Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 15 LAIMDIÐ Verkalýðssaga Húsavíkur komin út Fyrir neðan bakkann Húsavík. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM kom út saga verka- lýðshreyfingar, atvinnulífs og stjórn- mála á Húsavík 1885 til 1985, gefin út af Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Bókin heitir Fyrir neðan Bakkann. Á 75 ára afmælisári verkalýðsfé- lagsins 1986 var ákveðið að gefa út sögu þess, en skriður komst ekki verulega á málið fyrr en 1991 að Þór Indriðason stjórnmálafræðingur var ráðinn til að skrifa söguna. í upphafi var ákveðið að ekki yrði eingöngu skráð saga verkalýðsbar- áttunnar, heldur einnig saga at- vinnulífs og stjórnmála á Húsavík, því að þessir þrír þættir væru svo samofnir félaginu, að sjálfsagt væri að skrá þá alla. Og með því að taka þessa þijá þætti saman yrði sagan um leið merk heimild um þá þróun, sem átt hefur sér stað. Höfundur skoðar og metur þá sögu í ljósi þess sem annars staðar gerist í þjóðfélag- inu, svo og hver áhrif stjórnvaidsað- gerðir hafa á hveijum tíma. Hann veltir upp ýmsum flötum, dregur ályktanir af sem jafnframt vekja lesandann til íhugunar um það efni sem um er íjallað. Ritnefnd fyrir verkinu skipuðu Siguijón Jóhannesson, Helgi Bjarna- son, Kári Arnór Kárason og Stefán F. Hjartarson. Prentverk Ás- prent/POB annaðist prentun og út- gáfu verksins. Formaður Verkalýðsfélagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson, skýrði blaðamönnum frá útgáfu verksins, sagði að mjög vel hefði verið vandað til útgáfunnar og kostuðu því bindin öll 15.000 kr. en félagar fengju þau á 8.000 krónur og væru þau nú fyrst aðeins til sölu á skrifstofu verkalýðs- félagsins. Hann sagði að þakka bæri, auk höfundar, vandað verk og Siguijóni Jóhannessyni fyrir mikla aðstoð við útgáfuna. Einnig vildi hann sérstaklega þakka Pétri Jónas- syni ljósmyndara fyrir frábæra vinnu en hann vann allár myndir undir prentun og hefði hann með sniíld og nýjustu tækni gert gamlar mynd- ir mjög skýrar, þótt þær hafi verið teknar með lélegum tækjum og við misjafnar aðstæður. Þetta 1.000 blaðsíða ritsafn er ágætt heimildarrit um sérstakan þátt í sögu Húsavíkur og er lofsvert framtak verkalýðsfélagsins að hafa látið skrá þessa sögu. Morgunblaðið/Sig. Fannar. JÓN Gunnar Ottóson, forstöðumaður Náttúrustofnunnar, Þor- varður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, og Geir Ágústsson, oddviti Hraungerðishrepps, virða fyrir sér veggskreytingar. SASS í nýtt húsnæði Selfossi - Það var margt um manninn þegar SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, tóku formlega í notkun nýtt húsnæði á Austurvegi 56 á Selfossi. Húsnæðið er 480 fm að stærð og mun hýsa Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Atvinnuþróunar- sjóð Suðurlands og Skólaskrif- stofu Suðurlands. Auk þess er í húsnæðinu stjórnunar- og skrif- stofuaðstaða fyrir Sorpstöð Suð- urlands. Allar eru þessar stofn- anir greinar af sama meiði, þ.e. í eigu sunnlenskra sveitarfé- laga. BJÖRN Gíslason, bæjarfulltrúi Selfossi, Drífa Hjartardóttir, at- orkukona frá Keldum í Rangárvallasýslu, og Sigurður Jónsson, formaður bæjarráðs Selfoss, ræða málin við vígsluna. Heimabyggðin Bakkafjörður Bakkafirði - í Grunnskólanum á Fegursta stúlka Austurlands valin Egilsstöðum - Fegurðarsamkeppni Austurlands var haldin í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum sl. laugardags- kvöld. Það voru sex stúlkur sem kepptu um titilinn Fegurðardrottn- ing Austurlands. Sú sem titilinn hreppti heitir Þor- gerður Þórðardóttir, 21 árs frá Vopnafirði. Ljósmyndafyrirsæta var valin Guðlaun Kristbjörg Kristins- dóttir, 19 ára, frá Eskifirði. Vinsæl- ustu stúlkuna völdu keppendur sjálf- ar úr eigin hópi og sú sem þann tit- il hlaut heitir Bryndís Jónsdóttir fá Hornafirði. Dómnefnd skipuðu: Þórarinn Jón Magnússon, Elín Gestsdóttir, Þór- unn Lárusdóttir, Hólmfríður Jó- hannsdóttir og Sigurður Mar. Fram- kvæmdastjóri keppninnar var íris Másdóttir og kynnir kvöldsins var Ágúst Ólafsson. Bæði fegurðardrottning Austur- lands og ljósmyndafyrirsætan munu taka þátt í keppninni um Ungfrú ísland sem haldin verður í Reykjavík. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NÝKRÝND fegurðardrottn- ing Austurlands, Þorgerður Þórðardóttir, 21 árs, frá Vopnafirði. Bakkafirði hafa nemendur unnið í vetur að verkefnum sem þeir hafa skýrt Heimabyggðin og eru þau liður i tíu ára vígsluafmæli skólans. Nemendurnir hafa teiknað kort af ströndinni við Bakkaflóann, merkt inn á það öll býli sem þar eru og hafa verið í byggð, einnig öll helstu kennileiti sem hér eru. Fréttaritara bar að garði þegar 10-12 ára nemendur voru að leggja síðustu hönd á eitt af verk- unum. Þau voru að merkja inn á súlurit hvernig íbúaþróun hefur verið frá 1930 til ársins 1995. Þar tóku þau út þijú ár, árin 1930, 1992 og 1995, og studdust við íbúaskrá en 1930 var stuðst við frásagnir eldra fólks til glöggvun- ar á fjölda íbúa í hreppnum. Þau komust að því að árið 1930 bjuggu um 300 íbúar í hreppnum, þar af 130 á aldrinum 0-18 ára, árið 1992 voru íbúar 132, þar af 35 frá 0-18 ára, og árið 1995 voru íbúar 138 og þar af 33 frá 0-18 ára. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson NEMENDUR að vinna að súluriti um íbúafjölda í Skeggjastaða- hreppi. F.v. Stefnir Elíasarson, Signý Pála Sigmarsdóttir, Járn- brá Olafsdóttir og Birkir Ólafsson. Kennari með þeim er Val- björg Jónsdóttir, skólastjóri. Þessi verkefni eru meðal og gamla og reyna einnig að átta margra verkefna sem nemendurn- sig á því hvort eitthvað hafi verið ir hafa verið að vinna að til að kynnast betur sinni heimabyggð og tengja betur saman nýja tíma hægt að gera sér til gamans i gamla daga þegar ekkert sjónvarp var og engin tölva. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon ÞÁTTTAKENDUR í eldri og yngri flokki. Skólaskákmót Vesturlands haldið í Borgarnesi Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir ÞAÐ rigndi mikið á Hellu í fyrrinótt, eins og eigandi þessa bíls mátti sannreyna, en hann hafði orðið að skilja hann eftir utan vegar eftir að hafa misst sljórn á honum. Missti stjórn á bílnum Hellu - Ökumaður Volvo-bifreiðar sem var á leið austur Suðurlandsveg missti stjórn á bifreið sinni aðfara- nótt mánudags með þeim afleiðing- um að hún hafnaði utan vegar. Óhappið átti sér stað skammt vestan við Hellu, en slabb og hálkublettir voru á veginum. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en varð að skilja bíl sinn eftir. Ökumanninum brá í brún er hann hugðist sækja bílinn í gærmorgun en þá var hann næstum kominn á kaf í rigningarvatn. Samkvæmt upp- lýsingum veðurathugunarmanns á Hellu var úrkoma næturinnar frekar mikil, eða tæpir 18 millimetrar. Grundarfirði - Skólaskákmót Vesturlands var haldið í Borgarnesi sl. laugardag. Fjórum bestu skák- mönnum hvers grunnskóla gefst kostur á taka þátt í svæðisbundnu móti þar sem keppt er um réttinn til þátttöku á landsmóti. Siguvegari í yngri flokknum var Páll Oskar Kristjánsson með 9 vinn- inga af 9, í 2. sæti var Kristinn Darri Röðulsson með 7 vinninga og í 3. sæti var Stefán Halldór Jónsson með Qlh vinning. I eldri flokknum sigraði Sigurður Már Sturluson með 6 vinninga af 7, 2. varð Garðar Bergmann Gunnlaugsson með 5'A og 3. Ómar Freyr Sigurbjörnsson með 5 vinninga. Vinningshafarnir voru allir frá Akranesi en þar hefur verið vel hlúð að skákáhugamönnum í grunnskól- unum. Við skólana tvo hefut' undan- farin tvö ár starfað skákkennari í hálfu starfi. Hann heitir Þröstur Hreiðar Þráinsson. Þröstur segir mikinn áhuga vera á skák meðal skólanemenda og eru nemendur hans um 70 talsins. TOraN DIESEL - RAFMAGNS - GAS BURDARGETA 1. ©DftEWOO VERKVER Smidjuvegi 4B • Kópavogi • 567 6620
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.