ir einkabilsins, í stað þess að reyna að ná meira jafnvægi á milli allra þátta umferðar, erum við í mjög erfiðum málum. Við verðum miklu frekar að tileinka okkur þessa evr- ópsku siði, sem eru að ryðja sér til rúms alls staðar í kringum okkur. Þar er allt önnur stefna.“ Arðsemiskrafa til Sem- entsverksmiðjunnar Greiði 30 milljónir króna í arð RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra, að leggja til við stjórn Sementsverksmiðjunnar hf. á Akra- nesi að fyrirtækið hafí 7,5% arð- semiskröfu að leiðarljósi í stefnu- mörkun sinni. Jafnframt telur ríkis- stjórnin eðiilegt að fyrirtækið greiði eigendum sínum 3% af hlutafé í arð næstu þijú ár, eða sem svarar til 30 milljóna króna á ári. Sementsverksmiðjan var gerð að hlutafélagi í eigu ríkisins 1993, en þá var enn ekki talið að fjárhags- staðan væri nógu traust til að ráð- legt væri að taka arð út úr fyrirtæk- inu. Að sögn Benedikts Árnasonar, deildarsérfræðings í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, er það mat ráðu- neytisins að fjárhagsstaða Sements- verksmiðjunnar sé nú orðin það sterk að hún geti greitt arð til eigenda. Morgunblaðið/Kr. Ben. HÉR koma þeir Dr. Rolf Ekelund, Jörundur Svavarsson, Dr. Jon-Arne Sneli og Áke Grenmo dós- ent tilraunaglösum fyrir í Botndýrastöðinni í Sandgerði. Ahrif hættulegs efnis í sjó rannsökuð Grindavík. Morgunblaðið. RANNSÓKN á hvaða áhrif hættu- legasta eiturefnið, sem mengar sjó, TBT Tributýltin, hefur á klak þorsks og vöxt þorsklirfunnar á fyrstu vikum eftir klakið eru að heQast sem samnorrænt rannsókn- arverkefni hjá Botndýrastöðinni í Sandgerði. Norræna ráðherraneftidin styrkir þetta verkefni. Stjómandi rannsókn- arinnar er Áke Grenmo, dósent við háskólann í Gautaborg og sjáv- arrannsóknarstöðina í Kristineberg. Hingað eru einnig komnir doktor Rolf Ekelund, náinn samstarfsmaður Grenmo, og doktor Jon-Ame Sneli frá háskólanum í Þrándheimi en hann hefur komið til íslands oft áður vegna annarra rannsókna. Þá mun Jörund- ur Svavarsson prófessor í sjávarlíf- fræði vinna við rannsóknina. Að sögn Áke Grenmo er Tribu- týltin lífrænt tinsamband sem hefur verið mikið notað í botnmálningu skipa og báta. Notkun þess hefur reyndar minnkað þar sem reglugerð bannar notkun þess á skip sem eru minna en 25 metrar að lengd. Þá hafa útgerðarmenn gert sér grein TBT er í botn- málningu skipa og plaströrum fyrir skaðvaldinum, eru farnir að nota meira umhverfisvæna máln- ingu. Einnig er TBT notað í PVC plaströr sem einkum eru notuð í skólplagnir. Rannsóknin mun einn- ig beinast að þeim efnum sem not- uð eru í umhverfisvæna málningu og kannað verður hvort þau hafa skaðleg áhrif á þorsklirfuna á fyrsta vaxtarskeiðinu. Veldur vansköpun á snigli nákuðungsins Rannsóknir hafa áður beinst að áhrifum TBT á snigil nákuðungsins en eitrið í sjónum er það kröftugt að snigillinn verður vanskapaður í uppvextinum þannig að hormóna- kerfið ruglast og getnaðarlimur vex á kvensnigilinn yftr kynsköpin þannig að hann verður ófrjór. Á 38 rannsóknarstöðum af 45 frá svæðinu frá Stokkseyri til ísafjarð- ardjúps fundust mörg slíkt tilfelli, þannig að eitrið hefur gert usla í stofni nákuðungsins og nú verður rannsakað hvort það veldur slíkum usla í þeirri auðlind landsins sem þorskstofninn er. Til að hægt væri að gera þessa rannsókn hjá Botndýrastöðinni í Sandgerði þurfti að innrétta að- stöðu í stöðinni og bora 50 m djúpa holu til að fá ómengaðan sjó sem dæla þarf í gegnum sérstakan út- búnað til að blanda súrefni saman við hann. Til að stilla mælingatæk- in og vökvana sem notaðir verða við rannsóknina voru fengnar ný- klaktar þorsklirfur frá tilraunaeld- isstöð Hafrannsóknarstofnunar í Grindavík en á næstu dögum verður veiddur þorskur fyrir utan Sand- gerði sem síðan verður kreistur og fijóvgaður í rannsóknarstöðinni. Að lokum lét Grenmo þess getið að þessi rannsókn væri aðeins fyrsti áfangi af mörgum á þessu sviði, því venjulega vakna fleiri spurning- ar en svör fást við þegar byijað er á jafnviðamiklu rannsóknarverkefni og hér um ræðir. Rafiðnaðarmenn hjá Pósti og síma greiða atkvæði um boðun verkfalls 25. apríl „Himin og haf ber á milli“ SAMNINGANEFND tæplega 300 rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma hf. fékk á fundi í fyrrakvöld heimild til að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls frá og með 25. apríl næstkomandi. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafíðnað- arsambands Íslands, gæti atkvæða- greiðslan tekið um tíu daga vegna þess hve rafiðnaðarmenn hjá Pósti og síma eru dreifðir um landið, en atkvæðin verða send með pósti. Engar viðræður eiga sér stað milli RSÍ og Pósts og síma og segir Guðmundur „himin og haf bera á milli“ í kjaradeiiunni. Þá liggja við- ræður milli RSÍ og RARIK niðri og hefur enginn sáttafundur verið boð- aður, en verkfall rafiðnaðarmanna hjá RARIK hófst sl. föstudag. Fyrstu 20 daga verkfallsins sinna rafiðnaðarmenn bráðabirgðavið- gerðum blasi við stórfellt eignatjón, en ekkert slíkt ákvæði er í samning- um rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma. Guðmundur sagði að Pósti og síma hefði verið boðið að setja slíkt ákvæði í kjarasamning en enginn áhugi hefði reynst vera fyrir því. Meðan á fundi rafiðnaðarmanna stóð í fyrrakvöld slitnaði ljósleiðari Pósts og síma yfír Skeiðarársand og var því símasambandslaust víða á Austfjörðum í um tvær klukku- stundir eða þar til viðgerð hafði far- ið fram. Vel gæti komið til aðgerða Aðspurður hvort rafíðnaðarmenn hjá Pósti og síma myndu grípa til einhverra aðgerða fyrir 25. apríl sagði Guðmundur að vel gæti komið til þess og það yrði bara að koma í ljós. „Menn ráða sínum vinnutíma svo framarlega sem þeir skila sínum fasta vinnutíma. Það er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir vilja veija sínum frítíma til einhvers annars en að vera á vinnustað," sagði hann. Annir hjá sáttasenyara Hjá ríkissáttasemjara voru í gær I haldnir fundir fulltrúa átta stéttarfé- laga og viðsemjenda þeirra. Viðræð- ur voru ekki í neinu tilfelli taldar vera komnar á lokastig í gær. Morgunblaöið/Golli BÚIÐ er að merkja staðinn þar sem flak TF-CCP liggur nokkuð utan við Straumsvík. TF-CCP hífð upp þegar kyrrist BEÐIÐ verður eftir að veður og sjór kyrrist þar til reynt verður að ná flaki flugvélarinnar sem fórst sl. laugardag, TF-CCP, af hafsbotni skammt utan við Straumsvík. Spáð er hvassviðri en aðstæður verða skoðaðar í dag. Reynt var að koma böndum á flak- ið til að hægt væri að hífa það strax eftir að það fannst á mánudags- kvöld og í gær voru aðstæður erfið- ar, 8-9 vindstig og ölduhæð allt að fjórum metrum. Þótti ekki fært að halda áfram aðgerðum af öryggi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.