Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 43 ATVIISIIMU- A U G LÝ SINGAR Traust starfsfólk óskast Vegna fjölgunar verslana og aukinna umsvifa, viljum við gjarnan ráða fleiri starfsmenn. Um er að ræða margvísleg tilfallandi verslunar- störf, sem kalla á ábyrgð, ótvíræðan dugnað, jákvætt viðmót og reglusemi. Unnið er á vöktum. Tekið skal fram að hér er aðeins um að ræða heilsársstöður, ekki sumarstörf eða hliðarstörf. Við leitum að: Ungu, duglegu, reyklausu og lífsglöðu fólki á aldrinum 18-26 ára. Við bjóðum: Góðan og kraftmikinn starfsanda og góð laun fyrir gott fólk. Þeir sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals í dag, miðvikudaginn 9. apríl milli kl. 15 og 17, á skrifstofur 10-11 á Suður- landsbraut 48 (bláu húsin). Athugið, fyrirspurn- um er ekki svarað í síma, en þeim gjarnan svarað í ofangreindum viðtölum. Farið verður með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál. 10-11 er ungt og framsækið fyrirtæki í miklum vexti. Það rekur nú 7 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og mun þeim fjölga enn á næst- unni. Velgengni sina þakkar fyrirtækið m.a. starfsfólki sínu. Áhersla er því lögð á, að aðeins gott fólk veljist til starfa. ennarar GolfskóLi Sigurðar Péturssonar auglýsir eftir 2 aðstoðarmönnum fyrir sumarið 1997. Starfið felur í sér golfkennslu, afgreiðslu i verslun, viðgerðir á kylfum o.fl. Umsækjandi þarf að hafa 7 i forgjöf eða minna og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Áhugasamir hafa samband í síma 587 2221/892 9898 fyrir 15. april. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Pétursson. GOLFSKOLI Sigurðar Péturssonar Laun samkomulag. Grafarhol.i Reykjavik_ Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Námsráðgjafi í Garðaskóla Laus er staöa námsráögjafa við Garðaskóla, Garðabæ. í Garðaskóla eru um 600 nemendur í 7.-10. bekk. Um er að ræða 100% stöðu, en til greina kemur að ráða í tvær 50% stöður. Menntun: Viðbótarnám í námsráðgjöf og reynsla af kennslu. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kl og HKÍ við fjármálaráðherra. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 565 8666. Umsóknarfrestur ertil 6. maí 1997. Grunnskólafulltrúi Garðabæjar. AUGLÝSIN Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Stuðningsfulltrúi í Álftamýrarskóla vantarstuðningsfulltrúa í hálft starf til loka maímánaðar. Hann þarf að geta hafið störf nú þegar. Starfið er meðal annars fólgið í því að vera nemend- um til aðstoðar, fylgja þeim um skólahúsnæði og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veitir skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 586 6588 og ber að skila um- sóknum til skólans. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is VEÐURSTOFA ÍSLANDS Veðurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstakl- inga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnirtil ársdvalar, sem væntanlega hefst í lok júlímánaðar 1997. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsyn- legt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og sam- viskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstof- unni fyrir 26. apríl nk. Allar nánari upplýsingargefa starfsmenn Tækni- og athuganasviðs Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 560 0600. TILBOÐ/ÚTBOÐ Útboð Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í vélsópun gatna og hreinsun niðurfalla í Reykjanesbæ. Helstu magntölur eru: Vélsópun gatna u.þ.b. 260 km. Hreinsun niðurfalla 1500 stk. Önnur sópun u.þ.b. 50 klst. Útboðsgögn fást keypt á skrifstofu Reykjanes- bæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík. Verð kr. 3.000. Einnig ertil sölu vélsópur og valtari í eigu bæj- arsjóðs Reykjanesbæjar. Tilboð óskast. Upplýsingar veitir Innkaupadeild Reykjanes- bæjar Vesturbraut 10a, 230 Keflavík. Sími 421 1552. TIL SÖLU Söluturn — nætursala Einn best staðsetti söluturn í Reykjavík er til sölu. Hefur nætursöluleyfi. Ársvelta er ca 30.000.000. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér góða afkomu. Svona tækifæri gefst ekki á hverjum degi. Upplýsingar gefur fyrirtækjasala Hóls. Hóll — fyrirtækjasala, sími 551 9400, fax 551 0022. Skipholti 50b. Gervihnattadiskur Echostar móttakari SR 8700 og diskurinn (breidd 1,5 m) kostar samtals 70.000. Frekari upplýsingar í síma 561-6056. G A R TILKYNNINGAR Menntamálaráðuneytið Sveinspróf í löggiltum iðngreinum Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram í maí og júní 1997. Umsóknarfrestur fyrir framreiðslu, matreiðslu og rafveituvirkjun er til 9. maí, en fyrir aðrar iðngreinar til 23. maí. Nemar á vegum skóla hafi samband við deild- arstjóra skólans í viðkomandi iðngrein. Upplýsingarog umsóknareyðublöð liggja frammi í menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 2. hæð, Reykjavík, sími 560 9500. Menntamálaráduneytið, 7. apríl 1997. HÚSNÆÐI í BOQI Leiguskipti á sumarhúsi Starfsmannafélag óskar eftir leiguskiptum á sumarhúsi í sumar. Erum með hús í Borgarfirði í skiptum við hús í öðrum landshluta. Upplýsingar í símum421 1552,421 3445 og 421 3890. KENNSLA Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir, ef næg þátttaka fæst! Á Akureyri dagana 5., 6. og 7. maí 1997 Skráningu þátttakenda lýkur 25. apríl. í Reykjavík dagana 14., 15. og 16. maí 1997 Skráningu þátttakenda lýkur 5. maí. Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráningu þátttakenda og allar nánari upplýs- ingar á Löggildingastofu í síma 568 1122. Frá Fósturskóla íslands Innritun í þriggja ára leikskólakennaranám í Fósturskóla Islands er hafin. Umsóknir þurfa að berast fyrir 2. júní nk. Stefnt er að því að námi Ijúki með B.ed. gráðu. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 581 3866. Skólastióri. FUNQIR/ MANNFAGNAÐUR Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna Kjötiðnaðarmenn! Munið eftir árshátíð F.Í.K. á Hótel Sögu laugar- daginn 12. apríl '97 kl. 19.00 í Sunnusal (áður Átthagasal). Skráning og miðasala er á skrifstofu Matvís, símar 587 2197 og 587 2195. Miðar einnig seldir á aðalfundi. Mætum öll í 50 ára afmælið! Stjórnin. Aðalfundur Vinafélag Blindrabókasafnsins heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 16. apríl nk. kl. 20 á Hótel Sögu (2. hæð í Skála). 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fræðsluerindi um Blindrabókasafnið (Sigurður Baldvinsson). 3. Tónlist — samleikur á selló og fiðlu (nemendur úrTónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar). Félagar mætið vel. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.