Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SVOFELLDUM orðum fer Árni Björns- son um þáttagerð mína, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins: „Ekki þurfti neitt fjögurra stunda sjónvarpsrugl til að benda á fátækt og kúgun íslenskrar alþýðu, sem lesa má í öllum haldbærum heimildum um sögu íslands. í fyrrnefndum þáttum var hinsvegar að einu leyti brotið gegn allri sagnfræði- legri skynsemi: Voða- verk, sem getið er í annálum, af því að þau eru óvenjuleg og þessvegna anná- lsverð, voru túlkuð sem almenn regla og af því dregnar rangar ályktanir." (Mbl. 14. mars 1997). Undir þessu fleipri mun ég ekki lengi sitja. Ég lét kyrrt liggja þegar ýmsir góðir drengir helltu úr skálum reiði sinnar yfir þættinum, þá er þeir voru sýndir fyrir fjórum árum, því vissulega var þeim nokkur vork- unn, að horfa upp á glansmyndir fortíðar tættar sundur fyrir augun- um á þeim. Allan slíkan reiðilestur hef ég löngu fyrirgefið, en þegar sjálfskipaðir jólasveinafræðingar ríða nú í hlað með skætingi og lyg- um, þá verður ekki undan því vikist að seilast í birkihrísluna góðu. Númer eitt: annálar voru alls ekki saman teknir með það eitt fyrir augum, að tína til atburði sem voru óvenjulegir - og því „annáls- verðir“. Ánnálum svipar til dag- blaða nútímans að því leyti, að þar ægir saman margskyns fróðleik, sem hver höfundur fyrir sig vildi halda til haga: skipa- komum, dauðsföllum háklerka, jarðadeilum, kvennafari, framhjá- höldum, barnsfæðing- um, skipan biskupa, sjóslysum, hungur- sneyðum, harðærum, veðurfari, grasbeit, aflatölum, réttarhöld- um og refsingum, morðum, vígaferlum konunga og barúna í fjörrum löndum, og miklu fleira. Þar er jafnvel að finna hálfgildings gamansögur, svo sem þegar kerling ein afgömul en vel efnuð varð sér úti um yngissvein nokkurn, giftist hon- um og lagði í rekkju sína, en skil- aði honum síðan fyrir þær sakir, að hann gagnaðist henni eigi, svo sem eiginmönnum bæri skylda til. Megnið af atburðum annála er þess kyns, að þeir heyra til hinum volduga flaumi mannlífs á hveijum tíma, og höfundar vildu síður að gleymdust. Ánnálana notaði ég einkum, þá er ég vildi draga upp jifandi mynd- ir af a) sjóslysum við Islandsstrend- ur, hlutskipti vermanna og þeirra kvenna er misstu ástvini í hafdjúpin köldu; b) hungursneyðum, föru- fólki, þegar þúsundir manna týndu lífi í hrikalegu hagkerfi, sem ég nefndi „hagkerfi dauðans"; c) rétt- arfari og dómsmálum. Nú skal ég ekki lengi bijóta heil- ann um hvaða munur kann að vera á skynsemi og því sem Árni kallar „sagnfræðilega skynsemi", en hins vil ég biðja menn lengstra orða, að Árni hefur löngum farið með einskisvert fleipur, segir Baldur Her- mannsson. Og upp- skorið lítinn hróður. rugla þáttum mínum aldrei saman við þá fræðigrein, sem iðkuð er í háskólum viða um lönd og heitir sagnfræði. Þáttahöfundur í sjón- varpi getur stundum fært sér í nyt ýmislegt af því sem sagnfræðingar iðja, en hann má ekki feta í fótspor þeirra - þá er eins víst að úr verði önnur eins hörmung og þátturinn sem Oiafur Harðarson gerði um Hermann Jónasson, og sýndur var um áramótin. Hermann var mikils- háttar maður og átti betra skilið en það afstyrmi. Þá segir Árni, að ég hafi dregið margar skrítnar ályktanir af þeim atburðum annála, sem ég til- greindi. En það er rangt. Hið rétta er, að ég nýtti atburði annála til þess að vekja upp raunsannar myndir af ástandi og skipan mann- lífsins, svo sem ég vendilega skýrði í þulartexta og fór ekki framhjá neinum, er hlýddi. Það sem Árni kallar skrítnar ályktanir, munu vera þær kenning- ar ágætra fræðimanna, sem ég studdist við og tíundaði skipulega, en hann hefur ekki þekkt sökum þess að hann er illa lesinn. Árni ætti að þekkja af eigin raun, að gagnrýni verður ávallt að setja fram skilmerkilega og skipulega, en ekki í flaustri og af illfýsi einni saman. Hann mætti minnast þess, er hann sjálfur lá undir hörðum ádrepum fyrir að taka sér titilinn „þjóðháttafræðingur“, þvert gegn vilja menntaðs fólks, sem sýndi fram á að hann hefði ekki tilskilinn lærdóm, og eins er hann kríaði sér út doktorstitil fyrir ýmiskonar samtíning, sem hann hafði víða birt áður undir ýmsum nöfnum - sú gráðuveiting þótti mörgum_ fara í bága við reglur Háskóla íslands, og varð honum til lítillar sæmdar. Sú gagnrýni var einmitt vel fram borin, og hefði Árni betur lært af henni. Ritsmíðar Áma eru allajafna ein- hverskonar reytingur og musl, nasl- að saman úr skræðum og skjölum annarra manna, saman rekið af lít- illi andagift og hvergi hef ég fund- ið þar votta fyrir nýjum skilningi, nýrri innsýn eða neinu því sem aðr- ir menn hefðu ekki getað gert betur. Raunar fer það jafnan svo, þá er á vegi mínum verða ritsmíðar Árna Björnssonar, svo sem Vætta- tal, að bijóst mitt fyllist sárum trega, því mér verður þá hugsað til þess, hvað úr slíkum efnivið mætti gera, ef að verkinu gengi gáfaður maður, vel menntaður, gæddur djúpri tilfinningu fyrir örlögum og sögu þjóðar okkar, laus við hroka og Jiverskyns fábjánaskap. Ég nefni sem dæmi og fyrirmynd „Myth, Legend and Romance - an Encyclopædia of the _ Irish Folk Tradition“, eftir D. Ó hÓgáin. þann- ig bók þyrfti einhver vel menntaður og vandaður fræðimaður að semja um vættir íslands og uppruna þeirra daga, sem oss þykja merkilegar á mannsævinni. Eins og hendir drýldið fólk þykir Árna hlýða að varpa fram skilgrein- ingu á sjálfum sér í blaðagreininni, ungu fólki til uppfræðslu. Hann er að eigin sögn, „Maður sem hefur bráðum lifað tvo þriðju hluta 20. aldar og auk þess gruflað helming þess tíma í svokallaðri menningar- sögu ... “. Nú er það svo, að ekki ferst mér að dæma Árna í þessu efni, því sjálf- ur læt ég fá tækifæri ónotuð til þess að hreykja mér af elli minni gagnvart þeim sem yngri eru, og hef oft gaman af viðbrögðum þeirra gagnvart svo heimskulegu karla- grobbi. En Árni verður að geta þess jafn- framt, svona til þess að auka skil- greininguna og uppfræða ungu kyn- slóðina nánar um fyrirbærið Áma Bjömsson, að þá hundstíð sem hann hefur flakkað hér um jörðu, hefur hann löngum farið með einskisvert fleipur og uppskorið lítinn hróður. Hann varð snemma gegnsýrður af viðbjóðslegustu firru aldarinnar, kommúnisma, og var henni hand- genginn síðan. Hvað ætli standi nú eftir allar skammarræðurnar hans Árna, blaðagreinarnar, Keflavíkur- göngurnar, frumhlaupin á fundum, rausið í útvarpi og sjónvarpi, árás- irnar á hina og þessa sem ekki hafa neitt til þess unnið? Sannleikurinn er auðvitað sá, að framvinda tímans hefur leikið Árna Björnsson og hyski hans þannig, að hann stendur úti á berangri ber- rassaður og flengdur, ævistarf hans lítið að vöxtum, sálarlaust og flatn- eskjulegt, og hefði miklu betur ver- ið unnið af öðrum mönnum. Getur nokkur vænst þess, að maður sem var svo herfilega glám- skyggn á atburði og mannlíf sam- tímans, sé á nokkurn hátt fær um að meta þá atburði og mannlíf, er ijær liggja í tímanum, ég bara spyr? Sigutjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur fær leiðinlegar glósur í grein Árna og mun ég ekki taka upp hanskann fyrir hann. Ég stend í þakkarskuld við þennan unga, gáfaða fræðimann, fyrir djúphugsaða greiningu á efni og efnistökum þáttanna. Ritsmíðar hans bera vitni um innsæi og nýst- árlega, spennandi vinnuaðferð, sem ég hef fulla trú á að eigi eftir að dýpka skilning okkar á fortíðinni og því lífi sem við lifum hérna. Ekki veit ég hvort það kemur illa við hann að verða fyrir svo dólgslegu áreiti, en þá má hann minnast þess sem sagan kennir, að Árni Björnsson hefur alltaf rangt fyrir sér. Höfundur er eðlisfræðingur. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Baldur Hermannsson Útgerðin fylgir ábyrgri fiskveiðistefnu ÞEIR sem kynna sér fiskveiðar og sögu þeirra hérlendis og í öðrum löndum gera sér fljótt grein fyrir því hversu mikilvæg ábyrg fiskveiðistefna er, bæði fyrir ástand fiskimiðanna og fyrir afkomu útgerðar og alls almennings. Án ábyrgrar fiskveiði- stefnu éru fiskistofnar í niðurníðslu og arð- semi sjávarútvegs mun minni en efni standa til. Með ábyrgri fisk- veiðistefnu er leitast við að nýta fiskistofnana á sjálf- bæran hátt með sjónarmið góðrar umgengni um fiskimiðin að leiðar- Ijósi. Byggt er á vísindalegri ráð- gjöf um auðlindanýtingu og nauð- synlegrar varúðar gætt. Arðsemi til langs tíma litið er gert hærra undir höfði en stundarhag. Ábyrg fiskveiðistefna birtist fyrst og fremst í árangursríkri stjóm fiskveiða. Einnig skiptir miklu máli hvaða reglur menn setja sér varðandi umgengni um fiskimiðin. í báðum þessum atrið- um hafa íslenskir útgerðarmenn stutt viðleitni stjórnvalda til framf- ara um langt árabil og oftar en ekki átt frumkvæði að úrbótum. í þessum efnum höfum við farið langan veg á síðustu tveimur ára- tugum og væntum þess að gera ennþá betur á komandi árum. Hæfilegur afli Núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi var komið á í áföngum á árunum 1983-1996. í upphafi samþykktu út- gerðarmenn að láta yfir sig ganga skerð- ingu á fiskveiðirétti til bráðabirgða vegna þess að þeir töldu nauðsyn á sakir bágs ástands þorskstofns- Kristján ins. Nú er komið á al- Þórarinsson mennt aflamarkskerfi sem dugar vel við að takmarka sóknina í þorskinn. Ár- angurinn leynir sér ekki í batnandi ástandi þorskstofnsins. Ákvarðanir um leyfilegan há- marksafla þorsks lúta nú svokall- aðri aflareglu. Reglan byggist á því að þorskafli skuli alla jafna vera sem nemur fjórðungi af mældri stærð veiðistofns. Notkun þessarar aflareglu var samþykkt í ríkisstjórn að fenginni tillögu sér- fræðinga og með fullum stuðningi samtaka útvegsmanna. Reglan var valin á grundvelli rannsókna sem bentu til að hún bæði stuðlaði að hámarks arði af þorskveiðum til lengri tíma litið og dragi mjög úr líkum á hruni í þorskstofninum. Með tilkomu aflareglunnar má segja að ákvarðanir um þorskafla byggist á faglegum grunni og séu Ábyrg fiskveiðistefna er, segir Krislján Þór- arinsson, ein helzta stoð efnahagsbatans á íslandi. hafnar yfir skammtímasjónarmið og pólitískt dægurþras. Fiskvernd Auk aflatakmarkana felur fisk- veiðistefnan í sér ýmsar ráðstafan- ir sem stuðla að góðri umgengni og skynsamlegri nýtingu auðlind- arinnar. Sumarið 1993 var helstu uppeld- issvæðum þorsks lokað fyrir veið- um með reglugerð sjávarútvegs- ráðherra og stendur sú lokun enn. Tilgangurinn var að vernda tvo skárstu þorskárgangana í röð margra lélegra árganga — árgang- ana frá 1989 og 1990 — frá ótíma- bærum veiðum áður en fiskarnir hefðu tekið út eðlilegan vöxt og lagt sitt að mörkum til hrygningar. Samtök útvegsmanna áttu frum- kvæði að þessum aðgerðum og studdu ákvörðun stjórnvalda í hví- vetna. Árangur þessara lokana er nú að koma fram í mikilli gengd fiska úr þessum árgöngum á hrygningarstöðvarnar við landið sunnan- og vestanvert í vetur. Utvegsmenn hafa einnig beitt sér fyrir svonefndu hrygningar- stoppi, en með því er átt við stöðv- un þorskveiða í hálfan mánuð í annarri og þriðju viku apríl meðan hrygningin er í hámarki. Veljandi veiðarfæri Útvegsmenn hafa einnig stuðlað að notkun veiðarfæra með sem mestri kjörhæfni, en með því er átt við að veiðarfærin veiði helst þann fisk sem þeim er ætlað að fanga en sleppi öðrum fiskum. Þannig nota íslenskir togarar stærri möskva í poka botnvörpu en þekkist á öðrum þorskveiðisvæð- um, en stórir möskvar stuðla að því að smáfiskur sleppi óskaddaður úr veiðarfærinu. Einnig hafa út- vegsmenn beitt sér fyrir notkun smáfiskaskilju við botnfiskveiðar, en notkun smáfiskaskilju fer nú mjög í vöxt í íslenska togaraflotan- um. Seiðaskilja er nú notuð við allar úthafsrækjuveiðar og þess vegna sleppa flest öll fiskseiði út úr rækju- trollinu og aðeins rækjan verður eftir. Þetta er mikil framför frá því fyrir aðeins fáum árum þegar um- talsverður fjöldi karfaseiða var drepinn við rækjuveiðarnar. Mörg fleiri dæmi eru um nýlegar umbæt- ur í kjörhæfni veiðarfæra íslenska fiskiskipaflotans. Góð umgengni Lög um umgengni um nytja- stofna sjávar voru samþykkt á Ál- þingi vorið 1996. Lögum þessum er m.a. stefnt gegn brottkasti fisks, veiðum umfram veiðiheimildir og löndun afla framhjá vigt. Lögin kveða á um skyldur þeirra sem koma að fiskveiðum, löndun afla og vigtun og eftirliti með veiðum og löndun. Brot á lögunum eru refsiverð með sviptingu veiðileyfis skips, sektum og jafnvel varðhaldi. Samtök útvegsmanna tóku virkan þátt í undirbúningi lagafrumvarps- ins og hvöttu til samþykktar þess á Alþingi. Stuðningur við rannsóknir Útvegsmenn og samtök þeirra hafa stutt rannsóknir á fiskistofn- um með margvíslegum hætti, m.a. með beinum fjárframlögum til mik- ilvægra verkefna og einnig með því að aðstoða sérfræðinga Ha- frannsóknarstofnunar við öflun sýna úr afla á sjó. Hugur útvegs- manna til hafrannsókna kemur best fram_ í nýlegri samþykkt stjórnar LÍÚ þess efnis að sjávarút- vegurinn skuli kosta gerð nýs ha- frannsóknaskips. Niðurlag Ábyrg fiskveiðistefna er ein helsta stoð efnahagsbatans á ís- landi á undanförnum árum. Stefn- an byggist m.a. á ítrekuðum sam- þykktum aðalfunda Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og samþykktum stjórnar samtakanna mörg undanfarin ár. Ábyrg fískveiðistefna er for- senda sjálfbærrar nýtingar fiskim- iðanna og varðveitir auðlindina óskerta handa komandi kynslóðum. Af og til koma fram á vettvangi stjórnmálanna hugmyndir um að víkja frá ábyrgri fiskveiðistefnu og Iáta skammtímasjónarmið ráða — taka forskot á sæluna og heimila óvarlega mikinn þorskafla. Samtök útvegsmanna styðja ekki slík sjón- armið heldur halda fast við ábyrga fiskveiðistefnu. Það er óvíða í heiminum sem útvegsmenn gera sér eins góða grein fyrir mikilvægi ábyrgrar fisk- veiðistefnu og veita slíkri stefnu jafn eindreginn stuðning og á Is- landi. Höfundur er stofnvistfræðingur hj:\ Lnndssambandi íslenskra útvegsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.