Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Af þjóðlegum
gulleggjum
TONLIST
Gcrdarsafn
„VIÐ SLAGHÖRPUNA"
Verk eftir Brahms, Liszt og Dvorák.
Helga Bryndís Magnúsdóttir og
Jónas Ingimundarson, pianó. Lista-
safni Kópavogs, mánudaginn 7. apríl
kl. 20:30.
TÓNFÉLAGSFRÆÐINGAR hefðu
ekki getað ráðlagt betur um verk-
efnaval á tónleikum þeirra píanóleik-
ara Helgu Bryndísar Magnúsdóttur
og Jónasar Ingimundarsonar í Gerð-
arsafni sl. mánudagskvöld undir fyr-
irsögninni Við slaghörpuna, hefði
meginmarkmiðið verið að tryggja
góða aðsókn, því af henni mátti
hikstalaust sjá að hér færi eitthvað
sem „fólkið vildi.“ Af fjölda æsku-
fólks meðal tónleikagesta mátti enn
fremur álykta, að dagskráin höfðaði
til ólíkra aldursflokka; væri m.ö.o.
fjölskylduvæn.
Það þarf svo sem ekki að koma
á óvart, að Ungversku og Slavnesku
dansar þeirra Brahms og Dvoráks
megna enn, meira en öld eftir tilurð-
artíma, að slíta mannskapinn frá
imbanum á virkum degi eftir að
hafa reynzt meðal vinsælasta við-
fangsefnis - einkum í hljómsveitar-
mynd - sem um getur í sígildri tón-
list og riðið húsum í útvarpsstöðvum
Vesturlanda þegar frá upphafsárum
Ijósvakamiðla; sumir dansar reyndar
svo mjög, að þeir hafa óverðskuldað
fengið á sig „lummu“-ímynd. En
MIKLIR fjárhagserfíðleikar steðja að
Dramaten, sænska þjóðarleikhúsinu,
og virðist nú fátt geta bjargar leik-
húsinu út úr þeim vanda nema stór-
aukið fjárframlag til hússins. Menn-
ingarmálaráðherra Svía, Marita Ulv-
skog, vísaði slíkum vangaveltum hins
vegar algerlega á bug fyrr í vetur,
að því er segir i Berlingske Tidende.
Fjárhagur leikhússins er nú svo
slæmur að stjóm þess hefur séð sig
nauðbeygða til að fresta aðalfundi
þess, sem halda átti í lok mars, fram
í miðjan apríl, þar sem stjórnin er
enn að reyna að átta sig á hversu
slæmt ástandið er og vinnur nú að
reikningsuppgjöri. Nýlega var fullyrt
í sænska blaðinu Dagens Industri að
um helmingur höfuðstóls hlutafélags-
ins um Dramaten væri uppurinn og
að leikhúsið rambaði á barmi gjald-
þrots.
Fjölmargar tilraunir hafa verið
gerðar til að bjarga íjárhagnum við
KVIKMYNPIR
Bíóborgin
MICHAEL COLLINS ★ ★ Vi
Leikstjóm og handrit: Neil Jordan.
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Alan
Rickman, Aidan Quinn, Julia Ro-
berts, Stephen Rea, lan Hart. Geffen
Pictures. 1996.
ÍRSKI leikstjórinn Neil Jordan
hefur kvikmyndað ævisögu einnar
af sjálfstæðishetjum íra frá því fyrr
á öldinni, Michael Collins, með Liam
Neeson í aðalhlutverki og reynir að
gera talsvert flóknum og erfiðum
manni skil með sögulegri og drama-
tískri stórmynd. Collins var arkítekt-
inn að skæruhernaði og aftökum
írska lýðveldishersins eftir páska-
uppreisnina árið 1916. Hann skipu-
lagði morð úr launsátri um alla
Dyflinni en skæruhernaðurinn mun
hafa borið árangur og átt sinn þátt
í því að draga Breta að samninga-
borði um stofnun írsks fríríkis. Sá
samningur, sem Collins var í for-
svari fyrir, varð kveikjan að borgara-
styrjöld í landinu.
Collins leit svo á að ofbeldi væri
eina færa ieiðin til þess að frelsa
samt hljóta þessi fyrstu sígrænu
dægurlög tónlistarsögunnar enn að
vekja öfund og aðdáun tónlistarút-
gefanda, því önnur eins ríkuleg og
langvinn ávöxtun í beinharðri klingj-
andi mynt á lagrænum fijóleika hef-
ur tæplega sézt í forlagsgeiranum
fram að Bítlalögum frá því er Ung-
versku dansar Brahms komu fyrst
út 1858 sem píanóverk fyrir fjórar
hendur litlu heimilanna, og ruku svo
út, að prentsmiðjur höfðu varla und-
an.
Dvorák var bent á þessa töfra-
formúlu 1878, og - voiia! - öðru
gulleggi var orpið með fyrstu Slav-
nesku dönsunum (Op. 46, 1878),
sem slógu svo rækilega í gegn, að
Dvorák varð að endurtaka leikinn
með öðru setti 1886, Op. 72. Eftir-
líkingar urðu legíó um alla álfu -
ein sú merkasta Norskir dansar
Griegs (1881) - og eflaust er það
aðeins markaðssmæð um að kenna,
að dansasafni Jóns Leifs ólöstuðu,
að eldfjörugir „Islenzkir dansar"
fyrir fjórhent píanó skuli aldrei hafa
séð dagsins ljós. Dansarnir voru
sem kunnugt er síðan orkestraðir,
ýmist af frumhöfundum eða öðrum,
frá því að Ingrid Dahlberg settist í
stól leikhússtjóra þann 1. október sl.
Hún starfaði áður hjá leiklistardeild
sænska sjónvarpsins þar sem allt var
í blóma en hefur frá fyrsta degi orð-
ið að taka erfiðar og óvinsælar
ákvarðanir, svo sem að segja leikur-
um upp.
Tveimur af sex sviðum leikhússins
hefur verið lokað, sem hefur tekið
fyrir starfsemi tilraunaleikhússins en
það laðaði fyrst og fremst að sér
unga áhorfendur. Stjórnvöld hafa
veitt um 50 milljónum ísl. kr. í „neyð-
araðstoð" til leikhússins og látið gera
mannabreytingar á leikhúsráðinu.
Það var aðallega skipað listamönnum
en nú hafa margir þeirra verið látnir
fjúka og hagfræðingar tekið sæti
þeirra. Þá hefur ríkið yfírtekið lán,
sem tekin voru til að fjármagna dýr-
ar uppfærslur Ingmars Bergmans,
en það sparar Dramaten um 8-10
milljónir ísl. kr. í ári í vaxtagreiðslur.
írland frá breska heimsveldinu og
sýndi fram á það, samkvæmt mynd
Jordans. Leikstjórinn stendur
frammi fyrir því vandamáli að hann
er ekki að fást við ævi Ghandis,
Steve Bikos eða Martins Luthers
Kings, sem lögðu áherslu á ofbeldis-
laus mótmæli. Að því leyti er frelsis-
hetjumyndin hans um Michael Coll-
ins nokkuð sér á báti. Jordan reynir
að gefa rómantíska mynd af hetju
sinni. I augum Breta gæti hann sjálf-
sagt allt eins verið að syngja Kobba
kviðristi lof og prís.
Myndin hlýtur að eiga að vera
hveijum manni ögrun en hún er ekki
sérlega ögrandi. Jordan kýs að fara
fínlega með efnið en reyna samt að
vera heiðarlegur gagnvart því. Að-
ferð hans er að forðast að tengja
Collins beint við aftökurnar og má
vel vera að eitthvað sé til í því; Coll-
ins gefur fyrirskipanir en myrðir aldr-
ei sjálfur. Hann er ástríðufullur írsk-
ur lýðveldissinni sem notar þau brögð
sem hann telur að dugi. Hann er
maður sem grætur það að hafa verið
neyddur til þess af Bretum að gera
það sem hann verður að gera. Hann
er maður sem hverfur frá ofbeldi í
lokin og verður friðarsinni en hags-
munir hans og De Valera, sem síðar
og náðu þannig enn meiri út-
breiðslu með tilkomu hljómplatna
og útvarps.
Jónas Ingimundarson og fyrrum
nemandi hans, Helga Bryndís Magn-
úsdóttir, ferhentu fyrst milli sín fjór-
um ungverskum dönsum, nr. 2, 17,
3 og 15. Síðan léku þau Sextán
valsa Op. 39 eftir sama höfund og
eftir hlé sjö slavneska dansa Dvor-
áks, nr. 3, 6, 7 & 8 úr Op. 46 og nr.
2, 4 & 5 úr Op. 72. Þar áður flutti
Helga Bryndís tvö einleiksverk eftir
Franz Liszt, Sonnetta del Petrarca,
hárómantískt effektastykki, og hina
iðandi Konsertetýðu „Gnomenreig-
en“ eða Jarðálfahringdansa. Fórst
henni hvort tveggja ágætlega úr
hendi, ekki sízt hið síðartalda, sem
kraumaði mest á efra sviði og uppsk-
ar ríkulegt lófatak, enda tækni og
tónvísi á sínum stað, þó að enn vanti
nokkuð upp á rómaðan slaghörputón
læriföðurins.
Það gegnir á sinn hátt furðu hvað
einu sinni hafi þótt hæfa almennri
heimamúsíseringu, ef marka má
kröfurnar sem sumir dansar þeirra
Brahms og Dvoráks gera til fingra-
leikni. Hitt var þó auðheyrt (og -séð),
Þegar Dahlberg tók við, tókst
stjórn Dramaten að gera samning
við símafyrirtækið Telia, sem er
stærsti styrktaraðili leikhússins, í 39
mánuði, en sá samningur rennur út
í desember 1999. Hann gefur leikhús-
inu um 120 milljónir í aðra hönd, en
um leið útilokar hann aðra slíka
samninga, nema í tengslum við leik-
ferðir og heimsóknir gestaleikhúsa.
varð forseti írska lýðveldisins, fara
ekki saman og hann er felldur.
Jordan reynir að gera írskum
stjórnmálum á tímabilinu skil um leið
og hann rekur ævi Collins og tekst
bærilega að tengja persónulega sögu
hans við afar flókið sögulegt efni og
splæsa saman hinu smáa persónulega
við hið stóra sögulega. Endursköpun
tímabilsins og óeirðanna og bardag-
anna á götum úti er mjög vel af
hendi leyst. Hann leggur áherslu á
gamansaman írskan félagsanda í
samskiptum De Valera, Collins og
Harry Bolands svo myndast einhvers
skonar Hróa hattar-tilfínning í mynd-
inni og hún fær á sig ævintýrabrag.
Á sama hátt kvikmyndar Jordan
skæruhernaðinn í Dyflin eins og hann
sé að gera gangstermynd frá
Chicago; menn skjóta inn um glugga
veitingahúsa og menn eru skotnir á
götum úti um hábjartan dag. Það er
einhver rómantísk bófamyndatilfínn-
ing tengd þessum aðgerðum, sem
ekki er viðeigandi. Einnig sýnir Jord-
an ekki mikinn frumleika þegar hann
notar víxlklippingar milli ofbeldisat-
riða og innilegra atriða með Collins
og ástkonu hans. Coppola fullkomn-
aði aðferðina fyrir aldarfjórðungi í
Guðföðurnum.
að rapsódískir rytmarnir og storm-
andi styrkandstæðurnar hljóta að
gera þessar smáperlur að bráð-
skemmtilegu samstarfsverkefni
tveggja samlyndra píanista, jafnvel
þótt hinir skemmra komnu ráði varla
við allt, og kæmi ekki á óvart, ef
þessi dansasöfn ættu von á ein-
hverri endurvakningu í skólum og á
heimiium á næstunni í kjölfar um-
ræddra tónleika.
Bezt tókst flutningur á nr. 3 og
15 af Rapsódíunum, nr. 6, 7 og 14
af Völsunum stuttu (síðasttaldi var
jafnframt áberandi mest krefjandi),
og af Slavnesku dönsunum, sem að
smekk undirritaðs skákar „sígauna-
músík" Brahms bæði að ferskleika
og frumleika, kvað hlutfallslega
mest að samleik þeirra Jónasar í
polkunum tveim 46,3 og 46,7, en
þó alveg sértaklega í hraða „lándl-
ernum“ 46,6 og í fúríantinum[?]
46,8, síðasta verki dagskrár, þar
sem saman fóru smitandi skaphiti
og smellandi nákvæmni svo af bar.
Einnig var þakkarvert að fá að betja
sjaldheyrðari dansa eyrum eins og
t.d. Op. 72 nr. 4 þar sem Dvorák
fer jafnvel að minna eilítið á Bartók
- seinna settið virðist íbyggnara
og minna „út á við“ en hið fyrra -
en af öllu samanlögðu var mikil og
góð skemmtan af bæði ágætu sam-
spili er sífellt sótti í sig veðrið, svo
og af (að þessu sinni) fremur stijál-
um en að vanda fróðlegum og
hnyttnum kynningum Jónasar Ingi-
mundarsonar.
Það sem upp hefur verið talið
hrekkur skammt. Rekstur Dramaten
kostar um 2 milljarða á ári. Þar af
er um 1,6 milljarður frá ríkinu en
300 fást inn úr miðasölu. Nú er full-
yrí að til verði að koma enn myndar-
legra fjárframlag frá ríkinu til að
koma rekstrinum á réttan kjöl en því
hefur menningarmálaráðherrann vís-
að á bug.
Jordan hefur góðan ieikarahóp
með sér. Liam Neeson er ábúðar-
mikill og fífldjarfur sem Collins.
Neeson leikur hann sem rómantíska
írska hetju og þjóðsagnapersónu en
líka sem mann af holdi og blóði er á
í innri baráttu. Stephen Rea er frá-
bær sem kafkaískt möppudýr og
njósnari innan lögreglunnar; Alan
Rickman á til að ofleika sem Éamon
De Valera; Aidan Quinn er mjög
viðunandi sem Boland er var í þeirri
óþægilegu aðstöðu að vera besti
vinur Collins en hægri hönd De
Valera þegar skil urðu á milli þeirra.
Einnig er Ian Hart góður sem fylgi-
hnöttur Collins. Julia Roberts fer
með aðalkvenhlutverkið og eina
kvenhlutverkið í myndinni og þáttur
hennar allur er hinn bagalegasti.
Maður veit ekkert um þessa konu
annað en að hún tollir ævintýralega
vel í tískunni miðað við að um írska
alýðukonu virðist að ræða. Er þátt-
taka hennar sem stórstjörnu í
myndinni sjálfsagt fremur að kröfu
bókhaldaranna í Hollywood en
nokkuð annað. Fer myndin á allt
annað og lakara plan með allt of
tíðum og óspennandi samskiptum
hennar og Neesons.
Arnaldur Indriðason
Ci
EIN myndanna á sýningu
Jónasar Hallgrímssonar.
Tísku-
myndir frá
London
JÓNAS Hallgrímsson opnaði
sýningu laugardaginn 22. mars
á tískuljósmyndum í verslun
Hans Petersen í Austurveri.
Myndirnar eru allar teknar í
London á þessu ári og eru af-
rakstur nokkurra vikna vinnu
fyrir ýmsar fyrirsætuskrifstof-
ur í borginni, þar á meðal Elite
Premier umboðsskrifstofuna.
Þetta er þriðja einkasýning
Jónasar, sem áður hefur sýnt
á Mokka 1995 og í Galleríi
Úmbru 1996. Sýningin í Hans
Petersen er að mörgu leyti frá-
brugðin fyrri sýningum, þar
sem aðeins er um að ræða
hreinar tískuljósmyndir í stað
dýpri og listrænni ljósmynda
sem einkennt hafa fyrri sýning-
ar Jónasar, að því er fram kem-
ur í kynningu.
Sýningin í Hans Petersen er
opin alla virka daga frá kl.
9- 18 og frá 10-14 laugardaga
og stendur til föstudagsins 25.
apríl. Fyrir þá sem kynnu að
hafa áhuga á að hitta og ræða
við ljósmyndarann, skal athygli
vakin á því að Jónas verður í
Hans Petersen næstkomandi
laugardag, 12. apríl, frá kl.
10- 14.
Jónas Hallgrímsson er 25
ára að aldri og stundar nám í
ljósmyndun í Bretlandi.
Lærisveinar
og -meyjar
lesa í Gerð-
arsafni
RITLISTARHÓPUR Kópavogs
tekur upp þráðinn að nýju eftir
páskahlé, fimmtudaginn 10.
apríl, við upplestur í Gerðar-
safni. Að þessu sinni verða
yngri skáld í forgrunni, læri-
sveinar og -meyjar Þórðar
Helgasonar, skálds og kennara.
Þórður Helgason hefur um
árabil kennt íslensk fræði á
framhalds- og háskólastigi og
komist í kynni við fjölda ungra
áhugamanna um ritlist og
skáldskap, m.a. á sérstökum
námskeiðum um ljóðagerð og
skáldskapariðkun sem hann
hefur kennt við ýmsa skóla.
Þórður fær nokkra nemend-
ur sína til liðs við sig og hafa
þau veg og vanda af upplestri
komandi fimmtudags. Dag-
skráin fer að venju fram í kaffí-
stofu Gerðarsafns og stendur
milli kl. 17 og 18.
Þorsteinn
Víkingur
sýnir á 22
MÁLVERKASÝNING Þor-
steins Víkings stendur ný yfir
á veitingastaðnum 22 við
Laugaveg. Á sýningunni eru
níu olíumálverk unnin á pappír.
Sýningunni lýkur 11. maí.
Ríkarður Ö. Pálsson
w
Astandið versnar
á Dramaten
DRAMATEN, sænska þjóðarleikhúsið.
Umdeildur leiðtogi íra